Morgunblaðið - 26.09.1996, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Lýs milda ljós
ÞEGAR öldinni er að
ljúka og ekki verður
þverfótað fyrir umræð-
um um hlutabréf, síld-
argróða (þennan sem
kemur og fer), smugu-
veiðar og jarðgöng und-
ir sjó og landi, að við-
bættri launþegahreyf-
ingunni, sem ætlar að
grípa tuttugu þúsund á
mánuði út úr efnahags-
lífinu um áramótin til
að efla vísitölubundna
v^gbólgu sem fór svo
vel með okkur á átt-
unda tugnum. Allt er
þetta mjög ofarlega í
hugum fólks. Það er
jafnvel hætt að tala um Hólasand í
bili, sem ekki má rækta nema með
„spesíal" grösum. Við vöknum
kannski hinum megin við aldamótin.
Þá verður komið í ljós að hlutabréf
átti enginn að kaupa vegna þess að
stóreignaaukningin var bara bók-
haldsæfing sægreifa, sem varðar
meira um veðrið á Canarí og Florida
en Halamiðum. Á endanum borgar
sú veðrátta ekki hlutabréfín.
Nú skilst manni að enginn vilji
kaupa þorsk lengur, svo tímatal okk-
a*>fer að miðast við þá breytingu,
þegar allir fjármunir spruttu af
þorski og síld. Sagt verður um næstu
kynslóðir að þær hafi fæðst 6 árum
e.þ. (eftir þorsk) eða það stendur í
minningargrein, að Jón Jónsson hafi
kvænst 57 árum f.þ. Þannig eru
bókfest mikil slys sögunnar. Hitt er
svo annað mál, að þótt framtíðin
muni hafa týnt sínum þorski og
hlutabréfin misst sína undirstöðu,
erum við samt sem áður sem þjóð
glöðust allra manna. Það skín alls
s(Mar út úr verkum okkar, þar sem
s'Tð® að segja allir eru farnir að
skemmta öllum, eða slá hver annan
út í miklum fínönsum. Er þá sleppt
hinum miklu erlendu sigrum, sem
fréttastofur eru stundum að segja
að hent hafi smalamann utan af Is-
landi.
Strax í bytjun þessarar aldar og
raunar nokkru fyrir þann tíma, unnu
menn verfræðileg stórvirki á Vestur-
löndum. Áður höfðu verið reist svo
Indriði G.
Þorsteinsson
kölluð sjö furðuverk
veraldar og sómdu þau
sér vel í ævintýraheim-
um fjarlægðar. Svo var
um Svifgarða Babylon-
ar, múrinn í Kína og
píramídana í Egypta-
landi. Á Vesturlöndum
reis ekkert furðuverk
og engar stórar fram-
kvæmdir fyrr en fór að
líða svolítið á öldina.
Samt byggðu menn
Súez-skurðinn og Pa-
nama-skurðinn. Þeir
sem bjuggu nyrst í Evr-
ópu eða Ameríku og
börðust a.m.k. einu
sinni um heimsyfirráð,
ÆGIR
Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 5112200
Áhrifarík heilsuefni
Bio-Qinon Q10
^kur orku og uthald
Bio-Biloba skerpir athygli
og einbeitingarhæfni
Bio-Selen Zink er áhrifaríkt
ái’niiöa andoxunarheilsuefni
BIO-CAROTEN BIO-CHRÓM
BIO-CALCIUM BIO-GLANDÍN-25
BIO-E-VÍTAM. BIO-FIBER-80.
BIO-HVÍTLAUKUR BIO-ZINK
BIO-MAGNESÍUM BIO-MARIN
Fæst í mörgum heilsubúðum,
apótekum og mörkuóum.
þ.e. 1914-1918, byggðu engin stór-
virki. Að vísu komu Norðmenn upp
Björvinjarbrautinni árin 1905-1907
og þóttust hafa unnið þrekvirki,
Frakkar og Bretar komust loksins
undir Ermarsund fyrir skömmu, og
Danir og Svíar ganga gneipir til þess
verks að grafa göng frá Sjálandi
yfir til Svíþjóðar. Við, 260 þúsund
ofurmenni, gröfum okkur undir Hval-
fjörð - ekki til að samaneína tvær
vinaþjóðir, heldur til að koma smá-
þorpi á allan heimsmælikvarða í að-
eins beinna vegasamband.
En menn eiga að vera fylgjandi
öllum og öllu af því þá komast þeir
í himnaríki. Og víst er gott fyrir
skoplítið samfélag að geta allt.
Stærri þjóðir en íslendingar hafa
ætlað sér mikla hluti og ekki tekist.
En ýmislegt í barna- og unglinga-
fræðslu okkar elur upp þörfina fyrir
viðurkenningu og er sama á hvaða
vettvangi hún er. Við lærum í bókum
um hungursneyðir, sem forfeður
okkar urðu að þola. Okkur er kennt
að ekkert af þeim hafi verið okkur
að kenna eða eldfjöllum og gæfta-
leysi fyrir árabáta sem var skipa-
stóllinn. Danir gerðu okkur þetta
allt. Þess vegna er alltaf góður tími
að vera reiður stjórnvöldum. Næst
þegar yfir dynur síldarleysi og þor-
skinn vilja menn ekki nýta, að við-
bættu þv! þegar hlutabréfakúrfurnar
verða öfugar, er gott að geta kennt
ríkisvaldinu um eins og í danska
daga.
Svo vel hefur tekist til, að ísland
er íjallaland. Allar ökuleiðir liggja
ýmist eftir dölum, utan í snarbrött-
um hlíðum eða heiðum og á skörðum
uppi. Verktakar þurfa því ekkert að
óttast í bráð. Enn er dijúgt pláss
Mikill þungi, segir
Indriði G. Þorsteins-
son, er lagður á sem
skrautlegasta vegagerð
um þessar mundir.
fyrir jarðgöng, eins og til dæmis á
Austfjörðum. Víða má finna stakan
klettahrygg til að smjúga í gegnum
vegna þess að kaupíeigufyrirtækin
þurfa að tilkynna góða útkomu.
Áður vorum við látnir fara yfir þessa
klettahryggi, eða þangað til fjár-
mögnunarfyrirtækin komu til sög-
unnar. Það hefur svo sýnt sig á allra
síðustu árum, að landslag á íslandi
virðist ekki alveg nógu hentugt fyr-
ir kaupleiguna. Engu að síður eru
verktakar að kaupa dýrustu vinnu-
vélar í von um að þessum vélum
leggist eitthvað til. Við eigum ágæt-
an flugflota svo engum datt í hug
að byggja svona eins og eina brú.
Skip okkar ferðast ofansjávar. Einn
hlekk vantar í tækniundrin. Við eig-
um enn þá enga kafbáta. En lausnin
er fundin. Við getum stundað enda-
lausa gangagerð fyrir ljármögnun-
arféð sem birtist okkur svo fallega
í gróðaljóma sínum. Þess ber að
geta að okkur var kennt í barna-
skóla að Island væri mjög vogskor-
ið. Þvílíkt lán.
Af framangreindu má sjá að mik-
ill þungi er Iagður á sem skrautleg-
asta vegagerð um þessar mundir.
Sömu göngin eru kannski opnuð
tvisvar eða þrisvar eftir því hvernig
stendur á vatni í þeim. Reikna má
fastlega með að næstu jarðgöng
verði grafin á Austfjörðum og þá
ofansjávar. Umræður eru farnar af
stað um að lýsa Keflavíkurveg og
verður því áreiðanlega hrundið í
framkvæmd bráðlega. Samþykkt
þingsályktunartillaga liggur týnd og
grafin í skjalasafni Alþingis um lýs-
ingu þjóðvegar yfir Hellisheiði. Egg-
ert Haukdal, fyrrverandi þingmaður,
flutti þessa tillögu og hafði töluvert
fyrir því að fá hana samþykkta. En
Eggert var seigur þingmaður og
gafst ekki upp við að fá ljósin á
Hellisheiði samþykkt. Það hafa
nokkuð undarleg örlög svifið yfir
Hellisheiði í aldanna rás. Þar utan
bílvegar liggja grónar götur í tuga-
vís og þar blasa vörður við augum
vegfarenda. Það var Ingólfur Jóns-
son frá Hellu, áður samgöngumála-
ráðherra sem reið á vaðið með veg-
inn austur. Öndvert við Keflavíkur-
veg og veggöng á Vestíjörðum er
Hellisheiði upphafið á hringveginum.
Hellisheiðarvegur er helsti tengiveg-
ur milli Reykjavíkur og Suðurlands
allt til Hornaijarðar. Hellisheiðar-
vegur er aðalvegur og ber að þjón-
usta hann sem slíkan.
Þótt engin ástæða sé til þess að
andmæla ljósum á Keflavíkurveg og
þau verði að teljast sjálfsögð, er
ekki á sama tíma hægt að sleppa
Hellisheiðarvegi. Ráðamaður, sem
var spurður um lyktir þessa ljósa-
máls á Hellisheiði, sagði í fullri vin-
Hvenær linnir þessari
aðför að eldri borgxtrum?
LIFEYRISKERFI
það sem við búum við
í dag er tvíþætt, ann-
arsvegar sú grunn-
trygging, sem al-
mannatryggingar veita
og hinsvegar greiðslur
lífeyrissjóða, sem mið-
ast við þau réttindi, er
menn hafa öðlast vegna
greiðslu iðgjalda af at-
vinnutekjum. Þetta
tvennt átti að skapa
mönnum öryggi í ell-
inni, þannig að þeir
gætu lifað eins
áhyggjulaust ævikvöld
og unnt væri.
En hver hefur árang-
urinn orðið? Að vísu fáum við tilskil-
in eftirlaun úr lífeyrissjóðum, en
nærri 42% eru tekin í staðgreiðslu,
nái samanlögð eftirlaun og ellilífeyr-
ir ákveðnum skattleysismörkum,
sem nú eru aðeins rúmar 58 þús.
kr. mánuði. Ellilífeyririnn hefur auk
þess ekki fylgt verðlagsþróun og er
hann nú kr. 13.373 á mán. hjá ein-
staklingum, en ætti að vera miklu
hærri. I stað þess hefur tekjutrygg-
ingin hækkað, sem er í sjálfu sér
góðra gjalda vert og er hún óskert
kr. 24.605 á mán., en hana fá að-
eins þeir sem hafa lágmarkstekjur.
Að vísu greiðist skert tekjutrygging
þeim, sem hafa miðlungstekjur úr
lífeyrissjóðum, en þá skerða 45% af
eftirlaununum hana, svo alls getur
skerðingin ásamt skattgreiðslum
orðið nálægt 80%. Þetta eru svokall-
aðir jaðarskattar.
Með setningu laga um almanna-
tryggingar árið 1946 og þróun þeirra
gegnum árin vorum við Islendingar
búnir að skipa okkur sess sem vel-
ferðarþjóðfélag, en á undanförnum
4 árum hefur hver lagasetningin á
fætur annarri skert verulega bætur
almannatrygginga, þannig að nú eru
margir þeirra, sem velferðarkerfið
átti að hjálpa, komnir á vonarvöl.
Margrét
Thoroddsen
Árið 1992 var byijað
að skerða ellilífeyrinn,
sem allir 67 ára og eldri
áttu óskoraðan rétt á
án tillits til tekna og
eigna. Fyrst var hann
skertur um 25% við
ákveðin tekjumörk, en
nú er skerðingin orðin
30%.
Þó hefur fyrst kastað
tólfunum á síðustu 2
árum. Þar ber hæst af-
tenging tryggingabóta
við laun og verðlags-
þróun í landinu en í stað
þess skyldi ákveðið í
fjárlögum hvers árs
hvort og hve mikið
bætur hækka. Það er verið að gera
okkur aldraða að ölmusufólki, sem
fær greiðslur samkvæmt geðþótta-
ákvörðunum alþingismanna. Þetta
öryggisleysi og óvissa um framtíðina
hvílir mjög þungt á öldruðum.
Sparnaðarráðstafanir
mega ekki, segir Mar-
grét Thoroddsen,
bitna öðrum fremur á
öldruðum og sjúkum.
Árum saman hefur verið rætt um
það óréttlæti að margskatta eftir-
Íaun úr lífeyrissjóðum. Að vísu hefur
ein skattlagningin verið afnumin,
sem verið hefur í gildi síðan stað-
greiðslan komst á 1988, en það er
skattlagning iðgjalda í lífeyrissjóð.
Það kemur samt ekki þeim til góða,
sem hættir eru að vinna. Eftir stend-
ur samt tvísköttun bæði af eftirlaun-
um og skerðing tekjutryggingar,
sem er í sjálfu sér dulbúin skattlagn-
ing.
Eftir mikil blaðaskrif og mótmæli
frá félagssamtökum aldraðra um
allt land var ákveðið í fjárlögum
1995 að draga mætti 15% af eftir-
launum úr lífeyrissjóðum frá áður
en þau væru skattlögð. Þessu var
mjög fagnað, en það var skammgóð-
ur vermir, því ári seinna var þessi
lagagrein máð út með einu penna-
striki, þó upphaflega væri gert ráð
fyrir að hún stæði í 5 ár. Hvernig
farið er með eftirlaun úr lífeyrissjóð-
um er með öllu óskiljanlegt og svo
hörmulegt að engu tali tekur.
Reglugerð um skerta uppbót
vegna lyfjakostnaðar og mikillar
umönnunar sá dagsins ljós í maí sl.
Nú skyldu þessar bætur falla niður
hjá þeim, sem höfðu meira en 75
þús. kr. í tekjur á mán. (að meðtöld-
um tryggingabótum) eða höfðu nurl-
að saman 2,5 millj. í sparifé. Nú er
það svo, að þótt þessir einstaklingar
hafi 75 þús. kr. í tekjur fá þeir ekki
útborgaðar nema um 68 þús. kr.,
því tæp 7 þús. eru dregin frá í stað-
greiðslu. Margt af þessu fólki hefur
gífurlegan lækna- og lyfjakostnað.
Manni fyndist ekki ofrausn, fyrst á
annað borð var nauðsynlegt að ná
inn nokkrum kr. hjá þessum aldurs-
hópi, að miðað væri við nettótekjur.
Svo er það fjármagnstekjuskatt-
urinn, sem er réttlætanlegur að
sumu leyti, þannig að jafnræði gildi
í skattalegu tilliti milli þeirra, sem
fá eftirlaun úr lífeyrissjóðum og
hinna, sem ávaxtað hafa peninga
sína í verðbréfum eða verðtryggðum
reikningum. Þó var fjármálaráð-
herra búinn að fullyrða að vextir af
lágmarksinnstæðu myndu verða
skattfijálsir, en sú er ekki raunin.
Lögin um fjármagnsskatt ganga
ekki í gildi fyrr en 1. jan. 1997, en
það óheyrða gerist, að Alþingi
ákveður að vextir skuli skerða tekju-
tryggingu frá 1. sept. 1996. Þetta
er enn ein aðförin að eldri borgurum,
sem njóta tryggingabóta. 1. jan.
1997 verða því vaxtatekjur eldri
borgara tvískattaðar, þar sem þær
skerða einnig tekjutryggingu, svo
semd að alltof dýrt yrði að leggja
götuljós yfir heiðina. Þá var ekki
farið að slá tölum undir kostnaðinn
við göngin á Vestfjörðum. Þá var
ekki farið að minnast á ljósin á
Keflavíkurvegi. En þá hafði þings-
ályktunartillaga Eggerts Haukdals
verið samþykkt. Hvað er dýrt á tíma
jarðganga og ganga undir sjó? Menn
ættu að tala sem minnst um kostnað
við upplýsingu á vegum. Svo vikið
sé aftur að barnafræðslunni, þar sem
Danir voru vondu karlarnir og ís-
lendingar þjakaðir af óstjórn þeirra,
sýnist nú sem Danir annist gleymdu
málin á Alþingi á meðan Sunnlend-
ingar taka að sér hlutverk lands-
manna á Danans tíð.
Að lokum langar einn bílstjóra til
að beina orðum sínum til annars
bílstjóra, sem kynni að eiga leið um
Hellisheiði í sjókomu og tíu vindstig-
um og nokkru frosti. Vegur og jörð
eru eiginlega jafnhvít. Þú reynir að
setja upp polaroid-gleraugu á Sand-
skeiðinu til að freista að sjá betur.
Þér líður að minnsta kosti betur með
gleraugun. Stundum kemst þú ekki
nema fetið og varla það. Þegar þú
finnur að bíllinn sígur niður öðru-
megin að framan þá verðurðu að
stoppa og þoka þér aftur upp á veg-
inn. Götuljós myndu ekki leysa neinn
þennan vanda nema hvað þú þyrftir
ekki að vera að fara út af. En á
daglegum ferðum þínum yfir heið-
ina, þessa myrku leið eins og hún er
í dag, myndi þér finnast að þú vær-
ir ekki endilega kominn upp undir
Hofsjökul þegar þú horfðir út í
inyrkrið heldur á einhvern stað órafj-
arri mönnum. Vegagerðin veit hvað
margir ferðast daglega fram og til
baka um Hellisheiði. Hún er stund-
um eins og Laugavegurinn. Við hér
í vaxandi byggðum fyrir austan heiði
vonum að þingsályktunartillaga Eg-
gerts Haukdals, fyrrum þingmanns,
finnist á háalofti Alþingis fyrr en
seinna.
Höfundur er rithöfundur.
þeim einum er ætlað að greiða tvö-
faldan fjármagnstekjuskatt. Þegar
ég starfaði hjá Tryggingastofnun
ríkisins á árunum 1979-91 var al-
mannatryggingakerfið oft talið heill
frumskógur. Sífellt hefur verið talað
um að einfalda kerfið og ótal nefnd-
ir skipaðar í því augnamiði, en þrátt
fyrir það verður það sífellt flóknara
með tugi nýrra reglugerða á hveiju
ári, sem almenningur botnar hvorki
upp né niður í og varla starfsfólkið
sjálft. Þetta væri þó sök sér, ef þess-
ar sífelidu breytingar væru til góðs,
en því miður stefna þær flestar að
því að skerða bætur almannatrygg-
inga. Nú situr enn ein Ijölmenn
nefnd á rökstólum og vonandi tekst
henni betur en hinum.
Að lokum vil ég beina orðum mín-
um til háttvirtra alþingismanna: Nú
er mál að linni. Þó aldraðir liggi vel
við höggi erum við ekki dauð úr öll-
um æðum, þó aldurinn færist yfir
okkur. Það er a.m.k. ekki búið að
afnema kosningarétt okkar ennþá
við ákveðin aldursmörk.
Það er ekki nóg að gylla hlutina
fyrir kosningar í þeirri trú, að við
séum búin að gleyma loforðunum,
þegar næst verður kosið. Það er
mikill uggur meðal okkar fólks.
Margir, sem kosið hafa annan hvorn
stjórnarflokkinn í síðustu kosning-
um, segjast alls ekki muni kjósa eins
næst, bæti þeir ekki ráð sitt, og jafn-
vel hafa komið fram uppástungur
um sérframboð eldri borgara. Nú
brosið þið kannski, en 67 ára og
eldri eru 10% af þjóðinni og 13,5%
af þeim, sem voru á kjörskrá í
síðustu kosningum.
Látum það ekki spyijast um okk-
ur íslendinga, að í sparnaðarráðstöf-
unum ríkisins sé fyrst skertur réttur
eldri borgara og þeirra, sem minnst
mega sín. Þessvegna skora ég á
ykkur, alþingismenn, að beita ykkur
fyrir því við næstu fjárlagagerð, að
ellilífeyrir verði hækkaður í sam-
ræmi við það sem hann ætti að vera,
aftenging bóta afnumin og að skatt-
prósentan á eftirlaunum úr lífeyris-
sjóðum verði lækkuð.
Höfundur er viðskiptafræðingur
og vartiformaður Landssambands
aldraðra.