Morgunblaðið - 26.09.1996, Side 35

Morgunblaðið - 26.09.1996, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ_________________________ AÐSENDAR GREINAR Misskilningnr í opnu bréfi í RÉTT tuttugu ár hefur Davíð H. Krist- jánsson verið umboðs- maður Flugleiða á Þingeyri sem verktaki og gegnt því hlutverki ásamt fuliu starfí fyrir annan vinnuveitanda. Umboðsmannshlut- verkið hefur hann leyst vel af hendi og að óbreyttu eru engin áform um það af hálfu Flugleiða að leggja það af. Reyndar telur félagið að hlutverk umboðsmanns á Þing- eyri vaxi nú vegna. gangateninga við ísafjörð sem gefa Dýrfirðingum aðgang að mikilli flugferðatíðni um ísafjarðarflug- völj. í opnu bréfi, sem Vilborg Davíðs- dóttir ritaði í Morgunblaðið föstu- daginn 20. september, gætir þess leiða misskilnings að með breytingu á flugáætlun Flugleiða til Dýra- fjarðar hafi félagið í reynd leyst Davíð frá störfum. Það er ekki rétt. Um þessar mundir eru miklar hræringar í innanlandsflugi hér á landi. Flugfélögin í þessari grein hafa lagt sig fram um að reyna að ná fram hagræðingu vegna tap- reksturs allra _ af þessum þætti starfseminnar. í haustáætlun Flug- leiða er um átta vikna skeið ekki gert ráð fyrir flugi til Dýrafjarðar, heidur kostar félagið rútuferðir með farþega um nýju veggöngin, um 35 mínútna leið, til ísafjarðarfiug- vallar. Ákvörðun um þetta var tekin daginn fyrir birtingu áætl- unarinnar. Það hefði auðvitað verið sjálf- sögð kurteisi og rétt vinnuregla að kynna þessa breytingu fyrir umboðsmanninum á Dýrafírði jafnskjótt og hún lá fyrir. Það fórst fyrir og hann hefur vitaskuld verið beðinn afsökunar á þeirri handvömm. Um árabil hafa Flugleiðir flogið tvisvar í viku til Þingeyrar við Dýrafjörð. Með opnun Vestfjarða- ganganna opnast Dýrfírðingum nú greið leið til ísafjarðar, en þangað flýgur félagið 17 sinnum í viku. Á 85-90% landsmanna, segir Einar Sigurðs- son, eru jákvæð eða mjög jákvæð í garð Flugleiða. þessu hausti kosta Flugleiðir rútu- ferðir fyrir þá sem vilja njóta fimm sinnum í viku milli Dýrafjarðar og ísafjarðar. Umboðsmaðurinn á Dýrafirði hefur því nú 17 flugferðir til að selja í vikulega sem ætti að hafa í för með sér aukin umsvif jafnvel þótt einhveíjir Dýrfirðingar Einar Sigurðsson kunni að kaupa miðann sinn á ísa- Ijarðarflugvelli. Auk þess fær Dýrafjarðarflug- völlur nú nýtt hlutverk með tilkomu Vestijarðaganga. Hann verður í raun annar af tveimur flugvöllum byggðana á norðanverðum Vest- ijörðum, varavöllur fyrir ísafjarðar- flugvöll. Þetta sést glöggt á því sem gerst hefur undanfarnar vikur. Vegna veðurs hefur fiugi sem átti að fara um ísaijarðarflugvöll í ág- úst og september tíu sinnum verið beint á Dýrafjarðarflugvöll. Þegar svo ber til vex mikilvægi umboðs- mannsins þar. Flugleiðir hafa skýra starfs- mannastefnu sem endurspeglast í mikilli tryggð starfsfólks við fyrir- tækið. Þótt mistök hafí orðið við til- kynningu til umboðsmanns á Dýra- fírði um breytingu á áætlun þangað er starfsmannastefna fyrirtækisins óbreytt. Það er ekki rétt sem Vil- borg Davíðsdóttir lætur liggja að að Flugleiðir njóti ekki góðvildar og góðs álits almennings í landinu. Þetta hefur ítrekað verið mælt af Flugleiðum og öðrum allt frá stofnun fyrirtækisins. í þessum könnunum kemur í ljós að milli 85 og 90% lands- manna eru jákvæð eða mjög jákvæð í garð Flugleiða. Þessi stuðningur er hvað mestur á landsbyggðinni þar sem féiagið og forverar þess hafa þjónað af öryggi við erfið skilyrði í hérumbil 60 ár. Dijúgan hlut þessar- ar velvildar almennings má rekja til þess að félagið hefur jafnan haft á að skipa afburðagóðum starfsmönn- um og hefur einnig haft í þjónustu sinni fjölda prýðisgóðra samstarfs- aðila og verktaka. Þetta gera stjórn- endur Flugleiða sér vel ljóst og einn- ig að áframhaldandi gengi félagsins byggist ekki hvað síst á þessum þáttum. Höfundur er aðstoðnrmaður forstjóra Flugleiða. Vefnaðarvörudagar í IKEA Úrval efna hefur oft verið gott en aldrei sem nú. Ásdís Jóelsdóttir - I Tomine metravara 280 cm 985.,- Tomine metravara 280 cm 985- Kristal púðaver 50x50 cm 8S" Indira rúmteppi 150x250 cm 1.950 Helsiden púðarver 40x40 cm V textílhönnuður veröur til ráðgjafar um efnis- kaup, hugmyndir og saumaskap á gardfnum, himnasængum, dúkum, púðum o.fl. á morgun, föstudag kl. 13 til 18 og 13 til 17 laugardag. fyrir alla snjalla Holtagöröum við Holtaveg / Póstkröfuslmi 800 6850 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 35 ÞRttSTUR SENDIBÍI 1 533-1000 r NATTURULAKKRIS Markmið námsins er meðal annars að þátttakendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta- og athafnalífi og nái þannig betri árangri. Námið Kennarar Námsgreinar: Markaðsfræði. Sölustjórnun og sölutækni. Vöruþróun. Vörustjórnun. Stjórnun og sjálfstyrking. Auglýsingar. Tölvunotkun í áætlanagerð. Viðskiþtasiðferði. Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar. Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00. Frá alda öðli hefur sætur safi lakkrísrótarinnar heillað unga sem aldna. Á Suður Ítalíu er löng hefð fyrir lakkrísgerð með því að sjóða safann úr lakkrísrótinni og útbúa stangir eða litlar pastillur. heilsuhúsið Skólavörðustíg og Kringlunni er í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og tekin eru próf í einstökum greinum. eru allir háskólamenntaðir og eiga að baki góða reynslu við kennslu og í viðskiptalífinu. „Ég mæli með náminu fyrir alla þá, er starfa við markaðs- og sölustörf. Ég hef verið í sölu- mennsku í 6 ár og námskeiðið hefur nýst mér vel í starfi. Fjölbreytt og áhugavert námskeið.'1 Elísabet Ólafsdóttir, Eggert Kristjánsson hf. „Ég mæli tví- mælalaust með þessu námi fyrir alla þá sem eitthvað eru tengdir markaðs-, sölu-, upplýsinga-, skipulags-, og/ eða framleiðslumálum sinna ‘ fyrirtækja." Hendricus Bjarnason, Skýrr Stjórntækniskóli íslands Höfðabakka 9 Sími 567 1466 MARKAÐSFRÆÐI gefur þér kost á beinskeyttu 250 stunda námi í markaðs- fræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki, sem vill bæta við sig þekkingu og fá innsýn í heim markaðsfræðanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.