Morgunblaðið - 26.09.1996, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 26.09.1996, Qupperneq 37
Verð frá MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 37 AÐSENDAR GREINAR Hreint land Úrbóta þörf á ferðamannaslóðum utan byggða I dag og á morgun frá kl. 15:00 - 18:00 Kynnir S Vilbergsdóttir Faber Caste myndlistavörur, þar á meðal e athyglisverðar nýjungar, afslátt V En hver eða hveijir eiga að hafa frumkvæði að allsherjarúrbótum og annast um og kosta þær fram- kvæmdir sem nauðsynlegar eru í þessu sambandi? Við þeirri spurn- ingu verður nú um stundir ekkért það svar fengið sem fulllnægjandi er. Fjölmargir aðilar eiga og reka þá skála, sem í boði eru ásamt ein- hvers konar salernisaðstöðu, og hafa margir þeirra ekkert samband sín í milli auk þess sem vitað er að sumir þeirra eru févana. Ljóst er að myndarlegar framkvæmdir á þessu sviði kosta umtalsverða fjár- muni en tekjur af mörgum, e.t.v. flestum, þessara skála eru ekki hærri en svo að þær hrökkva vart eða ekki til þeirra umbóta sem svari fyllstu kröfum. Hér þarf bersýni- lega samræmdar aðgerðir undir forystu einhvers þess aðila sem til þess nýtur almannatrausts og sem hefur að bakhjarli það fjármagn sem til þarf umfram það sem skála- eigendur geta sjálfir af höndum reitt. Hið sama gildir um uppbygg- ingu mannsæmandi hreinlætisað- stöðu á áningarstöðum þar sem engin salerni eru nú. Eðlilegast Helgardvöl í heimsborg fyrir líkama og sál Falleg borg sem kemur á óvart - og verðlagið er mun hagstæðara en í Bandaríkjunum! FLESTIR munu vera sammála um að fegurðar lands okkar eða ferðalaga um það verði eigi notið sem skyldi nema landið sé laust við þann sora og úrgang sem óhjá- kvæmilega fylgir mannaferðum. „Hreint land - fagurt land“ er með sanni undirstaða ferðamennsku á ís- landi. Ekki verður því þó móti mælt að margt þarf að færa til betri vegar um hreinlætis- málefni í óbyggðum lands okkar. Sá mikli fiaumur ferðamanna, sem nú flæðir yfir hálendið og aðrar óbyggðar eða lítt- byggðar lendur ár hvert, hlýtur að kalla á stórbætta hreinlætisaðstöðu víðast hvar á þeim slóðum ferða- langa sem eftirsóknarverðar eru þeim er stofna vilja til góðra kynna af landinu. Jafnframt verður m.a. að koma fyllstu reglu á allt það er snýr að losun seyru úr salernum á ferðamannastöðum utan byggða og losun úrgangs þaðan að öðru leyti. Þá má ekki gleyma því að gott og hreint drykkjarvatn er skilyrði þess að ferðamannaaðstaða geti talist boðleg. En hér eru mörg ljón í vegi affarasællar lausnar, er almanna- sátt geti tekist um, og koma þar bæði til hindranir, er lúta lögmálum náttúrunnar, og skortur á fjármun- um auk ónógrar yfirstjórnar og skipulagningar. Hér þarf samhent átak til þess að ryðja leið til þeirra lausna á vandanum sem komandi kynslóðir íslendinga megi vera stoltar af. Oft hefur verið bent á - og það með réttu - að nokkur skortur sé á salernum á ýmsum þeim ferða- mannastöðum í óbyggðum, sem hvað fjölsóttastir eru, auk þess sem aðstaðan við þau salerni, sem þó eru í boði, sé sums staðar ekki eins og best verður á kosið. Undir þetta má vissulega taka og ljóst er að á þessu sviði þarf að taka duglega til hendinni ef koma á í veg fyrir sífellda óánægju ferðamannanna og þeirra sem hafa þjónustu við þá að atvinnu. Við alla þá skála í óbyggð- um, sem ætlað er að hýsa ferða- menn, eru að vísu einhvers konar salemi en þau eru svo sannarlega í misjöfnu ásigkomulagi og mega sum hver muna fífil sinn fegri. Þá verða þær raddir æ háværari sem krefjast salemisaðstöðu á fjölmörg- um áningarstöðum ferðamanna á óbyggðaleiðurn, þar sem engir skál- ar em fyrir hendi, og verður því heldur ekki móti mælt að augljósir hagsmunir ferðamanna hljóta að kalla þar á lausn sem dugir. virðist að Ferðamála- ráð íslands sé og verði sá aðili, sem hafi með höndum forystu- og samræmingarhiutverk á þessu sviði, en kalli síðan hina íjölmörgu hagsmunaaðila í ferða- mannaþjónustunni til skipulegrar aðstoðar. Til þessa þyrfti þó Ferðamálaráð stór- aukna fjármuni frá því sem nú er. í því sam- bandi skal þá bent á að lögum samkvæmt á hið svokallaða „Frí- hafnargjald“, sem er með vissum hætti skattur á ferða- menn, að renna til úrbóta í ferða- málum hér innanlands en um margra ára skeið hafa þó stjórn- völd látið sér sæma að taka þetta fé að mestu til annarra þarfa, þann- ig að ferðaþjónustan og þarmeð ferðamenn hafa ekki notið þess. Stjórn félagsins hefur tekið, segir Páll Sig- urðsson, stefnumark- andi ákvarðanir. Hefði stórum hluta þessa fjár hins vegar, á undanförnum árum, verið varið til þess að bæta aðstöðu á ferðamannastöðum utan byggða, væru hreinlætismálefnin þar sann- arlega með öðrum og betra hætti en nú er. Þetta þarf að færa í rétt horf hið fyrsta, með almannaátaki, þannig að duglegar umbætur á hreinlætisaðstöðunni komi til en það er sannkallað þjóðþrifamál. í þessu sambandi verður þá jafnframt að minnast þess að ekki er nóg að byggja ný salerni eða stækka þá aðstöðu sem fyrir er, heldur verður að tryggja það að þessari aðstöðu sé alls staðar haldið við þannig að til sóma sé. Sums staðar gæti þar orðið þrautin þyngri og ljóst er a.m.k. að þrif og viðhald þeirra salerna, sem ekki verða á skála- svæðum, verður að kosta að stað- aldri af almannafé. En þetta er ekki allt og sumt. Páll Sigurðsson Vitað er að sums staðar hefur seyra úr rotþróm, er tengjast salernum á ferðamannastöðum, allt til þessa verið losuð í fallvötn - eða jafnvel stöðuvötn! - á óbyggðum uppi, en einnig þekkist það, að hún hafi verið losuð á landsvæði þar sem hætt er við að hún verði ferðamönn- um til ama. Að jafnaði hefur þetta ekki verið í samræmi við stefnu hlutaðeigandi heilbrigðisyfírvalda, a.m.k. ekki hin síðari árin, og ætti sannarlega ekki að líðast. Þá hefur losun sorps frá ferðamannastöðum utan byggða stundum verið með ófullnægjandi hætti. Sums staðar hefur aðstaða til réttra aðgerða að vísu verið mjög örðug og kostnaðar- söm, en sum „slysin“ má einnig rekja til áhuga- og skilningsleysis. Mestu máli skiptir þó, að full sam- staða náist hið fyrsta um góðar úrbætur í þessu efni, þannig að andvaraleysi leiði ekki til umhverf- isspjalla. Ferðafélag íslands á marga ferðamannaskála á öræfum svo sem kunnugt er. Á því hvílir rík ábyrgð á velferð og vellíðan ferðamanna sem þangað leita. Það ber sinn hluta ábyrgðar vegna hreinlætismálanna. Þótt margt hafi þar áunnist, hefur árangurinn eigi ætíð verið sem skyldi, í öllum greinum, en nú eru hins vegar uppi raunhæfar áætlanir um verulegar úrbætur. Beinast þær í sumum efnum fyrst að fjölsóttustu stöðunum, þar sem þörfín er brýn- ust, en öðrum er ætlað víðara svið. Þar verður að fara að öllu í góðu og virku samstarfí við heilbrigðisyf- irvöld. Nýlega hefur stjóm félagsins tekið stefnumarkandi ákvarðanir í þessu efni, sem ætlast er til að verði framfylgt af festu á öllu at- hafnasvæði félagsins, í samráði við heilbrigðisyfírvöld, þannig að hrein- lætisaðstaða verði smám saman óaðfínnanleg og komið verði í veg fyrir „slysin“ sem fyrr voru nefnd. Aðrir eigendur og rekendur öræfa- skála ættu að fylgja þessu for- dæmi, þannig að almenn samstaða náist brátt um viðeigandi stefnu og aðgerðir. Höfundur er forseti Ferðafélags íslands. ‘lnnifalid: Flug. gisting med morgunverði ogflugvallarskattar. FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi 29.9001, á mann í tvfbýli í 4 daýa*. Halifax Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn, ferða- skrifstofurnar eða söludeild Flugleiöa í síma SO SO100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-19 og á laugard. kl. 8 -16). Kh^aini^urent STJÖRNUR HAUSTSINS Gréta Boöa, föröunarmeistari, kynnir nýju haust- og oétrar- litina í dag og á morgun. • Glæsilegir litir. • Frábær tilboö. • Hægt er að panta tíma í föröun. OculuS Austurstræó 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.