Morgunblaðið - 26.09.1996, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MINMINGAR___________________
ÖRN
GUNNARSSON
heymarlausra og kennsluferillinn hjá
báðum hartnær fjörutíu ár.
Það segir sína sögu um viðhorf
nemenda í skólanum til Amar að
hann hafði sama tákn og hugtakið
„karlmaður". Þó kynjahlutföllin í
skólanum hafi ef til vill sumpart ráð-
ið nafngiftinni mátti öllum ljóst vera
að Orn var „maðurinn" - virðulegur
fríður karlmaður með foma ímynd
karlmennskunnar við höndina: píp-
ustertinn. Hann var maður hæglátur
og kunni því best að láta lítið fyrir
sér fara, vinsæll kennari, hlýlegur
og samviskusamur, fáorður og bjó
yfir mikilli hugarró.
Eftir að Óm sagði skilið við
kennslu fyrir tíu árum hélt hann
áfram að starfa ofurlítið fyrir skól-
ann. Hann tók að sér að rækta garð
skólans, hélt áfram að láta lítið á sér
bera, og átti æ auðveldara með það
eftir því sem gróðurinn dafnaði í
höndum hans. Við tókum oft tal sam-
an að vori og hausti þegar hann kom
með klippumar og önnur garðverk-
færi. Hann spurði hvorki um skóla-
stefnu né hugmyndafræði, sem ein-
lægt voru að breytast, en var þess
áhugasamari um nemendur, núver-
andi og fyrrverandi, hvort ég hefði
af þeim spurnir og hvernig þeim farn-
aðist í lífínu. Ég fann að honum var
annt um þá og veit hann gerði sér
far um að fylgjast með mörgum
þeirra úr fjarlægð.
Ég votta aðstandendum innilega
samúð mína og þakka fyrir tækifær-
ið að hafa kynnst Erni Gunnarssyni.
Blessuð sé minning hans.
Gunnar Salvarsson.
t
Útför eiginmanns mins, föður, sonar
og afa,
ÓLAFS BJÖRNSSONAR
prentara,
Ljósalandi 3,
sem andaðist 20. september sl., fer
fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 27.
september kl. 15.
Elínborg Jónsdóttir,
Inga María Ólafsdóttir, Eyþór Osterby,
Jón Arnar Ólafsson,
Elisabet Jónsdóttir
og barnabarn.
+ Örn Gunnarsson fæddist á
Krónustöðum í Eyjafirði 4.
mars 1920. Hann lést í Landspít-
aianum 15. september síðastlið-
inn og fór útför hans fram frá
Laugarneskirkju 25. september.
Annar tveggja fyrstu íslending-
anna sem hélt utan til framhalds-
náms í því augnamiði að verða kenn-
ari heyrnarlausra barna var Örn
Gunnarsson. Hinn var Brandur Jóns-
son fyrrverandi skólastjóri. Nú eru
báðir þessir frumheijar fallnir frá.
'Ævistarf þeirra beggja var í þágu
Erfidiykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
í síma 5050 925
og 562 7575
FLUGLEIÐIR
HÖTEL LÖFTLEIÖIH
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við fráfall og útför móður
minnar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og systur,
GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Skarðsbraut 15,
Akranesi.
Ingibjörg Rafnsdóttir, Guðlaugur Ketilsson,
Erna Björg Guðlaugsdóttir, Hörður Sigurbjarnason,
Rafn Hafberg Guðlaugsson, Lísa Greipsson,
Birkir Guðlaugsson, Lilja Benónýsdóttir,
Katla Guðlaugsdóttir,
Magnús Þorsteinsson, María Jakobsdóttir
og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ÓLAFS T. VILHJÁLMSSONAR,
Bólstað,
Garðabæ.
Guðmundur T. Ólafsson,
Vilhjálmur S. Ólafsson,
Maria Ólafsdóttir,
Guðbjörg Ólafsdóttir,
Alda Hauksdóttir,
Soffía V. Tryggvadóttir
Sveinn Jónsson,
Gunnar Á. Arnórsson,
Logi Olafsson,
Ólafur Helgi Ólafsson, Guðlaug Ingvadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
TVÆR fimm manna dómnefndir hafa starfað á heimsmeistaramótum til þessa. Á þessu verður breyt-
ing og munu nú aðeins þrír skipa hverja dómnefnd. Meðfylgjandi mynd var tekin á HM í Hollandi
1993 af hluta þeirra sem hönd lögðu á plóg við kynbótadóma en þeir eru frá vinstri talið Veerle
de Koninck Belgiu, Per Kolnes Noregi, Bruno Podlech Þýskalandi, Marcel Jensen Sviss, Eric Christ-
ensen, Víkingur Gunnarsson sem nú er ræktunarfulltrúi í stjórn FEIF, Anne Marie Quarles Hol-
landi, Kristinn Hugason og Marian Timmermann Hollandi.
Nýjum áfanga í samræm-
ingn kynbótadóma náð
HESTAR
Dusscldor f
AÐALFUNDUR ALÞJÓÐA-
SAMBANDS EIGENDA fS-
LENSKRA HESTA
Mikil vægur áfangi náðist í samræm-
ingu kynbótadóma á islenskum
hrossum á alþjóðlegum vettvangi
þegar aðalfundur FEIF, alþjóðasam-
tök eigenda íslenskra hesta, sam-
þykkti nýlega að íslenski stigunar-
kvarðinn skuli notaður við einkun-
nagjöf.
ÞAÐ er ekki síður gleðiefni að það
skuli vera íslensk fyrirmynd sem
fyrir valinu verður sem er enn ein
staðfestingin á forystu hlutverki
íslands á þessum vettvangi. Sam-
þykktin var gerð með megin þorra
atkvæða en Þjóðverjar voru á móti
ásamt Austurríkismönnmum.
Þjóðveijar hafa verið að einangrast
meir og meir í ræktunarmálum og
staðfestir þessi niðurstaða þá stöðu
vel.
Skiptar skoðanir í Þýskalandi
Kristinn Hugason hrossa-
ræktarráðunautur sem sat fundinn
ásamt Guðmundi Jónssyni for-
manni L.H. sagði að þarna hafí
verið stigið mjög mikilvægt skref
í samræmingu. Hann sagðist þess
fullviss að þjóðveijar myndu áður
en langt um liði hverf á sveif með
öðrum löndum innan FEIF. Innan
Þýskalands eru tvær fylkingar sem
eru á öndverðu meiði um margt
er víkur að stefnu í ræktun og
reglum þar að lútandi. Annarsveg-
ar eru þeir sem vilja fylgja íslandi
og öðrum aðildarlöndum FEIF.
Þessi armur er á móti rýmilegum
fótabúnaðarreglum meðal annars
og vilja að stefnan sé sniðin eftir
eftir íslenskum reglum. Svo er hinn
armurinn sem vill leyfa þyngri
fótabúnað, hafa dómara aðskilda,
gefa einkunnir með spjaldaupp-
réttingum svo dæmi sé tekið. Þessi
armur hefur haft yfírhöndina í
Þýskalandi til þessa og hefur það
endurspeglast í afstöðu Þýska-
lands á fundum FEIF um ræktun-
armál. Auk þess hafa þýskir dóm-
arar margsinnis lent upp á kant
við meðdómendur sína á alþjóleg-
um mótum. Er þar skemmst að
minnast fjaðrafoksins á síðasta
HM í Sviss þegar íslensku dómar-
amir neituðu að skrifa undir dó-
mana þegar þeim hafði ofboðið
framkoma eins þýska dómarans.
Búist er við að fyrmefndi armur-
inn muni ná undirtökunum áður
en langt um líður en slíkt mun
auðvelda mjög samræmingu kyn-
bótadómanna. Þótt þýsku fulltrú-
amir hafí verið trúir sínu vegar-
nesti á fundinum nú fannst öðrum
fulltrúum lítill hugur fylgja máli
af þeirra hálfu. Ekki var á þeim
að sjá að það ergði þá nokkuð
þótt þeir yrðu undir hvað eftir
annað í atkvæðagreiðslum á fund-
inum.
Þrír dómarar hafi samráð
En það var fleira samþykkt á
þessum sögulega fundi. Fundar-
menn virtust ekki hrifnir af nýju
fyrirkomulagi sem tekið var upp
við kynbótadóma á Islandi í vor
þegar dómarar vora skildir að
bæði í bygginga- og hæfileika-
dómi. Á fundinum var samþykkt
að dómurum á alþjóðlegum mótum
skuli fækkað úr fimm í þijá og
skuli þeir starfa saman að því leiti
að hver þeirra gefur einkunn og
síðan samráð ef einhveiju munar.
Rökstyður þá hver sína einkunn
og ef ekki næst samkomulag um
eina tölu gildir meðaltal þriggja
einkunna. Þetta vinnulag virðist
skynsamlegra en alger aðskilnaður
og kemur frekar í veg fyrir að
dómarar gera mistök. Þá geta
dómarar hyglað að einstökum
hestum án afskipta en það er í
daglegu tali kallað hlutdrægni.
Þjóðverjar vildu koma að fullum
aðskilnaði dómara en þeirri tillögu
var vísað frá og hið fyrrnefnda
samþykkt með megin þorra at-
kvæða. Kristinn kvaðst einkar
ánægður með þessa niðurstöðu því
þetta væri það fyrirkomulag sem
hann lagði til að notað yrði á ís-
landi í vor og sumar.
„íslenskur" fótabúnaður á
alþjóðamótum
Reglur um fótabúnað kynbóta-
hrossa í dómi var einnig breytt til
samræmis við íslensku reglurnar
og meira að segja gengið aðeins
lengra hvað varðar lengd hófa.
Hér hefur verið leyfð hámarks-
lengd 105 m.m. en samkvæmt
FEIF reglum er það 95 m.m. Krist-
inn gerði ráð fyrir að þessu yrði
breytt hér á landi til samræmis við
FEIF reglumar og sagði það
reyndar sína skoðun að annað
kæmi ekki tl greina. Sömuleiðis
vaknar sú spurning hvort ekki liggi
vel við að banna í íslenskum regl-
um pottun eða harðsuðu á skeifum
til samræmis við það sem er í
FEIF reglunum. Kvaðst Kristinn
því eindregið fylgjandi því lokatak-
markið hlyti að vera sömu reglur
í öllum aðildarlöndum samtakanna.
Af öðrum samþykktum fundar-
ins er þess og að geta að reglur
um keppni unglinga á alþjóðlegum
vettvangi fengu brautargengi.
Mikil þörf var orðin á slíkum regl-
um því keppni hestamanna í þess-
um aldursflokki á alþjóðlegum
vettvangi vex og dafnar með aukn-
um vinsældum og útbreiðslu ís-
lenska hestsins.
Skipan í stjórn samtakanna er
með sama hætti og var fyrir fund-
inn. Formaður er Lasse Eklund frá
Svíþjóð, Susan Kraus Winkler
Austurríki er gjaldkeri, Freddy
Lehr Sviss er fjölmiðlafulltrúi, Fi
Pugh Englandi er ritari, Víkingur
Gunnarsson íslandi er ræktunar-
fulltrúi, Tone Kolnes Noregi er
íþróttafulltrúi, Nils Jacobsen Dan-
mörku er fulltrúi útreiðarmanna
og Eva Marie Gerlach er æskulýðs-
fulltrúi.
Kristinn Hugason sagði að
rekstur samtakanna hafi gengið
vel undanfarið og sé ljárhagurinn
góður um þessar mundir. I ljósi
þess verður starfsemin aukin og
elfd eftir því sem fjárhagur leyfir.
Valdimar Kristinsson
Vel heppnuð kynning
Senn lýkur kynningarferð Sam-
einingarnefndar LH og HIS og
sagði formaður nefndarinnar
Sigurður Magnússon í samtali
við Morgunblaðið vel hafa til
tekist.
Segir hann fundarmenn yfír-
leitt ánægða með störf nefndar-
innar og niðurstöðu af starfi
hennar sem lagt hefur verið fram
á fundunum. Að sjálfsögðu séu
sjónarmið mismunandi eins og
gengi en ekki hafí komið fram
efnisleg mótstaða. „Hinsvegar
höfum við fengið margar góðar
ábendingar sem munu gagnast
í frekari umræðu“ sagði Sigurð-
ur._
í gær var haldinn fundur á
Selfossi með sunnlenskum hesta-
mönnum og í kvöld verður fund-
ur haldinn í Reiðhöllinni í Glað-
heimum í Kópavogi. Síðasti
fundurinn verður á mánudaginn
n.k. í félagsheimili Fáks og hefst
hann klukkan 20.30 en ekki 18
eins og kynnt hafði verið. Sigurð-
ur vildi undirstrika að hér væri
um að ræða fundi opna öllum.
hestamönnum.