Morgunblaðið - 26.09.1996, Page 43

Morgunblaðið - 26.09.1996, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 43 Góð barátta og 4-0 sigur íslendinga Jerevan. Morgunlaðið. ÍSLENDINGAR tefldu af mikilli grimmd gegn Kólumbíu í níundu umferð Olympíuskákmótsins og uppskáru samkvæmt því, 4 vinn- inga gegn engum. Að vísu fékk Margeir Pétursson slæma stöðu á efsta borði, eftir að hafa teflt Drekann óg- urlega með litlum árangri gegn Zapata, stórmeistara. Margeir var um tíma talinn hafa tapað tafl en um mið- bik skákarinnar lék Zapata heldur ónákvæmt og meira þurfti Margeir ekki. Drek- inn fór loks að bíta frá sér og Margeir tefldi listavel það sem eftir var og vann sigur. A þriðja borði hafði Hannes Hlífar svart gegn Alzate og varð úr mikil baráttuskák. Kólumbíumaðurinn notaði mikinn tíma og átti að lok- um aðeins eina sekúndu eftir á sex leiki. Hann lék þijá leiki þannig að hann lék áður en Hannes ýtti á klukkuna en slíkt er að sjálf- sögðu ekki leyfilegt. Ekki kom þó til þess að Hannes þyrfti að kvarta undan þessu því Alzate náði ekki síðustu þremur leikjunum og féll á tíma með gjörtapaða stöðu. _ Á fjórða borði hafði Helgi Áss Grétarsson hvítt gegn Gamboa, öflugum alþjóðameistara. Helgi tefldi af mikilli grimmd til sigurs, gabbaði Gamboa upp úr skónum og vann glæsilegan sigur. Þetta var fyrsta sigurskák Helga á mót-. inu, og reyndar var líka um að ræða fyrsta sigur Margeirs á efsta borði. Skák Jóhanns Hjartarsonar á öðru borði varð ein af lengstu Drekinn beit frá sér og Margeir náði sigri skákum níundu umferðarinnar. Jóhann hafði hvítt gegn stórmeist- aranum Gild Garcia og vann peð snemma í skákinni en varð síðan ekki frekar ágengt um skeið. Þeg- ar komið var út í endatafl hafði Jóhann unnið annað peð og hafði þá hrók og biskup og peð á a- og g-línunum gegn hrók og biskupi Garcia. Kólumbíumaðurinn varðist hetjulega og vakti þetta endatafl töluverða athygli hér í Jerevan. Um tíma leit út fyrir að Garcia kynni að geta tryggt sér jafntefli, en Jóhann fórnaði þá báðum peð- um sínum fyrir hrók Garcias og skákinni var lokið með sigri hans. Þyngri róður framundan Þetta var mjög góður sigur hjá Islendingum og kemur á góðum tíma fyrir endasprettinn, þótt jafn- framt megi nú búast vi_ð að róður- inn fari að þyngjast. í dag tefla íslendingar væntanlega uppi á sviði í sal íþrótta- og menningar- hallarinnar, en á sviðinu tefla 16 efstu sveitirnar. ísland var um það bil í 11.-16. sæti fyrir umferð- ina í dag. Rússar hafa svo gott sem tryggt sér sigurinn á mótinu með glæstum sigri á Búlgörum, Q/i-Vi. Kasp- arov lagði greinilega mikið upp úr því að sigra Topalov en sá ungi búlgarski stór- meistari vann heimsmeist- arann á síðasta ólympíu- móti og hefur oftar reynst honum óþægur ljár í þúfu. Skákin var löng og ströng en Kasparov vann um síðir sigur í skák sem vakti mikla athygli áhorfenda. Þeir Svidler og Bareev unnu einn- ig sínar skákir. Rússar hafa 27 vinninga en Spánvetjar eru í öðru sæti með 23'/2 eftir sigur á Georgíu. Síðan koma Armenar og Bandaríkjamenn sem skildu jafnir í gær; Ungveijar sem gerðu fjögur jafntefli við Hol- land; Kínveijar sem unnu Perú 3-1; Englendingar sem unnu Víet- nam 3-1; Bosníumenn sem unnu Króata 3-1, og Svíar sem óvænt rótburstuðu Hvít-Rússa 3 Vi-'h. Öllum Norðurlandajtjóðunum gekk vel í gær, því auk Islendinga og Svía unnu Danir stórsigur á Moldövum 3-1, og Norðmenn unnu Tyrkland einnig 3-1. Finnar unnu Wales með sama mun og Færeyingar unnu Nicaragua 3V2-V2. Hannes Hlífar Helgi Áss Stefánsson Grétarsson Sigur a öllum borðum gegn Kólumbíu SKAK Armcníu, J crcvan ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ Ólympíuskákmótið er haldið í Arm- eníu dagana 15. september til 2. október. ÍSLENDINGAR skutust upp í 12. sæti í níundu umferð ólympíu- skákmótsins í Jerevan, þegar þeir unnu Kólumbíumenn á öllum borðum. Margeir vann stórmeist- arann Zapata með svörtu mönn- unum á fyrsta borði, þrátt fyrir þrengingar framan af skákinni. Jóhann tefldi langa og erfiða skák á öðru borði við Garcia, sem einn- ig er stórmeistari. Hægt og síg- andi náði Jóhann að bæta stöð- una, en ekki gafst Kólumbíumað- urinn upp fyrr en eftir 100 leiki. Hannes Hlífar náði fljótt undir- tökunum á þriðja borði og vann í 37 leikjum, og Helgi Áss Grét- arsson vann auðveldan sigur á flórða borði. Árangur Islendinga i fyrstu níu umferðunum er eftirfarandi: Mar- geir Pétursson 3 vinningar í 6 skákum, Jóhann Hjartarson 4‘A v. af 7, Hannes Hlífar Stefánsson 6 v. af 8, Helgi Ólafsson 2 v. af 5, Þröstur Þórhallsson 4'/2 v. af 6 og Helgi Áss Grétarsson 2 v. af 4. Hvítt: Helgi Áss Grétarsson Svart: N. Gamboa (Kólumbíu) Kóngsindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 - d6 5. f4 - 0-0 6. Rf3 - c5 7. dxc5 - Önnur algeng leið er hér 7. d5 - e6 8. Be2 exd5 og hvítur drep- ur til baka með c- eða e-peði, allt eftir smekk. 7. - Da5 8. Bd3 - Ekki er ráðlegt fyrir hvít að leika 8. cxd6 - Rxe4 9. dxe7 - He8 og svartur nær peðinu aftur með betri stöðu. 8. - Dxc5 9. De2 - Rc6 10. Be3 - Da5 11. 0-0 - Bg4 12. Hacl - Rd7 13. Df2 - Rc5 Venjulega leikur svartur 13. - Bxf3 í þessari stöðu, og eftir 13. Dxf3 - Bxc3 14. Hxc3 - Dxa2 15. Df2 - Da5 16. g4 hefur hvít- ur sóknarfæri fyrir peðið, sem hann fórnaði. I nýlegri stór- meistaraskák, Topalov-Dolmatov, 1995, varð framhaldið 13. - Bxf3 14. gxf3 - Rc5 15. Bbl - Ra4 16. Rxa4 - Dxa4 17. Hfdl - Hac8 18. b3 — Da5 19. Hd5 - Dc7 20. Hcdl - b6 21. a3 - Hfd8 22. h4 - e6 23. Hg5 - De7 24.h5 - Df6 25. hxg6 - fxg6 26. f5 - Bh6 27. Hg2 - Bxe3 28. Dxe3 og hvítur stendur bet- ur, þótt skákinni lyki með jafn- tefli. 14. Bbl - a6?! Svartur gat fylgt hefðbundnum leiðum með 14. - Bxf3. 15. Hfdl - b5? Svartur hefur líklega aðeins reiknað með 16. Bxc5 - dxc5 17. Dxc5 - Hac8, sem hefði gefið honum gott spil. 16. cxb5 - axb5 17. e5! - Eftir þennan sterka leik Helga er svartur skyndilega kominn í svo erfiða stöðu, að hann finnur enga lausn á vandanum. 17. - b4 Eftir 17. - Hfd8 18. Re4 er svarta staðan einnig mjög slæm. 18. Re4 - Rxe4 Svartur tekur það til bragðs að fórna manni, en eftir 18. - Hac8 19. exd6 verður fátt um varnir hjá honum. 19. Bxe4 - dxe5 20. Bxc6 - exf4 Svartur hefur gefið upp alla von, því að annars hefði hann reynt að leika 20. - Hac8, þótt staða hans sé einnig vonlítil í því tilviki. 21. Bb6 - Dxa2 22. Bxa8 - Dxa8 23. Bd4 - f6 24. h3 - Bf5 25. Bc5 - Db7 26. Rd4 - Be4 27. Re6 - He8 28. Hd4 - Hc8 29. Hcdl - Dc6 30. Rxg7 og svartur gafst upp, saddur líf- daga. Bragi Kristjánsson FRÉTTIR Þyngri sjóbirt- ingur KRAFTUR er að komast í sjóbirtings- veiðina þessa dagana, en vatnsveður og vatnavextir í kjölfarið hafa þó hægt á málum af og til. Menn eru samdóma um að birtingurinn sé jafn- vænni en um langt árabil og menn, sem voru bæði í Geirlandsá á Síðu og Vatnamótum Geirlandsár, Fossála og Skaftár um síðustu helgi, veiddu vel og fengu allt að 11-12 punda fiska, en varla físk undir 3-4 pundum. „Við hrepptum mikið vatnsveður og þetta var ægilega mikið vatn, eig- inlega ekki nema einn staður í Vatna- mótunum þar sem hægt var að veiða. En okkur gekk vel, við vorum frá föstudegi fram á sunnudag og feng- um 22 fiska. Sá stærsti var 11 pund, gullfallegur nýgenginn fiskur. Þá voru þónokkrir 5-8 punda og enginn undir 3-4 pundum. Ég hef lengi veitt í Vatnamótunum og þetta er mesta meðalþyngd sem ég man eft- ir,“ sagði Magnús Haraldsson, stangaveiðimaður úr Keflavík. Enn betra í Geirlandsá Magnús bætti við að þeir félagar hefðu komið við hjá veiðimönnum við Geirlandsá á Síðu og hefði hollið þar verið komið með 30 birtinga, allt að 12 punda. Á báðum stöðum voru menn bæði að fá legna fiska og nýgengna í bland. Við þetta má bæta að milli 40 og JÓN Hólm hlýtur að hafa tröllatrú á happdrættum eftir að hann datt í lukkupottinn á dögunum. Hann keypti lukku- miða hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur á Veiðimessunni í Perlunni í vor og fékk vinn- ing: 21. september í Soginu fyrir landi Bíldsfells. Þar fékk hann 24 punda hæng á Devon í Kofastreng og missti annan stærri. Á myndinni er hann með boltann sem var 102 sentímetrar. 50 laxar veiddust í Geirlandsá í sum- ar og er lax að mestu hættur að gefa sig að agni veiðimanna. Lokatala úr Víðidalsá AIls veiddust 785 laxar í Víðidalsá í Húnavatnssýslu og hefur hún trú- lega komið einna best út af norð- lensku ánum. Að sögn Ragnars Gunnlaugssonar á Bakka í Víðidal var meðalþyngd sumarsins 9,4 pund og þegar það væri haft til hliðsjónar kæmi á óvart að skýrslur sýndu að 40% af sumarveiðinni hefðu verið smálax. Á hefði verið mikið af mjög vænum fiski, m.a. sjö 20 punda laxar. Ragnar sagði auk þessa að bleikjuveiði hefði verið góð í ánni í sumar þótt ekki hafi hún verið eins mikil og í fyrra. „Það veiddust milli 1.300 og 1.400 bleikjur á laxasvæð- inu. Það var tregt framan af á sil- ■ungasvæðinu, en tók mikinn kipp undir lokin. Svo mikinn að heildar- veiðin fer vel yfir 1.000 fiska,“ bætti Ragnar við. ATRIÐI úr kvikmyndinni Bara stelpa. Danskir kvikmynda- dagar hefjast í dag DANSKIR kvikmyndadagar verða haldnir í Háskólabíói dagana 26. september til 3. október. Á boðstólum eru fimm nýjar kvik- myndir og má þar finna gamanmynd- ir, spennumynd, heimildarmynd, drama og barnamyndir. Sirkus Ildebrand er gamanmynd með spennuívafi ætluð bömum. Myndin fjallar um þijá krakka sem langar að setja upp sirkus-sýningu fyrir vini sína á auðu svæði í hverf- inu. Verktakafyrirtæki hefur ákveðið að byggja á svæðinu og rekur krakk- ana í burtu. Þau gefast þó ekki upp og finna tóma slökkviliðsstöð til að setja sirkusinn upp í. Leikstjóri er Claus Bjerre. Hættuleg kynni eða „Farlig venskab" segir frá Jónasi sem er 16 ára unglingur með lítið sjálfsálit og því auðvelt fórnarlamb vísinda- mannsins Per Wahlin sem segist ætla að gera mann úr honum með sérstöku tæki sem hann hefur hann- að. Vísindamaðurinn hefur þó allt annað og hættulegra í huga. Leik- stjóri er Jorn Faurschou. Bara stelpa eða „Kun en Pige“ er saga full af ádeilu og háði og fjallar um unga stúlku við upphaf síðari heimsstyijaldar. Hún á í stöð- ugum etjum við sinnulausa móður og fordómafullan föður sem hefur allt á hornum sér varðandi framtíð dóttur sinnar. Leikstjóri er Peter Schroder. Kóbraáætlunin eða „Operation Cobra“ er byggð á sögu Anders Bodelsen og íjallar um hóp af hermd- arverkamönnum sem eru að skipu- leggja sprengjutilræði á fundi Sam- einuðu þjóðanna í Danmörku. Hópur- inn tekur í gíslingu skógarvörð og fjölskyldu hans sem búa á afskekkt- um bóndabæ. Friðrik, 16 ára sonur skógarvarðarins, er heillaður af hermdarverkamönnunum og aðgerð- um þeirra. Hann nær sambandi við þijá vini sína og saman gera þeir hermdarverkamönnunum hveija skráveifuna á fætur annarri en setja sjálfa sig í mikla hættu um leið. Leikstjóri er Lasse Spang Olsen. Karen Blixen - Sagnahöfundur er heimildamynd um hina heims- frægu Karen Blixen sem skrifaði Gestaboð Babettu og Jörð í Afríku, sem Sidney Pollack kvikmyndaði eft- irminnilega með Meryl Streep í aðal- hlutverki. Myndin gefur innsýn í ævi og störf Blixens og sýnir gamlar upptökur af henni í lifanda lífi. Leik- stjóri er Christian Braad Thomsen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.