Morgunblaðið - 26.09.1996, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ljóska
BREF
ITL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Athugasemd við skrif
séra Sigurbjörns
Einarssonar
Frá Garðari Sverrissyni:
í NÝLEGRI bók sinni, Haustdreif-
ar, kýs séra Sigurbjörn Einarsson
biskup að taka dæmi úr minning-
um Leifs heitins Muller sem eins-
konar víti til
varnaðar. Eftir
að hafa lýst
þeirri stöðu sem
Leifur var í, rétt
tvítugur að
aldri, segir Sig-
urbjörn: „Þá
dettur honum
eitt úrræði í
hug: Guð. Hann
segir hreinskiln-
islega, að hann
hafi aldrei áður hugsað til Guðs,
aldrei beðið hann um neitt. Hugur
hans hafði aldrei hnigið né verið
beint í þá átt. En nú skyldi á það
reyna, hvort hann væri til og hvort
hann skærist ekki í leikinn. En
það brást. Guð brást. Síðan hef
ég aldrei reynt að leita til hans,
segir sögumaður. Og hann lætur
sér umhugað um að koma því að
síðar, að enginn hinna þrautpíndu
samfanga hans hafi leitað styrks
eða fundið styrk í trú sinni. Æði
margar heimildir eru hins vegar
til um annað.“
Sigurbjörn hnykkir á að hér sé
um að ræða mann sem í örvænt-
ingu grípur til þess örþrifaráðs að
kalla á Guð til hjálpar. „Þann
Guð, sem hafði ekki verið til í
huga hans. Aldrei fyrr.“ Síðar seg-
ir hann: „En Guð gerir ekki neitt,
sem nú gat dugað. Hann slær
ekki þessa fúlu fanta í rot, hann
sendir ekki himneska eldflaug í
hausinn á Hitler og öllu hans ill-
þýði.“
Ekki kann ég á því skýringu
hvers vegna jafn mikils metinn
guðsmaður og séra Sigurbjörn kýs
að draga upp slíka mynd af við-
brögðum ungs manns við aðstæð-
um sem eru okkur vart skiljanleg-
ar. Hann segir að Leifur láti sér
„umhugað um“ að koma því á
framfæri að enginn samfanga
hans hafí leitað styrks í trú sinni.
Ég get fullvissað Sigurbjörn og
lesendur hans um að Leifi var síð-
ur en svo umhugað að koma þessu
á framfæri, enda óttaðist hann að
það kynni einungis að kalla á mis-
skilning og sleggjudóma. Þar sem
hann ljallar um þetta, á bls.
184-186 í bókinni Býr íslendingur
hér?, getur hann samfanga sem
leitaði styrks í trú sinni, auk þess
sem hann vekur sjálfur alveg sér-
staka athygli á þeim heimildum,
bæði bókum og kvikmyndum, sem
ganga þvert á hans eigin reynslu.
Þegar Sigurbjörn segir „þá dett-
ur honum eitt úrræði í hug: Guð“
er hann að vísa til bænastundar
sem Leifur og félagar hans efndu
til daginn áður en þeir voru send-
ir til Þýskalands. Eins og skýrt
kemur fram var um að ræða leyni-
lega bænastund sem prestar í hópi
samfanga Leifs gengust fyrir og
óþarfí að gefa í skyn að þetta
hafi bara verið eins og hver önnur
skyndileg hugdetta hans sjálfs.
Sigurbjörn segir að hugur Leifs
hafi aldrei hnigið né verið beint
til Guðs, að Guð hafi ekki verið til
í huga hans, aldrei fyrr, ekki fyrr
en hann er kominn í fangabúðir
nasista og dettur allt í einu í hug
„úrræðið Guð.“ Væri rétt með
farið kynni þetta að ljá orðum
Sigurbjörns aukinn þunga, gera
bæn Leifs að því lítt grundaða
bráðræði sem skilja má af Sigur-
birni. Svo er hins vegar ekki. Þar
sem Leifur fjallar sjálfur um þett.a
segir hann: „Þegar ég var lítill
drengur heima á Stýrimannastíg
fór ég alltaf með bænirnar mínar
á kvöldin. Móðir mín hafði kennt
mér að biðja og treysta á Guð
þegar ég yrði fyrir mótlæti í líf-
inu.“
Eftir þessa meðferð á minning-
um Leifs segir Sigurbjörn: „Hér
er ekki verið að afflytja sára sál
né áfellast bugaðan mann. Það
er víst, að Guð áfellist ekki grát-
andi óvita, þó að þeir hrópi eða
stynji fjarstæðum út í myrkrið.“
Auðvitað er séra Sigurbirni
Einarssyni frjálst að setja fram
sínar skoðanir. En má ekki mæl-
ast til að hann umgangist minn-
ingar látins manns af meiri nær-
færni og fari rétt með?
GARÐAR SVERRISSON,
rithöfundur.
Garðar
Sverrisson
Hvað skal segja? 22
Væri rétt að segja: Melabúar og Breiðhyltingar eru báðir Reykvík-
ingar.
Svar: Báðir er einungis hægt að segja um tvo. Þess vegna
væri rétt að segja: Melabúinn og Breiðhyltingurinn eru báðir
Reykvíkingar. Um tvenna er hins vegar haft fornafnið hvor-
tveggi, sem beygist eins og greinir og veikbeygt lýsingarorð (t.d.
hinnmikli). Því er rétt að segja: Melabúar og Breiðhyltingar eru
Reykvíkingar hvorirtveggju (svo sem hinir miklu).
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.