Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FÓRNUM EKKI ÓMETANLEGUM VERÐMÆTUM Nýr búvörusamningur og endurskoðuð lög um náttúruvemd eru meðal þess sem Guðmundur Bjamason landbún- aðar- og umhverfísráðherra ræddi í samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur. Einnig var rætt um stöðu landbúnað- ar o g umhverfismála og ákvarðanir og úrskurði ráðherrans innan þeirra málaflokka, svo sem vegna skipulagsmála á Auðkúluheiði og flutning Landmælinga upp á Akranes. GUÐMUNDUR Bjarnason hefur á undanförnum mánuðum mikið verið í sviðsljósinu vegna um- deildra ákvarðana, eink- um í sambandi við úr- eldingu mjólkurbúsins í Borgarnesi, fyrirhugaða þjónustumiðstöð á Hveravöllum og nú síðast flutning Landmæl- inga upp á Akranes, sem vægast sagt hefur verið tekið þunglega undir innan þeirrar stofnunar. Ráðherrann segir að þessi mál séu þó ekki stór í sama skilningi og lög um nátt- úruvernd og gerð búvörusamnings sem átök urðu um á þingi sl. vetur. Rúmt ár er nú liðið síðan endurskoðaður búvörusamningur tók gildi. „Framkvæmd þess samning hefur gengið nokkuð vel, ýmis ákvæði hans hafa þó ekki enn komið til framkvæmda, svo sem breytingin á verðlagsákvæðunum. Þar eru stigin stór skref til markaðsaðlögunar, það er horfið frá hinu opinbera verðlagsformi, þar stendur þessi geiri landbúnaðarins frammi fyrir nýju umhverfi," sagði Guðmund- ur í upphafi samtals við blaðamann Morgun- blaðsins. „Ýmsir þættir í samningnum, svo sem uppkaup ríkisins á framleiðslurétti, hafa ekki farið eins og gert var ráð fyrir. Bændur voru ekki tilbúnir að selja eins mikið og samn- ingurinn gerði ráð fyrir og ríkið keypti því minna en búist var við. Þetta stafar að hluta til af því að hærra markaðsverð var á fram- leiðsluréttinum á milli bænda en gert var ráð fyrir. Þessi sala á framleiðsluréttinum milli bænda var aðeins af hinu góða og þýðir að menn hafa verið að hagræða, sumir að draga úr framleiðslu, aðrir að bæta við. Markmið samningsins var meðal annars það að treysta rekstrargrundvöll þeirra búa sem starfa áfram. Birgðastaða er á þessu hausti betri heldur en oft áður. Við teljum að birgðir séu núna með eðlilegu móti. Það er í samræmi við það sem rætt var um að þyrfti að vera til þess að unnt væri að komast inn í hið nýja rekstr- arumhverfi samningsins. Það væri ekki auð- velt að falla frá verðlagsákvæðum og fara í aukna samkeppni með miklar birgðir fyrir- liggjandi. Núna eru birgðir um 600 tonn af dilkakjöti þegar sláturtíð er að hefjast, sem er viðunandi. Um þessar mundir er að heíjast undirbún- ingur að því að endurskoða búvörusamning- inn í heild. i fyrra var sauðfjárframleiðslan sett á oddinn í umræðunum um búvörusamn- ing vegna þess að menn töldu ríka þörf á að bregðast við rekstrarerfiðleikum þeirrar greinar og um það voru sérstök ákvæði í samstarfssamningi ríkisstjórnarinnar. En nú er ljósinu beint að mjólkurframleiðslunni. Landsamband kúabænda hefur nýlega haldið aðalfund og sendi mér ályktanir um hvað þeir vildu helst sjá í nýjum búvörusamningi. Þeir hafa áhuga á svipuðu stuðningskerfi og svipuðu verðlagningarformi og ríkt hefur. Ég tel þó að stíga verði einhver skref i átt til breytinga í þessum efnum. Mér finnst að leita þurfi leiða til þess að mæta breyttum aðstæðum sem almennt ríkja nú í þjóðfélag- inu, svo og fyrirsjáanlegum innflutningi land- búnaðarvara. Það er kall tímans að taka til- lit til breyttra viðhorfa og það verður að gera í sölu á mjólkurframleiðslunni rétt eins og sölu sauðfjárafurða. Við breyttum í sumar ákvæðum um svokallaða fóðurtolla. Nú er ekki lengur um að ræða endurgreiðsluform á þeim tolli sem var hluti framleiðslustýring- ar t.d. á eggjaframleiðslu. Við erum stöðugt að reyna að draga úr opinberum afskiptum og færa okkur nær markaðskerfinu. Ég tel að það sé ekki ráðlegt að stíga mjög stór skref í þeim efnum, landbúnaður nýtur alls staðar styrkja og við hljótum að verða að búa okkar landbúnaði skilyrði svipuð þeim sem ríkja í löndunum í kringum okkur, ef og þegar að frekari innflutningi kemur. Eins er ég þeirrar skoðunar að óheft samkeppni eigi ekki alltaf við því fyrr eða síðar skarast hagsmunir óhefts markaðar og umhverfis- og dýraverndar. Uppsveifla í loðdýrarækt Hvernig standa aðrar greinar landbúnað- arins? „Það er sem betur fer mikil hækkun á verði loðskinna núna þannig að loðdýrarækt- in er í uppsveiflu eftir mikla lægð. Við erum að skoða það núna í ráðuneytinu í samstarfi við Byggðastofnun og fulltrúa bændastéttar- innar hvernig hægt sé að nýta sér þá stöðu sem loðdýraræktin er í um þessar mundir. Á hitt bera að líta að þetta er sveiflukenndur atvinnuvegur og við megum ekki lenda í sömu hremmingum og gerðist á árum áður þegar margir loðdýrabændur lentu í gríðar- legum fjárhagserfíðleikum og jafnvel gjald- þrotum. Ég er líka sannfærður um að fisk- eldið eigi hér á íslandi álitlega framtíð þótt sú atvinnugrein hafi orðið hér fyrir miklum áföllum. Um allan heim er matvælafram- leiðslan að færast á það stig að menn rækta físk og því ættum við ekki að eiga þar tæki- færi líka. Við megum ekki gleyma því að þrátt fyrir offramleiðslu á sumum sviðum þá er heimurinn samt sveltandi. Viðfangsefni ráðstefnu sem FAO, matvæla- og landbúnað- arstofnun Sameinuðu þjóðanna, stendur fyrir á næstunni er einmitt hvernig eigi að fara að því að brauðfæða heimsbyggðina. Menn sjá ekki í dag hvernig það verður hægt eftir 25 ár. ísland er kannski ekki best fallið landa til matvælaframleiðslu en við eigum mikla möguleika og okkur ber að nýta þá. Á sein- ustu árum hefur sýnt sig að við eigum einn- ig möguleika á kornrækt og ekki má gleyma skógræktinni sem sannar sig betur og betur með hverju árinu sem líður. Verölag landbúnaðarafuröa Launþegasamtökin eru nú ekki vel ánægð með verðlag iandbúnaðarvara hér á Iandi og krefjast meiri hagræðingar; hvaða svör á landbúnaðurinn við því? Ég er satt að segja dálítið undrandi á þeim kröfum launþegasamtaka að stíga þurfi mun stærri skref til hagræðingar í landbún- aðinum en gert hefur verið. Gífurlega miklar kröfur hafa verið gerðar um hagræðingu í landbúnaði, en slíkar kröfur mega ekki vera óbilgjarnar. Hækkun á verði innlendra land- búnaðarafurða hefur á undanförnum 5 árum verið mikið minni en almennar verðhækkan- ir. Umtalsverður árangur hefur því náðst. Menn ættu að taka tillit til þess að enginn fjárlagaliður hefur verið skorinn eins mikið niður á undanförnum fimm árum heldur en einmitt framlög til landbúnaðar. í útgjöldum heimilanna hefur Jiðurinn matvörur verið að dragast saman. Ýmsir aðrir liðir, svo sem húsnæði, bíll og ferðalög hafa hins vegar farið vaxandi og eru fjárfrekari. Matvörur eru nú um 16% af útgjöldum heimila og inn- lendar landbúnaðarvörur eru þar af um 7%. Ef menn telja að innan þess liðar sé að leita allra úrræða til að bæta hag launþega þá líta menn langt yfir skammt. Nú er að taka til starfa ný sjö manna nefnd. Slík nefnd hefur ekki starfað undanfarin tvö ár. Ég er nýlega búin að skipa í þá nefnd að nýju, þar fjalla fulltrúar launþegasamtaka og vinnu- veitenda ásamt fulltrúum landbúnaðarráðu- neytis og bænda um landbúnaðarmálin i heild. Ég vona að það takist að ná um það sátt hvernig staðið skuli að stuðningi við land- búnaðinn. Ég þykist þess fullviss að mikill meirihluti landsmanna vilji að áfram verði framleiddar hér landbúnaðarvörur og byggð- in verði treyst í landinu. Ég vona að þótt óþolinmæðiraddir heyrist, t.d. frá Alþýðu- sambandinu, þá skilji fólk almennt að mikið hafi verið tekið á í landbúnaði undanfarin ár. Við þurfum í áföngum með hagræðingu og betri rekstrareiningum að geta dregið úr hinum opinbera stuðningi og jafnframt feng- ið viðunandi verð á landbúnaðarvörum. Á hitt ber að líta að samkvæmt upplýsingum frá FAO er allt útlit fyrir að á samningstíma- bili Gatt-samningsins hækki landbúnaðarvör- ur í heiminum, m.a. vegna minni ríkis- styrkja." Hagræöing í landbúnaði Myndi ekki leiða til aukinnar hagræðingar að taka upp stjóm á framleiðslu með tilliti til búsetu og markaðs? „Ég hef verið til viðræðu um að skoða slík- ar hugmyndir en forystumenn bændastéttar- innar hafa ekki verið tilbúnir til að stíga það skref að taka upp stjóm á framleiðslu í tengsl- um við búsetu í nálægð við markaði. Þeir telja að slíkt yrði að vera stjórnvaldsákvörð- un. Ég tel að nú sé ekki gerlegt að ná um það mál bærilegu samkomulagi. Réttara tel ég að byggja slíkt inn í búvörusamninginn. Þetta stafar m.a. af því að erfitt er að reka sauðfjárbú ein og sér og búin em því orðin blandaðri. Bændur þurfa að leita eftir fjöl- breyttari atvinnutækifærum og leita sér bú- setu með tilliti til þess og styrkja- eða stuðn- ingskerfí sem mismunar mönnum eftir búsetu yrði vafalaust gagnrýnt harðlega. Ég er þó tilbúinn til að skoða allar hugmyndir í þessu efni. Við höldum hins vegar áfram að reyna að hagræða í úrvinnslunni, það hafa verið stigin skref í þá átt t.d. hvað varðar afurða- stöðvar. Samkvæmt búvömsamningnum em íyrir hendi fjármunir til þessa." Miklar umræður urðu um úreldingu Mjólk- urbúsins í Borgarnesi, sem er dæmi um slíka hagræðingu. Guðmundur var óspart gagn- rýndur fyrir að greiða tæpar 230 milljónir króna vegna úreldingarinnar en selja ekki húseignir mjólkurbúsins samhliða. „Ég álít að sú ákvörðun hafi verið stórt skref í hagræðingarátt. Notaðir voru fjár- munir sem teknir höfðu verið til hliðar, með gjöldum á framleiðsluna, til slíkra verkefna. Eg tel að þar hafí verið unnið eins og til var ætlast og það eigi eftir að koma í ljós að þessi ákvörðun var rétt. Það var aldrei talað um það í þeim reglum sem farið var eftir að húsið skyldi teljast ríkiseign og takast af mjólkurbúinu eða ríkið skyldi að ráðstafa húsinu til annarra aðila. Húsið var aðeins úrskurðað úrelt til notkunar sem mjólkursam- lag og fyrir það var úreldingargreiðslan innt af hendi. Ég ítreka aðeins í þessu sambandi að samningurinn og framkvæmd hans voru í samræmi við þær reglur sem farið skyldi eftir. Því miður náðist ekki endanlegt sam- komulag um þetta mál í hagræðingarnefnd- inni þannig að það lenti á mér sem ráðherra að taka endanlega ákvörðun í samningum við Kaupfélagið í Borgarnesi. Þegar upp var staðið var ekki mikill munur á þeirri niður- stöðu sem ég náði og þeim tillögum sem voru á borði hagræðingarnefndarinnar. Ég sé ekkert sem mælir á móti því að úrelda aðrar afurðastöðvar eftir sömu vinnureglum ef til kemur t.d. á Austijörðum, þar sem rætt hefur verið um slíkt. Einnig tel ég ástæðu til að hagræða í afurðastöðvum sauðfjárræktar, þótt reglur um það efni séu með öðrum hætti og tengjast ákvæðum um markaðs- og hagræðingaraðgerðir í búvöru- samningnum.“ Hver ó óbyggðirnar? Guðmundur Bjarnason hefur einnig verið gagnrýndur fyrir ákveðna þætti í starfi sínu sem ráðherra umhverfismála og verið haft á orði að hann hafi staðið með bændum gegn umhverfissinnum í málefnum sem varða óbyggðir landsins; hvað segir hann um þá gagnrýni? „Mér finnst sú umræða á nokkrum villigöt- um. Ég hef reynt samviskusamlega að sinna mínum verkefnum sem landbúnaðarráðherra annars vegar og umhverfismálaráðherra hins vegar og gæta þess að þar væru ekki árekstr- ar. Á vegum umhverfisráðuneytis er í gangi nefndarstarf um skipulag miðhálendisins sem unnið er samkvæmt lagaákvæðum og tekur ekki mið af öðru en þeim markmiðum sem löggjafinn setur. Þetta starf var þegar hafið þegar ég varð ráðherra umhverfismála. Aðild að þessari svokölluðu miðhálendisnefnd eiga samkvæmt lögum héraðsnefndir þeirra sveit- arfélaga sem eiga land að hálendinu. Þetta var ekki mín ákvörðun heldur löggj afans.“ Hver á óbyggðirnar? „Ég tel að auðvitað séu þær í ákveðnum skilningi sameign þjóðarinnar, eins og talað er um í sambandi við auðlindir í hafi, hins vegar þurfum við að hafa óbyggðirnar þann- ig skilgreindar að einhver beri ábyrgð á því sem þar gerist. Gætt hefur misskilnings í þessu efni t.d. hvað varðar hið svokallaða Hveravallamál. Sumir hafa sagt opinberlega að í því máli hafi umhverfismálaráðherra tekið afstöðu til eignarhalds, það er ekki rétt. Minn úrskurður var fyrst og fremst sá að Svínavatnshreppur eigi að hafa stjórn- sýslu yfir þessu svæði og beri ábyrgð á skipu- lagsmálum þar. I okkar löggjöf bera sveitar- félögin ábyrgð á skipulagsmálum. Annað mál væri að kveða upp dóma um eignarhald á þessu svæði, það hef ég ekki gert. Raunar er það málefni í sérstakri athugun að frum- kvæði forsætisráðuneytisins. Þar er nefnd að störfum sem er að fjalla um eignarhald og eignarrétt á hálendinu. Ég er þeirrar skoð- unar að landinu þurfi að skipta í skipulags- svæði og ég tel að þau mál séu eins vel kom- in undir sveitarfélögunum eins og við séum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.