Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 ■"•'• <- • Biæstu námskeið HrOMIÐOP WSlÐ' Næstu námskeið um næstu helgi iRÐU LÉTTA DANSSVEIFLU Á TVEIM DÖGUMI Áhugahópur um almenna dansþátttöku | íslandi ■ 557 7700 hringdu núna ALOE VERA 24 tíma rakakrem með 84% ALOE gel/safa hefur sótthreinsandi eiginleika (gegn bólóttri húð, frunsum, filapenslum og óhreinindum í húð) og færir húðinni eðlilegan raka, næringu og líf. 84% ALOE VERA rakakrem frá JASON hentar öllum í fjölskyldunni. 84% ALOE VERA rakakrem frá JASON er án litar- og ilmefna. 84% ALOE VERA snyrti- og hrein- lætisvörur fást m.a. í öllum apótekum landsins. VILT ÞÚ KYNNAST STARFSEMI UNGMENNHREYFINGAR RAUÐA KROSSINS? Ungmennahreyflng Rauða hross íslands er vettvangur fyrir ungt fólh sem vill starfa að mannúðarmálum í sjálfboðavinnu. Við bjóðum upp á skyndihjálp, stœf með bömum og ungUngum, alþjóðatengsl, félagsmálastarf, sumarbúðir, námskeið, ráðstefnur, ferðalög og félagslíf. Námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða 16 ára og eldri verður haldið • miðvikudaginn 2. október, • fimmtudaginn 3. október • mánudaginn 7. október, kl. 20 alla dagana í Þverholti 15. AIIs 12 stundir. Unglingar 13-15 ára athugið! Unglingastarfið verður kynnt þriðjudaginn 8. október kl. 20íÞverhoIti 15. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu URKÍ í síma 552 2230 kl. 13 til 17 virka daga. llnifí Reykjavíkurdeildar URKI Rauða kross íslands __________MIWWINGAR MAGNÚSÍNA AÐALHEIÐUR BJARNLEIFSDÓTTIR + Magnúsína Að- alheiður Bjarn- leifsdóttir var fædd í Reykjavík 10. júní 1908. Hún lést á Hjúkrunarheimil- inu Eir 23. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafia Magn- úsdóttir og Bjarn- leifur Jónsson skó- smiður. Magnúsina var af Fremraháls- ætt í Kjós. Systkini hennar voru 11 og eru þau öll látin. Þau hétu Björg Jónína, Ólafur, Dagnýr Kristinn, Ragnheiður Jóna, Guðmundur Marínó, Daðína Kristín, Vilþjálmur Aðalsteinn, Þuríður, Stefanía, Kristín Konkordía og Bjarn- leifur. Eiginmaður Magnúsínu var Bergsveinn Jóns- son, f. 18. des- ember 1908, skrif- stofustjóri, en hann lést 21. des- ember 1971. Þau eignuðust eina dóttur, Erlu Ólaf- íu, sem er búsett í Tromsö í Noregi. Hún er nú gift Jörgen Benum en fyrri maður henn- ar var Ingólfur Ingvarsson. Þau tóku í fóstur og ólu upp Þor- stein Benum. Útför Magnúsínu verður gerð frá Fossvogskirkju, mánudaginn 30. september og hefst athöfnin kl. 15. Magnúsína, eða Magga eins og hún var ævinlega kölluð, var góðum gáfum gædd, minnug, fróð og mik- ils metin og dáð af öllum ættingjum sínum og vinum og mjög hjálpleg þeim sem leituðu til hennar. Hún lauk bamaskólanámi eins og venja var í hennar æsku og stundaði síð- an margvísleg störf um langan ald- ur bæði til sjós og lands. Hún starf- aði síðast sem skipsþerna í sam- fleytt tíu ár á skipum Eimskipafé- lagsins. Magnúsína leysti öll þau störf sem hún tók að sér af stakri alúð og samviskusemi. Allt lék í höndum hennar og ætíð var hún létt í lund og skapgóð. Magga kunni ógrynni af ljóðum og vísum en Tómas Guð- mundsson var eftirlætis skáld henn- ar. Árið 1948 tóku Magnúsína og Bergsveinn búsetu í húsi foreldra minna á Hverfisgötu 12, þar sem þau bjuggu um árabil. Með þeim og fjölskyldu minni tókst góð vin- átta, sem ætíð hefur haldist síðan. Vinátta Möggu einkenndist af tryggð sem ekki einvörðungu tengdist mínum ættlið heldur öllum bömum, bamabömum og tengda- bömum fjölskyldu foreldra minna. Ætíð var glatt á hjalla þegar Magga kom í heimsókn sem breiddi faðm- inn á móti manni. Þá vantaði ekki viðfangsefnin, það var sungið, dansað, bakaðar smákökur eða þeg- ar leið að bolludegi, þá voru búnir til bolluvendir. Það vom ekki ein- göngu mínir ættmenn sem nutu Möggu, heldur einnig ættingjar og vinir bæði hér á landi og erlendis sem hún sendi meðal annars bollu- vendi árlega. Bolluvendir hennar bám glöggt merki um hversu list- feng Magga var, svo vel vom þeir gerðir og skrautlegir. Magga hafði mikla ánægju af að fara á bingó til margra ára og einhverra hluta vegna fékk hún oft vinning og nutu Spádómar biblíunnar Opinberunarbókin Enn eitt námskeiðið um hrífandi spádóma Bilíunnar hefst á Hótel íslandi, Norðursal, 30. september kl. 20 og verður námskeiðið á mánudögum og fimmtudögum á sama tíma. Fyrirlesari verður dr. Steinþór Þórðarson. Þátttaka er öllum ókeypis og vönduð námskeiðsgögn eru einnig ókeypis. Að venju verður mikið spurt og spjallað um efnið hverju sinni. Nánari upplýsingar og innritun í síma 588 7800 á skrifstofutíma eða síma 554 6850 og 554 6665 á öðrum tfmum. Skerpir athygli - eykur þol Virkar m.a. gegn: Einbeitingarskorti, streitu, þreytu og afkastarýrnun. Einnig gott fyrir aldraba ættingjar hennar oftast góðs af því en Magga var óvenju gjafmild og naut þess að gefa öðrum. Magga hafði ótrúlegan kraft og vináttuþrek. Er ég dvaldi í Banda- ríkjunum fyrir um það bil 20 árum heimsótti hún mig og fjölskyldu mína, alein, þá komin hátt á sjötugs aldur og nutum við þess að fá hana í heimsókn og áttum við með henni ógleymanlegar samverustundir sem við höfum oft minnst síðar og rifjað upp. Þessar fáu línur eiga að flytja einlægar þakkir frá fjölskyldu minni og systkina minna fýrir allar góðar samverustundir og ævarandi vin- áttu í tæpa fimm áratugi og við munum ætíð minnast Möggu með virðingu og þakklæti fyrir alla hennar tryggð og örlæti. Að endingu votta ég dóttur henn- ar og íjölskyldu í Noregi og hinum stóra vina- og frændgarði innilega samúð við andlát hennar. Blessuð sé minning hennar. Helga Hannesdóttir. Með nokkrum orðum langar okk- ur að minnast og kveðja kæra vin- konu, sem nú hefur fengið lang- þráða hvíld. Þá leitar hugurinn aft- ur og langt til baka, því Möggu eins og hún alltaf kallaðist höfum við þekkt í 25 ár. Á þeim tima höfðum við á hendi rekstur kaffi- stofunnar Skeifunnar sem er við Slippstöðina í Reykjavík. Opnunar- tíminn var kl. 7-23.30 og viðskipta- vinirnir úr smiðjunum í kring hófu gjaman daginn með morgunsopa og tilheyrandi spjalli eða blaða- lestri. Þetta var mjög sterk venja, enda sagt að manneskjan sé mjög vanabundin skepa, og því afleitt mjög ef útaf væri brugðið. Því mið- ur henti það, að stúlkur svæfu yfir sig. Var maður þá vakinn af kaffi- þyrstum og var þá betra að vera snar í skálmarnar. Slík uppákoma var slæm fyrir báða aðila en betri tími fór í hönd. Fyrir einhveija Guðs blessan réð Magga sig til starfa og hún brást aldrei í þau tíu ár sem eftir komu. Hún var þá nýbúin að sjóast í tíu ár á Eimskips- flotanum, en það var engin sjóriða á Möggu minni. Létt og kvik í spori var hennar eðli og körlunum, ung- um sem öldnum, líkaði mikið vel hennar hispursleysi, enginn tepru- skapur. Það kom sér líka betur, því á þessurh tíma buðu sér gjarnan inn ógæfumenn, kallaðir rónar. Þeir voru vandamál. Máttu ekki vera fyrir á annatímum, en þurftu húsa- skjól sannarlega, einkum á vetrum. Það er aldeilis með ólíkindum hvemig Magga hafði stjórn á lið- inu. Það mundi enginn sálfræðingur gera betur. Já, Magga var léttstíg. Dans var Frágangur afmælis- og minning- argreina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- meðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að Iengd greina fari ekki yfir eina örk a-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 tölvu- slög Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.