Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIUT SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 13 að áætlun hans verði notuð i heild. „Ástæðan er sú að það er aðeins með sveigjanlegum vinnumarkaði, sem hægt er að fylgja útþenslu- stefnu án þess að rekast samstund- is á veggi," sagði Radetzki. „Ég held því fram að með því að grípa til kröftugra aðgerða af þessu tagi sé hægt að draga úr atvinnuleysi í Evrópu, sem er nú um 11 prósent, þannig að það verði svipað og í Bandaríkjunum, eða um sex prósent, og það yrði fáheyrður árangur. Ég held einnig fram að þrátt fyrir fyrirsjáanlegan sársauka og pólitískar deilur, sem þetta mun leiða til, vegna þess að sumar þess- ara aðgerða fela í sér tilfærslu á valdi frá stéttarfélögum til mark- aða, sé viðeigandi að grípa til þess- ara aðgerða." Nauðsyn aðgerða er Radetzki efst í huga í bók hans, en í síðasta kaflanum leiðir hann hugann að því hvernig fari verði ekkert að gert. „Hið mikla atvinnuleysi i ríkjum Evrópu er einkum afleiðing reglu- gerða, sem hafa rutt til hliðar þeim öflum, sem skapa jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar," sagði Radetzki. „Fyrir vikið er offramboð á vinnuafli víða á vinnumörkuðum, sérstaklega lítið menntuðu fólki. Þetta er svipað og á öðrum mörkuð- um, sem eru bundnir af reglugerð- um, hvort sem það er stál, svína- kjöt eða vín. Á öllum þessum mörk- uðum, þar á meðal vinnumarkaðn- um, sé ég markaðsöflin að verki við að reyna að rjúfa af sér viðjar reglugerðanna. Á vinnumarkaðnum gerist þetta til dæmis þannig að hefðbundnir ráðningarsamningar víkja fyrir annars konar samning- um, til dæmis verktakasamningum, og þá er komið út fyrir hið ósveigj- anlega kerfi. Ég sé fyrir mér að smátt og smátt verði grafið undan hinum ósveigjanlega vinnumarkaði. Einnig tel ég að hinar ósanngjörnu reglu- gerðir gætu þurft að láta undan, jafnve! með dramatískum hætti. Lítum ti! Austur-Evrópu, þar sem voru ósanngjarnar reglugerðir og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn mörk- uðum, og svo fór að kerfið hrundi. Ef stjórnmálamenn [í Vestur-Evr- ópu] fá að ráða má búast við auk- inni spennu, sem gæti leitt til svip- aðs hruns, þótt það yrði augljóslega ekki jafn afgerandi og í Austur-Evr- ópu, enda þarf að gera sýnu minni breytingar í Vestur-Evrópu en í Austur-Evrópu." Hækka örorkubætur tíðni örorku? Radetzki varð tiðrætt um vanda millifærslna, uppbótar fyrir að vinna ekki. Það séu nokkrar slíkar millifærslur, atvinnuleysisbætur, sjúkradagpeningar og eftirlaun fyr- ir starfslokaaldur, svo eitthvað sé nefnt. „í bókinni vitna ég í hollenskt dæmi um örorkubætur,“ sagði Rad- etzki. „Þegar Hollendingar ákváðu að veita rausnarlegar örorkubætur hækkaði tíðni örorku meðal vinn- andi fólks úr fímm upp í 10 pró- sent. Einnig vísa ég í dæmið frá Svíþjóð um að fólk komi ekki til vinnu á föstudögum og mánudögum vegna þess að veikindi voru rausn- arlega bætt. Þegar farið var að framfylgja reglum um sjúkratryggingar af meiri nákvæmni kom ein ástæða af mörgum fyrir sprengingunni í atvinnuleysi í Svíþjóð. Hún er sú að nú dugar einn starfsmaður þar sem áður þurfti tvo af því að menn koma til vinnu á mánudögum og föstudögum. „Það þarf augljóslega að búa til hvatningu til að vinna eigi að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Ég segi í bókinni að þessar umbætur muni sérstaklega verða sársaukafullar, sérstaklega fyrir lítið menntað fólk, sem mun fá miklu lægri laun en í núverandi kerfi. Ég held því hins vegar fram að hin ríku þjóðfélög í Vestur-Evrópu hafi efni á og verði að veita öllum sómasamlega af- komu. En til þess að breyta núver- andi hugsunarhætti þarf að gera það að skilyrði fyrir því að fólk fái bætur að það vinni þessi lágt laun- uðu störf. Það er að segja, fólk ræður sig í lágt launaða vinnu, sem dugar ekki til lífsviðurværis, og fær að auki bætur frá stjórnvöldum á meðan það er í vinnu.“ Radetzki kvaðst hafa fengið við- brögð við bókinni úr röðum hag- fræðinga. Margir hafi brugðist já- kvætt við, en nokkrir vinnumark- aðshagfræðingar hafi verið lítt hrifnir. „Þeim finnst þeir vera þeir einu, sem skilji gagnverkandi tengsl, en samt eru vinnumarkaðshagfræð- ingar einstaklega ófúsir til að leggja fram áþreifanlegar hugmyndir um það hvað skuli gera, sem vekur furðu,“ sagði Radetzki. „Ég veit að ég á eftir að verða fyrir miklu aðkasti vegna þessa úr ýmsum áttum. Mín vörn er þessi: Við höfum búið við þetta atvinnu- leysisástand í 20 ár og ekkert áþreifanlegt hefur verið reynt. Það er kominn tími til.“ SKILABOÐ um hættuna af neyslu krakks hafa verið máluð á vegg. Perot gagnrýnir samtryggingu Ross Perot, forsetaframbjóðandi og auðkýfingur frá Texas, gaf í skyn að rannsókn stjórnvalda mundi allt eins leiða til þess að frekar yrði hylmt yfir málið, eins og að smáatriði þess kæmu í ljós. „Ég lít þessar ásakanir mjög alvarlegum augum,“ sagði Deutch á sunnudag. „Með þeim er vegið að hjarta og heilindum stofnunar CIA og það er nokkuð, sem þarf að fjalla um blátt áfram og í heild sinni.“ Samsæriskenningar um kontra- skæruliðana eru það margar að erfitt er að halda tölu á þeim. Pe- rot benti til dæmis á að grunur léki á að Mena-flugvöllur í vestur- hluta Arkansas hefði verið notaður á laun ti! að fljúga með vopn á vegum CIA til Mið-Ameríku. Vél- arnar hefðu snúið aftur hlaðnar kókaíni. Að sögn gerðist þetta með vitund og samþykki Clintons Bandaríkjaforseta, sem þá var rík- isstjóri í Arkansas. Þessari aðgerð hefur verið lýst sem frumkvæði CIA, en Perot sagði að svo virtist sem bæði repúblikan- ar og demókratar væru flæktir í málið og því væri ólíklegt að sann- leikurinn mundi nokkru sinni koma í Ijós. í greinunum, sem voru upphafið að þessu máli, segir að tveir útlag- ar frá Nicaragua og stuðningsmenn kontranna hafi selt gengjum í Kali- forníu kókaín í tonnatali. Kontrarn- ir hafi notað peningana til að kaupa sér vopn og gengin hafi gert slíkt hið sama. Hófst þessi starfsemi árið 1981. Mennirnir tveir heita Danilo Blandon, sem sagður er hafa veitt bandarísku fíkniefnalögreglunni, DEA, upplýsingar gegn greiðslu, og Norwin Meneses. Báðir þessir menn gátu leikið lausum hala í Bandaríkjunum og hefur höfundur greinanna, Webb, eftir nafngreind- um heimildum að lögreglan í Los Angeles hafi talið að rannsókn á Blandon hafi runnið út í sandinn vegna milligöngu CIA. Lögreglan vissi nánast allt um athafnir Bland- ons, en í hvert skipti, sem átti að láta til skarar skríða til að afla sannana gegn honum, greip hún í tómt. Svo fór að enginn var sóttur til saka. Sjálfur gaf Blandon í skyn þegar hann bar vitni i yfirheyrslu til að skera úr um það hvort höfða ætti mál í San Francisco að kókaínvið- skipti hans hefðu hlotið náð fyrir augum CIA. „Tilgangurinn helgar meðalið" FDN var stofnað um mitt ár 1981 þegar CIA stóð fyrir því að nokkrir hópar andstæðinga vinstri stjórnarinnar í Nicaragua samein- uðust. Webb vitnar í orð Blandons fyrir rétti í San Diego nýverið: „Sagt er að tilgangurinn helgi með- alið. Þetta sagði herra Bermudez [útsendari CIA, sem stjórnaði FDN] við okkur í Honduras, þannig að við fórum að afla peninga fyrir kontra-byltinguna." Webb bætir svo við: „Stríð FDN er vart til í minningunni í dag, en svertingjar í Bandaríkjunum eru enn að fást við hinar eitruðu auka- verkanir. í stórborgunum eru heilar hersveitir heimilislausra krakk- fíkla. Þúsundir svartra manna af- plána þunga fangelsisdóma fyrir að selja kókaín, eiturlyf, sem var nánast ófáanlegt í hverfum svartra áður en félagar í her CIA byijuðu að feija það inn í South-Central á útsöluverði á níunda árat.ugnum.“ 'AUl itökkpallur til ’lbreytinqar Óvenju hagstætt Stökkpallsverð f haustferðir okkar hefur slegið svo sannarlega f gegn enda leitun að sambærilegu verði í borgarferðir frá íslandi. Við ábyrgjumst vandaöa gististaði, góða skemmtun og freistandi verðlag í verslunum og á veitingastöðum. Á morgun, mánudaginn 30. september, bjóðum við nokkur sæti á Stökkpöllum, bæði til Newcastle og viðbótarsæti til Edinborgar, en Stökkpallurinn til Edinborgar sl. sunnudag seldist upp fyrir hádegi á mánudag. N EWCASTLE 3,- 7 .10. 4 nætur 4sæti 24.400 kr. 7. -10.10. 3 nætur 19sæti 22.500 kr. 14. -17.10. 3 nætur 23 sæti 22.500 kr. 20. - 24.10. 4 nætur 20sæti 24.400 kr. EDINBORG 11. -17.10 6 nætur llsæti 27.500 kr. 13. -17.10 4 nætur 7 sæti 25.900 kr. Innifalið í verði: Flug, gisting, íslensk fararstjórn, ferðir til og frá flugvelli i Newcastle og Edinborg og skattar. TAKTU STOKKIÐ! ÞÚ SÉRÐ EKKI EFTIR ÞVÍ • Þú velur þér brottfarardag til Newcastle eða Edinborgar. • Þú greiðir staðfestingargjald vió pöntun. • Við staófestum flugsætin. • Vió ábyrgjumst vandaða gistingu. • 10 dögum fyrir brottför staófestum við nafn gististaðar. 4 4 ^HRVAL-IITSÝH Lágmúla 4: sfmi 569 9300, Hafnarfiröi: sími 565 23 66, Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 __ __ - og hjá umboðsmönnum um land allt. jEj (D QATIAS^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.