Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ MÁL ER AÐ LINNI Greinargerð um silfursjóðinn frá Miðhúsum VEGNA greinarinnar „Hinn silfur- slegni sannleikur“ í Morgunblaðinu 13. sept. sl., um silfursjóðinn frá Miðhúsum, kemst ég ekki hjá að biðja Morgunblaðið að birta eftir- farandi greinargerð. Þegar sjóðurinn fannst voru menn ekki í vafa um að hér væri réttur og sannur víkingaaldarsjóður kominn í dagsljósið. Báðir vorum við Kristján Eldjárn, sem skoðuðum sjóðinn fyrstir safnmanna, Kristján að kvöldi fundardags og við síðan báðir daginn eftir, sannfærðir alla tíð um að svo væri. Fundaratvik voru fullkomlega eðlileg, ekkert annað kom í ljós við ítarlegar við- ræður við heimamenn og finnend- ur, þótt óvænt væri að finna slíkan sjóð hérlendis þar sem þeir eru fá- tíðir. Frá fundaratvikum hefi ég skýrt í grein Árbók fornleifafélags- ins 1980 og til er segulbandsupp- taka Kristjáns Eldjárns þar sem hann ræðir við finnendur um fund- inn og leggur með sjálfum sér mat á sjóðinn. Fundurinn varð af tilvilj- un en ekki við eiginlega fornieifa- rannsókn. Við nákvæma könnun fundum við síðan nokkra smáa silf- urbúta í moldinni. Virtist ekkert af silfrinu liggja óhreyft, sem kallað er, enda hafði vinnuvél rótað jarð- veginum skömmu áður. Efasemda um að silfrið væri raunverulegt víkingaaldarsilfur varð ekki vart fyrr en löngu síðar. En þegar farið var að láta að því liggja að hluti sjóðsins væri yngri, jafnvel „frá nútíma", hlaut sú hugs- un að liggja að baki, að einhveiju hefði verið komið fyrir þar í mold- inni ásamt eldra og raunverulegu víkingaaldarsilfri. Var síðar talað um „blekkingar" og enn síðar farið fram á rannsókn yfirvalda vegna málsins. Prófessor James Graham-Camp- bell er talinn meðal fremstu sér- fræðinga um víkingaaldarsilfur og var fenginn hingað í lok maí 1994 til að rannsaka sjóðinn. Koma hans var undirbúin með leynd. Ekkert var bókað um hana í þjóðminjaráði og sum plögg tengd komunni merkt trúnaðarmál. Var því málið nánast undirbúið sem lögreglurannsókn þar sem forðazt er að skýra frá að rannsókn sé í gangi. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Öll leynd vekur grun um að óhreint sé á seyði. Þetta var skömmu áður en ég skyldi taka við embætti þjóðminjavarðar á ný, en svo vandlega var málsins gætt að ég vissi ekki af því fyrr en Graham-Campbell var kominn hingað. En því miður höfðu honum verið gefnar ábendingar fyrirfram, Égtel algerlega fráleitt, segir Þór Magnússon, að finnendur eða aðrir austur þar hafí fari að smíða hluta silfur- sjóðsins. sem kunna að hafa mótað skoðanir hans og niðurstöður að nokkru, þar sem hann virðist hafa komið í þeirri trú að sjóðurinn væri vafasamur. Greinarhöfundur var sjálfur búinn að segja Graham-Campbell mjög ítarlega hugmyndir sínar um silfrið í bréfi 27. febrúar 1994 og hefur þar slík orð um fínnendúr, að við- takandi bréfsins, Graham-Camp- bell, gat engan veginn dregið hlut- lausar ályktanir eftir það. í bréfi til greinarhöfundar 4. maí 1994 segir Graham-Campbell síðan, skömmu áður en hann kom, hvað sér finnist og hafði þó enn ekki séð sjóðinn: „This means that I remain of my initial opinion concerning the hoard - that a small find of Viking- age silver has most probably been increased by the addition of some larger pieces.“ (Þetta þýðir að ég held þeirri upphaflegu skoðun minni að lítill víkingaaldarsjóður hafi sennilegast verið aukinn með viðbót nokkurra stærri hluta.) Niðurstaða Graham-Campbells eftir rannsóknina vorið 1994 var sú, að hann taldi mikinn vafa leika á að hluti sjóðsins væri ekta, þótt meiri hlutinn væri frá víkingaöld: („The study of the Miðhús hoard demonstrates reasonable doubt concerning the authenticity of some parts of its contents, even if the majority is of a Viking-age date“.) Hafi Þjóðminjasafn verið blekkt af ásettu ráði („deliberate deception has been performed on the Nation- al Museum"). Greinarhöfundur finnur að því, að Susan Kruse, sérfræðingur við King’s College í Lundúnum, var ekki fengin til að rannsaka málminn í sjóðnum, en hún sé manna færust til slíkra rannsókna. Á því væri þó greinileg brotalöm, því búið var líka að tilkynna henni sömu hugmyndir um sjóðinn. í bréfi 19. apríl 1994 skrifar hún Graham-Campbell, þakkar fyrir sendingu bréfs frá greinarhöfundi og segist telja það álit hans rétt, að silfrið sé ólíklega frá víkingaöld heldur sennilegast nýtt sterling-silfur. „I think he is right, that the silver is most unlikely to be Viking Age, and most probably modern sterl- ing-silver.“ - Var því búið fyrirfram að gefa þeim báðum, James Graham-Campbell og Susan Kruse, mjög ákveðna ávísun á nið- urstöðu og getur þetta ekki talizt góð vísinda- mennska. Greinarhöfundur segir, að ég hafi fyrst- ur manna velt fyrir mér fölsun sjóðsins: ....þjóðminjavörður sem fyrstur velti fyrir sér fölsun sjóðsins og hugsanlegri aðild finnanda að henni“. Þetta eru stór- ar ásakanir og frá þessu var skýrt í fréttatíma ríkisútvarps um kvöld- ið. Hér er átt við kafla í bréfi mínu til hans 29. maí 1992, eftir að hann var sjálfur mjög farinn að vekja máls á því við mig í bréfum, sam- tölum og símleiðis, að sjóðurinn væri grunsamlegur, til dæmis í bréfum 19.3. 1989 og 15.5. 1992. I bréfi mínu velti ég því upp, hvers vegna í ósköpunum menn gætu haft ástæðu hér í seinni tíð til að smíða slíka hluti að fornum hætti. Taldi ég það algerlega fráleitt. Bréfkaflinn er þannig og verður hver að meta meininguna fyrir sig: „Hins vegar fæ ég ekki með neinu móti skilið, hvernig í ósköpunum silfrið frá Miðhúsum ætti að vera nýgert og í fölsunar- skyni. - Hvers vegna? - Ekki í ábataskyni, því að finnandi og lan- deigandi fengu aðeins silfurverð og 10% að auki greitt -fyrir og gátu ekki búizt við meiru. - Varla í auglýsingaskyni fyrir sig, því að auglýsingin varð skammvinn og ekki notuð af heimamönnum til framdráttar á neinn hátt. - Til að klekkja á íslenzkum safnmönnum og fornleifafráeðingum? Það held ég að hljóti að vera útilokað því að húsráðandann á bænum höfum við þekkt vel og átt mikil og góð samskipti við bæði fyrir og eftir fundinn. Þar býr enginn illvilji, hatur né öfund á bak við. - Og hvernig hefði nútímafólk átt að geta gert þessa silfurhluti svo eðli- lega og nákvæma eftir gömlum fyrirmyndum, án þess að hafa tækifæri til að þrautskoða og kanna sams konar hluti eða hafa þá beinlínis undir höndum meðan eftirmynd væri gerð?“ Þeir sem sæmilegan skilning hafa á íslenzku máli geta séð, að ég tel hér algerlega fráleitt að finn- endur eða aðrir austur þar hafi far- ið að smíða hluta silfursjóðsins. Leyfisveiting, sem greinarhöf- undur bendir á að ég hafi gefið 1992 til rannsóknar á sjóðnum og nefnd er til áfellis þjóðminjaráði fyrir að hafa ekki kynnt hana á fréttamannafundi 30. júní 1995, var reyndar til hans sjálfs. í bréfi til hans 29. maí 1992 segir: „Að sjálf- sögðu er þér heimilt að láta rann- saka bita úr silfursjóðnum frá Mið- húsum í þeim tilgangi sem þú nefn- ir, auðvitað með því fororði, að það valdi engum áverkum á silfrið sjálft." Haustið 1992 tók forvörður safnsins tvo litla búta úr sjóðnum með til Lundúna í sambandi við önnur erindi. Sótti hann skriflega um leyfi til formanns þjóðminjaráðs og kveðst hafa fengið munnlegt leyfi frá ráðinu og hafa gert þetta í samráði við greinarhöfund sjálfan „vegna rannsókna hans á silfrinu". Skriflegt leyfi var ekki gefið og ekkert bókað og telur greinarhöfundur þetta hafi því verið gert í óleyfi þótt í hans þágu væri. Þessi ferð getur þó ekki skipt máli því að engin rannsókn var gerð á bútunum ytra, tími gafst ekki til þess. Á greininni er reyndar helzt að sjá að ferðirnar hafi verið tvær og hafi verið farið með allan sjóðinn utan „með mikilli leynd“. En þetta er víst ein og sama ferðin og er hér bein ónákvæmni. ítarlegar rannsóknir sérfræðinga á vegum Þjóðminjasafns Dana sem sérfræðingar frá öðrum löndum voru einnig kvaddir til (sænskur sérfræðingur í víkingaaldarsilfri og þýzkur gullsmiður), sýndu þá niður- stöðu að allur sjóðurinn væri frá víkingaöld, en varnagli var þó sleg- inn við einum hlut, nr. 3, vegna áferðar sem talið var að sýndi smíðatækni, sem ekki var þekkt á víkingaöld. Danska skýrslan er varfærnis- lega orðuð. Um hring nr. 3 segir: „Trádene er uden tvivl fremstillet 1 et trækjærn og selve det forhold, ad mærkerne eller ridserne i tráde- nes ikke-polerede overflader er særdeles regelmæssige og fine, kunne indikere anvendelsen af et moderne trækjærn." (Þræðirnir eru án efa dregnir í löð og jafnvel það atriði, að áverkar eða rákir í yfir- borði þráðanna, sem ekki eru fægð- ir eru sérlega reglulegir og fíngerð- ir, gæti (feitletrað í dönsku skýrsl- unni) bent til, að nútíma draglöð hafi verið notuð.) - Samsagt: gæti bent til nútíma draglaðar. Um kveikinguna á þessum hlut segir á sama hátt: „Det bor dog under- streges, at der ikke findes noget bevis for, at man ikke var istand til at fremstille sádant lod i vikinge- tid.“ (Áherzla skal þó lögð á, að engar sannanir eru fyrir því, að menn hafi ekki (feitletrað í dönsku skýrslunni) getað kveikt þannig á víkingaöld.) - Danirnir viðhafa mikla varúð og fullyrða ekki. Menn þar vita, að alltaf bætist smám sam- an við vitneskju um fortíðina og varhugavert að slá hlutum föstum í eitt skipti fyrir öll. í dönsku skýrslunni er þó beinlín- is andmælt efasemd Graham- Campbells um, að fjórir hringir úr sjóðnum hefðu nokkurn tíma í jörðu komið, en því varpaði hann fram í skýrslu sinni. I dönsku skýrslunni segir: „Hvad angár ring no. 1 og no. 2 er det klart, at selve ringene er auten- tiske, og det er hojst usikkert, om der skulle være foretaget en sek- undær omsmeltning af terminal- erne“. (Hvað snertir hring nr. 1 og 2 er augljóst, að hringarnir sjálfir eru ekta, og það er með öllu óvíst að endarnir hafi verið bræddir upp síðar (þ.e. umsmíðaðir).) Við þessa síðustu rannsókn er opinberlega unað og hún hefur ekki verið hrakin. Það er þó óbiluð sann- færing mín, að allur sjóðurinn sé frá sama tíma, víkingöld, landnáms- öld íslands, og fæ ég með engu móti talið, að aðrir en æfðir silfur- smiðir þess tíma hafí verið hér að verki. Engar líkur eru til, að nú- tímagullsmiðir hafi líkt svo ná- kvæmlega eftir víkingaaldargrip- um. Mjög var eðlilegt að leita til Þjóð- minjasafns Danmerkur um frekari rannsókn silfursins, þar sem vík- ingaaldarsjóðir hafa fjölmargir Dómkirkj an 200 ára Áskriftasöfnun Saga htíss og sajhaðar Vinir Dómkirkjunnar, þið sem hafið notið þar helgra stunda, s.s.við skírnir, fermingar, hjónavígslur, jarðarfarir og almennar guðsþjónustur, einnig áhugamenn um sagnfræði og húsagerð. Saga Dómkirkjunnar, veglegt tveggja binda rit,samið af sr. Þóri Stephensen, er væntanleg í lok október. Þið, sem áhuga hafið á að eignast ritið á einstöku áskriftarverði, kr. 5.900, ásamt því að setja nöfn ykkar í heillaóskaskrá, tabula gratulatoria, vegna 200 ára afmælis kirkjunnar, vinsamlega pantio strax áskrift í síma 581 4088. Dómkirkjan í Reykjavík Hið íslenska bókmenntafélag Þór Magnússon fundizt í Danmörku og verið rann- sakaðir. Menntarríálaráðuneytið hafði bent á, að til álita kæmi að leita til sérfræðinga á Norðurlönd- um. Ráðið taldi eðlilegra að leita til opinberrar stofnunar en einstakl- inga, og sízt til einstaklinga sem fyrri aðilar rannsóknar tilnefndu sjálfir. Þjóðminjasafnið danska tók rannsóknina fúslega að sér. Hún tók langan tíma og var kostnaðar- söm og mun hafa verið gerð svo vel sem kostur var og af færum sérfræðingum. Auk þess var sjóður- inn borinn þar undir tvo erlenda sérfræðinga sem fyrr segir og skrif- aði annar skýrslu um athuganir sín- ar. Greinarhöfundur nefnir, að greinargerð þjóðminjaráðs sem birt var 30. júní 1995 hafi innihaldið niðurstöður, sem ekki er að finna í skýrslu danska Þjóðminjasafnsins. Hún var að litlu leyti frásögn af innihaldi dönsku skýrslunnar, enda var talið að allir sem hana fengju á fréttamannafundinum gætu lesið dönskuna sér til fullkomins skiln- ings, þyrfti því hvorki útdrátt né þýðingu. Íslenzka greinargerðin var mest frásögn af gangi málsins sem danska skýrslan gerði eðlilega eng- in skil. Greinarhöfundur segir að aðeins hafi hluti gagna verið birtur á téð- um fundi, þótt þjóðminjaráð hafi samþykkt að birta öll gögn, enda tilmæli menntamálaráðuneytis um það. Þetta verður ekki skilið öðru vísi en að ýmsu hafi verið skotið undan af ásetningi, „sett undir huliðshjálm” eins og hann segir á einum stað, til að leyna sannleika. En allt sem á einhvern hátt gat skipt máli um fund og rannsókn silfursins og upplýst gat fjölmiðla; rannsóknir og niðurstöður, skýrsl- ur, bréf og dagbókarfærslur mínar lá þar frammi og var fjölmiðlum boðið að fá ljósrit af því sem þeir óskuðu. Danska skýrslan og grein- argerð þjóðminjaráðs voru ljósrit- aðar sérstaklega og fengnar frétta- mönnum. Einhveijir fjölmiðlar fengu ljósrit af skjölum að ósk. Formaður þjóðminjaráðs skýrði málavexti á fundinum og þeir sem ráðið fól umsjón rannsóknarinnar skýrðu þátt sinn og fjölmiðlar áttu viðtöl við þá. Er algerlega tilhæfu- laust, að reynt hafi verð að skjóta skjölum undan. - Bréf mitt til finn- enda þar sem ég spyr um fjarlægð nýs húss á Miðhúsum frá gamla bæjarstæðinu kveður greinarhöf- undur ekki hafa verið lagt fram og kveðst ekki finna svar við því í bréfum Þjóðminjasafns. - Það bréf getur ekki haft neitt að segja fyrir rannsókn silfursins. í grein- inni í Árbókinni eru þessar fjar- lægðir tilgreindar og hefði greinar- höfundur mátt vita, að svar við slíkri fyrirspurn gæti borizt í sím- tali ef ekki í bréfi og þá ekki finnanlegt. Það er ekki rétt hjá greinarhöf- undi, að Birgitta Hárdh, sænski sérfræðingurinn, beri í skýrslu sinni saman hring úr Miðhúsasjóðnum og hring frá Slemmedal í Noregi sem hliðstæðu, „klar parallell". Birtir hann myndir sem eiga að sýna hve ólíkir þeir séu. - Birgitta segir hins vegar, og skulu menn nú lesa vel: „Det kan tyckas att ringens proportioner med den kraft- iga ringen och de smá plattorna ar egendomliga. Klara paralleller till detta finns emellertid hos tvá ring- ar i skattfyndet frán Slemmedal, Grimstad, ...“ (Svo gæti virzt að hlutföllin í hringnum, stórgerður hringur og smáar plöturnar, séu einkennileg. Náin samsvörun þessa er samt í tveimur hringum í sjóðn- um frá Slemmedal, Grimstad ...) - Hér er hún ekki að tala um að hringarnir sjálfir séu líkir, heldur að náin samsvörun sé í því að stór- gerðir hálshringar hafi efnislitlar endaplötur við lásinn. Þetta er og bent á í dönsku skýrslunni. - Hefur greinarhöfundur misskilið sænsk- una og rangfærir samlíkinguna. - Erlendir fræðimenn vísa í ritum sín- um til ritgerða Birgittu Hárdh og virðist hún talin traustur fræðimað- ur. Málefnið um silfursjóðinn frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.