Morgunblaðið - 02.10.1996, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ísland í 8.-12. sæti
Olympíuskákmótsins
Rússar reyndust
erfiðir mótherjar
ÍSLENDINGAR enduðu í 8.-12.
sæti á Ólympíuskákmótinu í Jerevan.
Það er glæsilegur árangur og mun
betri en raunsæir menn gátu gert
sér vonir um fyrir mótið. Á hinn
bóginn voru íslensku stórmeistararn-
ir nokkuð stúmir yfír því að þurfa
að enda með tapi, og það meira að
segja heldur slysalegu tapi, en við
ramman reip var að draga þar sem
var rússneska skáksveitin, sú lang-
sterkasta á mótinu.
Á fyrsta borði tefldi Margeir Pét-
ursson með hvítu gegn Alexei Dreev
sem þykir í hópi allra traustustu stór-
meistara. Hann tefldi að vanda afar
traust og gaf engin færi á sér. Síðan
bauð Dreev upp á jafntefli og að
höfðu samráði við liðsstjórann, Agúst
Sindra Karlsson, þáði Margeir jafn-
teflið. „Ég hefði alveg getað teflt
þetta eitthvað áfram,“ sagði Margeir
eftir skákina, „en það hefði líka get-
að farið á hvaða veg sem var.“
Á þriðja borði hafði Hannes Hlífar
Stefánsson hvítt gegn Evgeny Bare-
ev og líkt og Dreev tefldi Bareev
afar traust og stefndi greinilega
beint til jafnteflis. Hannesi tókst
ekki að finna vænlega leið til fram-
halds og tók því jafntefli.
Á flórða borði tefldi Helgi Áss
Grétarsson með svörtu gegn Sergei
Rublevskij, komungum stórmeistara
sem er þrátt fyrir ungan aldur orðinn
alræmdur fyrir leiðinlega hegðun við
skákborðið. Hann iðar í sætinu sínu,
stendur sífellt upp til þess eins að
setjast niður aftur, og virðist í alla
staði heldur ógeðfelldur ungur mað-
ur. Þá vakti athygli mjög snemma í
skákinni að svo virtist sem Rublevskij
væri að spyija Peter Svidler ráða um
byijunina sem þeir Helgi Áss tefldu,
skoska leikinn, en Svidler ku vera
mikill sérfræðingur í þeim skoska
leik. Slíkt samráð keppenda er að
sjálfsögðu algerlega bannað. En því
verður þó vart kennt um úrslitin í
skákinni. „Ég koltapaði bara,“ var
það eina sem Helgi Áss vildi láta
hafa eftir sér þegar hann hafði gef-
ist upp.
Dramatískasta skákin var á öðru
borði þar sem Jóhann Hjartarson
hafði svart gegn Peter Svidler, ung-
um og gríðarlega sterkum skák-
manni sem unnið hefur marga fræga
sigra á undanförnum árum. Jóhann
virtist fá slæma stöðu út úr byijun-
inni, en tefldi áfram af hörku og
þegar kom fram í 40. leik hafði hann
snúið taflinu svo sér í vil að á skák-
stað í gærkvöldi voru menn sammála
um að hann hefði haft vinninginn í
hendi sér. Stáðan var þessi:
Hvítur b3, c3, g2, h3, Ha2, Hd4,
Kh2
Svartur b5, f5, g6, Re3, Hel, Be4,
Kd8
Hér átti Jóhann að leika 40. -
Bd5 og Svidler mun hafa viðurkennt
að eftir þann leik hefði hann haft
tapaða stöðu. En Jóhann lék 40. -
g5, og skákin leystist um síðir upp
í jafntefli.
Islendingar töpuðu því með
minnsta mun gegn Rússlandi og
hefðu einhvem tíma verið þokkalega
ánægðir með þau úrslit.
Islensku skákmennirnir stóðu allir
fyrir sínu, eins og sjá má á meðfylgj-.
andi töflu.
Hannes Hlífar Stefánsson náði
bestum árangri, en árangur Þrastar
Þórhallssonar er einnig eftirtektar-
verður og athyglisvert að „riddara-
meistarinn“ er eini íslendingurinn
sem sleppur taplaus gegnum mótið.
Rússar unnu eins og fram hefur
komið með nokkrum yfirburðum, en
Úkraínumenn urðu í öðru sæti. Lítið
bar á Úkraínumönnum framan af
mótinu en þeir sóttu mjög í sig veðr-
ið þegar á leið og Vasili Ivantsjuk,
sem tefldi á efsta borði þeirra, náði
mjög glæsilegum árangri.
Lokastaðan var þessi:
1. Rússland 38,5
2. Úkraína 35,0
3.-4. England, Bandaríkin 34,0
5.-7. Armenía, Spánn, Bosnía 33,5
8.-12. Island, Þýskaland, Búlgaría,
Svíþjóð, Georgía 33,0
SKAK
Jerevan, Armeníu
ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ
Ólympíuskákmótið var
haldið i Armeníu dagana
15. september til 2. október.
VART var hægt að fá erfiðari
andstæðinga í lokaumferðinni á
Ólympíuskákmótinu en Rússa sem
höfðu þriggja vinninga forystu fyrir
umferðina. Islenska sveitin tapaði
með minnsta mun og hlaut 33 vinn-
inga á Ólympíuskákmótinu og endaði
í 8.-12. sæti á mótinu sem hlýtur
að teljast mjög góð frammistaða.
Frammistaða einstakra keppenda
sést betur á meðfylgjandi töflu.
Við skulum skoða viðureignina á
fyrsta borði:
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Dreev (Rússlandi)
Slavnesk vörn
1. c4 - c6 2. Rf3 - d5 3. d4 - Rf6
4. Rc3 - e6 5. Bg5 - h6 6. Bxf6
- Dxf6 7. g3
Dreev er traustur skákmaður og
afar fastheldinn í bytjunarvali. Byij-
unarvalið hefur örugglega ekki köm-
ið Margeiri á óvart. Hér er algeng-
ara að leika 7. e3 - Rd7 8. Bd3 eða
7. a3.
7. - Rd7 8. Bg2 - dxc4 9. 0-0 -
Be7 10. Re4 - Df5 11. Red2 - e5
12. Rxc4 - exd4 13. Rxd4 - Df6
14. e3 - 0-0 15. Dh5 - Rb6 16.
Rd2 - Dg5!
Hvítur hefur rýmri stöðu en svart-
ur biskupaparið og leitar því eðlilega
eftir uppskiptum.
17. Ddl - Bg4 18. Dc2 - Hcd8 19.
Hacl - Hfe8 20. a3 - Dh5 21. Re4
- Bh3 22. Bf3 - Bg4 23. Bg2 -
Bh3 24. Bf3 - Bg4
Keppendur sömdu hér um jafn-
tefli enda kemur sama staðan upp í
þriðja sinn eftir 25. Bg2 - Bh3.
Karl Þorsteins
u O cS j> co w 'c <D JD 'O c cS c 3 'C ci T3 C c<S cS c c <u £ S £ 3 cS 'g> O ""O C cS cn 'co <D C 'O cS C 'Tn
3 UJ CS cS 'C 'O o '>> r-• 2 'C
3 <d o 3 CQ W O A
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. samt.
1. Margeir Pétursson 'h 'h 'h 0 'h 1 'h 'h 'h 'h 5/10
2. Jóhann Hjartarson 1 'h 1 'h 0 '12 1 0 1 1 'h 7/11
3. Hannes H. Stefánsson 'h 1 'h 'h 'h 1 1 1 0 1 'h 'h 8/12
4. Help Ólafsson 'h 'k 0 1 0 'h 3/7
1. vm. Þröstur Þórhallss. 1 1 'h 'h 1 'h 'k 'h S'IM
2. vm. Helgi Áss Grétarss 'h 'h 0 1 1 'h 1 0 4 V2/8
Úrslit 2 Vi Wi 2 Vh 1 'h 'h 3 'h 2 4 1 'h 2'h 2 'h 3 1 'h 33/56
Iljumsjinov endurkjörinn forseti FIDE
Atlaga vestrænna
þjóða mistókst
Tilraun vestrænna þjóða til að breyta valdahlutföllum
innan FIDE mistókst í gær þegar Kirsan Iljumsjinov
var endurkjörinn forseti. Dlugi Jökulsson fylgdist
með baktjaldamakkinu í Jerevan í Armeníu.
Jerevan. Morgunblaðið
KIRSAN Iljumsjinov var í gær endurkjörinn
forseti FIDE og fékk 87 atkvæði gegn 46 at-
kvæðum mótframbjóðandans, Jaime Sunye
Neto stórmeistara frá Brasilíu. Iljumsjinov
sveik i fyrradag það samkomulag sem hann
hafði gert við flestar sterkustu skákþjóðir
Vesturlanda og fól í sér að hann yrði áfram
forseti FIDE, Alþjóðaskáksambandsins, en völd
hans yrðu skert verulega. í samkomulaginu
fólst að Jaime Sunye Neto ætti að verða eins
konar yfírframkvæmdastjóri FIDE og Einar
S. Einarsson, svæðisstjóri FIDE á Norðurlönd-
um, að gegna embætti varaforseta, en umfram
allt var ætlunin að efla völd stjórnarinnar á
kostnað forsetans og ýta til hliðar ýmsum þeim
valdamönnum sem helstir hafa verið innan
FIDE og eiga ríkastan þátt í að samtökin eru
nú nánast komin að fótum fram.
Einar var ekki á lista Sunye Netos í gær,
heldur var Jan nokkur Banas frá Slóvakíu
varaforsetaefni. „Það varð ljóst á þinginu á
sunnudaginn að ekkert það samkomulag sem
gert hafði verið fyrirfram var pappírsins virði,“
sagði Einar. „Bæði framboðin sem fram voru
komin voru lýst ólögleg eftir ýmis bellibrögð
og samkomulag okkar við Ujumsjinov var úr
sögunni. Og Iljumsjinov hafði ekki stuðning
til að fara sjálfur í framboð án þess að til-
nefna stjómarmenn sína. Eftir að hann gekk
af fundi á sunnudagskvöld var Ijóst að leysa
varð stjórnarkreppuna sem upp var komin ein-
hvern veginn og í fyrradag gengu menn í það
að setja saman nýja framboðslista. Sunye Neto
var efstur á öðrum, en sá listi var heldur tæt-
ingslegur og hvorki ég né fulltrúi Bandaríkj-
anna eða Þýskalands sóttumst eftir því að sitja
á þeim lista. Okkur þótti ljóst að Iljumsjinov
hefði alla þræði í hendi sér, sem líka reyndist
rétt, því hann vann yfirburðasigur."
Iljumsjinov náði kjöri með því að múta skák-
samböndum smáríkja og með því að bjóða
skákmönnum gull og græna skóga. Hann hef-
ur lofað að halda einvígi Kasparovs og Karpovs
ekki síðar en í nóvember. I desember á að
fara fram hin nýja heimsmeistarakeppni Ilj-
umsjinovs þar sem hundrað skákmeistarar
keppa með útsláttarfyrirkomulagi.
Klofningur ekki yfirvofandi
Einar S. Einarsson segir klofning sambands-
ins ekki yfirvofandi þrátt fyrir slæma útreið
vestrænna ríkja. „Nú fara menn heim og sleikja
sár sín. Það er augljóst að vestrænu sambönd-
in hafa ekki náð neinu því fram sem þau ætl-
uðu, en hins vegar ætlum við ekki að flýta
okkur við að kljúfa okkur út. Við höfum ákveð-
ið að bíða og sjá hvernig Iljumsjinov og hinni
nýju stjórn hans gengur að standa við stóru
orðin um einvígi Karpovs og Kasparovs og
nýju heimsmeistarakeppnina."
Það var á næturfundi aðfaranótt mánudags,
að í ljós kom að Iljumsjinov hafði gengið á bak
orða sinna og sóttist nú ekki lengur eftir því
að sitja sem valdalítill forseti í skjóli þeirra
Sunye Netos, Einars S. Einarssonar og vest-
rænu skákþjóðanna. Skoðanir eru nokkuð
skiptar um ástæður þessa. Ein skýring hljóðar
þannig að hann hafi einfaldlega ekki getað
horfst í augu við valdamissinn, en önnur skýr-
ing er að visu fráleitari en þar með sennilegri
þar sem um FIDE er að ræða, en upp á þau
samtök verður ekki logið þessi misserin.
Atkvæðakaup fyrir
10-20 milljónir
Skýringin hljóðar þannig að Iljumsjinov hafi
verið búinn að afhenda ýmsum lautinöntum
sínum, svo sem þeim Campomanesi fyrrver-
andi FIDE-forseta, Giorgios Makropoulosi frá
Grikklandi og Bachar Kouatly frá Frakklandi,
gríðarlegar fúlgur fjár, sem fara áttu til þess
að kaupa atkvæði frá minni háttar skáklönd-
um, og áttu að tryggja að Iljumsjinov fengi
tvo þriðju hluta atkvæða í kosningu um hvort
hann mætti fara í forsetaframboð, þrátt fyrir
að framboðsfrestur væri útrunninn.
Þegar Iljumsjinov gerði síðan samkomulagið
við vestrænu ríkin og þeir lautinantar hans
uppgötvuðu að stór þáttur í því samkomulagi
var að einmitt þeir skyldu víkja út í ystu myrk-
ur skákheimsins, þá munu þeir félagar einfald-
lega hafa neitað að afhenda Iljumsjinov at-
kvæðin sem þeir voru búnir að kaupa fyrir
peningana hans, og eru nefndar tölur á borð
við 10-20 milljónir íslenskra króna. Þar með
var ekki á hreinu hvort nýtt framboð Iljumsj-
inovs, Sunye Netos og Einars S. Einarssonar
fengi nægilegan stuðning, og Iljumsjinov sneri
við blaðinu. Ennfremur mun forseti rússneska
skáksambandsins, Andrei Makarov, hafa leikið
tveimur eða þremur skjöldum allan tímann.
Endirinn varð alltént sá að menn voru fengn-
ir til þess að segja sig af listum þeirra tveggja
framboða sem formlega voru komin fram, ann-
ars vegar framboðs Sunye Netos og hins veg-
ar framboðs Bachar Kouatlys. Þegar ekki voru
lengur nægilega margir menn á listunum töld-
ust bæði framboðin ógild og Iljumsjinov taldi
sig eiga greiða leið í forsetastólinn.
En þótt Iljumsjinov væri búinn að koma í
veg fyrir önnur framboð en sitt eigið, þá varð
honum ekki kápan úr því klæðinu að smjúga
sjálfur aftur í forsetastólinn mótspyrnulaust -
sem hefði gert honum kleift að halda öllum
sínum völdum og velja sér sjálfur sína meðreið-
arsveina. Allan mánudaginn dunduðu fulltrúar
á þingi FIDE sér við að fella öll mál hver fyr-
ir öðrum, uns svo fór að lokum að enginn virt-
ist geta orðið forseti sambandsins, og laga-
flækjur stæðu í vegi fyrir hverri ráðagerð.
Blaðamaður verður að viðurkenna að hafa orð-
ið fyrir nokkrum vonbrigðum með þingið.
Nöldur og karp
Eftir að hafa lesið fréttir af ísmeygilegum
bellibrögðum og stórkarlalegri valdabaráttu á
slíkum þingum síðustu árin, þá bjóst ég við
að sjá sviptast um sali stimamjúka mafíósa sem
tala svo gullið glampar í munni þeirra meðan
þeir bregða rýtingum á bak, en í staðinn varð
ég vitni að afar þreytandi nöldri og sífri um
fundarsköp, endalausu karpi um hvernig
standa skyldi að næstu atkvæðagreiðslu sem
skipti ekki nokkru máli hvernig færi, og svo
fengu menn að heyra dágóðan skammt af lofi
og prísi um Kirsan Iljumsjinov. Hann taldi sér
það til tekna að geta staðið fyrir einvígi Kasp-
arovs og Karpovs en vakti athygli í fyrradag
þegar hann átti að flytja eins konar stefnu-
ræðu og minntist varla einu orði á málefni
skáklistarinnar en flutti í staðinn mikla ræðu
um eigin hæfileika.
Undir lok fundarins, seint á mánudagskvöld,
fór að vísu mjög að færast fjör í leikinn, og
þá sýndi Kirsan Iljumsjinov um síðir á sér
annan svip en það brosandi drengjaandlit sem
hann hefur yfirleitt límt á höfuðið. Fyrst brá
svo við að einn af mönnum hans, fulltrúi frá
Singapore, greiddi við einhveija atkvæða-
greiðsluna atkvæði á annan hátt en greinilega
hafði verið ákveðið fyrirfram. Enginn man
lengur um hvað sú atkvæðagreiðsla snerist og
atkvæðið frá Singapore skipti engu máli. En
Kirsan Iljumsjinov lét ekki bjóða sér þetta og
heimtaði að fulltrúa Singapore yrði vísað á dyr
og sviptur leyfi til að sitja fundinn.
Það hafði hann fram með bellibrögðum, en
raunir Kirsans voru nú rétt að hefjast. Fulltrúi
Portúgals steig í ræðustól og kvaðst hafa fyr-
ir því heimildir að það væri alrangt að Iljumsj-
inov væri búinn að ná samkomulagi um ein-
vígi þeirra Karpovs og Kasparovs. Portúgalinn
sagðist hafa talað við Karpov sjálfan og FIDE-
heimsmeistarinn þvertæki fyrir að nokkurt
samkomulag um einvígi væri frágengið.
Gerðist nú margt í senn. Menn Iljumsjinovs
ærðust úr reiði, en reiðastur varð hann sjálf-
ur, stóð á fætur, náfölur af bræði, og sagði
að þessar dylgjur portúgalska fulltrúans væru
móðgun við sig, við FIDE og við kalmykísku
þjóðina! Hann fjölyrti um hversu hart hann
hefði lagt að sér í þágu FIDE og þar á meðal
borgað óteljandi milljónir úr eigin vasa til að
sambandið gæti haldið áfram starfsemi. Og
loks hótaði Kirsan Iljumsjinov að segja af sér
sem forseti FIDE og mættu samtökin eiga sig.
Því næst gekk hann á dyr, þungur á brún og
lífverðir hans ekki síður.