Morgunblaðið - 02.10.1996, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Um 25 starfsmönnum Strytu og
Söltunarfélags Dalvíkur sagt upp störfum
Engin vaktavinna
í rækjuvinnslunni
STRYTA hf. á Akureyri og Söltun-
arfélag Dalvíkur hf., dótturfyrir-
tæki Samheija hf., hafa sagt upp
vaktavinnusamningi starfsmanna í
rækjuvinnslu fyrirtækanna. í kjöl-
farið hefur alls um 25 starfsmönn-
um fyrirtækjanna beggja verið sagt
upp störfum frá 1. október. Upp-
sagnarfrestur starfsmanna er mis-
langur en allt að 6 mánuðir.
Aðalsteinn Helgason, fram-
kvæmdastjóri Strýtu, segir að
vaktavinnu í rækjuvinnslu fyrir-
tækjanna verði hætt í byijun nóv-
ember og fari ekki af stað aftur
fyrr en á fyrri hluta næsta árs.
Hann segir nauðsynlegt að minnka
framboð á rækju á mörkuðum og
því þurfi að draga úr framleiðslu.
Nauðsynlegt að draga úr veiði
„Jafnframt er nauðsynlegt að
draga úr rækjuveiðum því ef veiðin
fyrstu 6 mánuði þessa fiskveiðiárs
verður jafn mikil og á sama tíma-
bili í fyrra hrynur rækjuvinnslan
alveg og yrði mjög lengi að ná sér
á strik aftur. Það verður því að
fresta veiðinni fram á seinni hluta
fiskveiðiársins," segir Aðalsteinn.
Hann segir að ástandið í rækj-
unni geti hugsanlega lagast þegar
líður fram á næsta ár en á meðan
mestu verðlækkanir á rækjuafurð-
um ganga yfir sé nauðsynlegt að
draga úr vinnslu. Vaktavinna hefur
verið við lýði í rækjuvinnslu Söltun-
arfélagsins og Strýtu síðustu ár og
segir Aðalsteinn að þeim samning-
um hafi ekki verið sagt upp áður.
Erum að kaupa
miklu minna magn
Fyrirtækin hafa keypt árlega um
9.000 tonn af rækju af 15-20
frystiskipum og unnið úr því um
3.000 tonn af afurðum. „Við erum
nú aðeins með ferskrækjubáta í við-
skiptum og einnig kaupum við af
tveimur frystiskipum. Við erum því
að kaupa miklu minna magn af
rækju en síðustu ár. Það eru reynd-
ar mun færri skip á rækjuveiðum
um þessar mundir enda hefur verð-
ið sem bátarnir eru að fá snarfall-
ið.“ segir Aðalsteinn.
lil
J|( - jA— ym
ijfjp . m m\
L
hök 'ylffiffijj- r.-'\
Morgunblaðið/Kristján
Lýst heim að hverjum bæ
ÁKVEÐIÐ var í sumar að lýsa
heimreiðar að hverjum bæ í
ábúð í Árskógshreppi og nú
nýlega var hafist handa við það
verkefni. Hreppurinn tekur þátt
í kostnaði á móti ábúendum sem
ætla má að séu himinlifandi yfir
raflýsingu heim að bæ sínum.
Raflýsing hefur verið í þorpun-
um tveimur, Árskógssandi og
Hauganesi, en stefnt er að því
að ljúka raflýsingu heimreið-
anna síðar í haust þannig að
hreppurinn verður allur upp-
lýstur er lengra líður á árið.
Á myndinni eru rafvirkjarnir
Olafur Jensson og Jónas Ragn-
arsson, starfsmenn Rafeyrar á
Akureyri, en á milli þeirra er
Kári Halldórsson frá KH-vinnu-
vélum, en þeir voru að leggja
raflögn í heimreiðina að bænum
Sólvangi. Ólafur sagði að þeir
yrðu tvær til þijár vikur að
koma ljósastaurunum upp og
síðan ætti ekki að vera neitt að
vanbúnaði að kveikja ljósin í
hreppnum. Mismargir staurar
eru við hveija heimreið, frá
tveimur til átta.
Morgunblaðið/Kristján
BORGARISJAKINN var mjög stór og með tveimur eins konar turnum. Á milli „turnanna" sést
í vitann á Hrólfsskeri. Á minni myndinni eru Gísli Einarsson, formaður Björgunarsveitar SVFI
í Hrísey t.v. og Bjarni Ármannsson bátamaður félagsins en þeir fóru með ljósmyndara Morgun-
blaðsins að jakanum í gær á björgunarbátnum Kidda.
Borgarísjaki
á Eyjafirði
BORGARÍSJAKA rak inn á Eyjafjörð í fyrrinótt
og um hádegisbilið í gær var hann kominn inn
fyrir Hrólfssker og farinn að nálgast Hrísey.
Jakinn var nokkuð stór, með tveimur eins konar
turnum og mjög tignarlegur að sjá. Auk þess
sáust margir minni jakar á reki í firðinum.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er
mjög sjaldgæft að sjá borgarísjaka inni á Eyja-
firði á þessum árstíma. Þór Jakobsson á hafís-
deild Veðurstofu íslands segir borgarísjaka upp-
haflega komna frá skriðjöklum Grænlands. Þeir
brotni frá skriðjöklum og fari á flot í sjónum og
að ekki sé því um venjulegan hafís að ræða.
Geta vcrið hættulegir sjófarendum
„Það ber gjarnan meira á borgarísjökum á
þessum árstíma, þegar sjálfur hafísinn er minnst-
ur. Hafísinn er nú við Grænland og það er reynd-
ar óvenju lítið af honum þar. Borgarísjakar geta
verið hættulegir sjófarendum í myrkri og þessi
jaki í Eyjafirði er trúlega brot úr enn stærri
jaka.“
Þór segir að Veðurstofan hafi verið að fá frétt-
ir undanfarnar vikur af borgarísjökum úti fyrir
Norðurlandi vestanverðu, fyrst við Húnaflóa og
svo norðan við Skaga. Jakar hafa sést frá strand-
stöðvum og skipum.
Kristján Þórhallsson, trillukarl á Dalvík, sagð-
ist hafa orðið var við jakann í fyrrakvöld og þá
miklu utar í firðinum. Er hann hélt svo í róður
í gærmorgun var jakinn kominn inn fyrir Hrólfs-
sker. „Eg minnist þess ekki að borgarísjaki hafi
sést á þessum slóðum áður og það er örugglega
mjög óvenjulegt," sagði Kristján, sem er að nálg-
ast sextugsaldurinn og hefur lengi verið viðloð-
andi sjóinn.
Hótel KEA fækkar starfsfólki
STARFSFÓLKI á Hótel KEA hef-
ur verið sagt upp störfum, flestir
verða endurráðnir að nýju, en fyrir-
hugað er að fækka starfsfólkinu
nokkuð, eða um fjóra til fimm.
Rétt rúmlega tuttugu manns hafa
starfað hjá hótelinu.
Elías Hákonarson hótelstjóri
sagði að aukin samkeppni í veit-
ingarekstri leiddi til þess að sá
þáttur starfseminnar gengi ekki
nægilega vel. Gistiþjónustan væri
auðveldari við að eiga og krefðist
ekki eins mikils mannskapar.
Nýliðinn septembermánuður var
að sögn Elíasar alveg þokkalegur,
en ráðstefnur og fundahöld hefðu
sett sinn svip á mánuðinn, m.a.
Vestnorden kaupstefnan og vinnu-
fundur FAO, svo eitthvað sé nefnt.
Hótelið er vel í stakk búið til að
halda ráðstefnur en Elías sagði að
ijárfest hefði verið í tækjum og
búnaði að undanförnu.
BÍLATORG FUNAHÖFÐA 1 S: 587-7777
Ragnar Lövdal,
lögg. bifreiðasali
Arnþór Grétarsson, 11 sölumabur V ITVEGUM BÍ LALÁN - VANTAR ALLAR GERÐIR BÍLA Á SKRÁ Félag Löggiltra Bifreidasala WÉUm
«rg. '95, rauðuv, 3ja dyra, beimkiptm;
ek. 19 þús. kin. Verð 1.080. OOO. Skipti.
drg. '96, bldsans., 5 g., 3ja dyra, ck. 31
þ/ís. km. l'erð 1.090.000. Skipti.
csuziiKt vttara JL^t
drg. '93, 5 dyra, steivgrdr, sjrílfsk.,
samlecsingar, rafinagnsrdður, 302" dekk,
dlfelgur, ek. 50 þtís. ktn. Verð 1.440.000.
Skipti d ódýrari.
rstssan vatroi atesel 1 urbo
drg. '95, hvitur, einn vteð öíltt, 32" dekk,
dlfelgttr, grind, stigbretti. Fallegttr bíll,
ek. aðeins 29þtis. kvt. Verð 3.450.000.
Skipti.
Kenault IV RJSl
drg. '95, dökkbldr, ek. 20 þtís. km, rafin.
í rtiðnvt, savtltesingar. Verð 990.000.
Skipti.
A'liYlC Lancer 1600
drg. '93, bldsans., 4ra dyra, 5 g.,
savtLcsingar, rafinagnsrtiðtir, topphíga,
dlfelgur, spoi/et; einn eigandi, ek. 52 þtís.
kvt. Verð 1.050.000 staðgrcitt.
Chevrolet Blazer
drg. '91, bldsans., einn tneð ölltt. Verð
1.990.000. Skipti rí dýrari Toyota
Landa'ttiser.
Cadillac Ueville hvítur árg. '91,
leðursteti, rafin. í öllu, stórghesilegur
vagn. Sjón er sögu ríkari. Einn vteð öllu.
Verð aðeins 2.400.000.
Skipri.
Ford Econoline XL 350 diesel
drg. '91, ráuðttr og grdt; soðinn dtíkttr i
gólfi, 4 kapteins stólar, bekkin; topp/tíga,
sjdlfsk., 35" dekk, d/fe/gm; 4x4 Benz
fiaðrit; spil og spi/stuðari, rafin. i rtiðuvt,
stwilceshigítr, ck. aðeins 86 þtis. kvt.
Verð 3.390.000. Skipti d nýrri jeppa.
Ford Mondeo CLX 2000
drg. '94, vínrauðm; 4ra dyra, sjd/fsk.,
savtltesingai; rafinagnsrúðm; dlfelgm;
spoilei; þjófavörn, ek. 53 þtis. k/n. Verð
1.530.000. Skipti.
Ford 250 diesel
drg. '90, vínrauðm; p/astbns, 35"
króvtfelgm; 7.3 diesel, lofthesingat; einn
vteð ö/ln, tibtiinn d fiöll. Verð 1.680.000.
Skipti.
Toyota Landcruiser VX
rírg. 90. Alfelgm; sjdlfskiptm; 33"dekk,
diesel tnrbo, ek. 155 þús. kvt.
Verð 3.100.000.