Morgunblaðið - 02.10.1996, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.10.1996, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI \ I Nýjum verðbréfasjóðum Kaupþings í Lúxemborg vel tekið Áskriftír skipta hundruðum milljóna FJÁRFESTAR höfðu í gær lagt fram óskir um kaup á hlutdeildar- skírteinum í hinum nýju verðbréfa- sjóðum Kaupþings í Lúxemborg fyrir nokkur hundruð milljónir króna, að sögn Sigurðar Einars- sonar, starfandi forstjóra. Fyrir- tækið kynnti þessa nýju sjóði á mánudag, en formlega hefst skráning á gengi þeirra í kauphöll- inni í Lúxemborg þann 14. októ- ber. „Það hefur verið gríðarlega mikið um fyrirspurnir og margir hafa óskað eftir gögnum," sagði Sigurður í samtali við Morgun- blaðið. „Þetta fer mun betur af stað en við áttum von á.“ Kaupþing mun í fyrstu starf- Ekki er vitað til að önnur verð- bréfafyrirtæki hafi áform um starfsemi erlendis rækja tvo verðbréfasjóði í Lúxem- borg en stefnt er að því að fjölga þeim í fimm þegar fram líða stund- ir. Sigurður sagði að ef framhald yrði á þessum góðu viðtökum yrði settur á stofn sjóður innan tíðar sem myndi fjárfesta eingöngu ís- lensku verðbréfum. Hins vegar hefðu þeir tveir sjóðir sem nú væru í boði heimildir til að hafa allt að 40% af eignum sínum í ís- lenskum verðbréfum, en það réðist af markaðsaðstæðum hvernig sú heimild yrði nýtt. Margir kostir til skoðunar Ekki er vitað til þess að önnur íslensk verðbréfafyrirtæki hafi uppi áform um að setja á stofn fyrirtæki erlendis til að starf- rækja verðbréfasjóði með hlið- stæðum hætti og Kaupþing. Gunnar Helgi Hálfdanarson, for- stjóri Landsbréfa, vildi lítíð tjá sig um þetta mál, en sagði þó að margir kostir væru til skoðunar hjá fyrirtækinu, m. a. hugsanleg starfsemi erlendis. mJ| ipl mest seldu fólksbíla- \ tegundirnar í J JJ/jan.- sept. 1996 fyrra ári Fjöldi % % 1. Tovota 1.265 19,7 +14,0 2. Volkswaqen 828 12,9 +40,1 3. Nissan 583 9,1 -16,8 4. Hvundai 506 7,9 +4,1 5. Subaru 431 6,7 +84,8 6. Suzuki 414 6,5 +116,9 7. Mitsubishi 397 6,2 +78,1 8. Opel 374 5,8 +34,5 9. Ford 294 4,6 +245,9 10. Renault 268 4,2 +20,2 11. Honda 152 2,4 +90,0 12. Volvo 123 1,9 -33,9 13. Masda 114 1,8 +5,0 14. Skoda 106 1,7 -13,6 15. Lada 79 1,2 -34,2 Aðrar teg. 479 7,5 +20,4 Samtals 6.413 100,0 +24,8 Þriðjungsaukning í september Liðlega þriðjungi fleiri nýir fólksbílar seldust í nýliðnum september- mánuði en í sama mánuði í fyrra eða 678 samanborið við 497. Þá hafa selst hátt á þrettánda hundrað fleiri fólksbílar fyrstu níu mánuðina í ár en á sama tímabili í fyrra eða 6.413 samanborið við 5.140 á síðasta ári. Mest seldist af Toyotu í september 128 bílar, en síðan af Volkswagen, 102 bílar, 70 af Mitsubishi, 59 af Nissan og 52 af Hyundai. Það sem af er ársins hefur mest selst af Toyotu bifreiðum eða 1.265 bílar og síðan af Volkswagen 828. VSÍ vill að verðbreytingastuðull taki mið af lánskjaravísitölu VINNUVEITENDASAMBAND ís- lands (VSÍ) hefur óskað eftir því við stjórnvöld að verðbreytingastuðull skattalaga verði látinn taka mið af lánskjaravísitölu í stað byggingavísi- tölu og að sú breyting gildi fyrir skattuppgjör vegna yfirstandandi reikningsárs. Telur sambandið að án breytinga muni skattuppgjör margra fyrirtækja verða langt um- fram almennar verðlagsbreytingar og mynda óeðlilega háan skattstofn. í bréfi, sem VSÍ hefur sent fjár- málaráðherra, er athygli hans vakin á skattalegum áhrifum þeirrar ákvörðunar Alþingis sl. vor að lækka endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna við nýbygging- ar og viðhald íbúðarhúsnæðis úr 100% í 60%. í bréfinu segir að þessi ákvörðun hafi valdið því að bygging- arvísitala hækkaði um 3,3% í júlí- mánuði og haft tilefnislaus áhrif á fjölda samninga, sem tengdir voru vísitölunni í heild eða launaþætti hennar. Vísitalan hafi hækkað um 5,8% á tímabilinu janúar til septem- ber og sé útlit fyrir að hækkunin nemi 6,1-6,2% mælt frá janúar 1996 til janúar 1997. Almennar verðbreyt- ingar, mældar með vísitölu neyslu- verðs, verði hins vegar að öllum lík- indum 2,4% þannig að misgengi þessara vísitalna verði tæp 4% á áripu. I bréfi VSI segir að þar sem pen- ingalegar skuldir séu umfram eignir hjá flestum fyrirtækjum í fram- leiðslu, verslun og þjónustu muni að óbreyttu myndast tekjufærsla við skattalegt uppgjör, sem sé langt umfram almennar verðlagsbreyting- ar og mynda skattstofn. Afkoma fyrirtækja verði því ofmetin sem þessu nemi. „Þetta er að sjálfsögðu fullkomlega óviðunandi og ekki í samræmi við þann tilgang laganna um að færa einungis raunvexti til tekna eða gjalda," segir í bréfinu. Tvær leiðir mögulegar VSÍ óskar nú eftir því að ráðherra beiti sér fyrir nauðsynlegum laga- breytingum á haustþingi svo ekki komi til þessara áhrifa vegna endur- greiðslu skattsins og er bent á tvær leiðir í því sambandi. Annars vegar sé hægt að ná þessu markmiði með beinum lagafyrirmælum um að við útreikning verðbreytingastuðuls skuli að þessu sinni ekki tekið mið af framangreindum breytingum. Þetta sé þó hæpin leið því margt bendi til þess að byggingarvísitalan sé ekki heppilegur mælikvarði á verðlagsbreytingar, þar sem hún taki mjög mið af taxtabreytingum af ýmsum toga en ekki endilega raunverulegum breytingum á verð- lagi. _ VSI mælir hins vegar eindregið með því að verðbreytingastuðull skattalaga verði látinn taka mið af lánskjaravísitölu í stað byggingar- vísitölu og að sú breyting gildi fyrir skattuppgjör vegna yfirstandandi reikningsárs. í því skyni sé brýnt að breyta Iögum um tekju- og eign- arskatt á þá leið að í stað byggingar- vísitölu innan ársins verði miðað við lánskjaravísitölu enda heyri raun- vaxtaútreikningur á grundvelli byggingarvísitölu liðinni tíð. Láns- kjaravísitala fylgi nú breytingum á vísitölu neysluverðs og sé þannig mun áreiðanlegri mælikvarði á breytingar á verðmæti peningalegra eigna og skulda. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞEIR Frede E. Pedersen, forstjóri 3M í Danmörku, Jan Wenn- er, kynningarstjóri og Lars Mathiesen, gæðastjóri eru staddir hér í tilefni af vörusýningu 3M. Vörusýning hjá 3M Stóraukið samstarf á sviði ferðaþjónustu Norræn mark- aðssókn í Bandaríkjunum 7,1% meðal- ávöxtun ríkisvíxla MEÐALÁVÖXTUN ríkisvíxla var 7,1% í útboði Lánasýslu ríkisins í gær og er það um 0,6 prósentu- stiga hækkun frá því í síðasta útboði í byijun ágúst. Alls bárust 4 gild tilboð að fjár- hæð 1.805 milljónir en tekið var tilboðum fyrir 1.205 milljónir. Þar af tók Seðlabanki íslands tilboðum að fjárhæð 400 milljónir á meðal- verði samþykktra tilboða. Næsta útboð ríkisverðbréfa er útboð á ríkisbréfum miðvikudaginn 9. október nk. ------» ♦ ♦----- Teknir vegna njósna um VW Frankfurt. Reuter. TVEIR Þjóðveijar eru í haldi lög- reglu og hafa viðurkennt að hafa komið fyrir ljósmyndavél á til- raunabraut Volkswagen bifreiða- verksmiðjanna og selt bílaritum ljósmyndir. Mennirnir eru 39 og 44 ára og ónafngreindir. Þeir voru ekki starfsmenn Volkswagens eða keppinauta fyrirtækisins að sögn Eckehards Niestrojs saksóknara þegar hann skýrði frá árangri rannsóknar í einhveiju mesta iðnnnjósnamáli sem um getur í Þýzkalandi. Upp komst um málið þegar maður í Suður-Þýzkalandi benti lögreglu á mann í Stárnberg í Saar sem hefði sérþekkingu á hátækni- legum ljósmyndabúnaði og væri tíður gestur á tilraunabrautum þýzkra bifreiðaframleiðenda. Eldri maðurinn viðurkenndi að hafa játað að hafa komið ljós- myndavélinni fyrir og tekið ljós- myndir af frumgerðum VW-bif- reiða, en hinn hefur ekkert viljað um málið segja. Báðir mennirnir gáfu sig fram við lögregluna þegar rannsókn var hafin í málinu og þeir eru hafðir í gæzluvarðhaldi til að koma í veg fyrir að þeir breyti sönnunargögn- um. VW tilkynnti í ágúst að fundizt hefði háþróuð Ijósmyndavél á til- raunabraut bílaverksmiðjanna í Ehra-Lessin. ALÞJÓÐLEGA fyrirtækið 3M stendur nú fyrir vörusýningu á Hótel Loftleiðum þar sem kynnt eru sýnishorn af framleiðsluvör- um fyrirtækisins. 3M framleiðir ótal vöruflokka eða allt frá gul- um minnismiðum til skurðlækn- ingatækja. Um síðustu áramót varð sú breyting að í stað eins umboðsmanns hérlendis voru valdir 13 aðilar, hver á sínu sviði til að annast sölu á vörum frá 3M. Þetta hefur skilað sér í því að salan hefur verið um tvöfalt meiri það sem af er árinu en á sama tímaífyrra. Sýningunni lýkur í dag, en í tengslum við hana hafa verið haldin fjölmörg námskeið og fyr- irlestrar. í tilefni af sýningunni eru staddir hérlendis um 30 sér- fræðingar fyrirtækisins ásamt forstjóra 3M í Danmörku. 3M hefur fulltrúa í 61 landi og nemur heildarveltan liðlega 13 milljörðum dollara á ári. Fyrirtækið Ieggur mikla áherslu á þróunarstarf og ver yfir 7% af veltu sinni til þróunar og rann- sókna. FERÐAMÁLAYFIRVÖLD á Norð- urlöndunum hafa sett á stofn hlutafélag í Bandaríkjunum, Scandinavian Tourism Incorporati- on til að vinna að sameiginlegum kynningarmálum, upplýsingagjöf og markaðsmálum landanna í ferðaþjónustu á Bandaríkjamark- aði. Að sögn Magnúsar Oddssonar, ferðamálastjóra, verður allt sam- eiginlegt markaðsstarf Norður- landanna í Bandaríkjunum stór- aukið og er gert ráð fyrir að á næstu þremur árum verði um 500 milljónum króna varið til þessa verkefnis á vegum fyrirtækisins. Er hér um að ræða stóraukna starf- semi frá því sem verið hefur. Fjár- magninu verður varið til aukinnar upplýsingagjafar, beinna auglýs- inga, aukinna samskipta við sölu- aðila, fjölgunar fjölmiðlaheim- sókna og fleiri þátta. ísland greiðir 7% Eignarhlutur Islendinga í fyrir- tækinu er 20%, en samningar tók- ust um að ísland greiði 7% af heild- arkostnaði þar sem tekjur landsins af þessu svæði eru hlutfallslega minni en hinna Norðurlandanna. Hlutur íslands verður íjármagnaður með framlagi frá Ferðamálaráði íslands og Flugleiðum. Magnús leggur áherslu á að með þessu nýja fyrirtæki sé verið að auka við núverandi markaðsstarf íslands í Bandaríkjunum. Skrifstofa Ferðamálaráðs í New York mun halda áfram hliðstæðu starfi og verið hefur, auk þess sem starfsemi Flugleiða hefur verið að aukast á undanförnum misserum samhliða stórauknu framboði flugsæta frá Bandaríkjunum til íslands. Stjórn félagsins skipa sex menn og er Magnús fulltrúi íslands. I I I I ( ( < ( ( ( ( ( j« < ( ( N ( i % i í í I -

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.