Morgunblaðið - 02.10.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 19
Reuter
Reiði í garð Japana
TVEIR Tævanir hrópa slagorð gegn Japönum í Taipei en fyrir ofan
þá getur að líta mynd af David Chan frá Hong Kong, sem drukkn-
aði fyrir helgi er hann mótmælti byggingu vita á eyjum í Kínahafi
sem Japanir, Kínverjar og Tævanir deila um. Eyjarnar kallast Diaoyu
á kínversku en Senkaku í Japan. Li Peng, forsætisráðherra Kína,
sagði á mánudag að Japanir hefðu grafið undan samskiptum Kín-
veija og Japana með byggingu vitans. Þá köiluðu kínversk yfirvöld
japanska sendiherrann á sinn fund vegna láts Chans.
Boða sænskt
sýndarfangelsi
Stokkhðlmi. Rcutcr.
SVÍAR verða um áramót fyrsta þjóð-
in sem gefur föngum um allt land
kost á því að afplána styttri dóma
heima, undir rafrænu eftirliti, í
nokkurs konar sýndarfangelsi. Gerð
hefur verið tilraun með slíkan búnað
í tvö ár í sex umdæmum og hefur
hún gefið svo góða raun að ákveðið
hefur verið að hún nái til landsins
alls. Segja fangelsinsyfirvöld ávinn-
inginn þann að mun minni kostnaður
fylgi eftirlitinu en fangavist, auk
þess sem fangarnir kynnist síður
síbrotamönnum og því minnki hætt-
an á því að þeir leiðist út í afbrot
að nýju.
Um er 'að ræða búnað sem festur
er við ökkla fangans, til að hægt sé
að fylgjast með ferðum hans. Þá er
fanganum sett nákvæm stundatafla,
sem hann verður að fylgja, annars
fer aðvörunarbúnaður í gang.
Svíar eru ekki eina þjóðin sem
hefur gert tilraunir með eftirlitsbún-
aðinn; Bretar, Hollendingar, Banda-
ríkjamenn og Kanadamenn hafa
einnig reynt hann en eru ekki komn-
ir eins langt á veg og Svíar. Þar í
landi hefur búnaðurinn verið reyndur
á um 700 föngum en tilraunin hófst
í ágúst 1994 og stóð til boða föngum
sem hlotið höfðu tveggja mánaða
dóma eða styttri.
Dæmi um fangann er Axel, 21
árs vélvirki, sem hlaut tveggja mán-
aða dóm fyrir að keyra undir áhrifum
áfengis. Hann fer til vinnu kl. 8.15
og kemur heim kl. 17.45 síðdegis.
Um helgar má hann vera úti eina
klukkustund á dag. Víki hann frá
þessari stundatöflu, fer aðvörunar-
bjalla í nálægri eftirlitsstöð í gang
og hann hættir á það að verða að
ljúka afplánun í fangelsi. Svo fremi
sem hann fylgir áætluninni, getur
hann stundað vinnu, og þó það geti
verið erfitt að líta ekki af klukk-
unni, segir hann það betra en að
sitja inni.
Rúmur helmingur fanganna í til-
rauninni afplánaði dóm fyrir svipuð
afbrot og Axel, ölvunarakstur. 17%
höfðu hlotið dóm fyrir líkamsárás
og afgangurinn fyrir þjófnaði, fjár-
svik, brot á eiturlyfjalöggjöf, fjár-
drátt og fyrir að neita að gegna
herskyldu eða annarri samfélags-
þjónustu.
Nú íhuga fangelsisyfirvöld að
bjóða föngum með þriggja mánaða
dóm eða minna að afplána hann
undir eftirliti, en það eru um 5.000
manns. Gangi það vel, kann að vera
að menn með allt að eins árs dóm
eigi þess kost að afplána hann
heima, en það eru um 85% þeirra
sem sitja í sænskum fangelsum.
Þessi nýjung kann því þegar fram
líða stundir, að leiða til þess að
hægt verður að loka fangelsum.
Nú þegar 90 ór cru li?>in tré
því ah sœsími var lagbur til
landsins og Landssími íslands
13:00 Ávarp samgönguráðherra Halidórs Blöndal
13:10 Staða fjarskipta á íslandi í dag
Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri
13:30 Frá ríkisrekstri yfir í hlutafélag
Frá einkaleyfi til opinnar samkeppni
Tormod Hermansen, forstjóri Telenor, Noregi
14:10 Framtíðin
Guðjón Már Guðjónsson, stjórnarformaður Oz
14:25 Fjarskiptatæknin í fyrirtækjarekstri
Símon Kristjánsson, deildarstj. fjarskiptasv. tölvud. Flugleiða
14:40 Netvædd margmiðlun
Örn Orrason, verkfræðingur,
Kerfisverkfræðistofu Háskóla íslands
15:00 Kaffiveitingar
15:30 Internetll
Jan Snygg, Ericsson, Svíþjóð
16:10 Samruni tölvu-og símatækni
Frosti Bergsson, forstjóri Opinna kerfa
16:25 Opnar umræður frummælenda og
annarra fundarmanna
17:00 Ráðstefnuslit
Fundarstjóri: Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri
Scandic Hótel Loftleiðir
7. október 1996, kl. 13:00
Skráning er hafin í síma 550 6003
Aðgangur er öllum opinn
og er ókeypis
tók til starfa, cfnir Póstur og
sími til ró&stefnu um fjar-
skiptaþróun.
POSTUR OG SIMI
Eitt blað
fyrir alla!
JRovDvmhlatiiti
- kjarni málsins!
AUSTURSTRÆTI 9 SlMI 561 8555