Morgunblaðið - 02.10.1996, Page 27

Morgunblaðið - 02.10.1996, Page 27
26 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ plirr0íiwMal»ií STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÚTFLUTNIN GUR HUGBÚNAÐAR UTFLUTNINGUR á hugbúnaði hefur nær hundraðfald- azt frá árinu 1990 til 1995 en á síðasta ári var flutt út fyrir tæpan milljarð. Útflutningurinn nemur 27% að meðaltali af veltu fyrirtækjanna innan Samtaka íslenzkra hugbúnaðarfyrirtækja. Láta mun nærri að þar sé um að ræða verðmæti, sem nemur um 800 milljónum króna. Þar við bætast síðan sölur fyrirtækja á borð við Marel og Kögun, sem selja hugbúnað með vélbúnaði eða þjónustu og þegar dæmið er skoðað allt, er áætlað að heildarverð- mæti útflutnings sé um 1 milljarður króna. í blaðaukanum „Tölvur og tækni", sem fylgdi Morgun- blaðinu um helgina, er rætt við íslenzka hugbúnaðarfram- leiðendur, sem náð hafa langt í hugbúnaðargerð og sölu erlendis og er þar velt upp þeirri spurningu, hvort unnt sé að byggja framtíðarvelferð íslendinga að einhverju leyti á þessari iðngrein, sem vaxið hefur svo mjög. Oddur Bene- diktsson prófessor við tölvunarfræðiskor Háskóla íslands segir þar m.a., að sitt mat sé að hugbúnaðargerð væri fyrsta greinin, „þar sem íslendingar geta gert sig og hafa gert sig gildandi alþjóðlega; skapandi starf sem selst og skapar útflutning.“ Framleiðendurnir gagnrýna einnig afstöðu ríkisvaldsins, sem geri allt of lítið til þess að styðja þennan arðbæra iðnað, m.a. með því að ríkið kaupi lítið af þeim, en eyði hins vegar fjármunum í að koma sér viða upp innan stofn- ana tölvudeildum þar sem fram fari vinna sem auðveldlega mætti kaupa af einkaaðilum. Ein áhrifaríkasta aðferð ríkisvaldsins til þess að veita innlendum hugbúnaði öflugan stuðning er sú að ríkið hætti eigin umsvifum í hugbúnaðargerð, enda hefur aldrei verið mörkuð sú stefna af ábyrgum aðilum, að íslenzka ríkið ætti að hefja atvinnuumsvif á því sviði. SÓKNÁ ERLENDA MARKAÐI VERÐBREFAFYRIRTÆ KIÐ Kaupþing hefur stofnað dótturfyrirtæki í Lúxemborg í samstarfi við Roth- schild-bankann þar í landi. Þetta er fyrsta fjármálafyrir- tækið erlendis, sem að öllu leyti er í eigu íslendinga, og hyggst Kaupþing reka tvo verðbréfasjóði í Lúxemborg til að bytja með. Það hefur sífellt færst í aukana að íslensk fyrirtæki teygi anga sína til annarra landa. Fyrstu fyrirtækin til að reka umsvifamikla atvinnustarfsemi erlendis voru fisksölu- fyrirtækin, sem um áratuga skeið hafa verið með verk- smiðjurekstur og sölustarfsemi vestanhafs, og Loftleiðir hf. og Flugfélag íslands hf. Á síðustu árum hefur dæmunum hins vegar fjölgað stöð- ugt. SÍF rekur verksmiðju í Frakklandi og stofnaði nýlega fyrirtæki í Barcelona. Flugleiðir sækja í sífellt auknum mæli á erlenda markaði og flug með erlenda farþega milli Evrópu og Bandaríkjanna, með viðkomu á íslandi, er umsvifamikill þáttur í rekstri félagsins. Eimskip hefur haslað sér völl erlendis, nú síðast með stofnun fyrirtækis á vesturströnd Bandaríkjanna. Með tilkomu samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, EES, opnaðist greið leið inn á Evrópumarkað fyrir íslensk fyrirtæki. Þróun síðustu ára er hins vegar einnig til marks um aukinn styrk og ekki síður sjálfstraust íslenskra fyrir- tækja. Það má-stórlega draga í efa að íslenskt fjármálafyr- irtæki hefði treyst sér í stofnun útibús í alþjóðlegri fjármálamiðstöð á borð við Lúxemborg fyrir áratug. Nú þykir það sjálfsagt og „eðlilegt skref“, líkt og Sigurður Einarsson, starfandi forstjóri Kaupþings, orðaði það á blaðamannafundi þar sem stofnun dótturfyrirtækisins var kynnt. Margir stjórnendur íslenskra fyrirtækja eru greinilega farnir að líta á nágrannaríkin sem hluta af heimamarkaði sínum. Islenski markaðurinn er lítill á alþjóðlegan mæli- kvarða og því getur reynst hagstætt að færa út kvíarnar til annarra ríkja og treysta þar með starfsgrundvöllinn. Með starfsemi íslensks verðbréfafyrirtækis erlendis ættu sömuleiðis að opnast nýir möguleikar fyrir íslenska fjárfesta. Með auknum umsvifum íslenskra fyrirtækja erlendis verður afkoma þeirra háðari efnahagslegri þróun í ná- grannaríkjunum. Þetta hefur bein áhrif á þjóðarbúskapinn og kann til lengri tíma litið að draga úr þeim sveiflum sem sviptingar í sjávarútvegi valda í íslensku efnahagslífi. Morgunblaðið/RAX TVEIR sigkatlar voru að myndast yfir sprungunni um miðjan dag. Fjærst o g til vinstri er þriðji sigketillinn að myndast. ■ Þrír sigkatlar að myndast Eldgos hófst í 4 til 6 km langri sprungu undir Vatnajökli á ellefta tímanum á mánudagskvöld. Þrír sigkatlar voru að myndast yfir sprungunni um miðjan dag í gær. Ef gosið heldur áfram og veldur Grímsvatnahlaupi gætu vegir og brýr á Skeiðarársandi orðið í hættu. ELDGOS hófst í 4 til 6 km langri sprungu undir Vatnajökli á milli Bárðar- bungu og Grímsvatna um kl. 22.30 á mánudagskvöld. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræð- ingur á Raunvísindastofnun Háskól- ans, segir að þrír sigkatlar hafi verið að myndast yfir sprungunni um miðj- an dag í gær. Magnús flaug með flugvél Flug- málastjómar ásamt fleirum yfir svæðið í gær. „Við sáum greinilega 4 til 6 km langa sprungu í stefnunni norðnorðaustur og suðsuðvestur frá Grímsvötnum. Tveir sigkatlar, um 2 km í þvermál og um 100 m djúpir, voru að myndast yfir sprungunni um miðjan dag. Þriðji og ógreinilegasti sigketillinn var að myndast við suð- suðvesturenda sprungunnar. Grunn sigdæld, um 4 km löng, var frá suður- endanum niður í Grímsvötn," sagði hann. Hann sagði að frá sigkötlunum rynni vatn í Grímsvötn. „Grímsvötn höfðu því risið um 10 til 15 m um miðjan dag. Sú hækkun samsvarar því að um 0,2 til um 0,3 rúmkílómetr- ar hafi komið í Grímsvötn frá því gosið hófst eða frá því um hálfellefu leytið á mánudagskvöld. Annars standa Grímsvötn fremur lágt vegna hlaupsins í vor. Ég býst við að þau geti hækkað um allt að 50 metra. Ef hins vegar gosið heldur áfram getum við átt von á stærra Gríms- vatnahlaupi en komið hefur síðustu áratugi á næstu sólarhringum. Vegir og brýr á Skeiðarársandi gætu í sliku hlaupi orðið í hættu,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði að upplýsingar væru um svipað gos árið 1938. „Það gos hafði í för með sér eitt stærsta jökul- hlaupið í Skeiðará á öldinni. Mestall- ur Skeiðarársandur fór undir vatn í flóðtoppnum. Við eigum ekki von á jafnstóru hlaupi en viðbúið er að tölu- vert stórt hlaup gæti orðið í Skeið- ará,“ sagði hann. 30 til 50 milljónir rúmmetra af gosefni komnar upp Magnús Tumi sagði að áætlað væri að 30 til 50 milljónir rúmmetra af gosefni hefðu verið komnar upp með gosinu á um 15 klukkutímum um miðjan dag í gær. Hins vegar tók hann fram að töluvert væri í að gos- efni kæmist upp í gegnum jökulinn enda væn jökullinn um 600 m að þykkt. „Ég er ekki endilega viss um, miðað við kraftinn núna, að gosið fari í gegn. Gosið stóð í nokkra daga árið 1938. Gosefnið varð 10 sinnum meira en komið er í dag í þessu gosi. Samt náði gosið ekki nema rétt und- ir lokin uppúr jöklinum. Smáösku- skvetta þakti pínulítið svæði á jöklin- um.“ Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur sagði að jarðskjálftarnir hefðu farið upp í 3,5 á Richter frá því í fyrrakvöld. Jarðskjálftunum hefði fækkað eftir hádegi í gær. Hins vegar hefði borið á reglulegum óróa- kviðum. Oróakviðurnar væru ekki ósvipaðar og í Grímsvötnum árið 1983. Eins og Magnús Tumi tók hann fram að bið gæti orðið á því að Gríms- vatnahlaup kæmi fram í Skeiðará, enda hefði orðið hlaup í Grímsvötnum síðasta vor. „Vatnið gæti svo að ein- hvetju leyti farið til vesturs í Skaftá en katlar við upptök Skaftár tæmdu sig líka fyrr á árinu. Þess vegna er ekki víst að hlaup myndi fljótt koma fram í vötnunum,“ sagði Ragnar. Hjá honum kom fram að ef vatn fyndi sér rás og hlypi fram myndi hlaupið flýta fyrir gosi upp á yfirborðið. Gos á milli megineldstöðva Haukur Jóhannesson, jarðfræðing- ur hjá Náttúrufræðistofnun, sagði gosið á milli megineldstöðvanna Bárðarbungu og Grímsvatna. Bárð- arbunga sæti á miðri sprungurein- inni. Sprungureinin næði frá Torfa- jökli, upp í Bárðarbungu, norður Dyngjuháls og norður fyrir Trölla- dyngju. „Við vitum að öðru hverju hefur gosið í reininni. Hins vegar eru heimildir óljósar og ekki vitað með vissu nema um tvö gos fyrr á öldum. Annað gosið hefur verið kallað Veiði- vatnagos og varð árið 1477. Við gos- ið varð til fjöldinn allur af gígunum á Veiðivatnasvæðinu. Mikil aska kom upp og barst til norðausturs. Hitt gosið hefur verið nefnt Vatnaöldugos og myndaði svokallað Landnámslag um árið 871. Gosið varð á sprungu- reininni suðvestan við sjálfa Bárðar- bungu og óvíst hvort gosið hefur verið í henni sjálfri á sama tíma. Hins vegar er allt eins h'klegt að tölu- verðar jarðhræringar hafi verið þar á sama tíma eða svipað og gerðist í Kröflu. Gosin hafa orðið inni í eld- stöðinni og svo hafa sprungurnar opnast norður- og suðurúr,11 segir Ilaukur. Hann segir að gríðarleg eldgos hafi orðið í reininni snemma í nútím- anum. „Við gosin runnu svokölluð Þjórsárhraun og hið stærsta rann á MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 27 1 ' ■ 'iSmjííiÉf: Wm ■imms ■'ítJf.yS'pi nwístoi milli Ölfusár og Þjórsár alveg niður í sjó. Hraunið er eitt hið stærsta sem runnið hefur á jörðinni. Aftur og aftur hafa orðið gos f reininni fytýr- sunnan og norðan Bárðarbungu. Um gos í sjálfu fjallinu vitum við hins vegar sáralítið." Grímsvötn virkasta eldstöð landsins Haukur sagði að gríðarlega stór sigketill hefði myndast norður af Grímsvötnum árið 1938. „Vatnið fór inn í full eða nær full Grímsvötn og auðvitað flóði út fyrir. Afleiðingin varð gríðarlegt Skeiðarárhlaup enda valda gos inn í jöklinum því að ísinn bráðnar og vatnið leitar undan til að fá útrás annars staðar," segir hann. Núna gýs, að sögn Hauks, á svip- uðum slóðum og árið 1938. „Gríms- vötn eru megineldstöð eins og Bára1 arbunga og suðvestur úr henni er sprungurein og er talið að Lakagígar séu hluti af henni. Grímsvötn eru vafalítið virkasta eldstöð landsins síð- ustu þrjár til fjórar aldirnar. Þar gaus að meðaltali á 10 ára fresti framundir miðja þessa öld. Síðasta stóra Grímsvatnagosið varð árið 1934 en síðast varð Grímsvatnagos 1983. í báðum gosunum náði eldgos- ið að bijótast upp í gegnum ísinn.“ Minnti Haukur á að Grímsvötn hefðu hlaupið með þeim afleiðingym að Skeiðarárhlaup hefði orðið síðastá sumar. „Grímsvatnalægðin tekur við töluvert miklu eða þar til ákveðinni stöðu er náð og Skeiðarárhlaup hefst. Eftir fréttum að dæma hefur gosið núna afrennsli til Grímsvatnalægðar- innar,“ sagði hann og tók fram að Grímsvatnalægðin væri askja eða sig- ketill hálffull af vatni undir ísþekjunni. ■ •' ' VI •’ú: - GOS UIUPIR VATNAJÖKLI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.