Morgunblaðið - 02.10.1996, Síða 31

Morgunblaðið - 02.10.1996, Síða 31
j MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÖKTÓBER 1996 31 AÐSEIMDAR GREINAR MINNINGAR Fjögnr dagsverk á ári fyrir árslaun í KOSNINGABAR- ÁTTUNNI í sumar hitti forsetinn naglann á höfuðið þegar hann sagði að menn ættu ekki að vera áskrifend- ur að orðuveitingum. Vonandi man hann þetta hluta af kjörtíma- bilinu. En það er hægt að vera áskrifandi að fleiru en orðum. Þannig geta sumir verið áskrif- endur að laununum sín- um án þess að vinna fyrir þeim og áskrifend- ur að styrkjum og lán- um án allra forsendna eða verðleika. Fátt er auðveldara en að leysa vandamálin á kostnað annarra, sérstaklega þeg- ar sá eða þeir, sem þurfa að borga verða þess ekki varir eða láta sér fátt um finnast. Nýverið birti Ríkisendurskoðun úttekt á starfsemi Byggðastofnunar. I skýrslunni er staðfest margt, sem ýmsir höfðu ætlað fyrir. Ómarkviss- ar lán- og styrkveitingar, stefnuleysi og bruðl með almannafé. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er síðan sú, að stjórnun þessarar stofnunar og hún sé betur komin undir forsjá fram- kvæmdavaldsins en löggjafarvalds- ins. Þessi niðurstaða Ríkisendur- skoðunar er alvarlegur áfellisdómur yfír Alþingi. Ekki má gleyma því, að Alþingi er sú stofnun, sem borg- ararnir hafa falið skattlagningarvald og útdeilingu á fjármunum. Sé Al- þingi ekki treystandi til þess að gæta réttmætra hagsmuna borgar- anna við stjórnun fyrirtækis eins og Byggðastofnunar hvað þá með með- ferð almannafjár að öðru leyti? Ríkisendurskoðun kemst síðan að þeirri niðurstöðu, að Byggðastofnun væri best komin undir umsjá forsæt- isráðuneytisins. Svo bregður við að fenginni þessari úttekt Ríkisendurskoðunar, að sá sem snýst hvað hat- rammast til varnar fyrir stofnunina, þótt hann sé sammála um breyt- ingu á vistunarstað, er enginn annar en sá sem taka á stofnunina í fóst- ur. Er þá ekki líklegt að betur verði skipað málum í framtíðinni? Um þessa helgi bar það ekki eitt til tjðinda af vettvangi eyðslu al- mannafjár að misfarið væri með fé þeirra hjá Byggðastofnun. Fréttir bárust af því, að loks hefði fundist lausn á Langholtsdeil- unni á kostnað skattgreiðenda. Nú má öllum vera ljóst, að deila organ- ista og klerks í Langholtssókn hefur verið eitt erfiðasta málið, sem ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar hefur þurft að fást við. Samkvæmt upplýsingum forsætisráðherrans voru fjórir ráð- herrar önnum kafnir vakandi og sofandi við að leysa máið. Svo fór, að lausn fannst. Stofnað var prests- embætti í Mið-Evrópu fyrir Islend- inga sem þar dveljast. Skrýtið að þetta skuli ekki hafa hvarflað að mönnum fyrr. Ætla má, að þeir Is- lendingar, sem dveljast í Mið-Evr- ópu, séu ekki talandi á aðrar tungur en ástkæra ylhýra móðurmálið og því vonum seinna að þeir fái prest sem messar á móðurmálinu. Vegna vanþekkingar á erlendum tungum hljóta þessir landar okkar að eiga lítið erindi í evrópskar höfuðkirkjur og verða þar heimóttarlegir og án alls hjálpræðis. Gott að nú skuli vera ráðin bót á þessum vanda. Það er síðan makalaust vanþakklæti, að talsmaður landans í Mið-Evrópu skuli voga sér að segja að þetta séu ekki nema fjögur dagsverk á ári. Milljón hér og milljón þar er ekki vandamál þegar leysa þarf jafnflókin mál og deilur innan þjóðkirkjunnar. Það er heldur ekki vandamál þegar kosta þarf frímerkjakaup fyrir fyrr- verandi forseta. Það er auk heldur ekki vandamál þegar leysa þarf byggðavanda þó svo að milljóna- hundruðunum sem til þess hefur verið varið séu að mati úttektar- Milljón hér og milljón þar er ekki vandamál, segir Jón Magnússon, þegar leysa þarf deilur innan þjóðkirkjunnar. manna á glæ kastað. Starfsmennirn- ir geta altént unað glaðir við sitt, en skrifstofurými þeirra er 80 fer- metrar á mann að meðaltali eða sem svarar til meðalíbúðar meðaljónsins. Peningarnir koma frá almenningi, sem mun ekki hreyfa andmælum nú frekar en áður. Einhvetjir geta e.t.v. velt því fyrir sér hvar velferðarkerf- ið endar, sér í lagi þar sem þeir sem segjast vilja draga úr „bákninu" halda um stjórnvölinn. Velferðar- kerfi ftjálshyggjumannanna í ríkis- stjórninni nær því samkvæmt þessu a.m.k. til að kosta lausn deilna innan kirkjusafnaða, kosta bréfaskriftir fyrrverandi ríkisstarfsmanna og ausa fé í fyrirtæki sem geta ekki staðið sig í samkeppni á fijálsum markaði ef þau eru staðsett annars staðar en á Faxaflóasvæðinu. Má ekki ætla að slíku velferðarkerfí sé ekkert mannlegt óviðkomandi? Þarf einhvern að undra að nauð- synlegt sé að viðhalda ofurskatt- heimtu í landinu? Höfundur er hæstaréttalögmaður. Jón Magnússon Burt með kvótakerfið - og verðtryggingu íbúðarlána ALLIR þeir, sem fást við eða hugsa um póli- tík, gera sér ljóst hver er megintilgangur Al- þingis og ríkisstjórnar. Hann er sá að skapa atvinnuvegunum góð rekstrarskilyrði og launþegunum viðunandi lífskjör. Þetta hefir ekki tekist sem skyldi og mun ekki takast fyrr en hafist verður handa af alvöru og einbeitni um lausn þrenns konar efnahagsvanda. Kvótakerfið Hinn fyrsti er kvóta- kerfið, sem hefir fyrir löngu gengið sér til húðar. Fiskveiðiheimildir eru komnar á fárra hendur. Stór hluti þeirra gengur kaupum og sölum á okurverði. Þó er sagt í öðru orðinu að þjóðin eigi auðlindina. Menn virð- Þriðja hagskekkjan, seg- ir Eggert Haukdal, er meingallað skattakerfí ast geta eitt hundruðum milljóna í braskið, en eiga ekki krónu til að borga þjóðinni hóflegt gjald fyrir notkun hennar. Þá framkallar kvótakerfið að gífurlegum verðmæt- um er hent í sjóinn. Fámenn byggð- arlög verða útundan, þegar þau glata kvóta sínum. Það eykur jafn- framt á erfiðleikana, að kvótakaup- in koma fram í háu fiskverði, sem gerir fiskvinnslustöðv- unum lítt mögulegt að bera sig. Lokun fisk- vinnslustöðva og víð- tækt atvinnuleysi blas- ir við nú þegar. Ekkert dugar hér, nema af- nám kvótakerfisins og upptaka hóflegs auð- lindaskatts. Verðtrygging íbúðalána Hún er sá böggull, sem launþegar bera þyngstan. Það fær ein- faldlega ekki staðist, að skuldir séu verð- tryggðar, en ekki laun þeirra, sem borga eiga skuldirnar. Slíkt leiðir óhjákvæmilega til van- skila og gjaldþrota, eins og við höf- um fjölmörg dæmin um allsstaðar á landinu. Verðtryggingu fjárskuld- bindinga verður að afnema. Fyrir því barðist ég á Alþingi um árabil. Peningavaldið sem hefur innhlaup í alla flokka, hefur jafnan komið í veg fyrir afnám lánskjaravísitölunnar. Mál er að því linni. Vísitölu neyslu- vöruverðs, sem nú er höfð til viðmið- unar, fylgja eitthvað minni sveiflur en gömlu lánskjaravísitölunni. Þó hefir verið bent á, að ein hækkun matarverðs getur aukið skuldir heimilanna um hundruð milljóna króna. Við eigum aðeins tvo kosti: Að afnema verðtryggingu fjárskuld- bindinga eða vísitölutengja launin líka. A.m.k. lágmarkslaun sem alltaf sitja eftir. í stað verðtryggingarinn- ar mætti hafa langtíma vexti breyti- lega innan hóflegra marka (2-4%). Orð í tíma töluð Það er oft athyglisvert að lesa ýmis ummæli venjulegs alþýðufólks um lífskjörin í landinu. Hvar skórinn kreppir. Valdsmenn mættu oftar hugleiða slík orð. Ung húsfreyja á Akureyri, Erla Jóhannesdóttir, segir í viðtali við D.T. 29. ágúst síðastlið- inn undir fyrirsögninni: Heimsku- legar áherslur á mörgum sviðum þjóðfélagsins. „Minn draumur er að vísitölutrygging lána verði afnumin. Það held ég að komi sér mun betur fyrir fólk en launahækkun og yrði besta kjarabótin, betra en einhverjir þúsundkallar í launahækkun sem fara aðallega í skatta.“ Skattleysismörk Þriðja hagskekkjan, sem þjóðin býr við, er meingallað skattkerfi. Að vísu hefir ýmislegt verið gert til aðstoðar fyrirtækjum svo sem af- nám aðstöðugjalds. Tekjuskattspró- sentan er 33% en við skattleggjum launatekjur, sem duga ekki til fram- færslu. Nauðþurftartekjur eru á bil- inu 75-80 þús. kr., en við innheimt- um því nær 42% skatt af tekjum frá nál. 59 þús. Skattleysismörkin verða að hækka. Hins vegar er eðli- legt að beita stighækkun á hátekj- ur, eins og tíðkast í öðrum löndum. Hækkun skattleysismarka er laun- þegum öruggari kjarabót en kaup- hækkun, sem fyrirtækjum er um megn að greiða. Sú ríkisstjóm, sem ekki vill horf- ast í augu við ofangreind þrjú vanda- mál og gera gangskör að því að leysa þau, er ekki starfi sínu vaxin. Höfundur erfyrrv. alþingismaður. Eggert Haukdal HEKLA HÁKONARDÓTTIR + Hekla Hákonar- dóttir fæddist í Reykjavík 20. desem- ber 1994. Hún lést á Landspítalanum 25. september siðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Kristín Kristjáns- dóttir og Hákon Há- konarson. Systkini hennar eru Guðrún Erla, Helga, Gunnar, Hákon, Hulda, Ólafur Haukur og Arnar Snær. Útför Heklu fór fram frá Grafarvogs- kirkju 1. október. Vertu sæl, litla Ijúfan blíða, lof sé Guði búin ertu að striða. Upp til sælu sala saklaust barn án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. (M. Joch.) Við viljum senda lítilli stúlku okk- ar hinstu kveðju. Aðeins hið guðlega vald ræður lífi og dauða og nú er hún Hekla litla farin yfir landamærin þar sem vel verður að henni búið því Jesús sagði: „Leyfið bömunum að koma til mín og bannið þeim það ekki því þeirra er Guðs ríki.“ Við sem þessa kveðju sendum eram starfsfé- lagar Ernu ömmu hennar og höfum fylgst með þeim miklu veikindum sem Hekla litla hefur gengið í gegnum allt frá fæðingu. Við höfum dáðst að foreldrum hennar fyrir óbilandi kjark og dugnað. Kæra vinir, það dýrmætasta sem við eigum eru bömin okkar og bama- börnin. Þegar þessi litli gimsteinn er burtu kvaddur fyllast hjörtu okkar trega og við sendum foreldram henn- ar og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð gefí ykkur styrk. Starfsfólk Vesturgötu 7. Elsku Hekla mín, nú hefur þú kvatt þetta jarðvistarlíf, líf sem þú barðist svo fýrir, fyrst hjartagalli, svo allt annað sem reið yfir þig, þú barðist eins og hetja. Veistu, Hekla, að núna þegar ég skrifa þessar fáeinu h'nur klappa ég fyrir þér eins og þú gerðir alltaf fyrir öðra fólki þegar það gerði eitthvað gott. Þú gast ekki tjáð þig með orðum en styrkur þinn fólst í hugsanaflutningi, þú náðir til allra APÓTEK AUSTURBÆJAR Háteigsvegi 1 BREIÐHOLTS APÓTEK Álfabakka 12 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Apótek Austurbæjar og gast séð og fundið hvernig fólki leið sem var í kringum þig, enda send- ir þú óspart ljós og kær- leika til allra þeirra sem umgengust þig. Það gat enginn staðist þann kær- leik sem þú sendir frá þér. Nokkur kvöld áttum við saman, ég og þú, og ég gleymi aldrei þegar eitt kvöldið sem oftar svafstu og ég sat við rúmið þitt. Þá snerir þú þér að mér og tókst um fingur minn og hélst í langan tíma. Þvílíkur kærleikur. Elsku Hekla mín, það sem þú af- rekaðir á þinni stuttu ævi er meira en sumir gera á heilli mannsævi. Oft var gaman að sjá þig í fanginu á pabba og mömmu, hvað þú varst glöð og montin að eiga svona góða foreldra. Þú vissir að margir foreldr- ar hafðu verið búnir að gefast upp út af öllum þessum veikindum. Nei, sko, ekki mamma mín og pabbi, enda klappaðir þú svo oft fyrir þeim, elsku Heída mín. Þvílík ást og styrkur sem foreldrar þínir búa yfir. I tæp tvö ár upp á hvem einasta dag frá morgni til kvölds vora þau hjá þér og horfðu á og tóku þátt í allri þinni baráttu til þess að reyna að lifa. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fóður-örmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta. Æ, tak nú, Drottinn, föður og móður mína í mildiríka náðar-vemdan þína, og ættlið mitt og ættjörð virztu geyma og engu þinu minnsta bami gleyma. Ó, sólarfaðir, sipdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt Ijósið blessað gef í nótt mig dreymi. I Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að skoða. (M. Joch.) Elsku Hákon og Stína, við hjónin biðjum algóðan Guð um að styrkja ykkur og fjölskyldu ykkar. Megi það ljós sem Hekla gaf okkur vaxa og dafna í hjarta okkar. Guðbrandur Jónatansson. Erfídrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, íallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 m FLUGLEIÐIR IIÓTEL LIFTLEim

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.