Morgunblaðið - 02.10.1996, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 33
AÐALBJORG
TR YGG VADÓTTIR
+ Guðrún Aðal-
björg Tryggva-
dóttir frá Eskifirði
var fædd á Tjörn í
Vatnsnesi í Húna-
vatnssýslu 4. des-
ember 1891. Hún
lést á heimili sinu
20. september síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
Tryggvi Hall-
grímsson, f. 16.
mars 1859, d. 11.
desember 1944, frá
Víðivöllum i
Fnjóskadal, og
kona hans, Sigurbjörg Guð-
mundsdóttir, f. 11. nóvember
1854, d. 25. október 1951, frá
Æsustöðum í Langadal í Húna-
vatnssýslu. Systkini Aðalbjarg-
ar voru: Guðrún Aðalbjörg
(eldri), f. 11. október 1889, d.
25. nóvember 1890, og Ragnar
Ólafur, f. 17. janúar 1896, d.
7. júlí 1951, bóndi og búfræð-
ingur á Staðarhrauni í Reyðar-
firði.
Hinn 1. júní giftist Aðalbjörg
Óskari Bjarna Bjarnasyni út-
vegsbónda, f. 26. júní 1892,
hann drukknaði 30.
nóvember _ 1923.
Foreldrar Óskars
voru Bjarni Þorkel!
Bjarnason frá
Skagaströnd, síðar
bóndi og sjómaður
í Knútshúsi á Hjalt-
eyri við Eyjafjörð,
og Steinunn Guð-
mundsdóttir. Sonur
Aðalbjargar og
Óskars var Hjörtur
Bergmann málara-
meistari, Reykja-
vík, f. 9. júní 1921,
dáinn 5. janúar
1989. Kona hans var Jóhanna
Þórðardóttir, f. 13. október
1920, dáin 4. mars 1996. Dóttir
þeirra er Aðalbjörg Ragna
flugfreyja, f. 27. júní 1951.
Maki hennar er Ari Kristinn
Jónsson, f. 6. mars 1949. Börn
þeirra eru: Jóhanna Kristín
Ólafsdóttir, f. 14. júní 1976,
Óli Hjörtur Ólafsson, f. 1. októ-
ber 1978, og Atli Freyr Ara-
son, f. 7. maí 1992.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Hún amma mín er látin, södd
lífdaga, á 105. aldursári. Á
bernskuárum hennar var illt að fá
jarðnæði í Húnavatnssýslu, en fyrir
áeggjan móðursystur hennar, Ing-
unnar sem bjó á Eskifirði, fluttist
hún með foreldrum sínum þangað
vorið 1895.
Tryggvi faðir hennar var land-
póstur 1896 milli Eskifjarðar og
Hornafjarðar og gegndi því starfí
í sjö ár.
Þau bjuggu í Eskifjarðarþorpinu
í fimm ár, en fengu þá til ábúðar
hálfa jörðina á býlinu Eskifirði og
bjuggu þar í tvö ár, eða þar til
jörðin Borgir sem stóð undir
Hólmatindi losnaði. Þar reistu for-
eldrar hennar myndarlegt íbúðar-
hús og bjuggu þar frá 1901-1909
eða þar til aurskriða spillti útihús-
um og megninu af túnum jarðar-
innar. Þaðan fluttu þau að Baul-
húsum.
Amma fékk almenna barna-
skólamenntun og auk þess fór hún
á kvennaskólann á Blönduósi. Hún
stundaði verslunarstörf á Eskifirði,
þar til hún giftist og reisti hún sér
hús ásamt manni sínum á Eski-
firði, og þar fæddist pabbi minn.
Hann var aðeins tveggja ára þegar
amma missir manninn sinn.
Til að ala önn fyrir sér og
drengnum sínum, sem var auga-
steinn hennar, lærði hún á pijóna-
vél og tók að sér ýmiss konar
ptjónaskap.
Til Reykjavíkur flytur hún 1945
og heldur þá heimili fyrir móður
sína og bróður á Laugaveginum.
En þau létust bæði árið 1951. Sama
ár fæðist ég, nafna hennar, eins
og hún kallaði mig svo oft. Þegar
ég svo man best eftir henni er hún
flutt á Lindargötuna og sé ég mig
sem litla telpu sitjandi á rúm-
stokknum hjá henni og hlustandi á
Passíusálmana í útvarpinu með
henni. Sú mikla virðing sem hún
bar fyrir orði Guðs fékk mig til að
sitja og hlusta með henni, hljóð og
stillt.
Og svo, hvað við urðum kátar
þegar uppáhaldslagið okkar kom í
útvarpinu sem var „Nú liggur vel
á mér“ og sungum við það þá há-
stöfum saman. Við áttum okkar
eigið merkjamál, sem við tvær ein-
ar skildum, því það voru sumar
staðreyndir lífsins sem erfitt var
að tala um með berum orðum.
Ég sé fyrir mér unglinginn sem
kom til ömmu í hádeginu úr fram-
haldsskóla og fékk heitan mat, og
oftar en ekki ávexti með rjóma í
eftirmat, og fékk svo að leggja sig
á eftir í friðsæld, og á meðan pijón-
aði amma kannski heilan sokk eða
heklaði dúk, því sjaldan sat hún
auðum höndum.
Mér verður hugsað til allra jól-
anna á heimili foreldra minna, þeg-
ar hátíðleiki jólanna helltist yfír
þegar amma gekk inn í stofu virðu-
leg og hátíðleg í peysufötunum sín-
um. Til jólanna sem ég svo síðar
hélt með þeim á mínu heimili,
amma alveg undrandi á hvetju
nafnan hennar gat staðið fyrir.
Þegar börnin mín svo fæddust var
fyrsti staðurinn sem þau fóru á,
beint af fæðingardeildinni, heim tií
ömmu svo hún gæti haldið á þeim
og faðmað þau.
Fyrir réttum átján árum fluttist
hún í Lönguhlíð 3. Þar kvaddi hún
þennan heim. En þar naut hún
mikillar og góðrar umönnunar
þeirra góðu kvenna sem þar starfa.
Þeim verður seint fullþakkað, Jónu
forstöðukonu sem stóð fyrir því á
mannlegan og fallegan hátt að
amma gat verið heima þar til hún
kvaddi, Kristjönu sem annaðist
hana sem hún væri hennar eigin,
Katrínu í eldhúsinu sem hugsaði
svo vel til okkar allra, ásamt öllum
hinum, sem lögðu hönd á plóginn.
Afmælisveislan hennar síðasta,
sem þær allar héldu henni, var
yndisleg og allir voru ánægðir,
ekki síst amma sjálf.
Það voru margir sem litu til
ömmu minnar í gegnum árin og
héldu tryggð við hana og hún við
þá. Og ég sjálf kveð ömmu með
miklu þakklæti fyrir alla hennar
óeigingjörnu ást, sem hún hafði á
mér og öllum þeim góða huga sem
streymdi frá henni mér og mínum
til handa. Hvíl þú í Guðs friði, elsku
amma mín.
Aðalbjörg Ragna.
Látin er á 105. aldursári vinkona
mín, Aðalbjörg Tryggvadóttir frá
Eskifirði. Hún mun hafa verið elsta
kona á íslandi er hún lést.
Kynni okkar hófust árið 1959
þegar við fluttum í sama húsið við
Lindargötu í Reykjavík. Við hjónin
nýlega gift og með fyrsta barn
okkar nýfætt, en Aðalbjörg lífs-
reynd ekkja hátt á sjötugsaldri.
Fljótlega myndaðist með okkur vin-
átta sem aldrei hefur borið skugga
á. Meðan við bjuggum á Lindargöt-
unni urðu dætumar tvær og ein
bættist við eftir að við fluttum í
Garðabæ. Aðalbjörg fékk oft heim-
sókn af Aðalbjörgu Rögnu, sem var
hennar eina barnabarn og þótti
dætrum mínum sjálfsagt að hún
væri amma þeirra líka þar sem þær
bjuggu í sama húsi. Þær kölluðu
hana aldrei annað en Öllu ömmu
og lét Aðalbjörg sér það vel líka
og reyndist þeim hin besta amma.
Aðalbjörg ólst upp hjá foreldrum
sínum á Eskifírði. Hún stundaði
nám í Kvennaskólanum á Blöndu-
ósi, sem hefur verið góð menntun
stúlku í upphafi aldarinnar. Þá var
mikil áhersla lögð á hannyrðir og
á árunum okkar á Lindargötunni
sat Aðalbjörg oft með handavinnu
sína. Hún heklaði mikið og pijónaði
og seldi handavinnu sína í Thor-
valdsensbasar. Sérstaklega minnis-
stæð eru stór hekluð teppi sem oft
voru pöntuð hjá henni og mörgum
gaf hún af örlæti sínu heklaða dúka
og milliverk í sængurver. Marga
vettlinga og sokka gaf hún dætrum
mínum og seinna barnabörnum.
Aðalbjörg var greind og
skemmtileg kona og var mér og
dætrum mínum mikils virði að um-
gangast hana. Hún var einstaklega
ljúf og þægileg í umgengni og hafði
alltaf tíma til að spjalla við unga
og aldna. Hún hafði gott auga fyr-
ir því sem gleður í daglegri um-
gengni við náttúruna. Oft kallaði
hún í mig og bað mig að koma og
sjá hvað falleg litbrigði væru í Esj-
unni þá stundina. Afmælisdagur
hennar 4. desember var alltaf hátíð-
isdagur. Þá var drukkið úr fallegu
postulínsbollunum, sem móðir
hennar hafði átt, og Aðalbjörg bak-
aði þessar fínu gyðingakökur og
fleira góðgæti.
Síðustu árin bjó Aðalbjörg í
Lönguhlíð 3 og hélst vinátta okkar
óbreytt. Hún hélt andlegri reisn
fram á 105. aldursár sitt og hún
kvaddi þetta líf án þjáninga, umvaf-
in friði og værð. Henni fylgir yfír
landamærin hlýhugur og þakklæti
frá okkur hjónunum, dætrum okkar
og íjölskyldum þeirra.
Guðrún Ólafsdóttir.
Það er með hálfum huga að ég
rita fáein orð um vinkonu mína
Aðalbjörgu Tryggvadóttur frá Eski-
fírði, því enda þótt öll okkar kynni
væru á einn veg í anda inngróinnar
góðvildar hennar varð ég þess
stundum var að hún óttaðist að
mér kynni einhvern tíma að verða
svo laus penninn að ég hripaði í
gáleysi nafn hennar á blað og það
sem á miðanum stæði slæddist síð-
an á prent. Þegar hún var að verða
100 ára tók hún mér sérstakan
vara við: hún væri orðin þvílíkt strá
að hún þyldi ekki neitt umstang.
Auðvitað virti ég vilja hennar og
hafði ekki orð á afmælinu opinber-
lega né heldur þegar hún varð 104
ára í fyrra, orðin elst allra sem þá
voru á lífi í landinu.
Mér varð oft starsýnt á mynd sem
hékk á vegg í íbúð Aðalbjargar og
Ingimundur fíðla hafði tekið sumar-
ið 1907 af tíu heimamönnum utan
við húsið á Borgum í Eskifjarðar-
kálki þar sem foreldrar hennar
bjuggu þá. í hópnum eru fjórar
konur sem áttu svo langa ævi fyrir
höndum að mér er til efs að annað
eins langlífí hafí öðru sinni birst á
einni og sömu ljósmyndaplötu: þar
er Sigurbjörg Guðmundsdóttir móð-
ir Aðalbjargar, hún varð 97 ára,
Guðný Pétursdóttir fósturbarn
hennar varð 100 ára, Aðalbjörg
varð nærri 105 ára og Ingunn bróð-
urdóttir Sigurbjargar er nú komin
á tíræðisaldur. Fimmta konan á
myndinni, Margrét Guðmundsdótt-
ir, varð raunar einnig gömul en þó
ekki eins háöldruð og hinar fíórar.
Þegar ég nefndi eitt sinn við Aðal-
björgu með nokkurri aðdáun að
þetta væru sterkir stofnar svaraði
hún aðeins: „Já, segðu mér, Brag'
minn: hvers vegna er lagt á sumar
manneskjur að verða svona gaml-
ar?“ Og um það leyti sem hún var
að fylla öldina sagði hún við mig:
„Ég óska engum manni þess að
verða hundrað ára.“ Þó fannst mér
þegar hilla tók undir möguleika
hennar á að verða elst allra á ís-
landi að henni væri ekki þvert um
geð að þrauka úr því sem komið
var. En dáið hefur hún södd líf-
daga, sátt við guð og menn.
Faðir Aðalbjargar, Tryggvi Hall-
grímsson, var Fnjóskdælingur að
uppruna en móðirin Sigurbjörg
Guðmundsdóttir frá Æsustöðum í
Langadal. Tryggvi átti langdvöl í
Húnavatnssýslu frá því um ferm-
ingu fram á fertugsaldur, lengst
af vinnumaður hjá Asgeiri alþingis-
manni Einarssyni á Þingeyrum.
Tryggvi og Sigurbjörg giftust 1888
en áttu ekki jarðnæði, höfðu því frá
litlu að hverfa og fluttust 1895
austur á Eskifjörð til að frejsta
gæfunnar við sjávarsíðuna. Árið
1896 var hann ráðinn landpóstur
milli Eskifjarðar og Hóla í Horna-
firði og gegndi því með sóma í sjö
ár. Þó var eins og búhneigð blund-
aði alltaf í bijósti hans. Um alda-
mótin hófu þau hjón búskap á smá-
býlinu Borgum skammt innan við
þorpið en urðu að flýja jörðina
vegna skriðufalla 1909. Þá byggðu
þau upp á eyðibýlinu Baulhúsum
handan fjarðar og bjuggu þar í sjö
ár.
Aðalbjörg var aðeins fjögra ára
þegar foreldrar hennar kvöddu
Húnavatnssýslu. Annaðhvort hefur
austurförin verið ráðin í skyndingu
eða hjónunum þótt óráðlegt að fara
með ungbarn svo langa leið út í
óvissuna, nema Aðalbjörg varð eftir
hjá skyldfólki fyrst um sinn, sigldi
svo í kjölfar þeirra árið eftir, ólst
upp í föðurhúsum upp frá því og
átti mjög fallegar minningar frá
bemskudögum. Á ungmeyjarárum
sínum var hún búðardama í Fram-
kaupstað sem þótti hefðarstaða í
þorpum á þeirri tíð.
Tæplega þrítug giftist Aðalbjörg
Óskari Bjarnasyni sjómanni frá
Skagaströnd. Þau hófu búskap sem
leigjendur í Bakaríinu á Eskifírði
en reistu sér fljótlega snoturt hús
úti á Hól. Hinn 9. júlí 1921 eignuð-
ust þau son sem skírður var Hjört-
ur Bergmann, alla jafna kallaður
Höddi manna á meðal eystra.
Manst þú eftir Óskari manninum
hennar Ollu Tryggva? spurði ég
móður mína eitt sinn á efri árum
hennar. Þó það væri nú, svaraði
hún hneyksluð á fávíslegri spurn-
ingu, það var ekki svo langt á milli
húsanna okkar. Ég sá hann seinast
29. nóvember 1923. Þau bjuggu þá
á loftinu hjá okkur í Skálholti Rúna
og Bjami Eiríksson. Hann Bjami
reri á Bergþóm með pabba þínum.
Af einhveijum ástæðum ætluðu
þeir ekki að róa daginn eftir, gott
ef vélin var ekki biluð. Um kvöldið
er bankað á útidyrnar og ég fer
fram. Þegar ég lauk upp stóð Ósk-
ar Bjarnasoi. þar í myrkrinu á
tröppunum; ákaflega myndarlegur
maður; var þá formaður á vélbátn-
um Heim; ég sé hann enn fyrir mér
eftir 56 ár. Hann segist hafa frétt
að þeir ætluðu ekki að róa daginn
eftir á Bergþóru; nú hafí forfallast
hjá sér maður og hann ætli að
spyija hann Bjama hvort hann vilji
ekki fara með sér þennan eina róð-
ur. Svo fór hann upp á loft og ég
sá hann aldrei framar; ekki heldur
Bjarna. Hann fór með Óskari í róð-
urinn og til þeirra hefur aldrei
spurst. Þennan sama dag fórst
Kári frá Helgustöðum líka og 4
menn með hvorum bát.
Aðalbjörg stóð nú uppi ein með
drenginn. Eg átti þess kost að gift-
ast aftur en nennti því ekki! sagði
hún við mig fyrir fáum ámm og
hló við. Ég trúi varlega að hana
hafi bagað leti! Hitt get ég ímyndað
mér að jafnsjálfstæð kona og sterk
hafi talið sig fullfæra um að standa
ein og valið þann kostinn framyfir
brothættan þríhyrning. Hún sá
þeim báðum farþorða með sæmd
uns Hjörtur var kominn til manns
og sjálfri sér lengur en flestir aðr-
ir: „var á vinnumarkaðnum" eins _
og það er kallað fram á níræðisald-
ur.
Við Höddi Öllu Tryggva vomm
jafnaldrar og byijuðum í barna-
skóla sama daginn. Á þeirri tíð
hófst skólaskylda við tíu ára aldur
og stóð fjóra vetur. Væru menn
læsir í upphafí skólagöngu gátu
þeir fengið að sleppa 1. bekk. Ein-
hvem fyrstu daganna í október
1931 vomm við kallaðir út í skóla
svo reyna mætti í okkur þolrifin.
Eftir lestrarpróf vomm við umyrða-
laust settir í 2. bekk báðir. Upp úr
því urðum við nánir félagar um
skeið og vorum oft saman að leik.
Þau bjuggu þá á loftinu í Gamla-
skóla hjá Sveini myndasmið og
þangað kom ég iðulega. Höddi var
glaðlyndur ljúfur drengur og mér
er minnisstætt hve samband þeirra
mæðgina var hlýtt og fallegt. Við
fermdumst svo saman í fyllingu
tímans, minnstir allra í hópnum og
klæddir matrósafötum.
Það sama ár fluttust þau búferl-
um til Reykjavíkur. Ekki löngu síð-
ar fréttist austur að Höddi væri
orðinn sendisveinn með eigið sér-
hannað sendlahjól til umráða. Þótti
okkur sem heima sátum frami hans
frækilegur orðinn og fírn mikil hve ^
skjótt honum auðnaðist að koma
undir sig fótunum í stórborginni
jafnhörð og samkeppnin var á
kreppuárunum um hvert handtak.
Síðar lærði hann málaraiðn og vann
ævistarf sitt hér í bæ hávaðalaust
sem vænta mátti.
Við brottflutning þeirra Hödda
og Öllu skildi leiðir um langa hríð,
en leyndur þráður lá milli okkar frá
liðinni tíð og var síðar tekinn upp
á ný. Eitt sinn þegar ég var í heim-
sókn hjá Aðalbjörgu á Lindargötu
fyrir aldarfjórðungi eða svo bar*””
Hödda að og við drukkum saman
kaffí öll þijú. Allt í einu hófst hún
upp úr eins manns hljóði og sagði:
Vitiði hvað? Mér finnst ég vera orð-
in ung kona austur á Eskifrði og
þið litlir drengir nýkomnir inn úr
kuldanum að hlýja ykkur við ka-
byssuna áður en þið farið aftur út
að leika ykkur í snjónum! Orð henn-
ar snertu næman streng í bijóstinu,
því einmitt þetta hafði þráfaldlega
gerst endur fyrir löngu, nema hvað
hún nefndi ekki hver það var sem
dreif strákana úr skóm og sokkum,
tók jökulkalda fætur þeirra milli
heitra lófa sér og nuddaði í þá líf
svo snarpur ylstraumur hríslaðist^
um allan líkamann.
Það fylgir langalífí að verða að
sjá mörgum nánum vini og vanda-
manni á bak. Aðalbjörg fór ekki
varhluta af því. Hún var ekkja í
73 ár sem fáheyrt er. Fyrir nokkr-
um árum missti hún einkason sinn
líka. Það áfall var þungbært í hárri
elli. En hún bar harm sinn í hljóði
og lét hryggðina ekki myrkva gleði
sína yfír þeim niðjum sem lifðu og
allt hafa viljað henni gott gera.
Þeim sendi ég vinarkveðju.
Einar Bragi.
• Fleirí minningargreir.ar um
Aðalbjörgv Tryggvadóttur bíða - •*»
birtingar ogmunu birtast í blað-
inu næstu daga.