Morgunblaðið - 02.10.1996, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Föðurbróðir minn,
GUÐNI LÚTHER SALOMONSSON,
Sandholti 14,
Ólafsvík,
lést í St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi 30. september sl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnheiður Helgadóttir.
Faðir okkar,
EINAR ÁRNASON,
fyrrverandi flugstjóri og útgerðarmaður,
andaðist á heimili sínu 29. september sl.
Börn hins látna.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN BREIÐFJÖRÐ
vélstjóri,
Unufelli 33,
Reykjavík,
lést á Vífilsstaðaspítala að morgni 30.
september.
Guðjón Kristjánsson,
Þórður Hreinn Kristjánsson, Anna Sch. Jóhannesdóttir,
Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, Ingólfur Benediktsson
og barnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
AXEL HÓLM MAGNÚSSON,
sem lést hinn 25. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskap-
ellu fimmtudaginn 3. október kl. 13.30.
Ósk Axelsdóttir, Guðmundur Skarphéðinsson,
Þórir Axelsson, Guðrún Ásgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, stjúpfaðir,
tengdafaðir og afi,
HALLGRÍMUR KRISTGEIRSSON
bifreiðastjóri,
Frostafold 5,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
föstudaginn 4. október kl. 15.00.
Blóm ög kransar vinsamlega afþökkuð
en þeim, sem vildu minnast hans, er
bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra
barna, símar 588 7555 og 588 7559.
Ásthildur Aðalsteinsdóttir,
Hörður Magnússon, Elísabet I. Þorsteinsdóttir,
Þorsteinn Búi Harðarson, Kristín Ásta Harðardóttir,
Hallgrfmur Þór Harðarson, Gunnar Pétur Harðarson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HALLDÓRA BJARNADÓTTIR,
Álfaskeiði 64,
Hafnarfirði,
lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, að morgni 19. september sl.
Útför hennar hefur farið fram f kyrrþey að ósk hinnar látnu
Starfsfólki dagvistunar aldraðra á Hrafnistu í Hafnarfirði eru færð-
ar alúðarþakkir fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót við hina látnu.
Jafnframt er þökkuð auðsýnd samúð.
Fyrir hönd aðstandenda.
Ragna Ester Guðmundsdóttir, Símon S. Sigurjónsson,
Bjarni Rafn Guðmundsson,
Guðrún Elsa Guðmundsdóttir Flores, Alexander Flores,
Grétar Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Vegna útfarar ALFREÐS GUÐMUNDSSONAR,
heiðursfélaga Húseigendafélagsins, verður skrif-
stofa félagsins lokuð í dag, miðvikudaginn
2. október 1996.
ARNA
STEINÞÓRSDÓTTIR
+ Arna Steinþórs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 4. maí
1958. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 22. septem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Asta H. Har-
aldsdóttir, húsmóð-
ir, og Steinþór I.
Nygaard, lögreglu-
varðsljóri í Reykja-
vík. Bróðir hennar,
Erlendur Stein-
þórsson, f. 1959, er
verkfræðingur og
býr í Bandaríkjunum. Arna
giftist Andrési Reyni Ingólfs-
syni árið 1981. Börn þeirra eru:
Asa, f. 1980, Arnþór Ingi, f.
1987, og Auður Ásta, f. 1989.
Utför Ornu fer fram frá
Bessastaðakirkju í dag og hefst
klukkan 13.30.
Elsku mamma mín.
Nú er þinni baráttu lokið og er
það viss léttir að vita að þér líður
betur og þjáningarnar eru horfnar.
Elsku mamma mín, fleiri verða
stundirnar því miður ekki og verður
þín sárt saknað.
Þó nú sé sorg, tár og tregi
tómlegt allt nú sé um stund,
þá lifir minning björt sem blóm á sumardegi
um blíða móður sem horfin er á Guðs síns
Þín dóttir,
Ása Andrésdóttir.
Sumarið er að kveðja, laufin tekin
að falla og vetur að ganga í garð.
Minningar sumarsins hrannast upp
eftir gott og gleðilegt sumar. Þær
falla þó fljótlega í skugga þeirra
sorglegu frétta að frænka okkar hún
Arna hafi látist skyndilega af veik-
indum sínum. Það er eins og tíminn
standi í stað og hugsanir eins og:
Hvernig getur lífið verið svona
óréttlátt og miskunnarlaust að ung
kona, móðir þriggja ungra barna,
sé kvödd brott úr þessu lífi? sækja
á hugann.
Skuggi sorgar og tómleika breið-
ist yfir líf ættingja og vina, sem
standa eftir með minningar um góða
konu. Örnu fylgdi ætíð ljós og gleði,
ijölskyldan ætíð í öndvegi og börnin
hornsteinn tilverunnar, enda áttu
börn stóran þátt í lífi Örnu. Lífið
var helgað þeim eftir nám í uppeldis-
fræðum og er missir barnanna á
dagheimilinu í Bessastaðahreppi
stór.
Hraði og einfaldleiki hversdags-
leikans verður til þess að tími til
ræktunar fjölskyldu- og vinabanda
verður oft lítill og eftirsjáin eftir
fleiri samverustundum verður stór.
Minningar um þær samverustundir
sem við áttum saman verða þó enn
verðmætari og verða vel varðveittar
í huga okkar sem eftir lifum.
Elsku Ása, Arnþór Ingi og Auður
Ásta. Sorgin og söknuðurinn eru
mikil enda móðurmissirinn stór, en
ferðin og áfangastaður móður ykkar
er ferðin til Guðs og gisting í kær-
leiksríku samneyti við hann á himn-
um. Þar mun hún vaka og leiða
ykkur á lífsleiðinni eins og hún ætíð
gerði.
Andrés, Ásta, Stein-
þór og Erlendur. Vegir
Guðs eru órannsakan-
legir, en allir liggja þeir
að ákveðnum áfanga-
stað. Áfangastaður og
verkefni Örnu eru
merkilegri en margra
okkar þar sem kallið
kemur efir svo skamma
viðveru í þessu lífi.
Verkefninu hér hefur
hún skilað og skilur eft-
ir skyldur handa ykkur
sem hún hefur treyst
ykkur fyrir.
Arna, við óskum þér
góðrar ferðar til samneytis við Guð
almáttugan, sem mun varðveita þig
og þína fjölskyldu um aldur og ævi.
Kveðja.
Júlíus Jóhannesson og
fjölskylda, Kaupmannahöfn.
Fagurgrænt lauf sumarsins er
að fölna um leið og elskuleg tengda-
dóttir okkar Arna Steinþórsdóttir
kveður okkur svo allt of fljótt.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð
þú vaktir yfir velferð barna þinna
þú vildir rækta þeirra ættaijörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum - eins og þú.
Hvað fær betur lýst Örnu okkar
en þessar ljóðlínur skáldsins frá
Fagraskógi.
Það er svo erfitt að horfast í
augu við það að Arna sé horfin
okkur. Hún sem átti svo margt
ógert. Hún vakti yfir velferð barna
sinna og uppskar samkvæmt því.
Við áttum það saman sem við unn-
um mest. Ást okkar til barnanna
rann í sama farveg. Sársaukinn
virðist óbærilegur en í hryggð okk-
ar nú lyftum við hjörtum okkar til
Guðs og biðjum um styrk. Leitum
hans í einlægri bæn og efumst ekki
um náð hans. Margs er að minnast
sem aldrei verður tjáð með orðum
en geymist í sjóði minninganna.
Við vitum að vel hefur verið tekið
á móti henni á nýju tilverustigi og
hún umvafin birtu og hlýju.
Elsku Andrés okkar, Ása, Arnþór
Ingi, Auður Ásta, Steinþór, Ásta,
Erlendur og aðrir ástvinir, ykkar
sorg er mikil. Við biðjum góðan
Guð að gefa ykkur styrk og hugg-
un. Hafið hugfast að þó sólin sé
dimm núna þá birtir upp um síðir.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ragnhelður og Ingólfur.
Öll finnum við fyrir fallvaltleika
lífsins þegar við kveðjum vini sem
falla frá fyrir aldur fram. Þannig
var mér innanbijósts við andlátsfrétt
Örnu.
Það var fyrir 12 árum að leiðir
okkar Örnu lágu saman. Við hjónin
vorum nýflutt á Álftanesið, Arna og
Andrés að búa sér heimili í næsta
t
Elskulegur bróðir minn,
INGÓLFUR HAFBERG,
Hrafnistu, Reykjavík,
áður Laugavegi 12a,
sem lést 24. september í Landspítalan-
um, verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni fimmtudaginn 3. október kl. 15.00.
Áslaug Hafberg.
húsi. Það var þá sem ég eignaðist
gersemar, vináttu Örnu. Aldrei hafði
ég kynnst konu sem var eins góð-
hjörtuð og tillitssöm í garð þeirra
sem hún umgekkst, alltaf boðin og
búin að aðstoða ef með þurfti.
Málshátturinn „sælla er að gefa
en þiggja" lýsir Örnu einna best.
Arna var kona með stórt hjarta,
full samúðar með þeim sem minna
máttu sín. Hún var barngóð af með-
fæddri eðlishvöt og hún gaf börnum
nægan tíma, sem er kannski það
dýrmætasta sem börnum er gefið.
Börnin mín reyndu það, og ég sá
það á öðrum jafnt skyldum sem
óskyldum börnum, að gæska hennar
og tryggð varð óviðjafnanleg. Arna
var skemmtilegur og góður félagi.
Arna lauk námi frá Fóstruskóla
íslands og starfaði nú síðast á leik-
skólanum Krakkakoti og veit ég að
hennar er sárt saknað þar. Það voru
óskrifuð lög að einu sinni á ári fóru
fjöiskyldurnar saman í útilegu. Fyrir
nokkrum árum höfðu Arna og Andr-
és lokkað okkur hjónin til að koma
í Galtalæk um verslunarmannahelgi.
Þetta var ótrúlega skemmtileg helgi,
og hún rædd af og til um veturinn
af krökkunum. Afráðið var að endur-
taka þetta að ári. Þessar ferðir urðu
síðan fastur liður í samveru okkar.
Það eru ekki margir mánuðir síð-
an Arna veiktist. Hún ræddi veikindi
sín við mig í vor, og sá ég þá hversu
sterk og yfirveguð hún var, þó henni
væri brugðið. Hún tók veikindum
sínum með æðruleysi og þakkaði
fyrir hvern dag sem hún fékk með
fjölskyldu sinni, ættingjum og vin-
um. En við stjórnum ekki lífsklukk-
unni og skiljum ekki alltaf tilgang
hennar.
Elsku Arna, guð og englar hans
blessi þig og ég vil með þessum fáu
orðum þakka fyrir að hafa fengið
að vera þér samferða um skeið.
Andrés minn, Ása, Arnþór Ingi,
Auður Ásta og ástvinir allir, megi
guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar.
María.
Það er erfitt að sætta sig við að
kveðjustundin sé komin, svona alltof
fljótt. Það var svo margt sem við
áttum eftir að gera saman.
Ég minnist dagsins sl. vetur þegar
ég sat með þér niðri á Landspítala
og þú fórst í fyrstu rannsóknirnar.
Á milli þess sem læknar komu og
spurðu þig spurninga og gerðu á þér
próf, reyndum við að halda uppi
sæmilega léttu spjalli þó undir niðri
værum við báðar hræddar við niður-
stöðurnar frá læknunum, hveijar
þær yrðu. Næstu daga á eftir sem
þú varst inni á spítalanum var sam-
úð þín hjá hinum sjúklingunum, þér
þótti hræðilegt að sjá hvernig sjúk-
dómar gátu farið með fólk, en þér
fannst ekkert að þér miðað við alla
hina. Enda hafðir þú það fljótlega í
gegn að fara heim, koma frekar inn
ef einhver breyting yrði eða til að
fara í rannsóknir.
í þau 24 ár sem við höfum verið
vinkonur var komið víða við, en
dansinn sem tengdi okkur fyrst sam-
an skipaði lengi vel stóran sess. Það
var einnig í gegnum dansinn sem
Andrés kom til sögunnar fyrir 20
árum. Hann var ekki lengi að sjá
út hvaða konu hann ætlaði sér og
fór mjög varlega af stað, því ekkert
skyldi fara úrskeiðis. Arna hafði
auðvitað líka verið búin að reikna
þennan mann út.
Það voru stoltar vinkonur sem
eignuðust sín fyrstu börn árið 1980,
og leið varla sá dagur að við ekki
töluðum saman í síma eða hittumst
til að bera saman bækur okkar. Þar
sem Ása er ijórum mánuðum eldri
en Eggert Þór kom það í Örnu hlut
að svara spurningum mínum því hún
hafði reynsluna. Hún átti alltaf ráð
við öllu, var aldrei í vandræðum eða
að velta fyrir sér smáatriðum. Alltaf
gengið hreint og ákveðið til verks.
I útilegum sem við fórum í var veðr-
ið ekki alltaf eins og pantað, en þá
kvað við hjá Örnu: „Hvaða máli
skiptir hvernig veðrið er, taka bara
með regngalla og stígvél." Hún lét
ekkert koma sér úr jafnvægi, ekki
einu sinni þessa sex mánuði sem hún
barðist við aukaverkanir vegna lyfs
sem hún varð að taka.
Eftir notalegt sumar heima með
krökkunum og búin að taka til í