Morgunblaðið - 02.10.1996, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.10.1996, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Alfreð Guð- mundsson fæddist í Reykjavík 7. júlí 1918. Hann lést á Borgarspítal- anum 24. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur S. Guðmundsson bifreiðastjóri, f. 1896 á Urriðavatni í Garðahreppi, d. 1972, og Guðríður Káradóttir húsmóð- ir, f. 1895 á Eiði í Mosfellssveit, d. 1972. Bróðir hans var Kári, f. 1921, d. 1995, mjólkureftirlits- maður. Alfreð kvæntist 27. október 1946 Guðrúnu Árnadóttur hús- móður, f. 23. ágúst 1924. Hún er dóttir Valgerðar Bjarnadótt- ur húsmóður, f. 1899, d. 1973, og Árna Guðmundssonar bif- reiðastjóra, f. 1900, d. 1987. Alfreð og Guðrún eiga soninn Guðmund Steinar, f. 1949, þjóð- réttarfræðing og forstjóra við Það var bjartan sumardag í júlí 1941. Við vorum þarna tveir fjórtán ára í 40 manna vinnuflokki, að mylja gijót með sleggjum. Við höfðum log- ið okkur 16 ára og vorum nokkuð varir um okkur ef að bar einhveija heldri menn. Þetta var afar skraut- legur vinnustaður. Menn úr hinum ólíklegustu áttum og stöðum. Það var unnið af kappi við að leggja flug- braut. Flugbraut sem nú heitir Reykjavíkurflugvöllur. Þetta var fúamýri. Fyrst var sturtað í hana stórgrýti, síðan smærra gijóti og síðan komu vörubílar með hlöss úr Rauðhólum í löngum bunum og sturtuðu rauðamölinni ofan á gijót- ið. Þar ofan á kom steinsteypa. Þarna var unnið á vöktum, aðalvakt- ir voru frá kl. 5 að morgni til kl. 2 að degi og svo kom önnur vakt frá ki. 2 til kl. 10 að kvöldi. Okkar flokk- ur vann á 12 tíma vöktum frá kl. 7 á morgnana til kl. 7 að kvöldi. Þarna voru fleiri hundruð manns í vinnu. Stríðið útheimti það. Þennan fagra sumardag var okkur tilkynnt að það væri stuttur fundur, það var kominn þarna ungur maður, hægur í fasi, hrokalaus og laus við allt yfirlæti. Hann kynnti sig og sagð- ist heita Alfreð Guðmundsson og vera ráðsmaður Dagsbrúnar. Ég spurði fullorðinn vinnufélaga minn: Hvaða maður er þetta? og hann svar- aði hryssingslega: Þetta er einhver helvítis blýantsmaður. Alfreð út- skýrði á Ijósan og einfaldan máta nokkrar breytingar sem fyrirhugaðar væru á vöktum og kaffítímum, ef við samþykktum. Þetta virtist allt vera verkamönnum til hagsbóta og var einróma samþykkt. Alfreð spurði hvort það væri eitthvað sérstakt sem við værum óánægðir með og ekkert slíkt kom fram og þá kvaddi hann okkur vingjamlega og fór að tala við næsta vinnuflokk. Þetta voru fyrstu kynni mín af starfsmönnum Dagsbrúnar, sjálfur átti ég eftir að gegna þar störfum í áratugi. Alfreð heitinn var ráðsmaður Dagsbrúnar á árunum 1940 til 1942, áður hafði hann starfað í rösklega éitt ár hjá Vinnumiðlun Reykjavíkur- borgar. Það var á tímum hörðustu kreppu og atvinnuleysis. Þetta starf og ráðsmannsstarfið hjá Dagsbrún varð þess valdandi að hann bar ákaf- iega hlýjan og sterkan hug til verka- manna síðan. Eftir þetta starfaði Alfreð hjá hinum ýmsu stofnunum Reykjavíkurborgar, ýmist sem skrif- stofustjóri, fulltrúi eða forstöðumað- ur. Síðasta áratuginn áður en hann hætti störfum var hann forstöðu- maður Kjarvalsstaða. Hann setti mikinn metnað í það starf sitt enda hafði hann gott vit á myndlist og var sjálfur mikill vinur meistara Kjarvals og meistarinn tíður gestur á heimili hans. Raoul Wallenberg mannréttindastofn- unina í Lundi. Á árinu 1936 lauk Alfreð verslunar- prófi frá Verslunar- skóla íslands. Hann vann mestallan sinn starfsferil hjá Reykjavíkurborg, m.a. sem eftirlits- maður við byggingu hitaveitunnar, for- stöðumaður áhalda- húss, skrifstofu- sljóri Innkaupa- stofnunar og for- stöðumaður Sjúkrahúss Hvíta- bandsins. Hann var forstöðu- maður Kjarvalsstaða frá 1972, þar til hann fór á eftirlaun 1989. Hann var ráðsmaður Dagsbrún- ar 1940-42 og tók virkan þátt í ýmsu félagsstarfi í Reykjavík, m.a. í sljórnum Byggingarfé- lags verkamanna og Húseig- endafélagsins. Alfreð verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það hefur líklega verið 1945 eða 46 að ég sá að Alfreð var farinn að venja komur sínar í Verkamannabú- staðina, þá leiddi hann við hlið sér unga og mjög fagra heimasætu úr Verkamannabústöðunum. Þetta var ekkert vel séð af ungum mönnum þar. Heimasætan var eftirlifandi kona hans, Guðrún Árnadóttir. Þau munu hafa gift sig 1946 og eftir það sá ég þau nær aldrei nema sam- an. Þau eignuðust einn son, Guð- mund, sem var foreldrum sínum ákaflega kær. Hann lauk lagaprófi frá Háskólanum og síðan lauk hann framhaldsnámi með doktorsgráðu í þjóðarrétti frá Harvard háskóla og hefur síðan starfað hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og Genf og verið gestaprófessor við ýmsa há- skóla. Þau hjónin voru mjög stolt af syni sínum og máttu sannarlega vera það. Alfreð var mikill félagshyggju- maður, t.d. var hann 25 ár í stjórn Verkamannabústaða og var kjörinn heiðursfélagi þar þegar hann lét af störfum í nefndinni. Hann starfaði mikið í Sjálfstæðisflokknum og gegndi þar mörgum trúnaðarstörf- um. Þegar ég ræddi við Alfreð þá fannst mér það ekki fara á milli mála að störfm sem ráðsmaður Dagsbrúnar og forstöðumaður á Kjarvaisstöðum voru honum hug- stæðust. Þegar byijað var að rita sögu Dagsbrúnar, sem enn er ólok- ið, þá kom hann oft á skrifstofuna og veitti geysilega miklar upplýs- ingar, t.d. varðandi það þegar Héðni Valdimarssyni tókst að ná samning- um við breska herinn og þeir viður- kenndu Dagsbrún sem samningsað- ila. Hann var ótrúlega fróður um sögu Dagsbrúnar og Héðinn Valdi- marsson varð mun stærri eftir að Alfreð hafði miðlað af söguþekkingu sinni en af ásetningi hefur verið reynt að þegja Héðin í hel. Mörg síðustu árin kom Alfreð til mín skömmu fyrir aðalfund og ósk- aði eftir að fá að sitja fundinn sem var auðsótt. Svo sterkar voru taugar hans til Dagsbrúnar. Alfreð var í mörg ár endurskoð- andi Styrktarsjóðs verkamanna og sjómanna, sjóðs sem átti sér merka sögu. Endurskoðandi var kosinn af borgarstjórn Reykjavíkur. Hann leysti það starf af hendi með fádæma prýði og samviskusemi. Þegar nýr meirihluti kom í borgarstjórn 1978 þá óskuðu Dagsbrún og Sjómanna- félagið eftir að Alfreð yrði endur- skoðandi áfram, eins og samkomu- lag hafði verið um við borgarstjórn um árabil. Fyrsta verk hins nýja meirihluta var að fella Alfreð úr þessu starfi, þrátt fyrir óskir verka- lýðsfélaganna. Pólitískt ofstæki er ekki alltaf gæfulegt. Hann var kos- inn í lýðveldisnefnd Dagsbrúnar til að undirbúa kosningar til stofnunar lýðveldisins og hann var í þriggja manna nefnd til undirbúnings fimm- tíu ára afmælis Dagsbrúnar 1956. Við vorum alla tíð góðir vinir og ég lærði margt af lífsreynslu hans, það sem vakti athygli mína var að það voru tveir menn sem hann mat áber- andi mest: Það voru Bjarni Bene- diktsson og Héðinn Valdimarsson. Þetta virðist mörgum nokkuð sér- stæð blanda en er það ekki ef betur er að gáð: Báðir voru stórmenni. Við fráfall Alfreðs Guðmundsson- ar sendi ég konu hans og syni hlýjar samúðarkveðjur. Það er ósk mín að hlýir geislar sólar Dagsbrúnar og fegurð málverka meistara Kjarvals megi hvíla yfir minningu þessa látna vinar míns. Guðmundur J. Guðmundsson. Það var á þeim dögum, þegar Kjarvalsstaðir voru fyrir breiðan hóp listunnenda, að gestir komust ekki hjá því að kynnast við Alfreð Guð- mundsson, þáverandi forstöðumann Kjarvalsstaða, og konu hans frú Guðrúnu Árnadóttur. Hann var á Kjarvalsstöðum öllum dögum á með- an hann veitti húsinu forstöðu og kom þar oft eftir að hann hætti störf- um. Kjarvalsstaðir voru reistir af Reykjavíkurborg, að tilhlutan Geirs Hallgrímssonar, þáverandi borgar- stjóra, Myndlistarhúsið var frá upp- hafi tengt nafni Jóhannesar Sveins- sonar Kjarval, sem hafði alið aldur sinn í Reykjavík frá tvítugsaldri. Þegar kom að byggingu hússins tók Kjarval sjálfur fyrstu skóflustung- una að viðstöddum borgarstjóra og fleirum, m.a. Alfreð Guðmundssyni og konu hans. Alfreð Guðmundsson sagði sjálfur svo frá oftar en einu sinni, að Kjarv- al og hann hefðu kynnst í Austur- stræti. Það var á árinu 1936 sem fundum þeirra bar fyrst saman. Al- freð vann þá í Nýja bíói en Kjarval bjó og málaði í Aðalstræti 12. Alfreð fékk strax áhuga á málverkum Kjarvals. Þegar Alfreð kvæntist Guðrúnu Árnadóttur árið 1946 varð Kjarval brátt heimilisvinur þeirra. Alfreð byijaði snemma á því að sendast með myndir fyrir Kjarval. Á fyrrgreindum tíu árum eignaðist Álfreð aldrei mynd eftir Kjarval, en hann fékk oft að sitja inni hjá honum í Austurstræti þegar hann var að mála. Sjaldgæft var að menn fengju að horfa á meistarann vinna að verki. Kynnin við Kjarval gjörbreyttu lífi þeirra hjóna. Þau fengu sér- stakan áhuga á bókmenntum og málaralist vegna áhrifa frá Kjarval. Hann valdi sér ekki endilega vini úr hópi heldri manna þótt þeir létu mikið með hann. Oftast var Alfreð nálægur, þegar Kjarval þurfti á hon- um að halda. Þeim kom vel saman og Alfreð var snúningalipur fyrir hann. Þannig liðu árin og urðu að áratugum. Síðasta viðvikið sem Al- freð og Guðrún unnu fyrir Kjarval, var að fara austur að Ketilstöðum þar sem Kjarval átti sumarbústað og líta eftir að þar væri allt með kyrrum kjörum. Þessu verki luku þau á fímm dögum og heilsuðu upp á Borgarfjörð eystri í leiðinni, þar sem Kjarval ólst upp. Hann beið þess óþolinmóður að þau kæmu aft- ur og var þeim þakklátur þá sem oftar. Skömmu síðar var meistarinn látinn að Alfreð viðstöddum, sínum trúa vini. Alfreð Guðmundsson var í eðli sínu greiðvikinn maður, og þó sér- staklega að því er tók til Kjarvals. Kynntist ég því þegar ég skrifaði um ævi Kjarvals á vegum Reykjavík- urborgar að ósk Davíðs Oddsonar forsætisráðherra, þáverandi borgar- stjóra. Alfreð og Guðrún voru mér haukar í horni við þá vinnu, enda gjörþekktu þau viðfangsefnið. Þetta kom sér vel og skapaðist sterkur kunningsskapur við Alfreð og Guð- rúnu meðan á verkinu stóð. Þegar ég kom til starfa við Kjarvalssögu var Alfreð boðinn og búinn að veita allar upplýsingar, sem að gagni máttu koma, en lét annars kyrrt liggja nema eftir væri leitað. Sem betur fór léðu margir verki þessu lið. En óhætt er að segja að þar fór Alfreð fremstur í flokki. Alfreð Guðmundsson bar mikið traust til fólks og var mikill vinur vina sinna. Hann var pólitískur á sinn hátt og hafði starfað að félags- málum verkamanna. Fyrir utan að gerast forstöðumaður Kjarvalsstaða var Alfreð löngum í þjónustu borgar- innar þar áður og sinnti snúningum og ýmissi umsjón fyrir Kjarval eins og áður segir. Sem forstöðumaður Kjarvalsstaða lenti Alfreð snemma í starfi sínu inni í frumskógi þess er nefnist listpólitík og hlaut ekki alltaf gott umtal. Honum lá það í einstaklega léttu rúmi. Forstöðu- maður sýningarsalanna hefur nefnd sér við hlið og stundum varð Alfreð að sætta sig við, að nefndin ákvað annað en hann vildi. Alfreð hafði snemma á ævinni gengið í álfaborg- irnar hjá Kjarval og mat hina bestu menn í málaralist mikils. En það var ekki nóg. Hvað eftir annað varð hann að sætta sig við heysátufyrir- bærin á gólfum sýningarhússins, sem bar nafn vinar hans. Á þeim dögum varð talið dálítið svart hjá vini mínum, Alfreð. Hey- sátur voru fallegar á gulum, ný- slegnum túnum, en það var enginn þrifnaður að þeim á parketgólfum. Listfræðingar, sem ráku gjarnan áróður fyrir heyi, hefðu þurft inn- yfli úr nautpeningi til að nýta jarð- argróðann. En þeir nýttu hann til að koma á nýrri reglu í listheimin- um. Lengi hafði verið sagt að ekki væri hægt að éta list í bókstaflegri merkingu. Nú virtist ekkert því til fyrirstöðu lengur, enda farið að skapa list handa kúm. Einhvern veg- inn á þessa leið hefðu listpólitísk viðbrögð Alfreðs orðið við ýmsu í listastefnum nútímans. En hann er farinn og þeir mörgu, meistarar sem aðrir, sem hefðu skilið hann. Þegar aldraðir menn látast frá loknu góðu ævistarfi sest depurðin að manni um stund, en þá er að minnast góðra samvista. Hinar góðu samvistir halda áfram að lifa í minn- ingunni, eins lengi og þeir eru til sem muna. Það er gott að minnast samvistanna við Alfreð. Hann var hress og óvílsamur maður. Um leið og ég þakka fyrir ágætar og taustar samvistir, sendi ég samúðarkveðjur til Guðrúnar Árnadóttur og Guð- mundar sonar þeirra. Indriði G. Þorsteinsson. Þeir hverfa einn af öðrum, sem aila tíð frá ófriðnum mikla settu sterkan svip á borgarlífið. Stríðsárin mörkuðu þjóðinni mikil örlög til margra átta, því framfarir hafa á sér gagnstæðar hliðar og ber að skoða þær vel og vandlega og haga gjörðum eftir því, svo þróunin verði mannlífi til viðgangs á sem flestum sviðum. Einn af þeim mönnum sem völd- ust til forystu í borginni frá upphafi heimstyijaldarinnar var Alfreð Guð- mundsson, sem gegndi alla tíð marg- víslegum ábyrgðarstöðum, þar af heil 17 ár sem forstöðumaður Kjarv- alsstaða, eða til starfsloka. Mál þróuðust þannig, að Myndlist- arhúsið að Klömbrum, sem reis upp í stað Listamannaskálans við Kirkju- stræti, varð meira og meira tengt nafni Jóhannesar Sveinssonar Kjarv- als, loks nefnt eftir honum, þótt af hálfu myndlistarmanna væri markmiðið annað. Þótti ráðandi meirihluta borgarinnar svo ekkert sjálfsagðara, en að fulltrúi lista-' mannsins og vinur til margra ára Alfreð Guðmundsson tæki að sér starf forstöðumanns, sem var jafn eðlileg þróun og að sólin risi upp. Treystu ættingjar Kjarvals einnig þessum manni öðrum betur til að halda á lofti list hans og minningu, því einlægari og sannari aðdáanda og vin átti listamaðurinn naumast á landi hér. Eins og fram hefur komið í skrif- um mínum áður, kynntist Alfreð málaranum árið 1936, og að sjálf- sögðu í hjarta borgarinnar Austur- stræti, sem var jafnframt daglegur vettvangur Kjarvals. Alfreð vann þá hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni, en hafði aukastarf í Nýja Bíói eftir klukkan fimm, og þangað kom Kjarval iðulega, því honum þótti fjarska gaman í bíó, og það voru einkum dans- og söngvamyndir sem hann undi sér við, heilluðu hann bókstaflega upp úr skónum. Alfreð ALFREÐ GUÐMUNDSSON varð fijótlega náinn vinur málarans og tók að sér ýmis viðvik fyrir hann eftir vinnutíma í kvikmyndahúsinu. Ennfremur að fara með myndverk til kaupenda og væntanlega jafn- framt innheimta skuldir, en hér var margur eignamaðurinn vafalítið fastur og seigur fyrir. Þegar Alfreð kvæntist sinni mætu freyju Guðrúnu Árnadóttur 1946, þróaðist það að sjálfu sér að Kjarval varð fastagest- ur á heimili þeirra og alla tíð síðan. Kom iðulega í mat, sótti einkum til þeirra fýrir þá sök, að hann mátti hafa sína hentisemi og bera að hve- nær sem væri, en matmálstímar hans gátu verið býsna frumlegir, því það var ekki hans háttur að hlaupa frá ófullgerðu myndverki til að þjóna efnislegri virkt. Kjarval var og mjög frábitinn því að valda fólki óþægind- um og ónæði, en til Alfreðs og Guð- rúnar gat hann leitað eins og inn á hvetja aðra veitingastofu hvenær sem hungur svarf að, jafnvel á óguð- legum timum. Hann hélt lítið upp á matstaði, en þeim mun kærari var honum soðningin og almennur viður- gjörningur í heimahúsum, einkum hugnaðist honum íslenzkt kjarna- fæði. Þau hjónin tóku einnig upp á því að færa Kjarvali mat þegar hann var að mála úti í náttúrunni, og svo bauð hann þeim einnig stundum með sér. Einnig átti Alfreð sendiferðabíl, sem var einkar hentugur til að flytja allt hafurtask Kjarvals í hinar sér- stöku „holur“ hans úti í náttúrunni víðs vegar um nærbyggðina. Þá var farið í víking með gott og rammís- lenzkt nesti í malnum, og er áð var gat það skeð að Kjarval tæki ber- fættur á rás yfir nálæg votlendi, starengi, móa og mýrar, sem væri svæðið ódáinsvöllur hans af guðum mótaður, og á eftir var hann í senn afslappaður og úthvíldur. Alfreð var jafnframt einn af þeim fáu sem máttu horfa á Kjarval að störfum, en það er viðbrugðið hve mörgum góðum málurum hefur verið illa við áhorfendur og minnast má er Mic- haelangelo rak Júlíus 11. páfa á dyr er hinn hávelborni leit inn í Síxt- ínsku kapelluna. Á þann veg voru þeirra samskipti lengstum og segja má að Alfreð hafi verið þar sem Kjarval var og Kjarval verið þar sem Alfreð var og átti það einkum við um síðustu árin og enginn hugsaði jafn vel um hann í langvinnum veik- indum. Meistarinn óttaðist mjög að deyja í myrkri og honum varð að ósk sinni að skilja við er birtugjafi allífsins lék um sjúkrabeðinn, þar sem Alfreð vinur hans sat og hélt í hönd hans. Ég endursegi þessa frásögn mína lítið breytta, því virktin og kórónan í lffí Alfreðs Guðmundssonar eru samskipti hans við meistara Kjarv- al, sem voru borin uppi af fölskva- lausri vináttu og takmarkalausri virðingu fyrir listamanninum og verkum hans. Engir vita betur en listamennirnir sjálfir hversu mikils- verður slíkur stuðningur er, sem á stundum getur ráðið úrslitum um frama þeirra, fremd og velferð, svo sem dæmin sanna. Alfreð reyndist mörgum hollur haukur á bergi, þótt umdeildur væri í erfiðum embættum og mun staða hans sem forstöðu- manns Kjarvalsstaða hafa verið til muna erfiðust og rifið mest í tauga- kerfið. Sá er hér festir línur á blað á Alfreð fjölmargt upp að unna, sem bíður réttari vettvangs að herma frá, en fram má koma að dreng- skapur hans í sambandi við yfirlits- sýningu á staðnum 1980 gleymist ekki. Þá gerðist forstöðumaðurinn sjálfskipaður vörður myndverkanna á veggjum, útbrotum og útskotum er mannfjöldinn var hvað mestur og hætta á að þær yrðu fyrir hnjaski. Það var ekkert yfirlæti né manna- munur til í starfi hjá Alfreð Guð- mundssyni, þegár litið er til þess að hann var viðstaddur opnun allra sýninga í húsinu væru þau hjónin á annað borð heil heilsu og á landinu. Eftir starfslok var hann ásamt freyju sinni jafnframt og til skamms tíma, með fyrstu gestum á allar mikils- háttar framkvæmdir á myndlistar- vettvangi í borginni og nærbyggð- um. Heila samúð votta ég Guðrúnu og Guðmundi syni þejrra. Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.