Morgunblaðið - 02.10.1996, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 47
FRUMSYNING: TVO ÞARF TIL
FYRIRBÆRIÐ
STORMUR
KIRSTIE ALLEY
STEVE GUTTEMK]
Sýnd kl. 5 og 9.
B. i. 16ára.
SAMmm
TRUFLUÐ
TILVERA
Thx
FLIPPER
DIGITAL
I HX
Frábær gamanmynd um stelpu sem
líkar ekki við nýju stjúpuna og
ákveður að gera eitthvað í málinu.
Aðalhlutverk: Steve Guttenberg (Þrír
menn og barn); Kirstey Alley (Look
Who's Talking) og tvíburarnir Mary-
Kate og Ashley Olsen.
V4MBIO
Ein vinsælasta mynd ársins í USA!!
Nýjasta kvikmynd John Travolta, eins virtasta leikara samtimans, er
stórbrotin saga af manni sem skyndilega öðlast mikla hæfileika.
Eru kraftar hans komnir til að vera eða er aðeins um timabundið
ástand að ræða? Mögnuð mynd sem spáð er tilnefningum til
Óskarsverðlauna. Aðalhlutverk: John Travolta, Kyra Sedgwick,
Forest Whitaker og Robert Duvall. Leikstjóri: John Turtletaub
(While You Were Sleeping, Cool Runnings).
„Brellurnar eru sérstaklega vel útfærðar og
senda kaldan hroll niður eftir bakinu á
manni... það er engu líkara en maður sé
staddur I myljandi hvirfilbyl þegar hann
gengur yfir tjaldið." A.I. Mbl.
„Brellur gerast ekki betri." Ó.J. Bylgjan
„Brellurnar í ID4 eru ekki slæmar en þær
jafnast ekkert á við Twister" People Magazine
Sýnd kl. 5. Islenskt tal.
Sýnd kl. 7. Enskt tal
Reiðar konur enn efstar
ENN verma reið-
ar fyri'verandi
eiginkonur topp-
sætið á Tista að-
sóknarmestu
kvikmynda í
Bandaríkjunum
um síðustu helgi
því greiddur að-
gangseyrir á
myndina , „The
Pirst Wives Club“,
nam 1.023 milljón-
, um króna og er
aðra vikuna í röð
á toppnum. Mynd-
in er þar með orðin
ein af toppmyndum ársins.
Myndin fjallar um konur sem
hafa verið látnar róa, af eigin-
mönnum sínum, fyrir yngri kon-
ur. Með aðalhlutverk fara
HUGH Grant og Sarah
Jessica Parker í hlut-
verkum sínum í „Ex-
treme Measures".
Goldie Hawn,
Bette Midler og
Diane Keaton.
Læknaspennu-
myndin „Extreme
Measures“ með
enska leikaranum
Hugh Grant fer
beint í annað sæti
listans með 468,6
milljónir í greidd-
an aðgangseyri.
„Fly Away Home“
gengur vel sína
þriðju viku á lista
og „Independence
Day“ tekur flugið
upp á við aftur og er í sjötta
sæti en var í því níunda í síð-
ustu viku. Myndin hefur þénað
alls 293,6 milljónir dollara frá
því hún var frumsýnd í júlí.
AÐSÓKN
laríkjunum
BÍÓAÐSÓKN
í Bandaríkjunum
BÍÓAÐSÓKN
í Bandaríkjunum I
BIOAI
í Bandaríl
Titill
Síðasta vika
1. (l)
2. (-.)
3. (2.)
4. (-.)
5. (3.)
6. (9.)
7. (5.)
8. (6.)
9. (4.)
JLíLl
First Wives Club
Extreme Measures
3 Days in The Valley
Fly Away Home
Independence Day
Bulletproof
First Kid
Maximum Risk
Tin Cup
1.023,0 m.kr.
468.6 m.kr.
270.6 m.kr.
231,0 m.kr.
211.2 m.kr.
165,0 m.kr.
132,0 m.kr.
125,4 m.kr.
112.2 m.kr.
79,2 m.kr.
15,5 m.$
7.1 m.$
4.1 m.$
3.5 m.$
3.2 m.$
2.5 m.$
2,0 m.$
1,9 m.$
1,7 m.$
1.2 m.$
42,0 m.$
7,1 m.$
15.2 m.$
3.5 m.$
13.5 m.$
293,6 m.$
18.4 m.$
22.5 m.$
12,9 m.$
51.3 m.$
IU *li
Frumsýnd á morgun
Danir taka upp þráðinn
KVIKMYNPIR
lláskólabíó
D a n s k i r
kvikmyndadagar
HÆTTULEG KYNNI
„FARLIGT VENSKAB“
★ ★ V2
Leikstjóri: Jörn Faurschou. Handrit
eftir sögu Thorstein Thomsen,
Drengur án líkama. Aðalhlutverk:
Ulf Pilgaard, Morten Schaffalitzky,
Kenn Godske og Ilelle Fagralid.
Danmörk. 1995. íslenskur texti.
FYRIR nokkrum árum var ákveð-
in tegund af gamanmyndum mjög
áberandi í Hollywood. Þaðan kom
hver myndin á fætur annarri um lík-
amsskipti þar sem sálin var flutt úr
einum líkama í annan, úr föður í son
og aftur til baka og þar fram eftir
götunum. Frægust þessara mynda
er „Big“ en í henni lék Tom Hanks
12 ára strák í búk fullorðins manns.
Síðan dó þessi tískusveifla út fyrir
nokkrum árum eins og aðrar í Holly-
wood en svo fer maður á Danska
kvikmyndadaga og þar dúkkar hún
upp öllum að óvörum í myndinni
Hættuleg kynni eftir Jörn Faursc-
hou.
Hún er mest gamansöm en stund-
um hrollvekjandi saga um vísinda-
mann og lækni með ólæknandi sjúk-
dóm sem hyggst framlengja líf sitt
með því að flytja heilastarfsemi sína
í frísklegan ungling. Aðgerðin tekst
frábærlega nema frísklegi ungling-
urinn í sársjúkum líkama læknisins
er ekki dauður úr öllum æðum, ef
svo má segja, og hyggur mjög á að
snúa við blaðinu.
Sá sem ber þessa mynd uppi er
Ulf Pilgaard (úr Nætui-verðinum)
sem leikur bæði helsjúkan lækni við
dauðans dyr og spaugilegan ungl-
ingspilt í likama læknisins. Bæði
hlutverkin leika í höndum hans, sér-
staklega virðist hann hafa ánægju
af því að ganga í bamdóm. Annar
leikur er með mestu ágætum. Þrátt
fyrir í raun grafalvarlegan efniviðinn
svífur þægilegur danskur húmor yfir
vötnum og nóg er af kómískum létti.
Hættuleg kynni hefur það fram yfir
Hollywoodmyndirnar að persónurn-
ar virðast af holdi og blóði en ekki
tilbúinn varningur af færibandi kvik-
myndaveranna.
Handritið er skemmtilega skrifað
og leikstjóranum, Jörn Faurschou,
tekst einnig að sveipa myndina dulúð-i
og jafnvel hrolli með hinn dauðvona
en vinalega lækni eins og Franken-
stein í sínu dimma stórhýsi, sem
iðulega er myndað eins og kastala-
bygging um óveðursnótt. En þótt
vel takist til með allar framkvæmdir
og myndin sé hin ágætasta skemmt-
un bætir hún engu við það sem gert
hefur verið í þessum myndaflokki
vestra og maður getur spurt sjálfan
sig af hveiju Danir nenna að eltast
við útdautt Hollywood-gaman.
Arnaldur Indriðason.
Blöðrugullfiskur með eina blöðru
► ÞESSI vanskapaði blöðrugullfiskur, sem er aðeins með
blöðru öðru megin á andlitinu, sést hér svamlandi í fiskabúri
í verslanamiðstöð í Singapore. Fiskurinn er afar sjaldgæfur
og hefur vakið mikla athygli gesta í miðstöðinni. Rétt skapað-
ir gullfiskar af þessari gerð eru með blöðrur á báðum hliðum
andlitsins.
Spádómar biblíunnar
Opinberunarbókin
Enn eitt námskeiðið um hrífandi spádóma Bilíunnar hefst
á Hótel íslandi, Norðursal, 30. september kl. 20 og verður
námskeiðið á mánudögum og fimmtudögum á sama tíma.
Fyrirlesari verður dr. Steinþór Þórðarson. Þátttaka er
öllum ókeypis og vönduð námskeiðsgögn eru einnig
ókeypis. Að venju verður mikið spurt og spjallað um
efnið hverju sinni.
Nánari upplýsingar og innritun í síma 588 7100 á skrifstofutíma eða síma 554 6850
og 554 6665 á öðrum tfmum.