Morgunblaðið - 02.10.1996, Qupperneq 52
HYUNDAI
HÁTÆKNITIL FRAMFARA
Tæknival
SKEIFUNNI 17
SlMI 550-4000 • FAX5S0-4001
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 II00, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL/SCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Krókabátar
Allt að 850
milljónir í
úreldingu
STJÓRN Þróunarsjóðs sjávarút-
vegsins hefur samþykkt 137 um-
sóknir um samtals tæplega 414
milljóna króna styrki til úreldingar
krókabáta á þessu ári. Sótt hefur
verið um úreldingu 280 báta og
gæti heildarupphæð styrkjanna
komist í 850 milljónir króna. Gert
hafði verið ráð fyrir fimm hundruð
milljónum króna til úreldingarinnar
og segir Hinrik Greipsson, fram-
kvæmdaStjóri Þróunarsjóðsins, að
bæta verði við fjármunum sem ætl-
aðir hefðu verið í annað. Úrelding
a'flamarksskipa og fiskverkun-
arhúsa hefur verið minni en búist
var við.
Meðalstyrkur á bát er um þijár
milljónir króna. Styrkupphæðin
nemur um 80% af vátryggingarverð-
mæti sóknardagabáta en 60% í til-
felli þorskaflahámarksbáta. Úreltir
krókabátar mega ekki stunda veiðar
i atvinnuskyni innan islenskrar lög-
sögu, en nota má þá sem skemmti-
báta eða selja úr landi. Vaxandi
starfsemi íslendinga í sjávarútvegi
—erlendis hefur valdið aukinni eftir-
spurn eftir úreldingarbátum.
■ Sótt var um/Cl
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Vinnslustöðin og Meitillinn leita aukinnar hagræðingar
Sameining fyrirtækj-
anna er í athugun
VIÐRÆÐUR standa yfir milli
stjórnenda Vinnslustöðvarinnar hf.
í Vestmannaeyjum og Meitilsins
hf. í Þorlákshöfn um nánara sam-
starf, þar á meðal um sameiningu.
Sighvatur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinn-
ar, segir markmiðið með viðræðun-
um að kanna hvort hægt sé að
auka hagkvæmni í rekstri fyrir-
tækjanna.
Náið samstarf
Meitillinn og Vinnslustöðin hafa
til margra ára starfað mikið sam-
an. Þau eiga saman togarann
Sindra ásamt KEA og Olíufélaginu
og fyrirtækin eiga hlutafé hvort í
öðru.
„Það sem við höfum verið að
skoða er hvort hægt er að efla
þetta samstarf ennfrekar, m.a.
með nánari eignatengslum.
Markmiðið er að ná fram aukinni
hagræðingu í vinnslu. Bolfisk-
vinnslan á í miklum erfiðleikum
og nauðsynlegt að leita allra leiða
til að bæta stöðu hennar. Meitillinn
hefur náð miklum árangri í vinnslu
á karfa. Vinnslustöðin hefur hins
vegar verið að flytja út mikið af
ferskum óunnum karfa. Spurning-
in er hvort við getum flutt þennan
karfa til Þorlákshafnar og aukið
þar með arðsemina þar og sömu-
leiðis hjá okkur,“ sagði Sighvatur.
Sighvatur sagði að viðræðum
stjórnenda fyrirtækjanna væri ekki
lokið og því óvíst til hvers þær
leiddu.
Andlát
Alþingi
sett
FORSETI íslands, Ólafur Ragn-
ar Grímsson, setti Alþingi í gær
í fyrsta skipti á kjörtímabili sínu.
I setningarræðu sinni sagði for-
setinn m.a. að á komanda vetri
biðu mörg erfið úrlausnarefni
þingsins.
Aður en athöfnin í Alþingis-
húsinu hófst var að vanda messað
í Dómkirkjunni og var myndin
tekin þegar gengið var til þings.
I fararbroddi eru forseti íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, og
biskup íslands, Ólafur Skúlason.
Þeim næst ganga frú Guðrún
Katrín Þorbjarnardóttir og sr.
Sváfnir Sveinbjarnarson og Ólaf-
ur G. Einarsson, sem var endur-
kjörinn forseti Alþingis.
■ 121. löggjafarþing/6
Ólympíuskákmótið
Rússar í
fyrsta sæti
ÍSLENDINGAR töpuðu fyrir Rúss-
um með minnsta mun í síðustu viður-
eign sinni á Ólympíuskákmótinu í
Jerevan í Armeníu í gær. Rússar
unnu mótið ep Úkraínumenn urðu í
öðru sæti. Islendingar enduðu í
8.-12. sæti með 33 stig.
Þijár skákir Islendinga og Rússa
enduðu með jafntefli en á Ijórða
borði tapaði Helgi Áss Grétarsson
fyrir Sergei Rublevskij. Jóhann
Hjartarson átti á tímabili góða
möguleika á öðru borði gegn Peter
Svidler, en skákin endaði með jafn-
tefli. Eins fór í skák Margeirs Pét-
urssonar gegn Alexei Dreev og við-
ureign Hannesar Hlífars Stefánsson-
ar og Evgenys Bareevs.
Hannes Hlífar Stefánsson var
stigahæstur íslendinganna en Þröst-
ur Þórhallsson var sá eini þeirra sem
slapp taplaus í gegnum mótið.
■ Ólympíuskákmótið/12
Morgunblaðið/Golli
GLERFLUGDREKI eftir Leif Breiðfjörd í sal ísaksskóla.
HELGISKÚLASON LEIKARI
Isaksskóli sjötíu ára
HALDIÐ var upp á sjötíu ára af-
mæli Isaksskóla í Reykjavík i gær.
Við það tækifæri var afhjúpað
glerlistaverkið „Flugdreki" eftir
Leif Breiðfjörð. Viðstaddir voru
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra, nemendur, kennarar og
aðrir gestir.
Skóli Isaks Jónssonar er elsti
starfandi barnaskóli í Reykjavík.
Hann er sjálfseignarstofnun og
sinnir kennslu 5-8 ára barna. I
tilefni afmælisins fékk skólinn
framlag úr Listskreytingasjóði og
var Leifi Breiðfjörð falið að gera
glerlistaverk í sal skólans. Hann
bauð öllum átta ára deildum skól-
ans í heimsókn í vinnustofu sína,
þar sem börnin fengu að fylgjast
með því hvernig verkið var unnið.
EINN HELSTI leik-
stjóri landsins, kvik-
mynda- og sviðsleikari,
Helgi Skúlason, lést á
64. aldursári á mánu-
dagskvöld. Foreldrar
Helga voru Sigríður
Ágústsdóttir í Birt-
ingaholti og Skúli Odd-
leifsson í Langholtskoti
í Hrunamannahreppi.
Helgi var fæddur 4.
september árið 1933 í
Keflavík. Hann var
gagnfræðingur frá
Héraðsskólanum á
Laugarvatni og leikari
frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins
1954. Að námi loknu var Helgi leik-
ari hjá íjóðleikhúsinu til ársins
1959. Hann var leikari og leikstjóri
hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá árinu
1959 til 1976 og hélt þeim störfum
áfram hjá Þjóðleikhúsinu til dauða-
dags.
Helgi túlkaði fjölda persóna á leik-
sviðinu og er hans m.a. minnst fyrir
hlutverk Ríkharðs III í Þjóðleikhús-
inu árið 1986, Haralds í Stundar-
friði 1979, Róberts Bel-
fords í Marmara 1988
og Jóns Hreggviðsson-
ar í íslandsklukkunni
árið 1985. Síðasta hlut-
verk Helga var bílstjór-
inn í leikritinu í hvítu
myrkri, sem frumsýnt
var fyrir hálfum mán-
uði.
Silfurlampann,
verðlaun leiklist-
argagnrýnenda, hlaut
Helgi fyrir túlkun sína
á Franz í Föngunum í
Altóna. Hann leik-
stýrði m.a. Nótt ást-
meyjanna, Ödipusi konungi, Amad-
eusi og Syni skógarans og dóttur
bakarans í Þjóðleikhúsinu og verk-
unum Sumarið ’37, Sjóleiðin til
Bagdad, Hús Bernörðu Alba og Sú
gamla kemur í heimsókn hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur. Síðasta leikstjórn-
arverkefni Helga eftir ríflega ára-
tugar hlé var Þrjár konur stórar hjá
Kjallaraleikhúsinu síðastliðinn vetur.
Þá lék Helgi meðal annars í eftir-
töldum kvikmyndum: Útlaginn,
Húsið, Hrafninn flýgur, í skugga
hrafnsins, Hvíti víkingurinn, Leið-
sögumaðurinn (í Noregi), Svo á
jörðu sem á himni, Kristnihald und-
ir Jökli, Hin helgu vé og Agnes.
Hann var tilnefndur til Evrópsku
kvikmyndaverðlaunanna fyrir leik
sinn í kvikmyndinni í skugga
hrafnsins.
Þá hafði Helgi einnig um tíma
yfirumsjón með leikhúsi Ríkisút-
varpsins, leikstýrði þar ýmsum
verkum og lék fjölda hlutverka á
þeim vettvangi.
Helgi var í stjórn Leikfélags
Reykjavíkur á árunum 1960 til
1965, þar af formaður frá árinu
1962 til 1965, og varaformaður
Félags íslenskra leikara á árunum
1975 til 1979. Hann var einn af
forvígismönnunum að stofnun Fé-
lags leikstjóra á íslandi árið 1972
og fyrsti formaður þess.
Eftirlifandi eiginkona Helga er
Helga Bachmann, leikari og leik-
stjóri, og eignuðust þau þijú börn,
Hallgrím Helga, Skúla Þór og
Helgu Völu. Stjúpbarn Helga er
Þórdís Bachmann þýðandi.
Banaslys í
Gnúpverjahreppi
MAÐUR lést í bílslysi skammt
austan við Þrándarholt í Gnúp-
verjahreppi í gærkvöldi.
Áreksturinn varð á Þjórsár-
dalsvegi um áttaleytið þegar
pallbíll á leið í vestur mætti Fiat-
bifreið sem ekið var í gagnstæða
átt. Bílstjóri pallbílsins fór á
nærliggjandi bæ og gerði lög-
reglu viðvart og reyndist öku-
maður Fiat-bifreiðarinnar látinn
þegar að var komið.
Hinn ökumaðurinn var fluttur
til aðhlynningar, að sögn lög-
reglu, en ekki var vitað hversu
alvarleg meiðsli hans voru.