Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D/E 230. TBL. 84. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Arafat í Israel Caesarea. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna, fór í gær í fyrstu opinberu heimsókn sína til ísraels og ræddi við Ezer Weizman, forseta landsins. Þótt Arafat léti í Ijós óánægju með fram- göngu Israelsstjórnar í friðarvið- ræðunum áður en hann hélt með þyrlu frá Gaza brosti hann breitt þegar hann heilsaði forsetanum og sagði að deilur ísraela og araba væri aðeins hægt að leysa með samningaviðræðum. Á myndinni ræðir hann við forsetann og konu hans Reuma Weizman. Viðræðunum um brottflutning ísraelskra hermanna frá Hebron var haldið áfram í gær en samninga- menn Palestínumanna sögðust ekki bjartsýnir á að þær bæru árangur í bráð. Fram hefði komið djúpstæð- ur ágreiningur á mánudag. Reynt að afstýra vítahring hryðjuverka á N-írlandi IRA lýsir tilræð- inu á hendur sér Belfast, Washington. Reuter. ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) kvaðst í gær hafa staðið fyrir sprengjutil- ræðinu í höfuðstöðvum breska hers- ins á Norður-írlandi á mánudag og krafðist þess að breska stjórnin féll- ist á að stjómmálaflokkur hans, Sinn Fein, fengi að taka þátt í frið- arviðræðum. Margir kaþólikkar á Norður-írlandi óttast að sprengju- tilræðið verði til þess að hermdar- verkamenn, sem vilja halda sam- bandinu við Bretland, rjúfi vopna- hlé sitt og að 25 ára vítahringur hryðjuverka hefjist að nýju eftir tveggja ára hlé. 31 maður særðist í tilræðinu, 20 hermenn og ellefu borgaralegir starfsmenn, og þetta er í fyrsta sinn sem IRA gerir árás á Norður- írlandi frá því samtökin lýstu yfir vopnahléi í ágúst 1994. Irski lýð- veldisherinn batt enda á vopnahléið í febrúar með árásum á breska meginlandinu og á breska herstöð í Þýskalandi. Norður-írskir stjómmálamenn, sem vilja halda sambandinu við Bret- land, hvöttu hermdarverkamenn úr röðum sambandssinna til að íjúfa ekki vopnahléið. Hermt var að leið- togar flokka sambandssinna hefðu komið saman í gær til að ræða hvemig bregðast ætti við tilræðinu. Herinn rannsakar öryggisgæsluna Anthony Lake, þjóðaröryggisráð- gjafi Bandaríkjaforseta, skoraði á hreyfingar mótmælenda að grípa ekki til ofbeldisaðgerða í hefndar- skyni. „Það myndi gerspilla framtíð Norður-írlands," sagði Lake, sem hefur gegnt veigamiklu hlutverki í tilraunum Bills Clintons til að koma á friði. Maður, sem hringdi í írska sjón- varpsstöð og kvaðst fulltrúi IRA, sagði að írski lýðveldisherinn hefði staðið fyrir sprengjutilræðinu. Hann nefndi leynilegt lykilorð sem hermdarverkasamtök hafa notað til að fjölmiðlar geti tekið mark á yfir- lýsingum þeirra. Áður hafði maður, sem kvaðst tala fyrir hönd klofn- ingshóps úr IRA, sagt að hópurinn hefði verið að verki, en þar sem hann nefndi ekki lykilorðið var talið að um gabb væri að ræða. Breski herinn hefur ákveðið að rannsaka hvemig öryggisgæslunni var háttað í herstöðinni og hvernig tilræðismennirnir gátu komist inn í hana með sprengjur faldar í tveim- ur bílum. Sérfræðingar telja að liðs- menn IRA hafi sýnt fölsuð skilríki til að komast inn í herstöðina en segja að þeim sé hulin ráðgáta hvernig tilræðismennirnir komust aftur út úr henni. Gersemar finnast í Þýskalandi ÞÝSK yfirvöld sýndu í gær um 150 dýrgripi, sem voru grafnir í skógi norður af Dresden und- ir lok síðari heimsstyrjaldar til að koma í veg fyrir að sovéska innrásarliðið fyndi þá. Onafn- greindur áhugamaður um fjár- sjóði fann gersemarnar nýlega með hjálp málmleitartækja. Ómetanlegir gullmunir Dýrgripirnir voru í eigu Wettin-ættarinnar, konungs- ættar Saxlands á 19. öld, og Ernst Heinrieh prins tók leynd- armálið um felustaðinn með sér í gröfina á sjötta áratugnum. Á meðal gripanna eru ómetanleg- ir gullmunir frá 16. öld, silfur- borðbúnaður frá 19. öld með skjaldarmerki ættarinnar og verðmætt safn myntar og heið- ursmerkja frá 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. „Þetta er stórkostlegur fund- ur,“ sagði Dirk Siindrahm, for- stöðumaður dýrgripasafns í konungshöllinni í Dresden, sem sýnir hér nokkra af dýrgripun- um. Finnandinn sóttur til saka? Ólíklegt er að sá sem fann gripina njóti góðs af fundinum þar sem hann hafði ekki heim- ild til leitarinnar og kann því að verða sóttur til saka. Yfir- völd óttast að fólk flykkist á svæðið í leit að gulli og gersem- um og vilja því ekki greina frá því hver finnandinn er eða hvar dýrgripirnir voru grafn- ir. Sovéskir hermenn fundu hluta gersemanna og rússnesk stjórnvöld segja að ekki sé vitað Reuter hvað varð um þær. Wettin-ættin gaf út yfirlýsingu þar sem hún kvaðst „þakklát finnandanum" en ekki kom fram hvort hún hyggst gera kröfu til dýrgrip- anna. Feroya Fiskavirking í greiðslustöðvun Neita að skipta fyrirtækinu upp Þórshöfn. Morgunblaðið. LANGSTÆRSTA sjávarútvegsfyr- irtæki Færeyja, Foroya Fiskavirk- ing, hefur fengið þriggja mánaða greiðslustöðvun til að koma í veg fyrir gjaldþrot. Landstjórnin hafði neitað að veita meira fjármagn í fyrirtækið nema því yrði skipt upp en því hafnaði stjóm fyrirtækisins. Lengi hefur verið vitað að Foroya Fiskavirking eigi við fjárhagsvanda að etja og þurfi að fá nýtt fjár- magn. Síðustu vikur hefur stjórn fyrirtækisins reynt að semja við opinberan sjóð um að leggja fram fé til að bjarga fyrirtækinu, sem talið er að þurfi að fá jafnvirði 1,2 milljarða ísl. króna. Landstjórnin hefur hins vegar ekki viljað samþykkja að sjóðurinn leggi fram meira fé í fyrirtækið nema rekstri þess verði breytt og stjórn sjóðsins ákvað því að hætta viðræðunum, um sinn að minnsta kosti. Frystihús verði seld Stjórn Foroya Fiskavirking ljær máls á því að önnur fyrirtæki fjár- festi í fyrirtækinu en með því skil- yrði að það haldi öllum frystihúsum sínum. Það er einmitt ástæða þess að stjómmálaflokkarnir vilja ekki veita fjármagn í fyrirtækið. Þeir vilja að Foroya Fiskavirking verði skipt upp, þannig að hægt verði að selja hluta frystihúsanna. Ónnur fyrirtæki hafa sagt að þau vilji ekki fjárfesta í Foroya fiskavirking nema því verði skipt upp. Bob Dole í sókn Wasliington. Reuter. BOB Dole, forsetaefni repúblikana, hefur saxað verulega á forskot Bills Clintons Bandaríkjaforseta, sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun Reuíer-fréttastofunnar, sem bendir til þess að munurinn á fylgi þeirra sé um fimm prósentustig. Þetta er minnsta forskot sem Clinton hefur haft í skoðanakönn- unum fréttastofunnar, sem hefur látið kanna fylgi frambjóðendanna daglega frá því í ágúst. Könnunin sem birt var í gær nær til þriggja daga, frá laugardegi til mánudags, og hún bendir til þess að fylgi Clint- ons sé 43,8% og Doles 38,5%. Sam- kvæmt samskonar könnun, sem birt var á laugardag, var forysta forset- ans um 20 prósentustig. Fylgi Doles var mest á mánudag, daginn eftir sjónvarpskappræður hans og Clintons. Svo virðist sem kjósendur, sem hafa stutt repúblik- ana en eru lítt hrifnir af Dole, séu nú að snúast á sveif með honum. 78% repúblikana, sem spurðir voru á mánudag, sögðust ætla að kjósa Dole en aðeins 64% viku áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.