Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 21 LISTIR Predikanir sr. Sigurbjörns biskups á myndbandi SKÁLHOLTSÚTGÁFAN er með í útgáfu myndband sem inniheldur tólf fimmtán mínútna þætti með Sigurbimi Einarssyni biskupi. Þar flytur Sigurbjörn predikanir og hugleiðingar. Á myndbandinu verður einnig jólamessa þar sem dr. Sigurbjörn predikar. Myndbandið var tekið upp í sumar. Nokkrar bækur eru og væntanlegar frá útgáfunni. Trúfræði eftir Einar Sigur- björnsson nefnist Lífið og trúin og er skrifuð fyrir almenning. Bókin segir frá meginatriðum kristinnar kenningar og prýðir hana fjöldi mýnda. Eftir Einar er einnig komin út Guðfræði þjónustunnar í sögu og samtíð en það er háskólaút- gáfa ætluð til kennslu. / fótspor frelsarans — Lifandi myndir Sigurbjörn Einarsson biskup úr lífi Jesú nefnist bók sem segir frá at- burðum frá fæðingu Jesú og boðun fagn- aðarins á Betlehemsvöllum til atburða páska og hvítasunnu. Sr. Hreinn Hákonar- son þýddi bókina. Bókin er hugsuð á al- mennan markað en gæti einnig nýst vel við fermingarfræðslu. Söngvasveigur 7 kemur út í haust en það er söngbók fyrir barnakóra. í október koma út Messusöngvar Sig- fúsar Eymundssonar. Eftir norska prest- inn Eivind Skeie kemur út ritið Hann lýs- ir sem sól — sögur um barnið í Betlehem. Einnig kemur út kirkjuheimsóknarefni eft- ir Eivind sem heitir Kirkjan segir frá. Jóla- sögur II eftir Elínu Jóhannsdóttur koma út í nóvember. Hver er Jesú? eftir Siguijón Áma Eyjólfsson kom út í byrjun árs. > Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands Endurreisnartíminn á Ítalíu ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands mun nk. sjö fimmtudagskvöld standa fyrir nám- skeiði um Endurreisnartímann á Ítalíu, 1400-1600. Leiðbeinandi verður Ólafur Gíslason, blaðamaður og listgagnrýnandi. „Gerð verður grein fyrir þeirri menningarbyltingu sem átti sér stað á Italíu á 15. öld og reynt að varpa ljósi á hvernig hún birtist í byggingarlist, höggmyndalist og málaralist. Leitast verður við að skýra samhengið á milli samfélags- gerðar hugmyndasögu og form- gerðar eins og þær birtast í mynd- list og byggingarlist. Fjallað verður um formbyltingu Bmnelleschis og muninn á gotneskri byggingarlist og endurreisn. Einnig verður fjallað um formbyltingu Masaccios, Beato Angelico og Piero della Franesca í málaralist, tilkomu og hugmynda- lega merkingu fjarvíddar. í höggmyndalist verður fjallað um list Donatellos og tengsl hennar við húmanismann. Fjallað verður um áhrif nýplatónisma í verkum Botticelli, Michelangelos og Tizians. Tekin verður fyrir kreppa húman- ismans og nýjar trúarhugmyndir á 16. öld í verkum Rafaels, Miche- langelos, Tizians og manéristanna. Sérstaklega verður fjallað um Feneyjaskólann í myndlist á 16. öld. Einnig verður rætt um upphaf barokklistar, Caravaggio og tengsl hans við vísindabyltingu Galileos," segir í kynningu. MERISKIR SVEFNSOFAR 4ST í MÍRÍiÚ'ÚRMEÍ'HáÁ Næturgestir ! Amerísku svefnsófarnir frá Lazy-boy og Broyhill henta alveg sérlega vel fyrir þá sem vilja þægindi í vöku og svefni. Þetta éru fallegir og vandaðir svefnsófar með innbyggðri springdýnu. Ef þig langar í fallegan sófa sem á jafnframt að vera svefnsófi þá skaltu koma til okkar því úrvalið er fjölbreytt og gæðin eru vís. Verið velkomin. v> HÚSGAGNAHÖLLIN ItiliMiiifði 20 - 112 K'ik - S:5X7 ||*W Tvær stærðir: Full 135x190cm Queen 152x190cm og kosta frá kr. 74.190,- íFull. DAGSKRA MA frá Heilbrigðisráðuneytinu við Hlemm að Ráðhúsi hefst kl.16.15. S kó I ah I j ó m sve i t Grafarvogs í Ráðhúsi Reykjavíkur hefst kl.17.00 Fundarstjóri:Sveinn Rúnar Hauksson. Á mælendaskrá eru I tilefni dagsms HeimHið Bjarg Skólabraut 10, Seltjarnarnesi er með opið hús í tilefni dagsins þar sem allir eru velkomnir í* í Geðverndarfelag íslands Geðlæknafelag íslands Geöhjálp Heilbrigðisráðuneytið ViSA RAUÐI KROSS ISLANDS I TILEFNI DAGSINS:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.