Morgunblaðið - 09.10.1996, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 35
saga einhvers eins manns heldur
margra, þar á meðal Einars Ámason-
ar. Það má segja að stjórn Loftleiða
hafi skipað mjög hæfir menn, sem
allir höfðu ákveðna sérþekkingu og
bættu hver annan upp þannig að
saman gátu þeir lyft Grettistökum,
sem þeir einir sér hefðu ekki getað.
Út á við bar ef til viil ekki mikið á
Einari Ámasyni en hlutur hans í
þessari sögu var stór.
Einar Arnason var kosinn í aðal-
stjórn Flugleiða hf. við stofnun þess
félags árið 1973. Árið 1979 óskaði
hann að víkja úr aðaistjórn af
heilsufarsástæðum, en sat áfram
sem varastjórnarmaður til ársins
1988. Samtals sat hann 222 stjórn-
arfundi Flugleiða hf.
Það er nú svo að enginn fær ráð-
ið sínum örlögum og heilsa er eitt
sem ekki er í okkar valdi. Það var
því mikið áfall þegar Einar varð að
hætta störfum sem flugstjóri á árinu
1964 þar sem hann hafði greinst
með Parkinsonsveiki. Hann var í
blóma lífsins, aðeins 39 ára gamall,
en hann gafst ekki upp. Hann réðst
í útgerð og gerðist forstjóri og aðal-
eigandi útgerðarfélagsins Borgar-
kletts hf. og lét meðal annars smíða
skip með og fyrir nokkra helstu afla-
menn landsins og starfaði að sjávar-
útvegsmálum um margra ára skeið
með góðum árangri. En veikindin
ágerðust.
En sama er um loftið og sæinn
að svipult er þeirra geð.
Fararlán manna er misjafnt
og mannheill ei öllum léð.
Það var sárt að sjá þennan góða
dreng smátt og smátt missa hæfnina
til þess að tjá sig þótt honum lægi
margt á hjarta og hugur hans væri
heill.
Hann hélt áfram að fylgjast með
sínu gamla félagi og gladdist yfir
gengi þess. Ég þakka honum vináttu
og stuðning gegnum árin. Börnum
hans og aðstandendum votta ég
samúð mína og fyrir hönd stjórnar
Flugleiða hf. og starfsmanna þess
flyt ég látnum heiðursmanni þakkir
fyrir samfylgdina og hans störf í
J)róun íslenskra flugmála. Einar
Árnason lagði sinn skerf af mörkum
til þess að hrinda í framkvæmd víð-
tækri byltingu í samgöngu- og at-
vinnumálum þjóðarinnar sem við
búum að enn í dag.
Grétar Br. Kristjánsson.
Með Einari Árnasyni er genginn
einn af forvígismönnum flugstarf-
semi á íslandi. Einar var þátttak-
andi í byltingunni svokölluðu í stjórn
Loftleiða hf. á árinu 1953 þegar
ungir menn og framsæknir tóku við
stjórnvelinum og leiddu félagið til
ævintýralegrar framsóknar, gerðu
félagið að stórveldi í íslensku at-
vinnulífí og sem þekkt varð vestan
hafs og austan. Eina íslenska fyrir-
tækið sem þekkt er á vorum dögum
á neytendamarkaði erlendis tengist
flugstarfsemi. Byggist það á braut-
ryðjendastarfsemi Loftléiða hf. á
sínum tíma og átti Einar Árnason
sinn þátt í þeirri uppbyggingu.
Einar sat í stjórn Loftleiða hf.
alla tíð, frá 1953 og þar til félagið
var sameinað Flugfélagi íslands hf.
og úr varð Flugleiðir hf. árið 1973.
Mér er ljúft að votta að Einar var
traustur og góður stjórnarmaður og
með honum og öðrum stjórnarmönn-
um var góð samvinna öll þau ár sem
við unnum saman. Einar var ákaf-
lega náttúrugreindur og ótrúlega
glöggur á allar tölur, fljótur að átta
sig á aðalatriðum hvers máls. Þessi
einkenni hans komu sér vel í far-
sælli lausn fjölda vandasamra og
flókinna viðfangsefna sem leysa
þurfti í miklum uppgangi og umsvif-
um félagsins á stjórnarárum hans.
Dagfarslega var Einar ákaflega
þægilegur og viðkunnanlegur í allri
umgengni og varð vel til vina. Langt
fyrir tíma fram varð hann fyrir þeirri
ógæfu að veikjast af sjúkdómi, sem
ekki var varanlega læknanlegur.
Hann gafst þó ekki upp en hélt
áfram ótrauður að starfa að hugðar-
málum sínum af þeim mikla áhuga
og atorku sem honum var gefín.
Með Einari er genginn drengur
góður sem eftirsjá er að. Eftirlifandi
ættingjum er vottuð fyllsta samúð.
Sigurður Helgason.
HILMAR
RÓSINKARSSON
ÞIÐRIK
BALD VINSSON
+ Hilmar Rósink-
arsson var
fæddur að Snæ-
fjöllum á Snæ-
fjallaströnd 2. ág-
úst 1935. Hann lést
á Landspítalanum
30. september síð-
astliðinn. Foreldr-
ar Hilmars voru
Rósinkar Kolbeinn
Kolbeinsson, f. 24.
júní 1891 í Unaðsd-
al, Snæfjallahr., d.
5. nóv. 1956, og
Jakobína Rósink-
ara Gísladóttir, f.
31. maí 1896 að Bæjum á Snæ-
fjallast., d. 24. apríl 1960.
Hilmar átti 9 systkini, þau
eru Ólafur, f. 28. sept. 1917,
d. 24. mars 1987, Gestur Odd-
leifs, f. 23. ágúst 1920, býr í
Keflavík, Guðmundur, f. 27.
jan. 1924, d. 19. apríl 1989,
Hann Hilmar frændi er dáinn,
við vissum að hveiju dró síðustu
dagana, en hann kenndi sér fyrst
meins fyrir tveim mánuðum. Hann
Hilmar, sem var svo stór og sterk-
ur, hann var svo oft hér hjá okkur
og aldrei hvarflaði að okkur að
hann færi svo fljótt, en öll verðum
við kölluð fyrr eða síðar.
Hilmar bjó hjá foreldrum mínum
hér áður og kynntumst við honum
vel og var hann sem einn af fjöl-
skyldunni og var notalegt að hafa
hann með okkur um jólin og um
aðrar hátíðar. Oft þegar ég kom
heim til foreldra minna var Hilmar
staddur þar og ósjaldan rökrædd-
um við ýmis mál yfir kaffibolla
og oftast fór hann með sigur í
þeim rökræðum, því hann var
mjög fastur fyrir og ef hann var
búinn að mynda sér skoðun á
málum varð honum ekki svo glatt
haggað. Ég á eftir að sakna þess-
ara stunda því allt var þetta í
góðu gert.
Hilmar bjó sér sérstaklega fal-
Kristný Ingigerð-
ur, f. 26. febr.
1927, býr í Garðin-
um, Sigurborg
María Jónný, f. 25.
sept. 1928, býr í
Reykjavík, Jósep.
f. 15. júní 1932,
bóndi, Fjarðar-
horni, Bæjarhr.,
Strand., Elísabet,
f. 26. sept. 1933,
býr í Reykjavík,
Sigríður Margrét,
f. 14. nóv. 1937, býr
í Keflavík, Haf-
steinn Þór, f. 22.
mars 1941, býr í Kópavogi.
Hilmar var ókvæntur en
lætur eftir sig einn son, Pétur
André Hentze, f. 2. apríl 1966,
býr í Danmörku.
Útför Hilmars fór fram frá
Keflavíkurkirkju 5. október
síðastliðinn.
legt heimili og var notalegt að
koma til hans.
Fyrir þremur árum urðu mikil
umskipti í lífi Hilmars, þar sem
hann fór að stunda samkomur hjá
Veginum og frelsaðist. Þama fann
hann eitthvað sem fyllti líf hans og
varð söfnuðurinn hans önnur fjöl-
skylda. Hilmar var mjög hamingju-
samur að hafa fundið trúna og sagði
hann á sjúkrahúsinu að á hvom
veginn sem færi þá færi hann heim.
Elsku Hilmar, takk fyrir allt.
Kær kveðja,
Rósa Ólafsdóttir.
„Ó, sonur tilverunnar! Paradís
þín er ást mín, þitt himneska heim-
kynni endurfundir við mig. Stíg
þar inn og hika ekki, þetta er
það, sem þér hafði verið fyrirhug-
að í konungsríki voru hið efra og
voru æðsta veldi.“ (Bahá’u’lláh.)
Elsku Hilmar, við kveðjumst um
sinn. Þín frænka,
Ólafía K. Ólafsdóttir.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end-
urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl-
unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur-
eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer
5691181.
Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist
ein uppistöðugrein af hæfiiegri lengd en lengd annarra greina um
sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksenti-
metra í blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eidra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt-
ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali
eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect einnig auðveld í úrvinnslu.
+
Elskaður sonur okkar og bróðir,
SINDRI KONRÁÐSSON,
lést af slysförum þriðjudaginn 1. október.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni
föstudaginn 11. október kl. 13.30.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Lilja Helgadóttir, Konráö Jóhannsson,
Svanhildur Konráðsdóttir,
Hrafnkell Konráðsson,
Jóhann Helgi Konráðsson,
Aðalheiður Konráðsdóttir
og aðrir ástvinir.
+ Þiðrik Baldvinsson fæddist
í Hægindi í Reykholtsdals-
hreppi 16. mars 1911. Hann
lést á Dvalarheimili aldraðra
í Borgarnesi 26. september
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Borgarneskirlqu 5.
október.
26. september síðastliðinn lést
Þiðrik Baldvinsson á Dvalarheimili
aldraðra í Borgamesi. Horfinn er
á braut einlægur, hjartahlýr, bros-
mildur Diddi. Ég varð þess aðnjót-
andi að búa á heimili þessa afa-
bróður míns þegar ég sótti skóla
í Borgarnesi veturinn 1983. Diddi
var kátur maður og á fimmtudags-
kvöldum í skammdeginu var ekki
óvanalegt að spilaborðið græna
væri dregið fram og hann og Inga
kona hans byðu unglingnum mér
að taka í spil. Þá var oft kátt og
ekki verra þegar skálin með rúsín-
unum og súkkulaðibitunum gekk
hringinn.
Diddi var blíður maður og þegar
ég hugsa til þess dags sem ég
kvaddi þau hjónin eftir veturset-
una þá kemur kökkur í hálsinn.
Diddi átti sér skrifborð og sat oft
við það. Það er því svo ógleyman-
legt í minningunni þegar hann
kallaði í mig að skrifborðinu dag-
inn sem ég fór og dró upp úr einni
skúffunni stórt brúnt umslag og
rétti mér. í umslaginu var það
stærsta súkkulaðistykki sem ég
hafði fengið. Þetta var slík einlæg
gjöf og henni fylgdi svo mikil hlýja
að ekki verður lýst.
Diddi varð þess aðnjótandi að
geta notið mikilla samvista við
systur sína Guðnýju seinni árin
eftir að hún flutti í Borgarnes. Það
leið varla sá morgunn að Diddi
tæki ekki krókinn til systur sinnar.
Þar blómstraði systkinakærleikur-
inn yfir sykruðum pönnukökum
og kaffi. Þá sjaldan ég kom til
Guðnýjar frænku var það aldrei
svo að ekki hefðu hún og Diddi
eitthvað verið að sýsla.
Diddi var árrisull maður og oft
búinn að ganga bæinn á enda
áður en aðrir fóru á stjá. Hann á
hrós skilið fyrir þá alúð sem hann
lagði í að snyrta umhverfi bæj-
arbúa. Þeim bregður við þegar
Diddi er farinn.
Ég samhryggist ykkur, elsku
amma og afi og Guðný frænka.
Ég samhryggist þér, Inga mín, og
þinni fjölskyldu.
Ykkar
Kolfinna Jóhannesdóttir.
+
Ástkaer eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÚN JÚLÍA SIGURJÓNSDÓTTIR,
lést á Sólvangi, Hafnarfirði, mánudaginn 7. október sl.
Alexander Guðjónsson,
Aðalheiður Alexandersdóttir, Magnús Ingi Ingvarsson,
Hulda Alexandersdóttir, Magnús Nikulásson,
Svanhildur Alexandersdóttir, ÁgústB. Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Minningarathöfn um
STURLU JÓNSSON
fyrrv. hreppstjóra
frá Súgandafirði,
fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudag-
inn 10. október kl. 10.30.
Útför fer fram frá Suðureyrarkirkju laug-
ardaginn 12. október kl. 14.00.
Eva Sturludóttir, Guðni Þ. Jónsson,
Sigrún Sturludóttir, Þórhallur Halldórsson,
Kristín Sturludóttir, Guðbjörn Björnsson,
Jón Sturluson, Sigurbjörg Björnsdóttir,
Eðvarð Sturluson, Arnbjörg Bjarnadóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur-
faðir, tengdafaðir og afi,
HELGI SKÚLASON
leikari,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík fimmtudaginn 10. október
kl. 15.00.
Blóm og kransarvinsamlegast afþakk-
aðir en bent er á líknarfélög.
Helga Bachmann,
Hallgrímur Helgi, Sigrfður Kristinsdóttir,
Skúli Þór, Anna-Lind Pétursdóttir,
Helga Vala,
Þórdis Bachmann
og barnabörn.
Innilegustu þakkir og kveðjur til allra, sem sýndu okkur samúð
og hluttekningu við andlát og útförföðurokkar, bróðurog mágs,
ERLENDAR GEIRS ÓLAFSSONAR,
Mávabraut 7,
Keflavík,
áðurtil heimilís
i'Vestmannaeyjum.
Ólafur Geirsson, Gunnlaugur Óskar Geirsson,
Óskar Ólafsson, Jóhanna Agústsdóttir.