Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 48
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTOBER 1996 i Sími 551 6500 LAUGAVEG 94 BALTASAR KORMÁKUR • GÍSLI HALLDÓRSSOI' J • SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR 43 sálit ★ ★★V2 S.V. Mbl A A A 1 / ★★★ Ó.H.T. Rás 2 ★ ★★ U.M. Dagur-Tíminn ★ ★★ Mjpfegsljósji Far- eða Gullkortshafar VISA oc Námu- og Gengismeðlimjr Landí banKa fá 25% AFSLATT Gildir fyrirtvo. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11 ÍTHX MARGFALDUR /DD/ multipl|C ■ Sýnd kl. 7.10 og 9.10.. t SUNSET PARK LIÐIÐ | fe líjhTj ’Þu.-verðiir að syna Iwað i þer byr SUNSET PflRK Sýnd kl. 5.10 og 11.10. Töff mynd, hörku körfubolti, dúndran- di hipp hopp smellir. Meðal hipp hopp flytjenda eru 2Pac, 69 Boyz með lagið Hoop N Yo Face, MC Lyte/Xscape með Keep on Keepin' On" og Ghostface Killer með Motherless Child. Á ÆFINGU á bamaleikritinu „Trúðaskólinn“. FRÆNDURNIR Róbert Oliver Gísla- son og Fannar Daniel Guðmundsson komu til að fylgjast með pabba sínum og afa, Gísla Rúnari Jónssyni, sem leik- stýrir barnaleikritinu Trúðaskólanum. MORGUNBLAÐIÐ SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 551 1384 NETFANG: http://www.islandia. is/sambioin FYRIRBÆRIÐ • Sfif*: « VS.V MBL lllur hugur fTvær konur, nn karlmadur, niðurstaðan gæti orðiö ógnvænleg. DIABÖLIQUE Gulleyja Prúðuleikaranna ““ 'M : Sýnd kl. 5. Sýnd kl. 5. ÍSLENSKT TAL Opið Borgar- leikhús FJÖLDI fólks lagði leið sína á opið hús í Borgarleikhúsinu um síðustu helgi þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá. Meðal annars fengu gestir að fylgjast með æfingum á leikrit- um, bæði á litla og stóra svið- inu, sungin voru lög úr leikrit- inu „Stone Free“ og börn fengu glaðning. ÞÓRHILDUR Þorieifsdóttir leikhússtjóri tók á móti gestum og sést hér með Ragnari Stefánssyni jarðskjálftafræðingi og Ingi- björgu Hjartardóttur. Morgunblaðið/J6n Svavarsson BEKKURINN var þéttskipaður á æfingu á leikritinu „Svanurinn“ á stóra sviðinu. Fremst á mynd- inni eru Kevin Kuhlke leikstjóri og Jón Þórðarson sýningarstjóri. Indæll kvartett TONUST 7“ vínyl smáskífa KVARTETT Ó. JÓNSSON OG GRJÓNI. Smáskífa samnefndrar hljómsveit- ar. Tónlist samin og flutt af Kvart- ett Ó. Jónssonar og Gijóna. Tekið upp í Stúkó og hljóðblandað í Stúdió Sveitin. Lengd 8.05 mín. ÞAÐ verður að teljast frekar óvenjulegt útgáfuform að gefa út vínylplötu í dag, Kvartett Ó. Jónssonar og Grjóna setur það ekki fyrir sig að flestir eru bún- ir að setja plötuspilarann inn í skáp og gáfu nýlega út bleika 7“ smáskífu með fjórum lögum. Undirritaður veit engin deili á kvartettnum og engar upplýs- ingar koma fram um hann á umslagi plötunnar og því ómögulegt að vita við hveiju átti að búast. Tónlistin kom skemmtilega á óvart, Kvartett Ó. Jónssonar leikur undarlega blöndu sem helst má skilgreina sem blöndu af brimtónlist, rokkabillí í ætt við Langa Sela og skuggana sálugu og afbrigði- lega lyftutónlist. Enginn söngur er á plötunni fyrir utan stunu í lok fyrsta lagsins enda senni- lega ekki við hæfi, tónlistin er nefnilega ekki krefjandi heldur hálfgerð „kokkteiltónlist“ og hljóðfæraleikur allur mjög lát- laus. Engu að síður er tónlistin mjög melódísk og vel heppnuð stef einkenna hljómsveitina. Sérstaklega hreifst undirritaður af Ástarsmekkleysunni og or- gelleiknum þar, einnig er lagið Mao funk prýðisgott. Sísta lagið og jafnframt það síðasta á plöt- unni heitir All dressed up and no place to go, það hljómar dálít- ið eins og uppfylling til að nýta plássið á plötunni. Hljómurinn á plötunni er frekar þunnur og innilokaður, sennilegast er upp- tökunum þar um að kenna því nýjar og vel með farnar vínyl- plötur hljóma jafn vel og jafnvel betur en geisladiskar að mati undirritaðs. Umslag plötunnar er vel heppnað, hæfir innihaldinu og fyrir utan hljóminn er platan góð í alla staði. Gaman væri að heyra meira með Kvartett Ó. Jónssonar og Gijóna, og þó að hljómsveitin njóti sín eflaust betur á tónleik- um þá er hljómplata Ó. Jónsson- ar og Gijóna tilvalin í jólapakk- ann þegar þar að kemur. Gísli Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.