Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 13 AKUREYRI Gjaldskyldum bílastæðum fjölgar um fjórðung Ný stæði norðan Ráðhústorgs Morgunblaðið/Kristján UM 30 ný gjaldskyld bílastæði hafa verið tekin í notkun í norður- hluta miðbæjar Akureyrar. Olafur Jósepsson stöðumælavörður segir að bæjarbúar hafi almennt ekki áttað sig á því að stæðið væri gjaldskylt nú, að minnsta kosti væru mun fleiri bílar án kvittunar í framrúðunni. Brotist inn á þrjá staði BROTIST var inn á þrjá staði á Akureyri um liðna helgi, í bama- fataverslunina Drífu í miðbæ Akureyrar og tvær sjoppur, Turn- inn í miðbænum og Garðshom við Byggðaveg. A öllum stöðum voru rúður brotnar og þannig farið inn, en aðrar skemmdir voru ekki unnar í innbrotunum. Þjófurinn eða þjóf- arnir höfðu skiptimynt á brott með sér sem og vindlinga. Unnið er að rannsókn málanna. ----♦ ♦ ♦---- Veitunefnd Dalvíkur Hitaveita hækkar um 6% VEITUNEFND Dalvíkurbæjar hefur samþykkt að hækka gjald- skrá hitaveitu um 6%. Hækkunin tekur gildi 1. nóvember næstkom- andi. I bókun nefndarinnar er þess getið að síðasta gjaldskrárhækkun hafi verið í mars 1994, en bygg- ingarvísitalan hafa hækkað um 11% á sama tíma. GJALDSKYLDUM bílastæðum í miðbæ Akureyrar hefur fjölgað um fjórðung, en á mánudag voru tekin í notkun rúmlega 30 gjaldskyld bíla- stæði við Geislagötu, sunnan Bún- aðarbankans og fjölgaði þeim þar með úr um 130 í 160. Miðamælir er á stæðinu og er gjald það sama og í þá mæla sem fyrir eru í bænum eða 10 krónur á hveijar 10 mínútur. Hægt verður að greiða með 5, 10, 50, og 100 krónu mynt í mælinn. Kvittun sem segir til um hvenær greiddur tími er útrunninn skal leggja á mæla- borð bifreiðarinnar. Gunnar Jóhannesson, deildar- verkfræðingur hjá Akureyrarbæ, sagði að um væri að ræða fyrsta gjaldskylda bílastæðið norðan við Strandgötu, en í nágrenninu væru bankar og stofnanir þar sem marg- ir þyrftu að sinna erindum sínum. „Það hefur verið erfitt að fá bíla- stæði á þessum slóðum en þetta bílastæði er sérstaklega gert fyrir þá sem reka þurfa sín erindi í stofn- unum á svæðinu," sagði Gunnar. Nýtt stórt stæði næsta ár Hann sagði þokkalegt ástand ríkja í bílastæðamálum miðbæjar- ins, í suðurhluta hans væri töluvert um ógjaldskyld stæði, en aftur þrengra hvað það varðar í norður- hlutanum. Vænti hann þess að á næsta ári yrði hafist handa við gerð stórs bílastæðis vestan Búnað- arbankans en afstaða til þess hvort um gjaldskyld stæði eða ógjald- skyld yrði að ræða hefði ekki verið tekin. Aætluð innkoma Bifreiðastæða- sjóðs Akureyrar á þessu ári er 8,7 milljónir króna. Gjöld sjóðsins á liðnu ári námu um 4,5 milljónum króna, en sjóðurinn fjármagnar gerð bifreiðastæða á Akureyri. Lóð- arhafar í miðbæ, sem ekki geta uppfyllt kröfur um bílastæði inni á sínum lóðum, greiða einnig ákveðið gjald í sjóðinn þannig að hluti tekna hans hefur fengist með þeim hætti. Þannig hafa í ár verið greiddar 4,5 milljónir króna til viðbótar áætlaðri innkomu, en þar er um að ræða bifreiðastæðagjöld frá eldri tíð. Að halda sönsum AÐ HALDA sönsum í daglega líf- inu er yfirskrift fjölbreyttrar dag- skrár sem verður í Deiglunni, Kaupvangsstræti, annað kvöld, fimmtudagskvöldið 10. október frá kl. 20.30 til 22.30 í tilefni af al- þjóðlega geðverndardeginum sem í ár er tileinkaður andlegu heil- brigði kvenna. Valgerður Magnúsdóttir félags- málastjóri Akureyrar og séra Sig- ríður Guðmarsdóttir í Ólafsfirði flytja stutt erindi, lesið verður upp úr nýútkominni bók, „Góðar stelp- ur komast til himna en slæmar hvert sem er“ eftir þýska sálfræð- inginn Ute Ehrhardt, rætt verður um samviskubit og streitu og leið- ir til úrbóta. Einnig verður sungið og dansað. Fyrir þessari dagskrá standa nokkrar konur sem hafa brenn- andi áhuga á andlegu heilbrigði kvenna og fengu styrk frá jafn- réttisnefnd Akureyrar til að standa fyrir fundinum. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! Gerðu miklar kröfur til öryggis og búnaðar þegar þú kaupir þér nýjan bíl. Gerðu samanburð, niðurstaðan verður Renault Mégane. Vökva- og veltistýri, fjarstýróar samlæsingar meó þjófavörn, hágæóaútvarp og segulband meó fjarstýringu, 6 hátalarar, snúningshraóamælir, klukka, litað gler, rafdrifnar rúóur, útihitamælir, samlitir stuóarar, þokuljós aó framan, loftpúói fyrir ökumann og farþega, styrktarbitar í huróum, bílbeltastrekkjarar, bílbeltahöggdeyfar, höfuópúóar aó aftan o.m.fl DTégane TffiaTT» RENAULT ÁRMÚLA 13. SÍMI: 568 1200 M . a ko: tV„.: BEINNSIMI: 553 1236

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.