Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI 110 milljarðar króna í vaxtagreiðslur á 11 árum VAXTAGREIÐSLUR ríkissjóðs hafa numið samanlagt um 110 milljörðum króna á ellefu ára tíma- bili frá árinu 1985 til 1990 og gera má ráð fyrir að vaxtagreiðsl- ur á næstu árum nemi 13-14 millj- örðum króna árlega. Ef ekki þyrfti að inna þessar greiðslur af hendi mætti lækka tekjuskatt einstakl- inga eða virðisaukaskatt um sjö prósentustig. Þetta kemur fram í upplýsinga- bréfi sem ríkisijármálanefnd ríkis- stjórnarinnar hefur gefið út, en í henni eiga sæti Davíð Oddsson, forsætisráðherra, Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra, Frið- rik Sophusson, fjármálaráðherra, og Guðmundur Bjarnason, um- hverfis- og landbúnaðarráðherra. í bréfinu eru færð rök fyrir því hvers vegna æskilegt er að ná jafn- vægi í ríkisbúskapnum. „Það er ekki réttlætanlegt að ríkissjóður haldi áfram að safna skuldum og velta vandanum yfir á bömin okk- ar þegar efnahagur fer batnandi. Það væri óábyrgt af stjórnmála- mönnum að nýta ekki efnahags- batann til að grynnka á skuldum ríkisins. Við megum ekki kaupa vinsældir samferðamanna okkar með kostnaðarsömum góðverkum, en senda síðan reikninginn til kom- andi kynslóða," segir fjármálaráð- herra í formála bæklingsins. í upplýsingabæklingnum kemur fram að ríkissjóðshalli sé alþjóðlegt vandamál og að mikill halli hafi verið á rekstri hins opinbera í flest- um aðildarríkjum OECD. Vegna samdráttarskeiðsins sem hófst í byrjun þessa áratugar hafi hallinn á skömmum tíma farið úr 1-2% í 6-7% af landsframleiðslu. Þetta hafi meðal annars leitt til hækkun- ar vaxta og aukins atvinnuleysis. Nú séu skilaboðin frá alþjóðaefna- hagsstofnunum að nýta beri upp- sveifluna í efnahagslífi heimsins til þess að taka fjármál ríkis og sveitarfélaga föstum tökum. Til marks um samstöðuna í þessum efnum sé að í sameiginlegri grein- argerð atvinnurekenda og laun- þega í Evrópusambandinu eru að- gerðir til þess að ná tökum á halla- rekstri hins opinbera taldar for- senda þess að störfum fjölgi og atvinnuleysi minnki. Dregið úr ríkisútgjöldum Þá segir að stefnan í ríkisfjár- málum hér til aldamóta verði að markast af eftirtöldum þáttum: Að draga úr ríkisútgjöldum, að auka ekki skattaálögur, að skila ríkissjóði með tekjuafgangi og að draga úr skuldasöfnun og minnka skuldabyrði komandi kynslóða. Spara þurfi á öllum sviðum til að hafa taum á ríkisútgjöldunum. Nú nemi skuldir ríkisins um 3,5 millj- ónum króna á hveija fjögurra manna íjölskyldu. Ef tekjuafgang- ur á næstu árum verði notaður til þess að greiða skuldir muni skuld- in nema um 3 milljónum um alda- mót en muni að öðrum kosti vaxa í um 4 milljónir sé ekkert að gert. Ráðinn til McKinsey & Company • ÁSGEIR ÞÓRÐARSON, verk- fræðingur og rekstrarhagfræðingur, hefur verið ráðinn til starfa hjá bandaríska ráð- gj afarfyrirtækinu McKinsey & Company. Ásgeir mun starfa við rekstrarráðgjöf á skrifstofu McKins- ey í Kaupmanna- höfn frá og með 20. október nk. Ásgeir lauk prófi í vélaverkfræði frá Háskóla íslands 1987 og MBA-prófi frá University of San Francisco árið 1989. Þá um haustið hóf hann störf hjá Verð- bréfamarkaði íslandsbanka, VIB. Ásgeir starfaði fyrst sem ráðgjafi, síðan sem markaðsstjóri og frá árinu 1993 hefur hann verið forstöðumað- ur miðlunar og fyrirtækjaþjónustu VÍB. Ásgeir Þórðarson Morgunblaðið/Ásdís Americana’96 byrjar í dag AMERÍSKIR dagar, Americ- ana’96 hefjast í dag. Skemmti- dagskrá verður í Kringlunni dagana 9.-13. október. Þar verð- ur fjöldi fyrirtækja með kynn- ingu á ýmsum vörum, auk þess sem boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði, s.s. bandariska sveitadansa, tískusýningar og tónlist. í fréttatilkynningu frá Bandaríska sendiráðinu kemur fram að Americana’96 standi til 20. október og á tímabilinu verði tilboð og kynningar á matvörum í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, KÁ og Kjarvali á Selfossi og KEA á Akureyri. Þetta er fimmta árið sem Amerískir dagar eru haldnir, en sniðið á þessari hátíð hefur verið með ýmsu móti. Flest sem á rætur sínar að rekja til Banda- ríkjanna heyrir undir Americ- ana’96, þar á meðal menning og saga Bandaríkjanna, auk vöru og þjónustu. Um fjörutíu fyrir- tæki taka þátt í Americana’96 og hafa þau aldrei verið fleiri, segir í fréttatilkynningunni. Útboð vegna farsímakerfis Innlendir aðilar skoða þátttöku í útboðinu AÐ minnsta kosti tvö íslensk fyrir- tæki hafa í hyggju að athuga möguleika á að taka þátt í útboði vegna starfsleyfís til reksturs ann- ars farsímakerfís til viðbótar kerfí Pósts og síma. Að auki hafa bor- ist fyrirspurnir til samgönguráðu- neytisins erlendis frá um símakerf- ið hér á landi á undanförnum mánuðum. Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, sagði á ráðstefnu Pósts og síma um ljarskiptaþróun í fyrra- dag, að vilji hans stæði til þess að útboð á starfsleyfi vegna ann- ars farsímakerfis gæti farið fram fyrir áramót og nýtt kerfi taki til starfa eigi síðar en 1. júlí á næsta ári. Hafa beðið eftir tækifæri Yngvi Harðarson, hagfræðing- ur, sagði að Fjarskiptafélagið ehf. myndi taka þátt í þessu útboði þegar að því kæmi. Þeir hefðu lengi beðið eftir tækifæri eins og þessu og væri ekkert að vanbún- aði í sjálfu sér, en ættu auðvitað eftir að sjá útboðslýsinguna. Það væri ekki fyrr en hún lægi fyrir sem menn vissu hvort það væri eitthvað fleira sem þyrfti skoðunar við en þegar hefði komið fram. Sigurður G. Guðjónsson, lög- maður, sagði að útboðsskilmálar þyrftu að liggja fyrir áður en ákvörðun yrði tekin um hvort Nýja íslenska símafélagið tæki þátt í útboðinu. „Þegar við höfum séð þá á ég alveg eins von á því að við munum taka þátt í svona útboði,“ sagði Sigurður. Hann sagði að þeir væri búnir að vera að undirbúa þetta í tvö ár og hefðu verið að bíða eftir því að eitthvað gerðist á íslandi að þessu leyti. Þátttaka í útboðinu væri að öðru leyti háð því hvað fælist í þessum útboðsskilmálum. Olíurisar ræða um samruna London. Reuter. TVEIR vestrænir olíurisar, Texaco og Shell Oil, segjast eiga í viðræð- um um möguleika á að sameina olíuhreinsun og markaðssetningu fyrirtækjanna í Bandaríkjunum. Með slíkum samruna yrði komið á fót stærsta olíusölufyrirtæki heims. Samruninn gæti tryggt 15% markaðshlutdeild í Bandaríkjunum og sameiginlegt fyrirtæki ætti eignir að verðmæti 10 milljarðar dollara. Fyrirtækið yrði samstarfs- aðili Saudi-Arabíu og fengi því stöðugar birgðir frá mesta olíu- ! framleiðanda heims. Fyrirtækin birtu yfírlýsingar } vegna fréttar í Wa.ll Street Jour- ; nal, sem sagði að samruninn mundi ná til Texaco, Shell, Bandaríkja- | deildar Royal Dutch/Shell Group, og Star Enterprise, sameignar- fyrirtækis Texaco og Saudi Ar- amco, ríkisolíufélags Saudi-Arab- íu. Shell Oil sagði í yfirlýsingu að þótt fyrirtækin könnuðu ýmsa möguleika hefðu engar ákvarðanir verið teknar. Texaco staðfesti einnig viðræð- ur um hugsanlegt bandalag. Sagt var að tilgangur viðræðnanna væri að gera reksturinn hag- kvæmari, bæta samkeppnishæfni og auka sem mest styrkleika fyrir- tækjanna. Olíusérfræðingar segja að með fyrirhuguðum samruna verði dreg- ið úr kostnaði af olíuhreinsun og markaðssetningu og harðri sam- keppni mætt á þessum sviðum, en þeir velta því fyrir sér hve mikill sparnaður verði. Sérfræðingar telja að hugsanlegur spamaður kunni að verða minni en fyrirtækin geri sér vonir um. Skipulagsbreytingar hjá íslandsbanka Verðbréfamiðlun færð undir viðskiptastofu ÁKVEÐIÐ hefur verið að færa sölu og kaup á verðbréfum frá Verðbréfamarkaði Islandsbanka til viðskiptastofu íslandsbanka. Verð- bréfamarkaðurinn mun hér eftir einbeita sér að eignastýringu í enn ríkari mæli en til þessa. Með þess- ari formbreytingu eru skilin milli eignavörslu annars vegar og sölu og kaupa á verðbréfum hins vegar gerð skarpari, jafnframt því sem fyrirhugað er að efla þá fyrirtækja- þjónustu sem Islandsbanki býður upp á, að sögn Tryggva Pálssonar, framkvæmdastjóra hjá fslands- banka. Stefnt er að því að þessar breytingar taki gildi fyrir áramót, en um helgina auglýsti íslands- banki eftir forstöðumönnum mark- aðsviðskipta annars vegar og fyrir- tækjaviðskipta hins vegar. Tryggvi Pálsson, sagði að enn væri verið að útfæra þessar tillögur í einstök- um atriðum. Almennt væri hins vegar stefnt að því með breytingun- um að draga skýrari mörk milli eignavörslu og verðbréfakaupa. Verðbréfamarkaðurinn myndi í enn ríkari mæli en hingað til ein- beita sér að stjórnun eigna og við- skiptastofan myndi taka yfír verð- bréfakaup og -sölu, en reynslan af viðskiptastofunni, sem hefði fram að þessu haft með höndum gjald- eyris- og peningamarkaðsviðskipti, hefði verið mjög góð. „Við erum að stíga næstu skref í þessum markaðsviðskiptum með því að tengja verðbréfaviðskipti við gjaldeyris- og peningamarkaðsvið- skipti. Einnig ætlum við að þróa enn frekar þjónustu við stórfyrir- tæki, sjóði og stofnanir,“ sagði Tryggvi ennfremur. Hann benti á að í eina tíð hefðu gjaldeyrisviðskipti verið út af fyrir sig og sama hefði gilt um peninga- markaðsviðskiptin. Þetta hefði síð- an verið sameinað í viðskiptastof- unni, sem nú tæki einnig yfír verð- bréfaviðskiptin. ) t > ► i \ í í i i I I I l I í í I .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.