Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDÁGUR 9. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þjóðníðingur Ibsens í ónefndum bæ í Kina FRÁ sýningu Kínveijanna á Þjóðníðingi Ibsens. HVAÐA erindi á 19. aldar norskt leikskáld til kínverskra leikhús- gesta á ofanverðri 20. öld. Ýmis- legt, að því er segir í The Internat- ional Herald Tribune. Nýlega var sett upp í Peking verk Henrik Ib- sens „Þjóðníðingurinn" í fyrsta sinn í rúm 70 ár í Kína og virðist verkið jafndjarfleg árás á valda- stétt kínverskra kommúnista og hefði það verið skrifað á árinu. Verkið fjallar um spillta emb- ættismenn sem ljúga til að vernda vafasama viðskiptahagsmuni og gera það undir þeim formerkjum að það sé í almannaþágu. í því eru völd flokka gagnrýnd en orð- heppinn gáfumaður hafinn til skýj- anna, þrátt fyrir að æstur lýður ofsæki hann. Til að tryggja að kínverskir áhorfendur áttuðu sig á innihaldi verksins, var sögusviðið flutt frá Noregi, til ónefnds bæjar í Kína. Og hápunktur verksins er þegar söguhetjan, Thomas Stockmann, lýsir því yfir að ekki sé hægt að þagga niður í rödd sannleikans og reiður lýðurinn yfirgnæfir hann með því að syngja upphafsstef lags úr menningarbyltingunni, „Austrið er rautt“. Stytt til að sneiða hjá vandræðum „Ég hafði nútímaáhorfendur í Norska leikskáld- ið Henrik Ibsen hefur löngum átt upp á pallborðið hjá Kínverjum Kína í huga og valdi tákn sem hafa sérstaka þýðingu í huga þeirra,“ segir leikstjórinn, Wu Xia- ojiang og bætir því við að verk Ibsens eigi jafnmikið erindi til áhorfenda og fyrir 100 árum. Hann stóðst þó freistinguna að ganga enn lengra í að staðfæra verkið, t.d. með því að nota strýtu- laga hatt og skilti sem fórnarlömb ofsókna menningarbyltingarinnar voru neydd til að ganga með. Og hann felldi niður setningar sem fullvíst var að hefðu reitt embætt- ismenn í menningarmálaráðuneyt- ingu til reiði, svo sem þá yfirlýs- ingu Stockmanns að „það versta er það, að frá einum enda til ann- ars í þessu landi, er hver maður þræll flokksins“. Löngum heillast af Ibsen Þegar „Þjóðníðingurinn" var sýnt í fyrsta sinn í Kína, ýtti það undir hina svokölluðu 4. maí um- bótahreyfingu sem hafði mikil áhrif í Kína árið 1919. Kínverskir menntamenn hafa löngum heillast af Ibsen, leikstjórinn Wu segir að þar í landi hefjist skilningur manna á vestrænum leikverkum, á Ibsen. Það var Hu Shi, sem var við nám í Bandaríkjunum í upphafi aldarinnar, sem fyrstur kynnti Ib- sen fyrir Kínveijum. Hu var pró- fessor í heimspeki við Peking- háskóla og árið 1918 birtist grein um Ibsen eftir hann í tímariti Nýrrar æsku um Yibusheng, eins og Ibsen útleggst á kínversku. „Þjóðníðingurinn" höfðaði mjög til kínverskra menntamanna, sem sáu í Stockmann samsömun við hinn réttsýna fylgismann kenn- inga Konfúsíusar sem hættir lífi sínu og limum til að standa upp gegn keisaranum. „Það er aðeins lítill minnihluti, stundum aðeins einn maður, sem er ekki sáttur við aðstæður í þjóðfélaginu, sem vill umbætur og byltingu,“ segir í grein Hu frá 1918. Bannað hvað eftir annað Hin pólitísku skilaboð verksins hafa ekki farið fram hjá stjórn- völdum í Kína. Árið 1928 var upp- setning þess bönnuð en verkið var þó að endingu sett upp undir öðru nafni. Árið 1935 stöðvaði lögregla sýningar á „Brúðuheimilinu“ eftir Ibsen, þegar það hafði verið sýnt í þijá daga. Leikkonan sem fór með hlutverk Nóru missti starf sitt og faðir hennar rak hana að heiman. Hún gat ekki farið með hlutverk Nóru er verkið var sett upp síðar sama ár og við því tók Jiang Qing, sem síðar varð eigin- kona Maós formanns. Eftir að kommúnistar komust til valda í Kína reyndist æ erfið- ara að setja verk Ibsens upp. Maó lagði áherslu á flokkshollustu, ekki einstaklingshyggju. Og þar sem hann taldi að öll list ætti að eiga sér pólitísk markmið, var áhættusamt að setja verk Ibsens upp. Árið 1956, á fimmtíu ára ártíð Ibsens, var flutningur „Brúðuheimilisins" leyfður. Hald- in var ráðstefna þar sem leik- skáldið var hafið til skýjanna fyr- irað„afhjúpa hið illa í kapitalísku samfélagi og ljótleika smáborgar- anna“. Jafnframt var túlkun Hu Shi fordæmd og hlaut hann ekki uppreisn æru fyrr en tveimur ára- tugum eftir lát sitt. Verk Ibsens voru ekki sett upp fyrr en löngu eftir menningarbyltingu. Enn eru ýmis ljón í veginum, að sögn leikstjórans Wu, en þau hljóma mun kunnuglegar í eyrum Vesturlandabúa. „Kínverskir áhorfendur eru latir. Þeir myndu frekar vilja sitja heima og horfa á sjónvarp. Á síðustu tveimur ára- tugum hafa menn fengið nóg af stjórnmálum, fólk vill ekki lengur hugsa um þau.“ Snákurinn snýr aftur KVIKMYNÐIR Laugarásbíó FLÓTTINN FRÁ L.A. („ESCAPE FROM L.A.“) ★ ★>/2 Leikstjóri John Carpenter. Hand- ritshöfundur John Carpenter, De- bra Hill, Kurt Russell. Kvikmynda- tökustjóri Gary B. Kibbe. Tónlist John Carpenter, Shirley Walker. Aðalleikendur Kurt Russell, Cliff Robertson, Stacey Keach, Steve Buscemi, Peter Fonda, Pam Grier, A.J. Langer. Bandarísk. Para- mount 1996.100 mín. 15 ÁR eru liðin frá því að Flótt- inn frá New York,(hún átti að gerast 1997), ein besta B-mynd síðari ára, var frumsýnd og töldu þeir leikstjóri og aðalstjarna mynd- arinnar, Carpenter og Russell, tíma kominn til að beija saman nýjan kafla um svaðamennið og bjarg- vættinn Snake Plissken (Russell). Framhaldsmyndin er barn síns tíma en í meginatriðum er efnis- þráðurinn hliðstæður. Komið er framá 21. öldina. Los Angeles hefur klofnað frá megin- landinu í hrikalegum náttúruham- förum og er orðin fanganýlenda þar sem safnað hefur verið saman hvers kyns óþjóðalýð og óvinum fasistastjórnarinnar sem ræður ríkjum undir einræðiskrumlu For- setans (Cliff Robertson). Jafnvel Utopia (A.J. Langer) dóttir hans hefur forðað sér undan ógnar- stjóminni og er flúin undir vernd- arvæng uppreisnarforingjans Cu- ervo (George Corraface) og haft með sér veigamikil ríkisleyndarmál í farteskinu. Vitaskuld getur einn maður bjargað málunum - Snake Plissken. Hann hefur lent í ónáð stjómarinnar, er bjargað úr raf- magnsstólnum svo fremi að hann hafi uppi á Utopiu og leyndarmál- unum. Snáknum er smyglað inná eyju hinna fordæmdu, ríki upp- reisnarseggja, portkvenna og ójafnaðarmanna. Þarf að spytja að leikslokum? Sjálfsagt er myndin best skemmtun þeim sem dálæti höfðu á forvera hennar og þeir eru marg- ir. Að hætti tíðarandans ber mikið á nýjustu tæknibrellum, jarð- skjálftaatriðin eru vel gerð, stór- byggingar og heilu borgarhverfin leika á reiðiskjálfí, sögufrægar byggingar ummyndast í rusla- hauga, jafnvel Paramount-fjallið fræga verður á vegi Sr.áksins. Fanganýlendan, rústir Los Angel- esborgar, dimmar og drungalegar líkt og íbúamir. New York var ekkert síðra helvíti í fyrri mynd- inni, sem var hrárri og mikið ódýr- ari. Hún var einnig prýdd fjölda- mörgum, minnisstæðum leikurum í aukahlutverkum, eins og Emest Borgnine, Harry Dean Stanton, Donald Pleasance og Lee Van Cle- ef, svo nokkrir séu nefndir. Hér er líka gnótt góðra manna í minni hlutverkum, þau eru hinsvegar mun bragðminni. Steve Buscemi, Peter Fonda og Stacey Keach og Pam Grier þurfa lítið að hafa fyrir hlutunum. Cliff Robertson nær hinsvegar ágætum, kómískum tök- um á einræðisherranum. Hann og Russell ná að glæða þessar teikni- myndapersónur lífí. Russell er orð- inn skemmtilega lummuleg kvik- myndahetja og heldur myndinni ágætlega saman þrátt fyrir undir- hökumar. Það er spursmál hvað auknir peningar og frábær brellu- smíði (og ágætur sess í hasar- myndasögunni) hefur gert fyrir Flóttann frá L.A.. Hún skákar ekki sínum vinsæla forvera né treystir fallandi gengi Carpenters. Engu að síður dágóð afþreying sem átti að hafa alla burði til að vera mun meira krassandi. Sæbjörn Valdimarsson Undur náttúrunnar Ari Trausti Halldór Guðmundsson Kjartansson BOKMENNTIR Landafræöi VOLCANOES IN ICELAND eftir Ara Trausta Guðmundsson. 136 bls. Vaka-Helgafell. Reylqavík, 1996. EARTH IN ACTION eftir Ara Trausta Guðmundsson og Halldór Kjartansson. 166 bls. Vaka- Helgafell, Reykjavík, 1996. ÞAÐ ER tekið mark á jarðfræð- ingum. í vitund íslendinga tengist jarðfræðin ættjarðarást og þjóð- hollustu. Skáldið, sem orti Island ögrum skorið, samdi líka rit Um myndun íslands af jarðeldi. Jónas ferðaðist um landið og orti jarð- fræðiljóð. Nú leitast þeir við, jarð- fræðingarnir Ari Trausti Guð- mundsson og Halldór Kjartansson, að veita annarra þjóða fólki hlut- deild í áhuga okkar á íslands að- skiljanlegum náttúrum. Bæði eru ritin skipulega samin, hæfilega nákvæm og hæfilega fræðileg til að erlendur lesandi laðist að þeim og hafi af þeim tilætluð not. Ætla má að ýmis jarðfræðihugtök, sem hér heyrast nær daglega í fréttum — gígur, gjóska, vikur— svo dæmi séu tekin, láti ókunnuglega í eyr- um flestra útlendinga. Erlendir ferðamenn, sem hingað koma, hafa fæstir séð brunahraun. Séu þeir sæmilega upplýstir vita þeir að hér verða eldgos og höfuðborg- in er hituð upp með sjóðandi vatni úr iðrum jarðar. Komi þeir hingað gagngert til að skoða náttúruna og njóta hennar og vilji þeir fræð- ast um það sem fyrir augu ber er naumast völ á betri leiðarvísi en ritum þessum. Bók Ara Trausta er jarðelda- saga fyrst og fremst og tekur sem slík til síðustu tíu þúsund áranna, það er skeiðsins frá lokum ísald- ar. En það er einkum sú sagan sem er bæði sýnileg og áþreifan- leg um allt miðbik landsins, allt frá norðaustri til suðvesturs og teygir sig þar á haf út. Inn í eld- gosasöguna er svo skotið fróð- leiksmolum úr þjóðarsögunni, sagt frá afleiðingum Skaftárelda og Heimaeyjargoss svo dæmi séu tekin. Fyrir þá, sem lásu og lærðu Jarðfræði Guðmundar G. Bárðar- sonar, er fróðlegt að fara ofan í rit þetta til samanburðar. Milli Guðmundar og Ara Trausta skilur að minnsta kosti ein jarðfræðinga- kynslóð sem mikið orð fór af. Með hverri kynslóð kemur ný þekking. Atburði frá forsögulegum tíma er nú unnt að tímasetja með meiri nákvæmni en áður. Eldstöðvar, sem huldar eru undir jökli — Hofs- jökull t.d. — er nú hægt að mynda og rannsaka með hjálp hátækninn- ar. Jarðsagan er löng en lífið stutt. Jörðin hefur sitt stundaglas. Er íslendingum, öðrum þjóðum frem- ur, nauðsynlegt að nema slög þeirrar klukku. Eldgos og jarð- skjálftar eru einatt alvörumál, einkum nærri byggðu bóli. Viti maður hversu oft og með hve löngu millibili hefur gosið á til- teknum stað má ganga að því vísu að sagan geti endurtekið sig. Sama máli gegnir um jarðskjálfta. Bókinni skiptir höf- undur í tuttugu kafla og fjalla nítján þeirra um tiltekin jarðelda- svæði. í síðasta kaf- lanum, sem er eins konar yfirlit, er út- skýrt hvernig heiti reiturinn svokallaði kyndir undir okkar ástkæru fóstuijörð. Earth in Action skarast að efni til við jarðeldasöguna en tekur jafnt til annarra sviða jarðfræðinnar; lýsir því meðal annars hvemig vatn og vindar hafa sorfið landslagið í aldanna rás, berggrunninn jafnt sem gróð- urþekjuna. Minnt er á að ísland sé álfu vorrar yngsta land, elsta bergið kringum fimmtán milljón ára eða rösklega það. Sérstakur kafli er um hinn geigvænlega upp- blástur sem sífellt herjar á landið. En orsakir hans eru raktar til eld- virkni, mannvistar og kólnandi loftslags. Minnt er á óstöðuga veðráttu; staðviðri teljist hér til undantekninga. Og frost og þíða skiptist iðulega á. Vatnsbúskap landsins eru gerð rækileg skil. Lesandinn fræðist um þá miklu orku sem vatn og jarðvarmi búa yfir. Báðar eru bækur þessar glæsi- lega myndskreyttar. Og mestallt í lit. Annað þykir ekki boðlegt nú á dögum. Augljóslega hafa mynd- irnar verið valdar með það sjónar- mið fyrir augum að þær falli vel að efni, sýni sem gleggst það sem segir í textanum. Skýringarteikn- ingar eru líka margar. Báðir eru höfundarnir ritglaðir og ritfærir. Og auðvelt er að taka undir orð þeirra þar sem þeir segja að á Islandi sé jarðfræðin »lifandi« fræðigrein. Nafna og atriðaskrár auðvelda notkun bókanna. Erlendur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.