Morgunblaðið - 09.10.1996, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
JE MINN, nú er prestinn okkar líka farið að langa til Lúx.
Morgunblaðið/Ásdís
Rófumar orðnar stórar
VEL hefur sprottið í matjurta-
görðum sunnanlands í sumar.
Guðmundur Sæmundsson rófna-
bóndi á Eyrarbakka er að taka
upp, mánuði fyrr en venjulega
vegna þess hvað gulrófurnar hafa
vaxið hratt. Sæmundur sonur
Guðmundar segir að rófurnar séu
að verða of stórar, fólk vilji ekki
rófur sem eru yfir einu kilói.
Vegna rigninganna í haust er
garður Guðmundar á engjunum
HÖRÐUR Bjamason, sendiherra ís-
lands í Stokkhólmi, sat fund varnar-
málaráðherra Norðurlandanna, sem
lauk í Kalmar í Svíþjóð í gær. Þetta
var í fyrsta sinn, sem ísland á
áheyrnarfulltrúa á fundi sem þess-
um.
Að sögn Harðar hefur verið
ákveðið að íslandi verði áfram boðið
að senda áheyrnarfulltrúa á næstu
fundi ráðherranna, sem eru haldnir
tvisvar á ári. Hins vegar hafi ekki
verið ákveðið hvort Ísland fái fulla
aðild að fundunum eða hvort til
greina komi að halda slíkan fund á
Islandi, en norrænu ríkin skiptast á
um að halda fundina.
ofan við Eyrarbakka orðinn eitt
forarsvað og varla hægt að kom-
ast um hann á vélum. Sæmundur
átti von á því að vera mánuð að
taka upp þau 100 tonn sem hann
áætlar að séu í garðinum. Þegar
blaðamenn Iitu þar við voru þrír
sjómenn í vinnu við að taka upp
rófur, Þórarinn Jóhannsson og
Ómar Helgason voru að hella róf-
um í poka og Kjartan Helgason
einn á bak við þá við sama verk.
Fjallað um öryggismál
í Evrópu
Hörður segir að á fundi varnar-
málaráðherranna hafi verið rætt
m.a. um Eystrasaltssamstarfið, en
hin norrænu ríkin hafa tekið að sér
að þjálfa friðargæzlusveitir fyrir
Eystrasaltsríkin. Þá hafí verið fjallað
um samstarf í umhverfismálum og
upprætingu jarðsprengna í stríðs-
hrjáðum löndum. Loks hafi ráðherr-
arnir rætt um ástand mála almennt
í hinu evrópska öryggiskerfi. Hörður
segir það ekki sízt vera síðastnefnda
umræðuefnið, sem Island hafi hag
af að fylgjast náið með.
Sjálfstæðisflokkurinn
Lands-
fundur-
inn hefst
á morgun
LANDSFUNDUR Sjálfstæðis-
flokksins verður settur í 32. sinn
á morgun kl. 17.30 í Laugardals-
höll í Reykjavík en þá flytur for-
maður Sjálfstæðisflokksins, Davíð
Oddsson forsætisráðherra, ræðu.
Kjörorð fundarins er Einstakl-
ingsfrelsi - Jafnrétti í reynd en
jafnréttismál og samkeppnisstaða
íslands verða helstu dagskrárefni
landsfundarins að þessu sinni.
Klukkan 21 á fimmtudagskvöld
verða fimm opnir fundir um jafn-
réttismál á Hótel Sögu og Grand
Hótel og er þetta nýlunda í dag-
skrá lan'dsfundar Sjálfstæðis-
flokksins.
Ráðherrar
sitja fyrir svörum
Á föstudag kl. 9 sitja ráðherrar
flokksins fyrir svörum í Laugar-
dalshöll. Eftir hádegi verður mælt
fyrir stjórnmálaályktun og síðan
verða framsögur og umræður um
jafnréttismál kl. 15.30. Á laugar-
dag kl. 13.30 flytur Friðrik Soph-
usson fjármálaráðherra ræðu um
samkeppnisstöðu íslands. Að því
loknu verða ályktanir afgreiddar
en drög að ályktunum 24 málefna-
nefnda flokksins liggja fyrir sem
starfshópar munu fjalla um meðan
á fundi stendur.
Kosningar
á sunnudag
Dagskrá sunnudags hefst með
umræðum og afgreiðslu ályktana,
kosið verður í miðstjórn Sjálfstæð-
isflokksins fyrir hádegi og um kl.
16 á sunnudag er áætlað að kosn-
ing formanns og varaformanns
flokksins fari fram. Fundarslit eru
áætluð um kl. 17.
Varnarmálaráðherrar Norðurlanda
Islandi boðið
á næstu fundi
Doktor í Grímsvatnaeldstöðinni
Bjó sig undir
þetta gos
Dr. Magnús Tumi
Guðmundsson
SÍÐAN umbrot með
gosi hófust í Gríms-
vötnum hefur ungur
jarðeðlisfræðingur, Magnús
Tumi Guðmundsson, verið
tíður gestur í hvers manns
stofu, á sjónvarpsskermin-
um, útvarpi og í blöðum.
Vaknar þá gjarnan sú
spurning hver hann sé þessi
goskarl, sem skyndilega
skaut upp á stjörnuhimin
fjölmiðlanna. Það er ofur
eðlilegt því það hefur komið
í hans hlut að fljúga dag
hvern yfir eldstöðvarnar í
flugvél Flugmálastjórnar og
leggja þar mat á framvindu
eldsumbrotanna. Helgi
Björnsson jöklafræðingur
sagði blaðamanni Mbl. að
menn hefðu komið sér sam-
an um að best væri að sami
maður færi í flugferðirnar
til að bera saman frá degi
til dags. En Magnús Tumi hefur
einmitt gert Grímsvötnin og bygg-
ingu þeirra að sínu sérsviði.
„Ég á Helga mikið að þakka“,
sagði Magnús þegar þetta var
nefnt við hann. „Það var hann sem
kynnti mér jöklarannsóknir og
sérstaklega Grímsvötnin, svo ég
heillaðist af þessu viðfangsefni".
Mínar rannsóknir í Grímsvötnum
hafa verið í góðri samvinnu við
hann. Bygging Grímsvatnanna er
hluti af doktorsverkefni mínu.
Meðan ég var í námi hafði ég feng-
ið vinnu við rannsóknir þar. Á
undanförnum 10 árum hefur
Raunvísindastofnun Háskólans
kortlagt botninn undir ísnum á
Grímsvatnasvæðinu með íssjá.
Þegar ég kom heim 1989 og eftir
að ég lauk námi 1992 fórum við
aftur ofan í gosin sem hafa verið
á þessu svæði. Fórum nákvæmar
ofan í gögnin frá eldsumbrotunum
frá 1934 og 1938, svo við þekkjum
nú Grímsvötnin og nágrenni þeirra
miklu betur en áður var. Sú vinna
hefur skilað sér. Þess vegna erum
við miklu betur undir það búnir
sem nú er að gerast. Við vitum
að það gýs á nákvæmlega sama
stað og 1938 og getum því betur
en annars hefði orðið gert okkur
grein fyrir því sem er að gerast.
Getum lagt skikkanlegt mat á
vatnsöflunina í Grímsvötnum, að-
stæður á eldstöðvunum og þróun
gossins."
- Það er engv líkara en að þú
hafir sniðið ailt þitt nám og rann-
sóknavinnu að því að búa þig
undir þennan atburð. Er þetta
ekki þín óskastund?"
„Það má segja það.
Að ég hafi óvart verið
að því og því er maður
fljótari að átta sig. Það
var strax ákveðið að ég
mundi fljúga yfir, það
væri það sem ég gæti
best gert. Við Frey-
steinn Sigmundsson jarðeðlis-
fræðingur á Norrænu eldfjalla-
stöðinni höfum tekið það að okkur
saman að fljúga og að leggja mat
á aðstæður á staðnum. Jarð-
skjálftafræðingarnir fylgjast með
gosóróanum og í ljósi þessa alls
er reynt að ráðleggja Vegagerð
og öðrum. Á kvöldin hefi ég svo
reynt að leggja mat á mælingar
dagsins, reikna út og fara betur
yfir þetta, því lítill friður er fyrr
en þá.“
- Það er auðvitað enginn friður
fyrir okkur fréttafólki um leið og
þið eruð komnir úr fiugferð?
„Maður lendir stundum í við-
tölum, sem er töluvert aukaálag,
► Magnús Tumi Guðmundsson
jarðeðlisfræðingur er 35 ára
gamall Reykvíkingur, fæddur
1961. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum við Sund 1981.
Hann stundaði nám í jarðeðlis-
fræði við Háskóla Islands
1982-86 og lauk þar BS prófi.
Þá hélt hann til doktorsnáms í
jarðeðlisfræði við University
College í London og lauk því
1992. Doktorsverkefnið var
Bygging Grímsvatnaeldstöðv-
arinnar, en við rannsóknir þar
hafði hann unnið meðfram námi
í samvinnu við Helga Björnsson
jöklafræðing, sem bauð honum
vinnu við Raunvísindastofnun
er hann kom heim. Frá 1995
hefur Magnús verið dósent í
afleysingum við HI, leyst af
Sigfús Johnsen.
Kona Magnúsar Tuma er
Anna Líndal myndlistarmaður
og eiga þau tvö börn.
en reynir samt að missa ekki sjón-
ar af því að eldgosið er það sem
máli skiptir. Og auðvitað er nauð-
synlegt að almenningur fái sem
áreiðanlegastar uppiýsingar. Und-
anfarna 2 til 3 daga hafa erlendir
fréttamenn bæst við. Áhuginn er
mikill enda fylgir alltaf hætta at-
burðum eins og eldgosi.“
- Heidurðu að þetta verði iang-
vinnt gos? Komi kannnski sker eða
hæð upp úr jöklinum?
„Það er ómögulegt að segja til
um eldvirknina á þessari stundu.
Þetta virðist vera endurtekning á
gosinu 1938, sem olli miklu hlaupi
á Skeiðarársandi. Gos-
ið var þá að mestu um
garð gengið þegar
hlaupinu lauk. Gosefn-
in nú hlaðast ofan á
hrygginn sem þá
myndaðist. Hlaðist hef-
ur upp 200-250 metra
hátt fjall ofan á hitt,
svo móbergsfjallið undir jöklinum
hefur hækkað. En gosið þyrfti að
vera æði langvinnt til þess að það
stæði upp úr. Ekkert gos á sögu-
legum tíma hefur myndað þarna
móbergsstapa.
- Er þetta ekki bara eins og
jólin hjá þér, að fá gos þar sem
þú hefur verið að búa þig undir?
„Fyrir mig, sem hefi mjög mik-
inn áhuga á eldgosi undir jökli,
er það vissulega spennandi. En
það eru blendnar tilfinningar
vegna þeirrar eyðileggingar og
hættu sem geta fylgt. Þá held ég
að að staðan sé nokkuð tauga-
strekkjandi fyrir þá sem bíða
hlaupsins niðri á sandinum."
Blendnar til-
finningar
vegna hætt-
unnar sem
getur fylgt