Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 MIÐVÍKÚbÁGÚR 9. OKTÓBER 1996 FRÉTTIR Fundur SUS um leiðir til að jafna vægi atkvæða milli landshluta Andlát Fullyrt að samstaða náist á kjörtímabilinu ÞINGMENNIRNIR Geir Haarde, Sjálfstæðisflokki, Guðmundur Árni Stefánsson, Alþýðuflokki, og Val- gerður Sverrisdóttir, Framsóknar- flokki, lýstu því öll yfir á fundi Sam- bands ungra sjálfstæðismanna um kosningalöggjöfina að tímabært væri að jafna vægi atkvæða milli landshluta. Sagðist Valgerður á fundinum geta fullyrt að samstaða tækist á kjörtímabilinu um tilskildar breytingar á stjómarskrá. Þrátt fyr- ir afdráttarlausa afstöðu þingmann- anna greindi þá á um leiðir að markmiðinu. Boðað var til fundarins til að kynna hugmyndir nefndar SUS um breytingar á kosningalöggjöf og kjördæmaskipan. í skýrslu nefndar- innar er höfuðáhersla lögð á að vægi atkvæða við alþingiskosningar verði jafnt og að kosningalöggjöfin verði einfaldari og gagnsærri. Fjór- ar leiðir eru metnar í skýrslunni, í fyrsta lagi að jafna vægið í núver- andi kjördæmaskipan, í annan stað að landið verði eitt kjördæmi og í þriðja lagi að stofnuð verði 60 ein- menningskjördæmi. Nefndin mælir á hinn bóginn helst með fjórðu leið- inni, að skipta landinu í 15 fjög- urra þingmanna kjördæmi þar sem vægi atkvæða verði því sem næst jafnt. Brot á mannréttindum Ungir sjálfstæðismenn telja að núverandi kosningalöggjöf sé skýrt brot á 21. gr. mannréttindayfirlýs- ingar Sameinuðu þjóðanna. Þau sjónarmið eru einnig forsenda sam- eiginlegrar áskorunar allra ungliða- hreyfinga stjórnmálaflokkanna um að vægi atkvæða verði jafnað, sem afhent var formönnum þingflokka á Alþingi nýlega. Á fundinum kom fram að jafnvel þótt mælt væri með einni leið væri ekki úrslkaatriði hvaða leið yrði fyrir valinu. Mestu máli skipti að ráðist verði í breyting- ar sem feli í sér leiðréttingu á mis- vægi atkvæða. Valgerður kvaðst ekki telja breyt- ingar á kosningalöggjöf mannrétt- indamál. Minnti hún á að stefna flokks síns væri að jafna vægi at- kvæða, einfalda kosningakerfið og auka persónukjör. Hún gagnrýndi þá tillögu sem SUS mælti með en í því kerfí þyrfti að endurskoða kosn- ingalöggjöf fyrir hverjar kosningar vegna óhjákvæmilegra breytinga á íbúafjölda. Valgerður kvaðst fremur vilja íhuga þá leið að þingmenn væru bæði kjörnir úr kjördæmum og af landslista. Geir kvaðst lítast vel á tillögu SUS um 15 kjördæmi íjögurra þing- manna. Geir fullyrti að þau rök að misvægi atkvæði vegi upp aðstöðu- mun væru ekki gild. Hann sagði að erfitt hefði reynst að koma í kring breytingum á kosningalöggjöfinni m.a. vegna þess að landsbyggðar- þingmenn væru fleiri á þingi en þing- menn höfuðborgarsvæðisins. Geir taldi þó ýmis teikn á lofti um að meirihluti, sem lengst af hafi verið á Alþingi mótfallinn breytingum, væri að bresta. Guðmundur Árni sagði stefnu Alþýðuflokksins hafa verið skýra í 70 ár. Landið skyldi vera eitt kjör- dæmi en með því móti leystust flest vandamál sem felast í torskildu kosningakerfi sem nú er við lýði. Flokkur sinn væri þó til viðræðu um að koma til móts við sjónarmið ann- arra flokka ef um það tækist víðtæk sátt. Tilraun með stafræna myndavél í GÆR birti Morgunblaðið í fyrsta sinn fréttaljósmynd sem tekin var með fullkominni stafrænni Ijós- myndavél. Vélin er af gerðinni Kodak/Canon EOS DCS 3 og fékk Morgunblaðið hana að láni fyrir milligöngu Hans Petersen hf. Með notkun vélarinnar er hægt að vinna Ijósmyndir á mun hraðvirk- ari hátt en tíðkast hefur, þar sem hvorki er um filmur né framköll- un að ræða líkt og í hefðbundnum myndavélum. í gegnum síma er síðan mögulegt að senda myndir til blaðsins hvaðan sem er úr heiminum og prenta þær skömmu síðar. Undanfarið hefur notkun stafrænna ljósmyndavéla færst í vöxt hjá erlendum fréttastofum. Til dæmis voru um 10% ljósmynda MorgunDiaoio/dverrir FYRSTA ljósmyndin sem Morgunblaðið birtir, tekin með stafrænni myndavél. frá Ólympíuleikunum í Atlanta teknar á þann máta. Gæði mynda úr fullkomnustu stafrænu ljós- myndavélunum jafnast enn sem komið er ekki á við myndir úr hefðbundnum vélum. Munurinn er hins vegar varla greinanlegur nema myndin sé birt á heilsíðu. JÓHANN PETERSEN Jóhann Petersen, fyrrum kaupmaður og skrifstofustjóri í Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala 8. þ.m. Jóhann var fæddur í Keflavík 17. desember 1920, sonur hjónanna Mekkínar Eiríksdóttur og Jóhanns Petersen sjómanns. Faðir Jó- hanns lést tveimur dög- um eftir fæðingu hans og fluttist hann þá með móður sinni til Hafnar- fjarðar, þar sem hann ólst upp og átti heima æ síðan. Sem ungur maður stundaði Jó- hann alla almenna verkamanna- vinnu, vann við verslunarstörf og stofnaði síðan og rak um árabil Verslunina Álfafell í Hafnarfirði, og um skeið einnig verslanir í Keflavík og Reykjavík. Árið 1962 gerðist Jóhann Petersen skrifstofustjóri á Lögfræðiskrifstofu Árna Grétars Finnssonar í Hafnarfirði og gegndi því starfi fram til ársins 1989, er hann lét af störfum sökum heilsu- brests. Jóhann var lengi í forystusveit sjálfstæðismanna í Hafnarfírði. Hann var í mörg ár for- maður blaðstjórnar Hamars, blaðs sjálf- stæðismanna í Firðinum og átti lengi sæti í full- trúaráði flokksins. Hann var í kjördæmis- ráði Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjaneskjör- dæmi og formaður þess í nokkur ár. Jafnframt var hann fyrsti ritstjóri blaðsins „Landnáms", sem Sjálfstæðisflokkur- inn gaf út í kjördæminu fyrir alþingiskosningar, þegar Reykjaneskjör- dæmi varð til eftir kjördæmabreyt- inguna 1959. Þá átti Jóhann um árabil sæti í stjórn Húsnæðisstofnun- ar ríkisins. Jóhann Petersen var einlægur KFUM-maður og vann þeim félags- skap mikið á meðan kraftar leyfðu. Jóhann kvæntist árið 1945 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Guðríði Pet- ersen. Hún er dóttir hjónanna Elínar Sigurðardóttur og Guðjóns Arn- grímssonar, trésmíðameistara í Hafnarfirði. Börn Jóhanns og Guð- ríðar eru fjögur, Elín, Bryndís, Jó- hann og Pétur og eru þau og fjöl- skyldur þeirra búsett í Hafnarfirði. ALAN MORAY WILLIAMS ALAN Moray Williams, blaðamaður, þýðandi og skáld, lést í Kaupmanna- höfn 6. október sl. Alan fæddist í Portsmouth í Hampshire í Englandi 17. janúar 1915. Hann var sonur Moray Will- iams, kennara og fomleifafræðings, og Mabel L. Unwin,_ kennara. Systur hans voru Barbara Ámason listakona og Ursula Moray Williams rithöfund- ur. Alan kom fyrst til íslands sumarið 1948 og dvaldi hjá systur sinni og mági, Magnúsi Á. Árnasyni. Hann gerðist mikill íslandsvinur enda hafði hann náið samband við Barböru. Hér kynntist hann fyrri konu sinni Annel- ise, sem vann fyrir sendiráð Dana. Þau fluttust til Kaupmannahafnar, en Alan hefur búið í Danmörku síð- an. Þau skildu eftir alllangt hjóna- band. Þau áttu engin böm. Alan vann lengst af á eigin vegum sem blaðamaður og þýðandi. Einnig gaf hann út nokkrar ljóðabækur og smásögur. Hann var skandinavískur blaðafulltrúi allmargra breskra blaða. Hann hlaut háskólamenntun í Cambridge, þar sem hann lagði stund á bókmenntir og húmanísk fræði. Hann lærði m.a. rússnesku og þýddi ljóð og prósa af því máli. Hann starfaði oft sem túlkur fyrir ýmsar sendinefndir Breta og Dana til Sovétríkjanna. Einnig hefur birst eftir hann fjöldi viðtala við rússnesk skáld og fræðimenn. Eftirlifandi eiginkona Alans, Erkel Moray Williams, er hjúkrunarfræð- ingur og veflistakona. Þau eignuðust þijú börn: Nicolas sem er dýrafræð- ingur, Ella er flautukennari og Alex- ander nemi. Alan eignaðist marga góða vini á íslandi. Allmargar greinar eftir hann hafa birst í Morgunblaðinu gegnum árin. Hann kom til íslands síðast fyrir tveimur árum. Þá var hann ald- ursforseti hóps blaðamanna frá Norðurlöndunum sem kom hingað á ráðstefnu. Alan Moray Williams verður jarð- settur í Alleröd á Sjálandi nk. föstu- dag, 12. október. Framkvæmd varðandi húsbréfalán gagnrýnd RÍKISENDURSKOÐUN gagnrýnir framkvæmd varðandi húsbréfalán Húsnæðisstofnunar og varpar fram þeirri spumingu hvort rétt sé að fela fjármálastofnunum fleiri verkefni tengd húsbréfaumsýslunni, svo sem að fylgjast með veðmörkum og ganga frá skuldabréfum, en bankar og sparisjóðir annast nú greiðslumat vegna húsbréfalána. Ríkisendurskoðun gerði stjóm- sýsluendurskoðun hjá Húsnæðis- stofnun og í skýrslu, sem dreift var í gær er bent m.a. á að taka þurfi vinnubrögð við húsbréfaviðskipti til endurskoðunar með það fyrir augum að aðlaga þau betur að þeim reglum sem um það gilda. Sérstaklega þurfi að vinna launahluta greiðslumatsins betur en nú sé gert og ganga þurfi ríkt eftir að öllum tilskildum gögnum sé skilað með umsókun um húsbréf- alán. Full þörf sýnist á því að Hús- næðisstofnun beiti sér í auknum mæli fyrir leiðbeiningum og upplýs- ingagjöf til þeirra aðila sem vinna að gerð greiðslumata, og í því sam- bandi telur Ríkisendurskoðun nauð- synlegt að endurskoða samninga við fjármálastofnanir um gerð greiðslu- matsins með það fyrir augum að skilgreina betur verklag og auka ábyrgð þeirra. í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að Húsnæðisstofnun hafi farið 15,8%, eða 56 milljónum króna, fram úr fjárlögum 1995 og strax í byijun mars á þessu ári hafi stjórnendur stofnunarinnar lagt fram enduskoðaða rekstraráætlun sem gerði ráð fyrir 424 milljóna króna útgjöldum sem er um 39 millj- ónum króna meira en samkvæmt fjárlögum. Telur Ríkisendurskoðun slíkt vanmat á gjöldum og tekjum stofnunarinnar óviðunandi og hús- næðismálastjórn og félagsmála- ráðuneytið þurfi að sinna virkara eftirlits- og aðhaldshlutverki með fjárhagsmálefnum stofnunarinnar. Bent er á að aðkeypt þjónusta verktaka sé áberandi stór rekstrarlið- ur hjá Húsnæðisstofnun, en kostn- aður vegna þessa hafi numið um 190 milljónum króna á síðasta ári sem var 43% heildarútgjalda. í þessu sambandi vegur langþyngst þjónusta veðdeildar Landsbankans sem kost- aði um 87 milljónir króna, en veð- deildin hefur með höndum alla Iána- innheimtu fyrir stofnunina og van- skilainnheimtu að stórum hluta, auk þess sem hún sinnir ýmsum öðrum verkefnum fyrir Húsnæðisstofnun. Hníga veigamikil rekstrarleg rök að því að mati Ríkisendurskoðunar að kanna grundvöll fyrir útboði á þeim verkefnum sem veðdeildin sinnir nú og snúa að lánainnheimtunni, enda sambærileg verkefni unnin í öllum bönkum, sparisjóðum og hjá lög- mönnum. Þá nam kostnaður vegna aðkeyptrar tölvuþjónustu 25 milljón- um króna á árinu 1995 og telur Rík- isendurskoðun fulla ástæðu til að kanna útboð þessa þáttar. Margt gefur tilefni til breytinga Páll Pétursson félagsmálaráðherra segir ljóst að í skýrslu Ríkisendur- skoðunar séu gagnlegar ábendingar, og margt gefi tilefni til breytinga. Fyrst beri að nefna að verið sé að kanna möguleika á að flytja hús- bréfakerfið til bankanna, en nefnd sem sé að skoða þann kost hafi ekki lokið störfum. Þá sé ljóst að endur- skoða verði greiðslumatið vegna hús- bréfalána mjög alvarlega, en það gefí út af fyrir sig enga raunhæfa mynd eins og það sé í dag. Hann segir allt eins eðlilegt að bankastofn- anir annist greiðslumatið og séu ábyrgar fyrir því. Eins sé með ráð- gjafarstarfsemi Húsnæðisstofnunar sem hentugara sé að koma fyrir hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimil- anna sem gefist hafi vel. Páll segir að í félagslega íbúðakerf- inu sé verið að vinna að frumvarps- gerð um breytingar á því og hann telji óhjákvæmilegt að hugsa það kerfí alveg upp á nýtt og hægt sé að komast af með miklu minna um- fang í kringum það heldur en sé í dag. „Það er ástæða til að bregðast við vanda Byggingarsjóðs verka- manna, en á hinn bóginn dregur mjög úr aðsókn að honum af þeirri ástæðu að lánshlutfall til þeirra sem eru að kaupa fyrstu íbúð var hækk- að úr 65% í 70% og þá dró mjög úr eftirspurn eftir félagslega kerf- inu,“ sagði félagsmálaráðherra. Nokkuð viðunandi útkoma Sigurður E. Guðmundsson, for- stjóri Húsnæðisstofnunar, sagði að skýrsla Ríkisendurskoðunar hefði verið lögð fram á stjórnarfundi stofn- unarinnar í gær, og ákveðið hefði verið að óska eftir fundi um hana með forstjóra Ríkisendurskoðunar og forstöðumanni Bankaeftirlits Seðla- bankans. Sigurður sagði ljóst að sitthvað mætti betur fara hjá Húsnæðis- stofnun og að einhveiju leyti hefði verið unnið að lagfæringum í sam- vinnu við Ríkisendurskoðun undan- farin misseri. Hvað varðar vanmat á tekjum og gjöldum stofnunarinnar sagði hann það vandamál sem þurft hefði að glíma við og ekki náðst full tök á. „Mér finnst samt sem áður að það sé nokkuð viðunandi útkoma hjá okkur. Við höfum ekki ráðið við þetta alfarið einir, því þetta stafar ekki síst af því hvernig hér hafa hrannast upp umsóknir um greiðsluerfiðleika- lán fyrst og fremst og orðið hefur að leggja ákveðna vinnu í afgreiðslu á þeim,“ sagði Sigurður. Bæði Sigurður og Páll Pétursson félagsmálaráðherra sögðust telja sjálfsagt að kanna það að bjóða út þau verkefni sem veðdeild Lands- bankans hefur með höndum fyrir Húsnæðisstofnun og hið sama ætti við um aðkeypta tölvuþjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.