Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Um veiðileyfagjald og afnám tekjuskatts STEINGRÍMUR J. Sigfússon, alþm., skrifar í Morgunblaðið 4. október og skilur ekki þær háu tölur um fiskveiðiarð sem hafa verið nefndar í umræðu um veiði- leyfagjald, m.a. af undirrituðum. Þingflokkur jafnaðarmanna lagði fram sem sitt fyrsta þingmál til- lögu um að taka upp veiðileyfa- gjald í sjávarútvegi. Tillagan er rökstudd ítarlega og lykilhugtak í þessari umræðu er orðið fiskveið- iarður. Hvað er það? Fiskveiðiarður Fiskveiðiarður ertekjur umfram kostnað við skilvirkt fiskveiði- stjómunarkerfí. Ef veiðarnar eru stundaðar á óhagkvæman hátt, t.d. á miklu fleiri skipum en nauð- synlegt er duga tekjur fyrir afurð- irnar rétt til að greiða heildarkostnaðinn. Þá myndast enginn fisk- veiðiarður og ekkert er aukalega til skipt- anna. Markmið fisk- veiðistjórnunar er hins vegar að hámarka af- raksturinn af auðlind- inni til lengri tíma. Fiskveiðiarður er umtalsverður í núver- andi fiskveiðistjórnun- arkerfi eins og sést m.a. á því að veiði- heimildir ganga kaup- um og sölum á tiltölu- lega háu verði. Það sýnir að innan sjávarútvegsins er til fé til að greiða fyrir aflaheimild- ir. Þessi viðskipti eiga sér hins Ágúst Einarsson vegar stað án þess að almenningur fái nokkuð í sinn hlut þar sem veiðiheimildum er úthlutað án endur- gjalds. Hafa ber í huga að nýir aðilar í útgerð greiða nú þegar fyrir veiðiheimildir. Þeir greiða hins vegar ekkert til almennings heldur til annarra út- gerðarmanna sem fá þessum veiðiheimild- um úthlutað ókeypis á hveiju ári. 15-30 miiyarðar í fyrrgreindri þingsályktun seg- ir m.a.: „Ýmsir hagfræðingar telja Viltu styrkja stööu þína ? lUlWM Námið er 260 kennslustunda skipulagt starfsnám og er sérhannað með þarfir atvinnulífsins í huga. Nemendur útskrifast sem tölvu- og rekstrartæknar að námi loknu. Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á töivunotkun, bókhaldi, tölvubókhaldi og rekstri Námið hentar þeim sem vilja : O Styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum O Annast bókhald fyrirtækja O Öðlast hagnýta tölvuþekkíngu nMlKOMUíTAÐ O Auka sérþekkingu sína EHVUDU 0 Starfa sjálfstætt Umsagnir nemenda um námið: „Var byrjandi á tölvur, vinn nú í tölvuumhverfi“ „Frábært nám og frábær kennsla “ „ Tölvu- og rekstrarnámid gerdi mér kleift ad skipta um starf “ „Ég sýndi lokaverkefnid mitt í vidtalinu og iékk vinnuna“ „Sé um bókhald í fyrirtækinu, gat þad ekki ádur“ INNRrWN HAFIN fYRIR VORÖNN 1997 Boðið er upp á morgun- og kvöldtíma. Sveigjanleg greiðslukjör. Upplýsingar og innritun eru hjá: Rafiðnaðarskólinn VIBSKIPTASKQLINN Sími 568 5010 Sími 562 4162 Veiðileyfagjald er mikil- vægasta pólitíska mál þessa kjörtímabils. Agúst Einarsson telur engan stjómmálaflokk geta skorast undan að taka afstöðu. að fískveiðiarðurinn muni nema 15-30 milljörðum kr. árlegaþegar fyllstu hagkvæmni er náð. Núver- andi fiskveiðiarður er mun minni, líklega innan við 5 milljarðar kr., en er þó nokkrir milljarðar, eins og sést m.a. vel á umfangi kvóta- viðskipta." Þeir hagfræðingar sem hér er vísað til varðandi 15-30 milljarð- ana er m.a. dr. Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði við Há- skóla íslands. Til að þetta gerist þarf hvoru tveggja að vera upp- fyllt, þ.e. að fiskstofnar hafi náð hagkvæmustu stærð og að aflinn sé veiddur á hagkvæmasta hátt. Um þessar rannsóknir er m.a. fjallað í grein Ragnars um fisk- veiðiarðinn og skiptingu hans, sem birtist i riti Sjávarútvegstofn- unar Háskóla íslands 1992. Þar koma skýrt fram þeir fyrirvarar að bæði fiskstofnar og fiskveiði- stjórnunarkerfi verða að vera eins og best verður á kosið og enn er langt í það. Hins vegar eru ís- Ienskir fiskstofnar fyllilega sam- bærilegri við náttúruauðlindir í öðrum löndum. Þar er ekki óal- gengt að vel innan við helmingur af verðmæti náttúruauðlinda sé hreinn hagnaður. Tekjur norska ríkisins af olíuframleiðslu eru t.d. nálægt 600 milljörðum á ári sem er tæpur helmingur árlegs fram- leiðsluverðmætis. Aflverðmæti á Islandsmiðum upp úr sjó er tæpir 60 milljarðar og útfiutningsverðmæti tæpir 90 milljarðar á ári. Það vantar hins vegar mikið á að fiskstofnar okkar séu í kjörstöðu og er þorskurinn skýrasta dæmið um það. Það eru til fleiri rannsóknir sem renna stoðum undir þessar háu íjárhæðir. Dr. Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun, sérfróður um sjávarútveg, birti árið 1994 grein um framleiðni í sjávarútvegi sem heitir „Producti- vity Growth in the Icelandic Fish- eries and the Natural Resource“. Sú rannsókn benti til þess að hægt væri að auka hagnað ein- göngu við þorskveiðar um 10 millj- arða á ári ef það tækist að byggja þorskstofninn betur upp. Þors- kveiðar eru einungis hluti sjávar- útvegs þannig að svigrúm er víða ef vel er að staðið. Vitanlega þarf að efla fiskstofnana og hagræða enn meira í sókninni. Steingrímur J. og aðrir verða að átta sig á því að hagkvæmustu fiskstofnar og hagkvæmasta sókn leiðir til þess að tekjur aukast og kostnaður lækkar. Þær tölur sem hafa verið nefndar um 15-30 milljarða fiskveiðiarð eru þannig síður en svo út í hött. Þetta er eitt af vandamálunum við umræðuna um veiðileyfagjald. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir hvílíkt óhemjuverðmæti er fólgið í fiskstofnunum við landið. Sumir virðast alltaf reikna með að það sé náttúrulögmál að sjávar- útvegur sé rekinn með tapi. Það er ekki svo og nú eru allar helstu greinar útgerðar reknar með hagnaði svo og margar vinnslu- greinar þótt vissulega sé nú tap á botnfiskvinnslu. Tekjuskattur og réttlæti Það er ekki gott að segja til um hvenær fiskveiðiarðurinn verður kominn upp í 20 milljarða, en það er m.a. háð fiskveiðistjórn- kerfinu og efnahagsstefnu stjórn- valda. Þótt yejðileyfagjald verði strax lagt á þá skilar það litlu fyrst um sinn en eykst við aukinn fiskveiðiarð eftir þvi sem fisk- stofnar eflast og meiri hag- kvæmni verður við veiðar. Það er hins vegar raunhæfur mögu- leiki að veiðileyfagjald komi að mestu í stað tekjuskatts einstakl- inga á nokkrum árum. Tekju- skattur einstaklinga er nú um 17 milljarðar. Jafnaðarmenn hafa lagt til að veiðileyfagjald verði fyrst notað til að greiða kostnað hins opinbera við sjávarútveg en sá kostnaður er nú um 3 milljarðar. Það væri þá hægt að lækka aðra skatta strax á móti, t.d. tekjuskatt. Það eru mikil efnahagsleg sókn- arfæri fólgin í veiðileyfagjaldi. Veiðileyfagjald er ekki íþyngjandi aðgerð fyrir sjávarútveginn vegna þess að skynsamlegt er að haga gengisstefnunni þannig að annar útflutningsiðnaður styrkist við hlið sjávarútvegs. Réttlætisrökin fyrir veiðileyfa- gjaldi ættu að vera augljóst. Fisk- stofnamir eru eign allrar þjóðar- innar og það er óeðlilegt að arður af þeim renni eingöngu til fá- menns hóps útgerðarmanna sem fær tímabundinn afnotarétt til að draga fisk úr sjó. Það er óásættan- legt að ríkið skammti mönnum rétt til að selja eða leigja veiði- heimildir sem ekkert hafi greitt fyrir þær, hvorki við úthlutun í upphafi né árlegt veiðigjald. Afstaða Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks Það er miður að flokkur Stein- gríms J., Alþýðubandalagið, skuli ekki átta sig á réttlæti málsins og hinum efnahagslegu rökum. í umræðu um veiðileyfagjald á síð- asta þingi fundu þingmenn Al- þýðubandalagsins, með Steingrím J. í broddi fylkingar, þessu flest til foráttu. Það er grunnt á fram- sóknarhyggjunni hjá mörgum þingmönnum Alþýðubandalags- ins. Þá var hins vegar einn þingmað- ur Alþýðubandalagsins sem tók annan pól í umræðunni. Sá þing- maður sagði: „Það er grundvall- arafstaða mín að fái ákveðnir rekstraraðilar, og aðeins ákveðnir rekstraraðilar, afnotarétt af sam- eiginlegri auðlind, þá eigi þeir að greiða fyrir það gjald. Það á ekki að vera ókeypis aðgangur afmark- aðra og takmakmarkaðra aðila að sameiginlegri auðlind.“ Þessi þing- maður var fyrrum formaður Al- þýðubandalagsins og núverandi forseti lýðveldins Ólafur Ragnar Grímsson. Síðasti miðstjómarfundur Al- þýðubandalagsins skilaði í reynd auðu í þessu máli en ætlar þó að ræða það áfram. Jafnaðarmenn,, Kvennalisti og hluti Sjálfstæðis- manna styðja þessar hugmyndir svo og ýmsir innan Alþýðubanda- lagsins. Afstaða Sjálfstæðisflokksins kemur meira á óvart. Það eru mjög margir innan þess flokks sem vilja veiðileyfagjald, bæði af réttlætisástæðum og efnahags- legum. Það er með ólíkindum hræðsla þess flokks að ræða mál- ið af hreinskilni á landsfundi vegna andstöðu núverandi og fyrrverandi formanna flokksins, þeirra Davíðs og Þorsteins. Þetta mál og afstöðuleysi lýsir Sjálf- stæðisflokknum betur en margt annað. Ef til vill stjórnar Kristján Ragnarsson Sjálfstæðisflokknum í reynd. Veiðileyfagjald er mikilvægasta pólitíska mál þessa kjörtímabils. Það getur enginn stjómmálaflokk- ur skorast undan afstöðu í þessu efni. Umræðan mun eiga sér stað innan flokka og utan, en þá er brýnt að fólk gerir sér fulla grein fyrir því hve mikil efnahagsleg verðmæti eru hér í húfi. Höfundur er alþingismaður í þingflokki jafnaðarmanna og prófessor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.