Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 25 Huglægt tímaferli MYNDOST Önnur hæð DAGSETT MÁLVERK - ON KAWARA Opið miðvikudaga frá 14-18 og eftir samkomulagi. Út október. Aðgangur ókeypis. HVUNNDAGSLEGAR venjur, mætti nefna list Japanans On Kaw- ara (f. 1933), sem telst mikilvægur fulltrúi hugmyndafræðilegu listar- innar. Kawara málaði upphaflega hlutlægar myndir, eða fram til 1958, er hann hélt til Mexíkó að nema byggingarlist af þarlendum. Verk hans „Staðsetning" , sem hann gerði 1965, er sagt marka upphaf ákveð- innar hugmyndafræðilegrar list- heimspeki, sem hann hefur verið trúr allar götur síðan. í því skilgreinir hann á nákvæman landfræðilegan hátt breidd og lengd ákveðins punkts á Sahara-eyðimörkinni, og viðfangs- efnið hefur allar götur síðan verið tími og rými. Allt frá 1966 hefur hann jafnframt verið upptekinn við að skjalfesta og dagsetja tilvist sína á eintóna myndgrunn, gjarnan svart- an með hvítum tölustöfum. Hann er sem sagt einn af upphafsmönnum kenningarinnar um tíma og rými, sem mjög hefur verið á sviðsljósinu í íslenzkri núlist á undanfömum árum. Gerir það að verkum að fram- lag hans í húsakynnum listhússins kemur upplýstum skoðanda kunnug- lega fýrir sjónir, í öllu falli verða viðbrögðin allt önnur en ef viðkom- andi hefði rekist á þau á sjöunda áratugnum. Trúlega eru áhrif hans á íslenzka listamenn, svo sem Kristján Guð- mundsson, álíka mikilvæg og hvað viðkemur Echaurren Matta á Erró, og svo vill til að einnig er sýning á Matta í borginni, þótt hún gefi því miður takmarkaða hugmynd um list hans er hann var upp á sitt besta, að skúlptúmum undanskildum. Ýmsar aðrar athafnir On Kawara koma einnig kunnuglega fyrir sjónir, eins og t.d. leikur hans með tölur er hann í tíu binda verki rekur upp ártöl frá 998031 fýrir Krists burð fram til nútímans, í þessu tilviki 1969. Það er þannig einstaklingsbundin reynsla Kawara á rými, tíma og fjar- lægðum, sem hann leitast við að skjalfesta og staðsetja. Sýningin gef- ur góða hugmynd um vinnubrögð sérvitra listamannsins On Kawara og að auki er nóg af upplýsingum um hann í bókum er liggja frammi og hvað slíka kynningu snertir gerir ekkert listhús betur á landi hér. Bragi Ásgeirsson Til kvenna NÝÚTKOMIN er fyrsta ljóðabók Davíðs Pálssonar: „Til kvenna“. Hún er prentuð hjá Iðnskólaútgáf- unni og er 41 síða. Bókin, sem er gefin út í pappírskilju, fæst hjá Máli og menningu. Flest ljóða bókarinnar eru ort undir hefðbundnum hætti og era í rómantískari kantinum enda sækir skáldið fyrirmyndir sínar til rómantísku skálda síðustu aldar. Davið Pálsson er 33 ára Reyk- víkingur og starfar sem netstjóri hjá Iðnskólanum í Reykjavík. Nokkur ljóðanna í bókinni eru á heimasíðu Davíðs og er slóðin: http://www.ir.is/~davpal INGA Huld Hákonardóttir, Gunnar Kristjánsson, Margrét^ Eg- gertsdóttir, Guðrún Ása Grímsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Ásdís Egilsdóttir og sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Konur o g kristsmenn HÁSKÓLAÚTGÁFAN hefur sent frá sér ritgerðasafnið Konur og kristmenn. Þættir úr kristnisögu íslands. Þar rita níu fræðimenn á sviðum bókmennta, sögu, guðfræði, félagsfræði og textíllistar um þætti í samskiptum kvenna og kirkju. Meðal viðfangsefna má nefna karl- hyggju eða kvenleg gildi í kirkju- stjórn, hjónabandslöggjöf, kirkju- klæði og hannyrðakonur, kvenímynd Vídalínspostillu, sálma eftir konur, hlutverk prestskvenna, viðhorf sér- trúarsafnaða til jafnréttis kynjanna, og loks uppbyggingu kirkjustofnun- ar. Ritgerðirnar eru studdar traust- um heimildum og hundruðum tilvís- ana. Höfundarnir hafa ólík viðhorf til kirkjunnar, og velja sér efni frá mismunandi tímaskeiðum, allt frá kristnitöku til vorra daga. Þeir eru: Helga Kress, Agnes S. Arnórsdóttir, Ásdís Egilsdóttir, Elsa E. Guðjóns- dóttir, Margrét Eggertsdóttir, sr. Gunnar Kristjánsson, Guðrún Ása Grímsdóttir, Margrét Jónsdóttir, og sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Rit- stjóri er Inga Huld Hákonardóttir. Hönnun og útlit annaðist Alda Lóa Leifsdóttir, en enska útdrætti gerðu Garðar Baldvinsson og Keneva Kunz. Prentmyndastofan annaðist prentumsjón. Bókin er um 330 blaðsíður að stærð og kostar kr. 2.990. Endurklœbum húsgögn. Gott úrval áklceba. Fagmenn vinna verkib. BólstninÁsgríms, Bergstaðastræti 2, sími 551 6807 McDonald’s og KSÍ bjóða hejjpnum vinningshafa á leik Islands og Irlands á Irlandi þann 10. nóvember nk. Getraunaseðlar fylgja með Stjörnumáltíðum og landsleikstilboði hjá McDonald’s til 27. október. VILTU VINNA r IRLANDS? Höfðabakka 9, Sími: 567 1000 Nýjun mtídarstefna HmTett-Packard íUnix-oqNT-málum Opin kerfi hf. bjóða til kynningarfundar á Grand Hotel fimmtudaginn 10. október kl. 10 til 12. Andy Butler frá HP 1 Bandaríkjunum fjallar um PA 8000 örgjörvann og UNIX-stýrikerfið. Anders Herlev frá HP í Danmörku kynnir Pentium Pro netþjóna og samstarf Hewlett-Packard og Microsoft. Á staðnum verða til sýnis nýjustu UNIX- og NT-vélarnar frá HP. Fundarstjóri er Halldór Pétursson. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku i síma 567 1000 fyrir fimmtudaginn. OPIN KERFIHF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.