Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 15 Þriðjungur Húsvík- inga á skólabekk Húsavík - Skólarnir á Húsavík hafa allir tekið til starfa og sækir um þriðjungur bæjarbúa þar einhveija kennslu í vetur. Grunnskóli Húsavík- ur, Borgarhólsskóli, er með um 425 nemendur í 20 bekkjardeildum, fram- haldsskólinn með 180 nemendur og Tónlistarskólinn með um 220 nem- endur. Alls sækja nám um 825 nem- endur eða um þriðjungur bæjarbúa. í haust var tekin til afnota ný- bygging við Borgarhólsskóla með sex nýjum kennslustofum sem sköpuðu þann möguleika að einsetja skólann og verður hann því í fyrsta skipti einsetinn á komandi vetri. Nemendum framhaldsskólans fjölgar ár hvert og á komandi vetri sækja skólann um 180 nemendur og hefur hann mjög létt undir fyrir nem- endur að sækja framhaldsnám með því að geta búið heima hjá foreldr- um. Einnig hafa nemendur úr nær- liggjandi sveitum sótt skólann í vax- andi mæli þó tilfinnanlega vanti við hann heimavist. Umtöluð skerðing á fjárframlögum hins opinbera til skól- ans hefur því komið illa við heima- menn og þeir mótmælt þeim rökum sem talin eru fyrir þeirri skerðingu. Tónlistarskólinn er til húsa í Borg- arhólsskóla og hefur verið gott sam- starf með þeim skólum, m.a. með því að nemendur í 10. bekk grunn- skólans og á framhaldsskólastigi geta fengið fullt nám við Tónlistar- skólann metið sem valgrein en tilskil- ið er að nemendur taki próf í hveijum áfanga og standist þau. Morgunblaðið/Silli VIÐVERUSTAÐIR æskunnar á komandi vetri, f.v. íþróttahöllin, framhaldsskólinn og Borgarhólsskóli. Morgunblaðið/Ásdís LÝÐUR Pálsson safnstjóri fyrir framan Húsið á Eyrarbakka. Vaxandi aðsókn að Byggðasafni Arnes- inga í Húsinu Ekki sama hvað sett er hingað inn SAFNSTJÓRI Byggða- og náttúru- safns Árnesinga telur að flutningur Byggðasafnsins frá Selfossi í Húsið á Eyrarbakka hafi tekist vel. Safnið njóti meiri athygli í þessu sögufræga húsi, sem er eitt elsta hús landsins. Flutningi safnsins í Húsið lauk fyrir rúmu ári, en áður höfðu farið fram umfangsmiklar viðgerðir á Hús- inu. Sjálft Húsið er byggt árið 1765 og sambyggt Assistentahús er frá 1881. „Það er ekki sama hvað maður setur hingað inn,“ segir Lýður Páls- son safnstjóri. Við uppsetningu sýn- inganna hefur verið haft að leiðar- ljósi að láta húsakynnin njóta sín. Saga Hússins og faktoranna sem í því bjuggu þegar Eyrarbakki var höfuðstaður Suðurlands er í fýrir- rúmi. í Assistentahúsinu eru hins vegar sex ólíkar sýningardeildir. Um fjögur þúsund gestir skoðuðu safnið þá fimm mánuði sem það var opið á síðasta ári. Mesta aðsóknin var fyrsta mánuðinn. Lýður segir að hún hafí síðan dalað en færi aftur hægt vaxandi. Nú eru liðlega tíu þúsund gestir búnir að skoða safnið frá því það var opnað. Bindur Lýður sérstakar vonir við erlenda ferðahópa sem hafa verið að heimsækja safnið í vaxandi mæli. Útihúsin tekin í notkun Aðeins lítill hluti safngripa Byggðasafnsins kemst fyrir í þessum húsakynnum og segir Lýður að það hafi mönnum verið ljóst frá upphafi. Ekki hefur verið ákveðið hvemig úr því verður bætt. Lýður segir að fyrir- hugað sé að nota útihúsin fyrir norð- an Húsið og þau muni leysa vandann að hluta. Fleira þurfí að gera, en frek- ari framkvæmdir séu óráðnar. Segir hann að til tals hafi komið að byggja við sjóminjasafnið handan götunnar, byggja nýtt hús norðan við Húsið eða gera upp gamalt hús sem stendur nálægt því. Þá bendir hann á að upp- bygging Náttúrusafns á Stokkseyri sé einnig á dagskrá. LÁNSTBAUST 25 rfWa Fylgstu meb a fímmtudögum! Vibskipti/atvinnulíf kemur út á fimmtudögum. Þar birtast nýjustu fréttir úr viöskiptalífinu hér á landi og erlendis. Fylgst er meðal annars með verðbréfamörkuðum, bílaviðskiptum, verslun, afkomu fyrirtækja og mannaráðningum. Viðtöl eru tekin við athafnasama einstaklinga og framkvæmdafólk. Einnig skrifa sérfróðir aðilar um málefni sem tengjast tölvum og viðskiptum. - kjarni málsins! ÖÍWLT' -v, ^ / ,• s .v. ■?'/ i 7 • ■• *ÍM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.