Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 41
MYNDFUNDUR - JURAN UM GÆÐI Fortíð. og fromtíð Hótel Loftleiðir fimmtudaginn 10. október kl. 17.00-19.30 SÖGULEGT TÆKIFÆRI Gæðastjómunarfélag íslands, í samstarfi við VSÓ rekstrarráðgjöf og Póst og síma, kynnir myndfund með dr.J .M. Juran og fleiri áhrifamönnum í gæðastjómun. Dr. Juran og dr. Godfrey, auk annarra virtra sérfræðinga, munu velta fyrir sér hvaða eiginleikar einkenna farsælan rekstur, rökræða um gildi ýmissa stjórnunaraðferða og spá fyrir um ffamtíðina. Dagskrá: I Fortíðin: Saga gæða • II Nútíðin: Gæðaleiðtogar nútímans • III Framtíðin: Gæðasýn PÓSTUR OG SÍMI vsó REKSTRARRÁÐGJÖF G/EÐASTJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Skráning í síma 511 5666 eða tölvupósti: arney(fl vsi.is /:ís Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - Sími S62 2901 og 562 2900 Alla midvikudaga fyrirkl 16.00. J __________________________________________ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 41. BRÉF TIL BLAÐSIIMS Skátar þinga í Vatnaskóg’i Frá Guðna Gíslasyni: SKÁTAÞING var haldið í Vatna- skógi 20.-22. september sl. Þingið, sem haldið er annað hvert ár, er vettvangur skoðanaskipta fulltrúa skátafélaganna og Bandalags ís- lenskra skáta og þar er mörkuð stefnan í starfmu. Þátttakendur voru rúmlega eitt hundrað, alls staðar að af landinu. Skátaþing er ávallt haldið utan Reykjavíkur með það að markmiði að þjappa hópnum saman og ná skilvirkari árangri. Aðstaðan í Vatnaskógi var góður rammi um þingið og falleg náttúran var með til að gera þingið enn betra. Það var nýlunda á þessu þingi að stytta stóru fundina, en í þess stað var skipt í sveitir og flokka sem fengu ákveðin málefni til að fjalla um. Heppnaðist þessi aðferð mjög vel og tryggði að skoðanir sem flestra kæmust á framfæri og hægt væri að fjalla um mun fleiri þætti en áður. Niðurstöður voru síðar kynntar og ræddar og voru menn almennt ánægðir með niðurstöðurn- ar. Meðal efnis sem fjallað var um var stefnumörkun BIS, Landsmót skáta, ný dagskrá dróttskáta, al- þjóðastarf, fjármál félaga, starfs- menn, foringjastarfið og vímuefni. Aðalfyrirlesarar þingsins voru Magnús Pálsson viðskiptafræðing- ur og Margrét Tómasdóttir formað- ur Starfsráðs BÍS. Tveir erlendir gestir voru á þing- inu, Judit Ellis frá Bretlandi og Per Hylander frá Danmörku, en þau eiga bæði sæti í Evrópustjórn skáta. Þau fylgdust grannt með störfum þingsins, fluttu ávörp og ræddu við þinggesti. Kom fram í máli þeirra að þau töldu íslenska skátastarfíð á mjög góðri leið og voru mjög ánægð yfir þeirri breidd sem var í aldursskiptingu þingfulltrúa. Einn- ig töldu þau sig skynja gleði og kraft í starfínu sem bæri vott um að þátttakendur tryðu á það sem þeir væru að gera. Meðal annarra mála á þinginu voru kjmningar á við- burðum frá síðasta þingi og fram að næsta og má þar nefna ráðstefnu norrænu starfs- og foringjaþjálfunar- ráðanna sem haldin var á Akranesi í október 1995, nor- ræna leiðbeinenda- námskeiðið sem haldið var á Úlf- ljótsvatni í ágúst sl., Landsmót skáta, skátamót á næsta ári og norræna skátaþingið sem haldið verður í Reykjavík á næsta ári. Skátar voru mjög ánægðir með störf þingsins og var mjög góður hugur í mönnum. Ýmislegt var gert til að gera þingið áhugaverðara og þar má nefna eldfjörugar kvöldvök- ur, helgistund, fánaathafnir o.fl. Greinilegt er að skátastarf er í mik- illi uppsveiflu um þessar mundir og að þörfin er vaxandi fyrir fjölbreytt æskulýðsstarf með uppeldisgildum eins og skátastarfið er. GUÐNI GÍSLASON, stiórn BÍS. T oppunnn í uppþvottavélum frá Blomberq BLOMBERG EXCELLENT fynin þá sem vilja aöeins það besta. 5 gerðin sem henta öllum heimilum, ótrúlega hljóðlátar, með sparnaðar- kerfum, flaeðiöryggjum, sjálfhneinsandi miknósíum og öðnum kostum sem pnýða 1 . flokks uppþvottavél. Verð frá aðeins ,56.905 stgr. BMomlierq hefur néttu lausnina fynin þig! Hvernig sjónvarpstæki fengirðu þér ef þú ynnir 44 milljónir í Víkingalottóinu? IðTlð Til mikils að vinna!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.