Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDÁGUR '9. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Egill Egilsson Hreinsun rústanna hafín Flateyri. Morgunblaðið. Verktakinn Jón og Magnús sem átti lægsta tilboðið í hreinsun rúst- anna hóf hið fyrsta framkvæmdir við niðurrif rústanna nýverið. Mikill Iéttir er að þessum framkvæmdum þareð rústimar hafa minnt óþægilega á þær hörmungar sem áttu sér stað fyrir tæpu ári. Að verki afloknu verður svæðið grófjafnað og næsta vor munu hefjast framkvæmdir við fyrirhugaðan minningarskrúðgarð um þá sem fórast í flóðinu. 2 ára fangelsi fyrir hnéspark í andlit stúlku Jónas Kristjánsson hlaut verðlaun úr Móðurmálssjóði 12 hafa fengið verð- launin á hálfri öld „ Morgunblaðið/Golli JÓNAS Kristjánsson tekur við verðlaunúnum úr hendi Sveins Skorra Höskuldssonar í hófi sem haldið var í Ráðherrabústaðn- um við Tjarnargötu í gær. ÁTJÁN ára stúlka var dæmd til tveggja ára fangelsisvistar í gær, í Héraðsdómi Vesturlands, fyrir árás á 16 ára stúlku aðfaranótt 20. jan- úar sl. í miðbæ Akraness. Þtjár yngri stúlkur, 15 og 16 ára, sem tóku þátt í árásinni, voru dæmdar í þriggja mánaða fangelsi hver, en refsing þeirra er skilorðsbundin. Stúlkurnar fjórar voru ákærðar fyrir að hafa í félagi ráðist á stúlk- una á Kirkjubraut á Ákranesi, slegið hana oft með krepptum hnefa í and- lit og búk og sparkað í hana. Þær hrintu henni svo hún féll við og spörkuðu í hana iiggjandi. Stúlkan, sem ráðist var á, komst undan þeim að Akratorgi. Þar réðust hinar þrjár yngri á hana með höggum og spörk- um. Þær héldu árásinni áfram með höggum, spörkum og hrindingum eftir Suðurgötu þar til elsta stúlkan kom að, tók í hárið á stúlkunni, beygði höfuð hennar aftur og gaf henni hnéspark í andlitið svo mikill smellur heyrðist. Hefði leitt til dauða Stúlkan sem ráðist var á hlaut brot í höfuðkúpu á hægra gagnauga- svæði, mikla blæðingu milli ystu heilahimnu og höfuðkúpu með mikl- um þrýstingi á heilann, sem orsakaði djúpt meðvitundarleysi og bráða lífs- hættu. í dóminum segir, að fullyrt verði af læknisvottorðum og dómsfram- burði læknis, að hnésparkið hefði leitt til dauða stúlkunnar, hefði bráðaaðgerð ekki verið framkvæmd á höfði hennar. Árásin hafi í senn verið tilefnislaus, hrottafengin og lífshættuleg. Hæfileg refsing sé tveggja ára fangelsi, en til frádráttar komi 56 daga gæsluvarðhald. Um yngri stúlkumar þijár segir í dóminum að hafa verði í huga að þær hafi ráðist að stúlkunni að tilefn- islausu, en á hinn bóginn beri að taka tillit til ungs aldurs þeirra. Hæfileg refsing sé þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára. Dóminn kváðu upp Jónas Jóhanns- son, settur héraðsdómari og með- dómendurnir Helgi I. Jónsson og Ólafur Ólafsson, héraðsdómarar. Áður var dæmt í málinu í Héraðs- dómi Vesturlands í mars og var þá elsta stúlkan dæmd til 20 mánaða fangelsisvistar en hinar í árs fang- e!si hver. Hæstiréttur ómerkti dóm- inn og málsmeðferðina í júní og vís- aði málinu aftur heim í hérað. JÓNASI Kristjánssyni, ritstjóra Dag- blaðsins-Vísis, voru í gær afhent verðlaun að upphæð 60 þúsund krón- ur úr Minningarsjóði Björns Jónsson- ar - Móðurmálssjóðnum. Sjóðurinn var stofnaður árið 1943 til minningar um Björn Jónsson, rit- stjóra ísafoldar og síðar ráðherra íslands 1909-1911. í gær var liðin hálf önnur öld frá fæðingu Björns. í ræðu sem Sveinn Skorri Hösk- uldsson, prófessor og formaður stjómar sjóðsins, fiutti við afhendingu verðlaunanna sagði hann meðal ann- ars: „Tilgangur sjóðsins er að verð- launa mann, er hefur aðalstarf sitt við blaðamennsku og hefur að dómi sjóðsstjómarinnar ritað svo góðan stíl og vandað íslenskt mál undanfar- in ár að viðurkenningar sé vert. Vandi og vegsemd blaðamennsku Með ísafold skóp Bjöm Jónsson eitt áhrifamesta blað sem út hefur komið hérlendis fyrr og síðar. Magn- ús Jónsson telur í Sögu íslendinga að upp úr aldamótunum síðustu hafi ísafold verið orðið „mesta stórveldi landsins" og þetta vald Bjöms hafí náð hámarki „þegar hann,“ eins og Magnús segir, „meira en nokkur einn maður annar, fær „uppkastið“ 1908 fellt og sópar út úr þinginu einum sterkasta stjómmálaflokki sem hér hefir starfað." Þessi sögulega stað- reynd má leiða huga okkar að vanda og vegsemd blaðamennsku." Sveinn Skorri gerði að umtalsefni ábyrgð íslenskra blaðamanna á ör- lögum íslenskrar tungu og menning- ar á fjölmiðlaöld. „Eg játa fúslega að ég ber ugg í bijósti um örlög ís- lenskunnar í slíkum heimi á næstu öldum. Von mín tengist þó því að samfara alþjóðahyggjunni er uppi andstæður straumur: Virðing fyrir hinu sérstæða og einstaka, fyrir menningu og máli smáþjóða og minnihlutahópa. Sá straumur tengist virðingu fyrir lífinu á þessari jörð og þeim verðmætum náttúrunnar sem ekki má eyða ef við ætlum að lifa af. Sú er von mín að íslensku máli og menningu verði lífs auðið í þeim heimi alþjóðlegrar fjölmiðlunar, er við blasir, og ég trúi því að svo megi verða ef iðkendur málsins, þ.á m. blaðamenn, búa yfir nægu lífsmagni og fijósemi endurnýjunar samfara vilja til vemdunar þess arfs sem tunga okkar er. Til þess að svo megi verða hygg ég þá málstefnu heillavænlegasta sem Fjölnismenn mörkuðu og Bjöm Jónsson fylgdi síðan á löngum blaða- mannsferli sínum. Hún felst í þeirri ást á íslenskri tungu sem birtist í ljóðlínum Jónasar Hallgrímssonar: „orð áttu enn eins og forðum / mér yndið að veita." Þegar ég nú bið einn úr hópi blaðamanna að veita viðtöku verðlaunum úr Minningar- sjóði Bjöms Jónssonar - Móðurmáls- sjóðnum, er það vegna þess að hann hefur að mati sjóðsstjómarinnar full- nægt ákvæðum skipulagsskrárinnar um góðan stíl og vandað mál, en einnig hefur hann líkt og Björn Jóns- son fyrir einni öld skapað stórveldi í íslenskum blaðaheimi og verið frumkvöðull sjálfstæðrar og óháðrar blaðamennsku." Óverðskuldað Jónas Kristjánsson kvaðst í sam- tali við Morgunblaðið vera kátur yfir því að hafa fengið verðlaunin. Þó væri hann heldur á þeirri skoðun að þau væm óverðskulduð. „Ég flutti samkvæminu skilaboð frá þekktum verkfræðingi sem er sestur í helgan stein. Hann sagði mér að það væri misskilningur sem ég hef haldið fram að ástandið væri mjög gott í smíði nýyrða á íslensku. Hann sagði að af hugtökum nútímans væri aðeins um helmingurinn til á íslensku. Þeir menn sem héldu uppi nýyrðasmíði á íslensku væru flestir fullorðnir menn sem hefðu á þessu mikinn áhuga en meðal eftirkomendanna væri minni áhugi og íslenskan væri á undan- haldi í þessari styijöld," sagði Jónas og kvaðst með þessum orðum vilja hvetja menn til dáða. Jónas Kristjánsson er sá tólfti sem hlýtur verðlaun úr Móðurmálssjóðn- um en áður hafa eftirtaldir blaða- menn hlotið verðlaunin: Karl ísfeld (1946), Loftur Guðmundsson (1949), Helgi Sæmundsson (1956), Bjarni Benediktsson (1957), Matthías Jo- hannessen (1960), Indriði G. Þor- steinsson (1961), Skúli Skúlason (1965), Magnús Kjartansson (1967), Eiður Guðnason (1974), Guðjón Frið- riksson (1985) og Illugi Jökulsson (1992). Heilbrigðisráðherra segir óviðunandi að ekki sé hægt að treysta kostnaðaráætlun SHR Úrbóta krafist á bókhaldsvanda ÓVIÐUNANDI er, að mati Ingibjargar Pálma- dóttir, heilbrigðisráðherra, að ekki hafi verið hægt að treysta kostnaðaráætlun Sjúkrahúss Reykjavíkur (SHR) vegna samkomulags um að veita 230 milljón króna aukafjárveitingu til að standa undir óbreyttri þjónustu út árið. Kristín Ólafsdóttir, stjómarformaður SHR, segir að 7 mánaða yfirlit hafi gefið til kynna að gripa þyrfti til hertari spamaðaraðgerða. Stjóm SHR samþykkti sérstakar spamaðarað- gerðir til að ná fram 80,5 milljón króna spam- aði fram til áramóta á fundi sínum 4. október sl. Ingibjörg sagði að starfshópur með fulltrú- um borgarstjóra, fjármálaráðherra og heil- brigðisráðherra, hefði gengið frá samkomulagi um rekstur og framtíðarskipulag SHR í lok ágúst. „Með kostnaðaráætlun SHR til grund- vallar var komist að samkomulagi um að leggja til 230 miiljón króna aukafjárveitingu og var í því sambandi gengið út frá óbreyttri þjón- ustu út árið. Nú hafa stjómendur sjúkrahúss- ins hins vegar áttað sig á því að ekki er útlit fyrir að kostnaðaráætlunin standist og því hefur verið gripið til sérstakra spamaðarað- gerða fram til áramóta,“ sagði Ingibjörg. Mistökin endurtaki sig ekki „Mér finnst auðvitað alveg óviðunandi að ekki hafi verið hægt að treysta upplýsingunum frá SHR. Ég hef í framhaldi af því óskað eft- ir því að fulltrúar í starfshópnum komi með tillögur til úrbóta á bókhaldsvandamálinu enda er afskaplega erfitt að geta ekki treyst grund- vallarupplýsingum við framtíðaráætlanagerð. Óskað verður eftir því við borgarstjóra að allt sé gert til að við fáum réttar upplýsingar um reksturinn," sagði Ingibjörg og sagði aðspurð að hennar viðbrögð yrðu ekki önnur en að gera kröfu um að sömu mistök endurtækju sig ekki. Einn liður í sparnaðaraðgerðum stjómar SHR felur í sér tveggja milljón króna spamað á geðsviði sjúkrahússins. Ingibjörg var innt álits á því að ná ætti sparnaðinum fram með tilflutningi ungra geðsjúklinga á Amarholti. „Ég mæli í sjálfu sér ekki gegn því að geðsjúk- ir séu færðir í laus pláss á öðrum deildum enda skilst mér að húsnæði deildar 35 í Arnar- holti sé frekar lélegt. Annars treysti ég stjóm Sjúkrahúss Reykjavíkur fyllilega til að stýra faglega einstökum sviðum í rekstrinum," sagði hún. Margir óvissuþættir Kristín Ólafsdóttir, stjómarformaður SHR, sagði augljóslega misauðvelt að gera kostn- aðaráætlanir fyrir hvers kyns rekstur. „Ég býst við að einna erfiðast sé að gera áætlun um starfsemi sjúkrahúss, ekki síst bráðasjúkra- húss, einfaldlega af því að ekki er hægt að sjá þörfina fyrir. Ofan á óvissu um hefðbund- inn rekstur hefur svo komið úrvinnsla úr sam- einingu spítalanna tveggja. Þar er t.a.m. óvissa um hversu hratt ákveðnar aðgerðir í kjölfar sameiningarinnar skili hagræðingu," sagði Kristín og tók fram að ein ástæða framúr- keyrslunnar fælist í meiri yfirvinnu en gert hefði verið ráð fyrir. „Ástæðan er að af og til skapast miklir toppar í starfseminni, þ.e.a.s. margir og mikið veikir sjúklingar liggja sam- tímis á sjúkrahúsinu og kalla því á viðbótar- mönnun og í ýmsum tilvikum kannski meiri rekstraraðföng en séð varð fyrir.“ Hún sagði að 7 mánaða yfirlit, sem legið hefði fyrir fyrrihluta septembermánaðar, hefði gefið til kynna að grípa þyrfti til hertra sparn- aðaraðgerða. „Við fengum 230 milljón króna aukaljárveitingu í lok ágúst. Sú fjárhæð hjálp- aði verulega upp á. Staðreyndin er hins vegar sú að reksturinn verður enn dýrari en við höfð- um séð fyrir þegar viðbótarfjárveitingin kom,“ sagði hún. Hún sagði að ekki hefði átt að koma heil- brigðisráðherra á óvart í hvað stefndi. „Fulltrú- ar hennar og fjármálaráðherra sátu stjórn- arfund þar sem fullkomin eining var um að grípa þyrfti til aðgerða þann 20. september sl. Á fundinum fól stjórnin framkvæmdastjóm sjúkrahússins að skila yfirliti um til hvaða aðgerða væri hægt að grípa til að nálgast fjár- lagarammann. Engar athugasemdir voru gerð- ar við áætlaðar aðgerðir á síðasta stjórnar- fundi þann 4. október." Yfirvinnubann að öryggismörkum Kristín sagði mat faglegra stjómenda að hægt yrði að ná fram 80,5 milljón króna sparn- aði með aðgerðunum þrátt fyrir ýmsa óvissu- þætti t.d. um yfirvinnubann að öryggismörk- um. Stjómendur SHR gerðu ráð fyrir að rekstur sjúkrahússins myndi kosta 5.103 milljónir og rekstrarhalli yrði um 55 milljónir á árinu í áætlun frá 28. ágúst sl. Nú gera áætlanir hins vegar ráð fyrir að reksturinn kosti um 5.245 milljónir og rekstrarhalli verði um 102 milljón- ir. Kristín staðfesti að sú upphæð myndi vænt- anlega standa út af í byijun næsta árs. „Við gerum okkur hins vegar vonir um að aðgerðirn- ar nú haldi áfram að virka inn í næsta ár, sagði hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.