Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 17 VIÐSKIPTI Skýrsla ráðstefnu SÞ um viðskipti og þróun Aukin alþjóða- væðing í viðskiptum London. Reuter. Notendur GSM-síma nálgast 20 þúsund ALÞJÓÐAVÆÐING í viðskiptum eykst hröðum skrefum og beinar erlendar fjárfestingar fjölþjóðafyr- irtækja stórjukust 1995 sam- kvæmt síðustu skýrslu Ráðstefnu SÞ um viðskipti og þróun, UNCTAD. Beinar erlendar fjárfestingar (FDI) í þróuðum löndum og þróun- arlöndum jukust um 40% 1995 í 315 milljarða dollara. Þar af fóru 100 milljarðar dollara tii þróunar- landa, sem er 15% aukning frá 1994. Síðan 1992 hafa erlendar fjár- festingar verið meiri í Kína en í nokkru öðru þróunarlandi og námu þær rúmlega 38 milljörðum dollara 1995. Það sem einkum hefur stuðlað að því að erlendar fjárfestingar hafa aldrei verið meiri eru sam- keppnisþrýstingur, ný tækni, einkavæðing og stefna ríkis- stjórna. Efnahagssamtök í ein- stökum heimshlutum örva einnig alþjóðavæðingu samkvæmt skýrslunni. 19 japönsk fjölþjóðafyrirtæki Bandarísk fjölþjóðafyrirtæki voru helztu erlendu fjárfestarnir og engin ríkisstjórn stóð fyrir eins miklum erlendum fjárfestingum og Bandaríkjastjórn, en nú eru 19 japönsk fjölþjóðafyrirtæki meðal 100 helztu og hefur þeim fjölgað úr 11 síðan 1990. Fyrir erlendum fjárfestingum standa um 39 þúsund fjölþjóðafyr- irtæki ásamt um 270 þúsund er- lendum eignartengdum fyrirtækj- um og nemur hlutabréfaeign þeirra til samans 42,7 billjónum dollara. Hundrað stærstu fjárfest- arnir standa að um þriðjungi fjár- magnsstreymisins og hafa þeir allir höfuðstöðvar í þróuðum lönd- um. Dreifmg beinna erlendra fjár- festinga er ójöfn samkvæmt skýrslunni. Mörg vanþróuð ríki fái mjög lítið af beinni erlendri fjár- festingu og ijölþjóðafyrirtæki taki ekki enn sem komið er verulegt tillit til þeirra í áætlunum um vöxt fyrirtækjanna í heiminum og ein- stökum heimshlutum. Þau eiga að hættu að verða sett til hliðar að sögn UNCTAD. Helztu áhrif hins nýja umhverf- is eru þau að fyrirtæki hafa meira svigrúm til að velja hvernig þau geti þjónað erlendum mörkuðum, með því að framleiða heima eða með útflutningi, með því að fram- leiða í öðru landi til að selja þar eða framleiða þar til útflutnings. Erlendar fjárfestingar í 100 minnstu löndunum þar sem fjár- fest var voru aðeins 1% af heild- arfjárfestingunni. Fjárfestingar í þeim 10 löndum þar sem mest var fjárfest námu 68% af heildarupp- hæðinni. Fyrirtæki í Bandaríkjunum, Þýzkalandi Bretlandi, Japan og Frakklandi ráða lögum og lofum á þessu sviði. Royal Dutch Shell stærst UNCTAD segir að stærsta fjöl- þjóðafyrirtækið í þróuðum ríkjum sé brezk-hollenzka fyrirtækið Roy- al Dutch Shell og námu erlendar eignir þess 63,7 milljörðum dollara en eigið fé þess var 102 milljarðar dollara 1994. Annað í röðinni er Ford í Banda- ríkjunum með erlendar eignir upp á 60,6 milljarða dollara og eigið fé upp á 219,4 milljarða dollara. Síðan kemur Exxon með 56,2 milljarða dollara (eigið fé 87,9 milljarðar dollara). Mikilvægi fjölþjóðafyrirtækja í þróunarlöndum er að aukast. Af 100 helztu eru 50 með aðalstöðvar í Asíu eða Rómönsku Ameríku. Fremst í flokki er Daewoo í Kóreu, Hutchinson Whampoa í Hong Kong og Cemex í Mexíkó. GSM-FARSÍMAKERFIÐ sem tek- ið var í notkun árið 1994 hefur hlotið afar góðar viðtökur hérlend- is og nálgast notendafjöldi nú 20 þúsund. Þó enn sé fyrst og fremst hægt að ná sambandi við GSM-kerfið á þéttbýlisstöðum nær það nú þegar til 90% þjóðarinnar. Samtals eru nú 42 þúsund farsímar í GSM- og NMT-kerfunum hér á landi. Þetta kom fram í erindi Ólafs Tómassonar, póst- og símamála- stjóra á ráðstefnu stofnunarinnar um fjarskiptaþróun á mánudag. Ólafur greindi frá því að 16 far- símar eru nú á hveija 100 íbúa hér á landi og geta einungis hin Norðurlöndin státað af meiri far- símaeign en íslendingar. ER BÓKHALDSKERFIÐ OF HJEGVIRKT? Þú færð betri svörun ó CONCORDE með d i g i t a AlphaServer Digital á Islandi Vatnagaröar 14-104 Reykjavík Sími 533-5050 - Fax 533-5060 STORKOSTLEGUR SPARNAÐUR Notaðir bíialeigubílar af árgerð 1996 til sölu á frábæru verði Bílarnir eru allir í fyrsta flokks ástandi og þeim hefur aðeins verið ekið u.þ.b. 20.000 km. Þeir hafa fengið 15.000 km þjónustuskoðun hjá B&L og eiga eftir rúmlega tvö ár í verksmiðjuábyrgð. Kaupendum bjóðast lánskjör til allt að 5 ára. Verð miðað við beina sölu: Hyundai Accent Ll 4 dyra 820^00 krL Hyundai Accent LSI 5 dyra, vökvastýri 880.000 kr_ Renault 19 RN 4 dyra, vökvastýri 980^)00 kr^ Renault Twingo 3 dyra 730.000 kr. JIÍMLr ÓKEYPIS VETRARDEKK NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT 12, SlMI: 568 1200 beint 581 4060 K A U P B Æ T I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.