Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ________________________ AÐSENDAR GREiNAR_______________________ Samstaða um einkavæðingu hjá Reykjavíkurborg Augu R-listans, segir Arni Sigfússon, eru að opnast fyrir möguleik- um þjónustusamninga. lags, þótt ekki sé tekin afstaða til sölu á því að svo stöddu. í byijun nóvember nk. verður hlutafélagið stofnað og ný stjórn á að geta tek- ið við rekstri þess um áramótin. Rekstur stofnana borgarinnar þarf að vera í stöðugri endurskoð- un. í því sambandi ber að nýta þekk- ingu úr viðskiptalífinu, en þar hafa útboð verið viðhöfð í auknum mæli á undanfömum árum. Mikilvæg mál sem tengdust breytingum á rekstr- arfyrirkomulagi og hagræðingarað- gerðum á síðasta kjörtímabili varða t.d. útboð á öryggisvörslu fyrir borg- arstofnanir, nákvæmari kostnaðar- greiningu ýmissa verkþátta í undir- búningi útboða við viðhald gatna og aukin útboð við viðhald fast- eigna. Þá vora hafnar athuganir á útboðsleiðinni við framkvæmd í FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykja- víkurborgar fyrir árið 1996 var miðað við 300 milljóna króna tekjur af sölu eigna. Við sjálfstæðismenn lýsum yfir stuðningi við verkefnið þar sem stefna okkar og störf hafa miðast við að Reykjavíkurborg dragi sig út úr samkeppnisrekstri. Ollum á að vera orðið ljóst að sam- keppnisumhverfi skilar betra verði og vandaðri þjónustu til neytenda, en einokunar eða fákeppnis- markaður. Vilji sveitarfélag hlutast til um ákveðna þjónustu fyrir af- markaða hópa borgarbúa er tiltölu- lega auðvelt að gera um slíkt samn- inga, bjóða út verkefni til þeirra fyrirtækja sem eru á markaðnum. Við verðum að hverfa frá þeirri villu að þenja hið opinbera yfir á svið þar sem fyrirtæki á markaði hafa þegar haslað sér völl. Sú einkavæðing sem stendur fyrir dyrum hjá borginni er afrakst- ur góðs undirbúnings borgaryfir- valda í tíð sjálfstæðismanna. Tími til umræðna og aðlögunar hefur verið afar mikilvægur og vel hefur verið unnið nú á lokastigum mála. Hér skulu nokkur dæmi nefnd: Á síðasta kjörtíma- bili ritaði Markús Örn Antonsson þáverandi borgarstjóri fjármála- ráðherra bréf og ósk- aði eftir að gerð yrði úttekt á stöðu Skýrslu- véla Reykjavíkurborg- ar og ríkisins, með til- liti til breyttra að- stæðna á markaðnum, m.a. vaxandi sam- keppni innlendra hug- búnaðarfyrirtækja. Viðskipti borgarinnar við fyrirtækið höfðu einnig verið að dragast saman og ekki var séð að 50% hlutur hennar í Skýrr gerði annað en skekkja samkeppnisstöðu annarra hugbún- aðarfyrirtækja. í góðu samstarfi við stjórnendur og starfsmenn var Skýrr gert að hlutafélagi á síðasta ári. Nú hefur borgarráð samþykkt að selja 30% hlut borgarinnar í Skýrr hf. Reykjavíkurborg er á leið út úr þessum samkeppnis- rekstri. Annað dæmi eru Jarðboranir. Ákveðið var að selja hluta borgarinnar í fyrirtækinu. Þriðja dæmið er Pípugerðin hf. Þessu borgarfyrirtæki var breytt í hlutafélag um áramótin 1992-1993. Þá var hins vegar talið ráðlegt að styrkja stöðu þess áður en það yrði selt. Sú hefur orð- ið raunin og borgarráð hefur nú samþykkt sölu, sem ætti að hefj- ast á næstu dögum. Fjórða dæmið er Malbikunarstöðin og Grjótnám. Á síðasta kjörtímabili var vakin athygli á kostum sameiningar fyrirtækisins og myndunar hlutafélags í fram- haldi af því. Stjórnendur fengu svigrúm til að meta kosti og galla og koma á framfæri varnaðarorð- um um sölu fyrirtækisins þótt því yrði breytt í hlutafélag. Þetta mál var síðan formlega tekið upp í nú- verandi yfirstjórn og samþykkt að hefja undirbúning að gerð hlutafé- Árni Sigfússon ýmissa rekstrarþátta í stofnunum aldraðra, gerður var samanburður á fyrirkomulagi við sorphirðu á milli sveitarfélaga, með útboð í huga. Sá samanburður gaf ekki til kynna að ástæða væri til breytinga. Hins veg- ar er stöðugt þörf á nýjum saman- burði því tækni og rekstrarfyrir- komulag þróast ört. Það er ánægjuefni að enn hefur ekki verið ágreiningur við R-listann um framhald þessara verkefna. Full samstaða hefur náðst um þau verkefni sem t.d. varða Skýrr, Pípugerðina, Malbikunarstöð og grjótnám. Þá eru augu R-listans að opnast fyrir möguleikum þjón- ustusamninga. Það birtist í því að nú eru samþykktir þjónustusamn- ingar t.d. um rekstur leikskóla og félags- og þjónustumiðstöðva, sem R-listaflokkarnir höfnuðu þegar við sjálfstæðismenn fluttum um það tillögur um síðustu áramót. Reykjavíkurborg er á réttri leið í einkavæðingu borgarreksturs. Hins vegar er það áhyggjuefni að á sama tíma og dregið er úr borgar- rekstri á þennan hátt, skuli vinstri flokkarnir auka útgjöld annars staðar, hækka skatta og auka á skuldir borgarinnar. Það er til lítils að auka hagkvæmni í borgar- rekstri ef það er aðeins til að færa út kvíarnar á öðrum sviðum sem aðrir geta allt eins sinnt. Höfundur er oddviti sjálfstæðis■ manna í borgarstjóm Reykjavíkur. Er „karlmennskan“ í hættu? KONUR hafa lengi krafist jafnréttis á við karlmenn. Þótt margir karlmenn hafi litið á það sem sjálfsagðan hlut hafa aðrir talið það ógna karl- mennskuímynd sinni, bæði tilfínningalega og félagslega. En karl- menn ættu þó e.t.v. frekar að gefa gaum að því að á síðari áram hafa komið fram skýrslur sem fjalla um að karlmennskan sé í hættu sé litið á hana líffræði- eða lífeðlis- fræðilega. Orsakirnar eru taldar vera margs konar efni í umhverfinu. Þúsundir nýrra efna hafa bæst við önnur „náttúruleg" efni í umhverfinu eftir iðnbyltingu. I dag höfum við því í vefjum líkam- ms íjöldann allan af efnum sem ikki vora til áður. Þau hafa borist okkur t.d. vegna mengunar í /innuumhverfí ogytra umhverfi eða gegnum fæðuna. Það getur tekið mörg ár eða áratugi áður en skaðsemi þeirra kemur í ljós. Áhrif á hormónastarfsemi Á síðari árum hefur komið í ljós að mörg þessara efna hafa áhrif á hormónastarfsemi líkamans hjá villtum dýrum sem og mannin- um. Meðal áhrifanna á karlkyns fiska, fugla og spendýr má nefna minni fijósemi, ýmiss konar vansköpun, minni vöðva og aðrar breytingar í átt til kvenlegs útlits og líkamsstarfsemi. Færri sæðisfrumur Niðurstöður margra rannsókna sem birst hafa á síðustu þremur árum sýna alvarlegar breytingar á sæðisframleiðslu karla. Danskar rannsóknir hafa sýnt að magn sæð- isvökva hefur minnkað á síðustu fímmtíu áram úr 3,40 ml í 2,75 Víðir Kristjánsson Eru karlmenn í dag, spyr Víðir Kristjáns- son, „helmingi minni karlmenn en afar þeirra?“ ml. Á sama tímabili hefur einnig fjölda sæðisfruma í hveijum milli- lítra fækkað um helming frá 113 milljónum í 66 milljónir og „gæði“ þeirra minnkað. Þetta verður að teljast mjög alvarlegt þar sem talið er að rekja megi orsakirnar til ýmissa umhverfisþátta og þar valdi efni sem hafa áhrif á hormónastarf- semina miklu. Frönsk rannsókn hefur t.d. sýnt að fjölda sæðisframa hjá karlmönnum í París hefur fækk- að um 2% á hveiju ári síðustu tutt- ugu árin. Aðrar rannsóknir í Belg- íu, Englandi og víðar sýna svipaðar niðurstöður eða um 40-60% fækkun sæðisframa frá lokum síðari heim- styijaldar. / I \ 7.-13. október 1996 Hvaða efni? Þau efni sem helst hefur verið rætt um að hafí eða geti haft áður- nefnd áhrif eru eftirfarandi: Alkýlfenólar. Hafa aðallega verið notaðir í þvotta- og hreinsiefni til iðnaðamota og í vatnsleysanlegar málningar-, lakk- og límvörar. PCB. Var aðallega notað sem einangrunar- og kæliefni í stóra spenna og þétta en er nú bannað. DDT. Skordýraeitur sem notað var mikið en er nú bannað. Díoxín. Efnahópur sem getur myndast við brennslu ýmissa efna eða sem aukaefni við framleiðslu á öðrum efnum. Lífræn tinsambönd. Eitt þeirra efna, tríbútýltin, hefur m.a. verið notað í botnmálningu skipa til að hindra gróðurmyndun. Bisfenól A. Efni sem notað er í ýmsar slitþolnar málningar- og lakkvörur. Ftalöt (Phthalate). Stór hópur efnasambanda til ýmissa nota. Minnkar karlmennskan? Auk þess að sæðisframum hefur fækkað hefur komið í ljós í mörgum rannsóknum að krabbamein í eist- um er það krabbamein sem fjölgar mest hjá körlum. Skýrslur frá Bandaríkjunum, Danmörku og Englandi skýra frá þrefaldri aukn- ingu á síðustu þrjátíu árum. Á sama tímabili hefur þeim tilvikum fjölgað tvö- til þrefalt þegar eistun fara ekki á réttan hátt niður í punginn. Ef þessi áhrif halda áfram að auk- ast hljóta afleiðingarnar að verða skelfilegar í framtíðinni. Margir tala um að karlmenn í dag séu helmingi minni karlmenn en afar þeirra vora. Höfundur er efnafræðingur og deildarsijóri efna- og hoUustuháttadeildar Vinnueftiriits ríkisins. Þjóðarspegill Meðal annarra orða Miðað við aðstæður og gárþröng, segir Njörður P. Njarðvík, hafa starfsmenn Sjónvarpsins oftlega lyft grettistaki. 30. SEPTEMBER sl. minntist Sjónvarpið 30 ára afmælis síns með löngum dagskrárþætti sem bar heitið „Þjóðarspegill í 30 ár“ og var Ómari Ragnarssyni falin umsjón með þessu endurliti. Eg settist með nokkurri eftirvænt- ingu til að horfa á þennan þátt, því að mér lék forvitni á að sjá hvernig Sjónvarpið kynnti mikilvægi sitt í íslensku þjóðlífi, þennan nýja og áhrifamikla miðil, sem sannarlega hefur komið við daglegt líf allrar þjóðarinnar. En eftirvænting mín breyttist fljótt í undrun, svo í hlátur (ekki gleðihlátur) og loks í ein- hvers konar reiðiblandna skelfingu. Grunn- tónninn í þessum langa þætti var nefnilega dægurlagasöngur og aulafyndni. Og ég gat ekki betur séð en Sjónvarpið væri þarna í raun að gera þátt sinn í íslensku þjóðlífi að engu og hæðast að sjálfu sér. Hugsunarlítið ráp Með tilkomu Sjónvarpsins gerbreyttist öll íjölmiðlun á íslandi, þar sem tíðindi voru allt í einu orðin sýnileg almenningi í bókstafleg- um skilningi. Og um leið breyttist um margt framganga tíðindafólks, þar sem það varð fljótt meðvitað um sýnileik sinn. Þannig hefði til dæmis mátt hugsa endurlit Sjónvarpsins í þijátíu ár í stað þess hugsunarlitla ráps sem einkenndi þáttinn. Að vísu örlaði á þessu, enda í raun ógemingur að komast með öllu hjá því, jafnvel þótt reynt væri. Á þessum tíma hefur þrisvar sinnum verið kosinn nýr forseti lýðveldisins. Það var fróð- legt að sjá leifturmynd frá því er þeir Gunn- ar Thoroddsen og Kristján Eldjárn sátu fyr- ir svörum á bernskuárum Sjónvarpsins - og tilvalið að nota þá svipmynd til að sýna hvern- ig öll fjölmiðlaumræða hefur gerbreyst á til- tölulega stuttum tíma, og ekki allt til góðs. Þá hygg ég að ekki síst hefði birst hvaða stakkaskiptum sjálfsímynd fjölmiðlafólksins sjálfs hefur tekið, frá allt að því auðmýkt til fyrirferðarmikillar sjálfumgleði. En þetta var ekki gert. Þegar langt var liðið á þáttinn, kom allt í einu brot af viðtali við Fríðu Á. Sigurðar- dóttur í tilefni af því, að henni voru veitt bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Það var eins og umsjónarmaður hefði allt í einu vaknað upp við vondan draum: menning og listir, var ekki eitthvað svoleiðis? Þess var ekki getið að Fríða var fjórði íslenski rithöf- undurinn, sem hlaut þessi verðlaun. Og reyndar hafa þessi 30 ár verið geysilega gróskumikill tími í íslensku menningarlífi, ekki aðeins í bókmenntum, heldur einnig í myndlist og leiklist, og þó umfram allt í tón- list. Og þarna hófst upp íslensk kvikmynda- gerð fyrir alvöru, og ætti þar að fínnast skyldleiki við sjónvarp. Því voru ekki gerð skil. Stjórnmál og atvinnulíf, sást einhver þróun eða breytingar á þeim vettvangi? Varla. Handarbakavinna Þannig ber í raun allt að sama brunni. Ef einhveijum er falið að hafa umsjón með þætti sem heitir „Þjóðarspegill í 30 ár“ í til- efni slíkra tímamóta, þá hefði maður haldið að svara þyrfti tveimur spurningum: Hvað hefur merkast gerst í íslensku þjóðlífi á þess- um tíma og hvernig hefur sjónvarpið speglað það? Þetta var ekki gert. Eg held að öllum sem hafa komið nærri Ríkisútvarpinu hljóti að sárna sú skrípamynd sem þarna var dreg- in upp af hinu merka starfi Sjónvarpsins, því að það er merkilegt starf þrátt fyrir allt, þótt maður standi sjálfan sig að því að fussa nú yfír dagskránni. Miðað við aðstæður og fjárþröng Sjónvarpsins hafa starfsmenn þess oftlega verið lyft grettistaki og það hefur vissulega verið þjóðarspegill í 30 ár. Það á enn eftir að sýna okkur með eftirminnilegum dagskrárþætti. Sú handarbakavinna sem menn fengu að sjá 30. september síðastliðinn er hins vegar engum bjóðandi og lýsir ekki öðru en metnaðarleysi. Höfundur er prófessor við Háskóla Islands og rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.