Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Þórarinn B. Jónsson bæjarfulltrúi Tvívegis lent í beinu „þotu- rútuflugi“ frá Akureyri ÞÓRARINN B. Jónsson, umboðs- maður Sjóvár Almennra og bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur tvívegis keypt sér farseðil til út; landa í beinu flugi frá Akureyri. í bæði skiptin hefur hann hins vegar lent í því að þurfa að fara með rútu til Keflavíkur og sömu leið til baka, þar sem ekki hefur verið hægt að fljúga beint frá Akureyri. Þórarinn var í hópi 260 farþega sem fóru með rútu frá Akureyri til Keflavíkur sl. miðvikudagskvöld og þaðan til Dyflinnar á fimmtudags- morgun. Þegar komið var heim á sunnudagskvöld var uppi sama staða og þurfti vélin að lenda í Keflavík, farþegarnir af lands- byggðinni að gista eina nótt í Reykjavík og halda með rútu norð- ur á mánudagsmorgun. Þórarinn var einnig í hópi þeirra ferðalanga, sem ætluðu að fljúga utan í fyrsta beina fluginu frá Akureyri fyrir 20 árum en lenti þá í sömu stöðu og um helgina. í bæði skiptin voru það náttúruöflin sem settu flugið úr skorðum. Hefur engan tilgang að svekkja sig „Ég lenti í fyrsta beina þoturútu- fluginu með Ferðaskrifstofu Akur- eyrar fyrir einum 20 árum og svo aftur nú um helgina með Samvinnu- ferðum- Landsýn. í fyrri ferðinni var haldið til Kaupmannahafnar og það var í raun yndisleg ferð og svo var einnig með ferðina til Dyflinnar um helgina. í bæði skiptin gerðu ferðaskrifstofurnar allt til að létta okkur leikinn.“ Þórarinn segir að vissulega hafi flestir keypt ferðina vegna þeirra þæginda að fljúga beint frá Akur- eyri og sumir farþeganna hafi því verið argir og þreyttir þegar henni lauk. „En þetta var ljómandi skemmtileg ferð og það hefur engan tilgang að vera svekkja sig yfir hlut- um, enda gat ferðaskrifstofan ekki ráðið við þá stöðu sem upp kom.“ í þeim 260 manna hópi sem ferð- ast þurfti með rútu frá Akureyri, var fólk enn iengra að komið, m.a. frá Siglufirði og allt austan frá Neskaupstað. Morgunblaðið/Kristján Með tíkina Rögg á mótorhjólinu MARÍ A Dröfn Garðarsdóttir fer flestra sinna ferða á öflugu mótorhjóli, sem kannski þykir ekki í frásögur færandi nú á tím- um. Það sem hefur hins vegar vakið athygli margra íbúa á Akureyri er að hún er ekki kona einsömul á ferð, heldur ferðast tíkin Rögg jafnan með henni og situr þá fyrir framan Maríu á hjólinu og lætur sér fátt um finnast. Morgunblaðið/Diðrik Gulrót í heljargreipum VOXTUR gulróta getur verið marg- varð mikil eftir gott haust, sú breytilegur, hér á myndinni er ein þyngsta á myndinni er 520 grömm, vafinn utan um aðra. Uppskeran sú lengsta 28,5 sentímetrar. Óður til framtíðar FIMMTÍU ár voru nú fyrir skömmu liðin frá því fyrirtækið Möl og sandur hf. hóf starfsemi á Akureyri. í tilefni af því gerði Jóhann Ingimarsson listaverk sem afhjúpað var á lóð fyrirtæk- isins, en það nefnist Óður til framtíðar, „þar sem hringurinn er tákn eilífðarinnar og hinnar undarlegu hringrásar, sem flest- ir virðast háðir,“ sagði sagði listamaðurinn við afhjúpun verksins. „Hringurinn er óendan- legur. Hann hefur hvorki upphaf né endi. Hann er einnig ham- ingjutákn," sagði Jóhann um leið og hann óskaði fyrirtækinu vel- Morgunblaðið/GS farnaðar. Á myndinni eru þeir Jóhann og Þórarinn Krisfjánsson formaður stjórnar Malar og sands við listaverkið. MorgunDiaoio/ ixnstjan Brugðið á leik FÉLAGARNIR Jóhann Þor- steinsson og Haraldur Hannes- son brugðu á leik á hjólabrett- unum sínum á Ráðhústorgi í gærdag. Töluverður áhugi er fyrir íþróttinni meðal akur- eyrskra unglinga sem gjarnan fara með brettin sín í miðbæinn og leika þar listir sínar fyrir gesti og gangandi. Sjálfsbjörg Kjarabætur til örorku- og ellilíf- eyrisþega STJÓRNARFUNDUR Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á Ak- ureyri og nágrenni sem haldinn var í vikunni samþykkti ein- róma að lýsa yfir sérstöku þakklæti til Verkamannafé- lagsins Hlífar í Hafnarfirði fyr- ir að hafa I kröfugerð sinni fyrir gerð næstu kjarasamn- inga, gert sérstaka kröfu um að jafnframt verði samið við stjórnvöld um að örorku- og ellilífeyrislaun fylgi iaunaþróun í landinu og að frítekjumörk skuli hækka samsvarandi öðr- um lágmarkslaunum. Þá skorar stjórn Sjálfsbjarg- ar á öll önnur stéttarfélög að veija og semja um kjarabætur til handa þeim félögum sem nú njóta örorku- og ellilauna. Samstarfs- verkefni í skóla- og menningar- málum BÆJARRÁÐ hefur staðfest samkomulag milli menntamála- ráðuneytis og Akureyrarbæjar vegna samstarfsverkefna við Grænland og Færeyjar. Samkomulagið felur í sér að Akureyrarbær hafi fyrir ís- lands hönd umsjón með sam- starfsverkefni á sviði menning- ar- og skólamála sem löndin þijú hafa gert samning um. Menningarmálanefnd og menningarfulltrúa hefur verið falið að hafa umsjón með fram- kvæmd verkefnisins fyrir hönd bæjarins. Veitingarekstur Skíðastaða Unnið við drög að út- boðsgögnum ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð hefur samþykkt að fela Eiríki Björgvinssyni, íþrótta- og tóm- stundafulltrúa og ívari Sig- myndssyni, forstöðumanni Skíðastaða, að vinna drög að útboðsgögnum varðandi veit- ingareksturinn á Skíðastöðum í Hlíðarfjalli. Eiríkur segir alls óvíst hvort einhver aðili hefur yfirleitt áhuga á veitingarekstrinum og því sé nauðsynlegt að kanna hvernig landið liggur í þeim efnum. „Um leið og við leitum að hagkvæmni varðandi rekst- urinn, viljum við jafnframt tryggja að hugsanleg breyting komi niður á þjónustunni." Eldsvoði Óhapp af manna- völdum ÓHAPP af mannavöldum varð þess valdandi að eldur varð laus í útihúsum á bænum Stað- arhóli í Eyjafjarðarsveit á sunnudagsmorgun. Málið er fullupplýst. Enn hafa upptök eldsvoða í skemmtistaðnum 1929 fyrir skömmu ekki fundist, en málið er enn í rannsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.