Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 11 FRÉTTIR Afleiðingar hugsanlegs hlaups á þjóðgarðinn 1 Skaftafelli Ekkí skemmdir heldur mótun lands Morgunblaðið/Golli STEFÁN Benediktsson, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, við útsýn- isskífuna á Sjónarskeri. Þjóðgarðsvörðurinn í Skaftafelli telur að ekki séu mikil veraldleg verðmæti í þjóðgarðin- um í hættu. Stefán Benediktsson segir Helga Bjarnasyni að hann líti ekki á það sem skemmdir á náttúrunni þótt hlaupið eyði gróðri á sandinum, segir að hér séu náttúruöflin að störfum við mótun landsins. ÞJÓÐGARÐURINN í Skaftafelli nær langt inn á Vatnajökul og eru Grímsvötn m.a. innan hans. Einnig austari hluti Skeiðaráijökuls og þar með austasta útfall Skeiðarár þar sem búist er við að mesta vatnið komi undan jöklinum þegar hlaupið hefst. Ef Skeiðará fer yfir varnar- garða sína í hlaupinu fer vatnið yfir mikið land sem tilheyrir þjóðgarðin- um á efri hluta sandsins. Hugsanleg- ar hamfarir tengjast því mjög þjóð- garðinum. Stefán Benediktsson þjóðgarðs- vörður segir að geymsluhús þjóð- garðsins undir brekkunum í Skafta- felli geti verið í hættu í hlaupinu og hugsanlega einnig göngubrúin í Morsárdal og tjaldstæðin við þjón- ustumiðstöðina. „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að vatnið fari yfír hana,“ segir Stefán þegar hann er spurður um þjónustumiðstöðina sem stendur fyrir neðan brekkurnar, austan við tjaldsvæðið. Vegurinn að þjónustumiðstöðinni og Skaftafells- bæjunum Hæðum þar sem þjóð- garðsvörður býr með fjölskyldu sinni og Bölta gæti rofnað, einnig gæti rafmagn farið og sími. Búið er að setja upp rafstöð milli bæjanna svo mögulegt verður að koma rafmagni á og farsímar eiga að virka, þannig að fólkið ætti að geta haft það þokkalegt þó bæirnir einangrist. Eyðir öllum gróðri Skeiðarársandur hefur gróðið nokkuð upp á síðustu tuttugu árum, eða frá þvi varnargarðar voru reistir við lagningu vegar yfír sandinn. Segir Stefán að þetta sé ekki aðeins mosi heldur allfjölbreyttur gróður. Ef áin fer yfir varnargarðana eyðir hún þessum gróðri, bæði innan og utan marka þjóðgarðsins. Eina dýrið sem þjóðgarðsvörður veit að missir heimkynni sín í flóðinu er minkurinn sem hreiðrað hefur um sig í varnar- görðunum og segist Stefán ekki vita hve margir sjái á eftir honum. Þjóðgarðsvörður lítur ekki á það sem sumir myndu kalla eyðileggingu gróðurs og hugsanlega einnig dýra- lífs sem skemmdir á náttúru þjóð- garðsins. „Við getum litið á þetta eins og náttúrufræðingar líta á skóg- arelda nú til dags. Þetta er mótun lands. Þar sem mannvirki og fólk eru ekki í hættu, eru menn hættir að slökkva skógarelda á verndar- svæðum í Bandaríkjunum því talið er að þeir séu hollir náttúrunni. Þetta horfir kannski nokkuð öðruvísi við hérna. Ekki er hægt að sýna fram á það með réttu að hlaupið örvi gróð- ur. En þetta er mótun lands og það má segja að ísland hafí þá sérstöðu að fyrsti verkdagur Guðs sé enn ekki liðinn," segir Stefán. Bendir hann á að gróðurinn muni vaxa upp á nýjan leik, en það taki langan tíma. Hugsanlegt er að brennisteinsfýla drepi gróður, fugla og skordýr, eins og dæmi eru um í Skeiðarárhlaup- um, en Stefán segir að það séu mun skammvinnari áhrif og ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þeim. Annálaskrif samtimans „Ef ég hefði ekki búið að nokk- urri reynslu af samskiptum við fjöl- miðla gæti ég alveg séð fyrir mér að þeir færu í taugarnar á mér,“ segir Stefán þegar hann er spurður að því hvernig hann upplifði umræð- una um væntanlegt hlaup. Mikið er leitað til hans með upplýsingar og hann er í mörgum viðtölum á dag. „Ég veit að fólk sér oft ekki tilganginn með þessu en þá verðum við að hugsa aðeins til baka. Fjöl- miðlarnir annast í raun annálaskrif okkar samtíma. Fljótlega fara menn svo að greina kjarnann frá hisminu. Já, ég er alveg hættur að láta þetta fara í taugarnar á mér,“ segir Stef- án. Hann segir að það sama gildi um vísindamennina. „Menn sem hér hafa búið við reglulegar náttúru- hamfarir og lagað líf sitt að þeim fannst ekki mikið til þessarra stráka koma þegar þeir ætluðu að sjá við náttúruöflunum og beisla þau við TÖLUVERÐUR áhugi er erlend- is á gosinu i Vatnajökli. Alnets- þjónustan Eldsmiðurinn á Höfn í Hornafirði er með daglegar fréttir af gosinu á heimasíðu sinni ásamt myndum frá Morgunblaðinu og segir Sigur- páll Ingibergsson hjá Eldsmiðn- um að fjöldi manna fari daglega inn á síðuna og töluvert berist af pósti. Bréfin eru bæði frá íslending- um erlendis og útlendingum, þótt fréttirnar hafi hingað til ein- göngu verið á íslensku og telur Sigurpáll að myndirnar segi út- lendingunum mikla sögu. Nú á að fara að þýða fréttirnar á ensku til að fleiri geti notið. byggingu brúa á sandinum. Mér hefur lærst það að allir hafa þessir menn nokkuð til síns máls og ekki er nokkur leið að afneita þekkingu þeirra á náttúrunni og verkfræði. Ég minni á að þetta er í fyrsta skipti í 22 ár sem reynir á þær hugmynd- ir sem liggja til grundvallar þessum mannvirkjum á sandinum." Trúi ekki hinu versta „Ég vona hið besta og trúi ekki því versta, ég verð að viðurkenna það,“ segir Stefán þegar leitað er álits 'nans á væntanlegu hlaupi og afleiðingum þess. Hann segist búast við tilkomumiklu hlaupi en á von á því að það eigi sér nokkurn aðdrag- anda. Og hann bindur vonir við þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið til að draga úr hættu á eyðileggingu mannvirkja á sandinum. Þjóðgarðsvörður viðurkennir að það hafi komið sér á óvart hvað hlaupið hafí látið á sér standa. „Fyrst þegar vart varð við gosvirkni töluðu menn svo eindregið um að hlaup myndi fylgja strax í kjölfarið og ég átti því von á því að hlaup væri hafíð nú þegar. Svo þegar það dregst hættir maður að hugsa á þessum nótum og bíður þess sem verða vill og þó einhver segi mér núna að það byiji á morgun trúi ég því ekki fyrr en ég sé hlaupið með eigin augurn," segir Stefán Bene- diktsson. Tenging er á milli heimasíðna Eldsmiðsins og Jöklaferða og hefur gosið og fréttaflutningur af því orðið til þess að 6-7 sinnum fleiri hafa að undanförnu skoðað heimasíðu Jöklaferða en venju- lega. Ekki eru allt nýir viðskipta- vinir, því að sögn Sigurpáls hefur einnig orðið vart við gamla gesti sem hafa áhyggjur af því að Vatnajökull sé að hverfa! Menn geta komist inn á gos- síðu Eldsmiðsins með því slá inn http://www.Eldhorn.is/eruption Leiguflug ehf. setur einnig myndir af gosinu inn á heimasíðu sína, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Heimasíðan hefur slóð- ina http://www.itn.is/lio Eldgos á alnetinu Töluverður áhugi erlendis Óbirtir reikningar forsetaframbjóðenda Uppgjör á næstu dögum REIKNINGAR vegna framboða Ólafs Ragnars Grímssonar og Péturs Kr. Hafsteins til embættis forseta íslands verða birtir innan tíðar, að sögn talsmanna þeirra. Á mánudag voru kynntir end- urskoðaðir reikningar Guðrún Agnarsdóttur og Ástþór Magn- ússonar hefur einnig upplýst um heildarkostnað átaksins „Virkjum Bessastaði." Á næstunni verður sent til fjöl- miðla reikningsuppgjör vegna framboðs Péturs Kr. Hafstein, að sögn Sindra Sindrasonar, eins forsvarsmanna framboðs Péturs. Sigurður G. Guðjónsson,vara- formaður félags um forsetafram- boð Ólafs Ragnars, segir uppgjör vera svo gott sem tilbúið en verða kynnt almenningi síðar í október- mánuði. Seljum í nokkur aukasæti á Stökkpallana til Edinborgar og Newcastle. N EWCASTLE 14. október 3 nætur 14 sæti EDINBORG 22.500 kr. 24.900 kr. 22.900 kr. 24.900 kr. 22.900 kr. 25.900 kr. Innifalið í verði: Flug, gisting, islensk fararstjórn, ferðir til og frá flugvelli i Newcastle og Edinborg og skattar. 20. október 25. október 25. október 27. október 27. október 3 nætur 12 sæti 2 nætur 7 sæti 3 nætur 14 sæti 2 nætur 18 sæti 4 nætur 13 sæti TAKTU ST0KKIÐ! ÞÚ SÉRÐ EKKI EFTIR ÞVÍ • Þú vetur þér brottfarardag til Newcastle eða Edinborgar. • Þú greióir staðfestingargjald við pöntun. • Við staðfestum flugsætin. • Við ábyrgjumst vandaða gistingu. • 10 dögum fyrir brottför staðfestum við nafn gististaðar. 4 4 UIVALUTSYN Lágmiila 4: sími 569 9300, Hafnarfirði: sími 565 23 66, Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 _ - og hjá umboðsmönnum um laná allt. 23( E oatxas^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.