Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKODAGUR 9. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Leyndar- dómar lífsins Nýjasta bók Jostein Gaarder fjallar um lífið og tilveruna, líf á öðrum hnöttum, um Guð og hvort dýr hugsi NORSKI heimspek- ingurinn og rithöfund- urinn Jostein Gaarder hefur að nýju snúið sér að því að upp- fræða yngstu kynslóð- ina í nýjustu bók hans sem nefnist „HaUó - Er einhver hér?“. Að þessu sinni er heim- spekin hins vegar ekki í aðalhlutverki, heldur líffræðin. Hefur nú þegar verið samið um útgáfu bókarinnar í 22 löndum. Heiti bókarinnar vísar til alheimsins, segir Gaarder í samtali við Aften- posten. „Ég held ekki að það komi geimskip í heimsókn á morgun en ég er hins vegar sannfærður um að það er líf í himingeiminum. Eftir að ég lauk við þessa bók hafa vísindamenn tilkynnt að mögulega sé líf á Mars. Það er verst hversu miklar vegalengdir er um að ræða, það er svo tíma- frekt að komast þangað," segir Gaarder. Geimvera heim- sækir átta ára dreng Söguhetjan er að þessu sinni átta ára drengur, Joakim, sem fær óvænta heimsókn utan úr geimnum. Þar er á ferð viðkunnanleg geimvera sem kallar sig Mika, og svarar spumingum á borð við þá hvort líf sé á öðrum hnöttum, hvers vegna börn fæðist lifandi, hvort dýr hugsi, hver og hvar Guð sé og svo mætti lengi telja. Engin spurning er of stór eða of erfið svörin fást ekki við öllu, ekki einu sinni um draumana „Að ferðast er að komast lengra út í heiminn. Að dreyma er að komast lengra inn í heiminn. En við getum ef til vill ekki ferðast nema í eina átt í einu,“ segir í bókinni. Óhræddur við líffræðinga Ekki er víst að þeir sem hún er ætluð, börn á aldur við söguhetj- una, komist hjálparlaust í gegnum hana í fyrsta sinn, en svo var einn- ig um „Veröld Soffíu“ sem reynd- ist höfða til mun eldri lesenda en hún skrifuð fyrir. Gagnrýnendur ekki á einu máli Krístján aldrei betrí á fjölum hússins segir gagnrýnandi Chicagoblaðsins Tempo KRISTJÁN Jóhanns- son óperusöngvari fær góða dóma í tveimur bandarískum fjölmiðl- um, sem Morgunblað- inu hafa borizt, en slakan í einum, fyrir frammistöðu sína í hlutverki Luigis í óperu Puccinis, II Trittico, í Lyric Opera í Chicago. Blöðin Tempo og Chicago Sun-Times hæla söngvaranum á hvert reipi. í Tempo segir að aðalsöngvar- arnir þrír, Kristján, Jean-Philippe Lafont og Catherine Malfitano, hafi allir verið i essinu sínu og Kristján sjaldan eða aldrei verið betri á fjöl- um hússins, en þar hefur hann sungið í nokkrum uppfærslum á undanfömum árum. Gagnrýnandi Chicago Sun-Times gerir jafnframt góðan róm að frammistöðu þremenninganna - ástríður þeirra hafi kraumað undir niðri uns þær hafi brotist út og hitinn orðið lífs- hættulegur. „Kristján söng hlutverk Luigis af miklum þunga, svo undir tók í salnum, auk þess sem hann dró upp sannferðuga mynd af vinnulúnum en geðfelldum manni.“ I Chicago Reader kveður hins vegar við annan tón en í dómi sínum segir gagnrýnandi blaðsins að „hinn dauflegi íslenski tenórsöngvari Kristján Jóhannsson" virðist vera á rangri hillu sem hinn þrekvaxni elskhugi Giorgettu. Kristján Jóhannsson Islenskur Rocky Horr- or frumsýndur í Osló SÖNGLEIKURINN ROCKY Horr- or í leikstjórn Gottskálks Dags Sigurðarsonar verður frumsýndur á morgun, fimmtudag, í Osló. Verkið verður sýnt í leikhúsi í mið- borg Oslóar sem nefnist Chateau Neuf, en þar er Gísli Öm Garðars- son leikhússtjóri. Það er hópur íslendinga sem stendur að uppfærslunni, listræna hönnun annast Sigurður Kaiser Guðmundsson, brellur annast Björn Helgason, búninga annast Filippía Elísdóttir, grafísk hönnun er í höndum Ámunda Sigurðssonar og Þorláks Lúðvíkssonar og fram- kvæmdastjóri er Gísli Örn Garðars- son. Átján ár eru síðan Rocky Horror var settur upp síðast í Osló. LISTIR HALLÓ, er einhver hér? spyr Gaarder í nýjustu bók sinni. Gaarder segist óhræddur við líffræðingana, þó að líklega muni einhveijir þeirra vera ósáttir við framsetningu hans, rétt eins og ekki hafi allir heimspekingar ver- ið hrifnir af „Veröld Soffíu" sem aflaði Gaarder heimsfrægðar. Hann segist hafa haft varann á og fengið líffræðing til að lesa bókina yfir. Þreyttur á frægðinni Jostein Gaarder hefur þénað hundruð milljóna á bókum sínum og nýtur geysilegra vinsælda víða um heim, þar sem hann getur ekki gengið óáreittur um götur, t.d. í Japan. Þar hafa bækur hans selst í um 2 milljónum eintaka. Gaarder segist vera orðinn dálítið þreyttur á frægðinni. Hann eigi meira en nóg af peningum, sem hann hefur engan áhuga á að ávaxta, finnst slíkt vera tíma- eyðsla. Innrás eftir- líkinganna KVIKMYNDIR Iiáskólabló Innrásin „The Arrival“ ★ ★ Vi Leikstjóm og handrit: David Twohy. Aðalhlutverk: Charlie Sheen, Ron Silver, Teri Polo. Live Entertainment. 1996. SPENNUTRYLLIRINN Innrás- in með Charlie Sheen er geiminn- rásarmynd af öðru tagi en mega- myndin Þjóðhátíðardagur. Þar var allt á yfírborðinu, risastór geim- skipin gátu hvorki né vildu fela sig og fyrirætlanir sínar. í Innrás- inni læðupokast geimverurnar eins og fremur er venja í geimveru- myndum og starfa hreinlega undir yfirborði jarðar. Stjörnufræðing- urinn Sheen kemst inn í sendingar þeirra til móðuijarðar sinnar en þegar hann ætlar að greina áhrifa- mönnum frá uppgötvun sinni kemst hann að því að verurnar, sem geta breytt sér í eftiriíkingar af mönnum, hafa þegar náð undir sig mikilvægum embættum. Innrásin er B-mynd og samsett úr ýmsum slíkum. Hún gæti sem best verið langur Ráðgátuþáttur en uppbygginguna og yfirbragð samsæristryllisins fær hún að mestu hjá Innrás líkamsþjófanna eða „The Invasion of the Body Snatchers" frá sjötta áratugnum, grundvallarmynd sem veitt hefur ótal minni spámönnum innblástur. Aðeins einn maður þekkir sann- leikann og eftir því sem lengra líður einangrast hann æ meira þangað til hann getur engum treyst lengur. í kalda stríðinu táknuðu geimverurnar kommún- istahættuna í svona myndum en nú eru þær umhverfisspillar sem ætla að eyðileggja ósonlagið, hækka hitastig jarðar og gera hana óbyggilega nema fyrir sjálfa sig - sumsé allt þetta sem iðju- höldar hafa verið að gera á öldinni. En þótt Innrásin sé mynd með tískuboðskap hefur hún engar stórstjörnur til að prýða með tjald- ið. Sheen er brattur vel og ákveð- inn í leit sinni að torfengnum svör- um með sín greindarlegu gleraugu á nefinu og Ron Silver bregst manni ekki frekar en fyrri daginn sem sami einhæfí leikarinn. Ann- ars skiptir leikur ekki höfuðmáli í B-mynd sem þessari heldur hraði frásagnarinnar og hvernig aðal- persónan króast smámsaman af, tortrygginn á allt og alla og höf- undurinn, David Twohy, kemst ágætlega frá þeim þáttum. Best er að hafa handrit svona geim- verumynda eins fjarstæðukennd og ímyndunaraflið Ieyfir og sú regla er mjög í heiðri höfð hér. Ef hægt er að koma manni hið minnsta á óvart er það alltaf plús. Og þetta er ekki ein af þessum myndum sem reiðir sig eingöngu á brellur heldur er nokkuð lagt í gerð handritsins og er það tilbreyt- ing. Fyrir unnendur þessarar teg- undar mynda er Innrásin dágóð skemmtun. Arnaldur Indriðason SÝNINGAR á Þreki og tárum hefjast á ný á Stóra sviði Þjóðleikhússins 11. október næstkomandi. NÚ ERU að hefjast á ný í Þjóðleikhúsinu sýningar á leikriti Ólafs Hauks Símonar- sonar, Þrek og tár sem, frum- sýnt var sl. haust. Var verkið sýnt alls 67 sinnum fyrir fullu húsi. Sýningar hefjast áný ll.október. Þrek og tár er Reykjavíkur- saga frá sjöunda áratugnum, ljúfsár og iðandi af lífsgleði, skreytt tónlistarperlum þessa tíma. Fiyljandi tónlistar ásamt leikurunum er Tamlasveitin. Tónlistarstjórn annast Egill Ólafsson, höfundur leikmyndar er Axel Hallkellj höfundur búninga María Ólafsdóttir. Þrek og tár aftur á Stóra sviðinu Leikstjóri er ÞórhaUur Sig- urðsson. Leikendur í Þreki og tárum eru; Hilmir Snær Guðnason, Edda Heiðrún Backman, Gunn- ar Eyjólfsson, Jóhann Sig- urðarson, Edda Amljótsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Örn Árnason, Egill Ólafsson, Stefán Jónsson, Hjálmar Hjálmarsson, Bessi Bjarnason, Sveinn Þ. Geirsson og Sigríður Þorvaldsdóttir. Margrét Guðmundsdóttir mun um stundarsakir leika í stað Þóm Friðriksdóttur. Sigurður Bjóla Garðarsson sér um hljóðstjóra og Ástrós Gunnarsdóttir hefur með höndum dansstjórn. Lýsingu hannaði Páll Ragnarsson ljósameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.