Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 19 Reuter Brotlending í þorpi RÚSSNESK Antonov 124-flutningavél brotlenti í þorpi skammt frá Tórínó á ítaiiu í gær. Að minnsta kosti fjórir létu lífið, flugstjórinn og einn úr áhöfn, auk tveggja á jörðu niðri en aðrir sem um borð voru, rúmlega tuttugu manns, komust lífs af. Vélin, sem Aeroflot- flugfélagið rússneska hafði á leigu, var á leið frá Moskvu og hugð- ist flugstjóri vélarinnar lenda henni á flugvellinum í Tórínó. Var vélin aðeins þriggja ára gömul. Ekki er vitað hvers vegna hún brot- lenti í San Francesco ai Campo, sem er um hálfan kílómetra frá flugbrautarendanum á Caselle-flugvelli í Tórínó. Getgátur hafa þó verið uppi um að mistökum flugmannsins hafi verið um að kenna. Rauðir khmerar ganga stjórnarher á hönd Battambang. Reuter. HUNDRUÐ skæruliða Rauðra khmera hafa ákveðið að sameinast stjórnarhemum í Kambódíu og segja um leið skilið við leiðtoga hreyfing- arinnar, Pol Pot. Var þetta haft eft- ir kambódískum embættismönnum í gær. Talið er, að þetta muni flýta fyrir samningum milli stjórnvalda og Ieng Sarys, annars fyrrverandi forystumanns í skæruliðahreyfing- unni. Sagt er, að fimm skæruliðaher- deildir að minnsta kosti hafi gengið stjórnarhernum á hönd 4. þ.m. en viðræður standa enn yfir við Ieng Sary, sem var á sínum tíma utanrík- isráðherra í ríkisstjórn Rauðra khmera. Líklega eru nokkrar þúsundir her- manna í þeim hérdeildum, sem hafa nú gengið til liðs við stjórnarherinn, og fólkið, sem þeim fylgir, fjölskyldur þeirra og aðrir, er enn fleira. Hafa þeir afhent stjómarhernum mikið af vopnum, sem þeir höfðu nóg af, en þá skorti hins vegar mat og lyf. ERLENT Breti og Kanadamaður fá Nóbelsverðlaun í hagfræði Ábyrgð og efna- hagslegir hvatar Stokkhólmi. Reuter. BRESKI prófessorinn James Mirrlees og Kanadamaðurinn William Vickrey fá Nóbelsverðlaunin í hagfræði á þessu ári. Var skýrt frá því í Stokkhólmi í gær. Eru þeim veitt þau fyrir að hafa tengt saman þjóðfélagslega ábyrgð og efnahags- lega hvata en samspil þessara tveggja þátta er nú haft mjög til hliðsjónar við skatt- lagningu. Kenning þeirrá Mirrlees og Vickréys um „efnahagslega hvata og ósamhverfar upplýs- ingar“ er notuð þegar ekki verður hjá því komist að taka ákvarðanir þótt upplýsingarnar, sem þær byggjast á, séu af ólíkum toga og jafnvel ekki samhljóða. Aukinn skilningur á mörgum sviðum í umsögn Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar, sem veitir Nóbelsverðlaunin fyrir hönd sænska seðlabankans, segir, að rannsóknir þeirra Mirrlees og Vickreys hafi snúist um einhver líflegustu og skemmtilegustu svið hagfræðinnar. í verkum sínum fjalla þeir um það hvernig ríkis- stjórnir, fyrirtæki eða önnur sam- tök geti tekið mikilvægar og stefnumarkandi ákvarðanir þótt aldrei sé unnt að byggja á full- komnum upplýsingum. „Sem dæmi má nefna, að banki þarf ekki að hafa tæmandi upplýs- ingar um framtíðartekjur lántak- andans; eigendur fyrirtækis hafa oft ekki jafn góðar upplýsingar um rekstrarkostnað og samkeppn- isaðstæður op- framkvæmdastiór- inn,“ sagði í umsögn akademíunn- ar. Þar sagði einnig, að með störf- um sínum hefðu þeir Mirrlees og Vickrey aukið mönnum skilning á trygginga-, lána- og uppboðs- markaði; á innra skipulagi fyrir- tækja, launa- og skattkerfum og á almenna tryggingakerfinu, sam- keppnisaðstæðum, pólitískum stofnunum o. fl. Rangt að refsa mönnum fyrir dugnað Vickrey er fæddur í Viktoríu í Bresku Kólumbíu í Kanada árið 1914 og lauk námi frá Yale 1935. Hann er prófessor við Columbia- háskólann en kominn á eftirlaun. Mirrlees fæddist í Minnigaff í Skotlandi 1936 og kennir nú hag- fræði við háskólann í Cambridge á Englandi. Hann var hins vegar við Oxford frá 1969 til 1995. Varð hann fyrst kunnur fyrir umfjöllun sína um skattlagningu tekna en hann hafnaði þeirri 19. aldar kenn- ingu, að allan tekjumun ætti að jafna með sköttunum. Hann hélt því fram, að stig- hækkandi skattlagning hefði letj- andi áhrif á vinnugleðina og end- urskilgreindi vandamálið og út- listaði þannig, að skattakerfið ætti ekki að nota til að refsa mönn- um fyrir dugnað. • HYunoni RENAULT Greiðsliikjör til allt að /<> ináiiaða án úitbargjmar IUH GÓÐIR NOTADIR BILAR Hyundai Elantra 1800, árg. '94, 5 g., 4 d., vínrauður, ek. 42 þús. km. Verðkr. 1.050 þús. BMW518Í, árg. '91, 5 g., grár, ek. 104 þús. km. Verð 1.450 þús. Nissan Sunny STW 4x4 1600, árg. '94, 5 g., 5 d., vínrauður, ek. 63 þús. km. Verð 1.250 þús. Fiat Punto 55s, árg. '95, 5 g., 3 d., gulur, ek. 19 þús. km. Verð 760 þús. Volvo 850 GLE 2000, árg. '93, sjálfsk., 4 d., grár, ek. 73 þús. km. Verð 1.890 þús. Renault Mégane RT 1600, árg. '97, 5 g., 5 d., hvítur, ek. 12 þús. km. Verð 1.370 þús. km. Renault Nevada 4x4 2000, árg. '91, 5 g., 5 d., grár, ek. 94 þús. km. Verð 980 þús. 1 ^sag/.—„ i tgar'st— divíw jioi /t, arg. ui, sjálfsk., blár, ek. 96 þús. km. Verð 1.390 þús. sjálfsk., 4 d., vínrauður, ek. 51 þús. Verð 890 þús. Hyundai Accent LS 1300, árg. '95, 5 g., 3 d., grænn, ek. 17 þús. km. Verð870þús. Hyundai Pony GLS 1500, árg. '92, 5 g., 5 d., hvítur, ek. 68 þús. km. Verð 630 þús. Toyota Hi Lux SRS d/c 2400, árg. ‘92, 5 g., 4 d., rauður, ek. 131 þús km. Verð 1.530 þús. Hyundai Pony GLS 1500, árg. '93, sjálfsk., 4 d., rauður, ek. 23 þús. km. Verð 760 þús. Opiö \ irku iUtg» frá kl. 9 - 18, lan jiirtin jti 10 - 14 Hyundai H-100 2400, árg. '94, 5 g., 4 d., blár, ek. 50 þús. km. Verð 1.050 þús. Subaru Legacy STW1800, árg. 90, 5 g., 5 d., Ijósbrúnn, ek. 102 þús km. Verð 890 þús. IllíMílo' VISA Notaðir bílar Suðurlondsbraut 14 Armúla 13 Miklð úrval nýlegra uppitökubíla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.