Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR USS, þetta er nú engin vandi. Nú skal ég sýna ykkur hvað ég get ruggað mér ofboðslega hratt . . . Omar Smári Armannsson aðstoðaryfirlögregluþjónii Samhæfingn þarf í bar- áttunni gegn vímuefnum ÓMAR Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Reykja- vík, segir að allir geti verið sam- mála um nauðsyn þess að sam- hæfa og samstilla krafta hinna ólíku aðila er starfa að vímuvörn- um og að beina þurfi forvörnum markvissar að unga fólkinu. Þó sé ástæðulaust að gera lítið úr því góða sem gert hafi verið. Margir aðilar hafí lagt sig fram um að sporna við vímuefnaneyslu unga fólksins, jafnvel þótt aðstaða og fjármagn hafi verið af skomum skammti. Ómar Smári er ósáttur við gagnrýni, sem hann segir hafa komið fram að undanförnu, á störf að forvörnum. „Það hefur meðal annars verið gagnrýnt að forvarn- ir beinist um of að fullorðnum,“ segir Ómar Smári. „En hverjir eiga börnin og standa þeim næst? Hveijir eru líklegastir til að sjá og skynja breytingu á bömunum? Hveijir þurfa upplýsingar um fíkniefnavandann? Hveijir þurfa að sýna gott fordæmi og byggja upp skynsamleg viðhorf hjá unga fólkinu? Hveijir bera ábyrgð sam- kvæmt barnaverndarlögum?“ Ómar Smári segir að auðvitað sé þarft verk að vinna að forvörn- um meðal fullorðinna og ástæðu- laust að gera lítið úr því. „Lögregl- an hefur miðað forvamir sínar jafnt við yngra sem eldra fólk en við ætlum að efla forvarnir meðal fullorðinna á næstunni. Enginn hefur mælt oftar og ákveðnar en lögreglan fyrir nauðsyn góðrar samvinnu þeirra sem vinna að vímuvömum og ekki má gleyma að virkja fólkið sjálft til sam- starfs." Rjúpnaveiðin hafin Húsavík. Morgunblaðið. HÚSVÍKINGAR fjölmenntu til tjúpna fyrsta leyfilega veiðidaginn og var eftirtekjan misjöfn. Flestir voru með 10 til 15 ijúpur og það mesta sem sögur fara af eru 37 ijúp- ur sem Jónas Hallgrímsson skaut og Haukur Eiðsson veiddi 36. Veður var hagstætt, hvítt af snjó til heiða svo ijúpan sást ekki eins og skotveiðimenn óskuðu. Þeir telja að ijúpan sé með meira móti og haldi sér í hópum en segja jafnframt að þá sé hún styggust og verst að fást við hana. -----♦ ♦ ♦----- Stolið og skemmt við Suðurströnd BROTIST var inn í unglingamiðstöð við Suðurströnd á Seltjarnamesi í fyrrinótt og þaðan stolið ýmsum munum, auk þess sem þjófamir unnu skemmdarverk. Innbrotið uppgötvaðist í gærmorg- un. Rúður voru brotnar og ýmsir innanstokksmunir skemmdir. Þjóf- amir höfðu tvo geislaspilara og eitt segulbandstæki á brott með sér. SVERRIR Guð- mundsson, fyrrver- andi aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Reykja- vík, er látinn. Hann var á 83. aldursári. Sverrir átti m.a. að baki 43 ára farsælt starf innan lögregl- unnar. Sverrir fæddist í Reykjavík þann 14. febrúar árið 1914, sonur Guðmundar Jónssonar skósmiðs frá Stóra-Kambi á Snæfellsnesi og Þórunnar Odds- dóttur frá Eiði í Flókadal í Borgar- firði. Börn Guðmundar og Þórunn- ar voru sex. Sverrir ólst upp í Reykjavík, en var í sveit á sumrin á Eiði í Flókadal. Sverrir hlaut barnaskólamennt- un. Hann starfaði um tíma við afgreiðslu í verslun Kaupfélags Borgfirðinga á Laugavegi 20, en hóf störf í lögreglunni í Reykjavík árið 1941. Árið 1952 varð hann varðstjóri og var brautryðjandi í vega- eftirliti lögreglunnar. Hann var fyrsti yfir- maður umferðardeild- ar lögreglunnar, sem var sett á laggirnar í gamla skátaheimilinu við Snorrabraut árið 1962. Sverrir varð aðstoð- aryf irlögregluþj ónn árið 1966, um svipað leyti og umferðardeildin fluttist í lögregluhúsið við Hverfisgötu. Hann gegndi þeirri stöðu þar til hann lét af embætti fyrir aldurs sakir í ársbyijun 1984. Þann 15. október árið 1938 kvæntist Sverrir eftirlifandi eigin- konu sinni, Þórdísi Hjaltalín Jóns- dóttur. Þau eignuðust eina dóttur, Sjöfn, sem einnig lifir föður sinn. Andlát SVERRIR GUÐMUNDSSON Námskeið fyrir börn alkóhólista Reynum að veita tilfinninga- lega næringu Barnavemdarstofa stendur fyrir nám- skeiði fyrir börn sem búið hafa við alkóhólisma og fíknisjúkdóma innan fjölskyldu sinnar en vitað er að börn úr slíku um- hverfi eru verr í stakk búin til að takast á við lífið en þau börn sem búa við þroskavænlegri aðstæður. Auk þess hafa rannsóknir ítrekað sýnt að börnum sem koma úr fíknum fjöl- skyldum er margfalt hætt- ara við að verða sjálf fórn- arlömb ofneyslu á ungl- ings- og fullorðinsárum. Stefán Jóhannsson hefur unnið að ráðgjöf fyrir áfengis- og fíkniefnaneyt- endur og fjölskyldur þeirra um árabil og hefur umsjón með námskeiðinu. - Hvernig er námskeiðið upp- byggt? „Námskeiðið ber yfirskriftina „Börn eru líka fólk“ og stendur í tólf vikur. Á því er ljallað um tilfínningar sem alkóhólismi eða önnur fjölskylduvandamál draga fram, sýnd er kvikmynd um hvernig beijast á við alkóhólisma og farið er í listþjálfun og mynd- tjáningu sem er mjög mikilvæg því mörg börn geta ekki tjáð sig um tilfinningar nema í gegnum myndmál. Þetta eru tilfinninga- lega vannærð börn og við erum að reyna að veita þeim þessa næringu. Námskeiðið byggist á því að hjálpa þeim að byggja upp sjálfstraust og sjálfstæða ábyrga ákvarðanatöku og kenna þeim að skemmta sér á heilbrigðan hátt. - Af hverju varst þú fenginn til verkefnisins? „Aðdragandinn að þessu er sá að Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu hafði sam- band við mig fyrir um ári um að kanna möguleika á að búa til prógramm fyrir böm alkóhólista. Ég var þá búsettur í Bandaríkjun- um, og hafði verið um 14 ára skeið að læra og vinna að þessum málum, en flutti heim til íslands í febrúar á þessu ári og fór að vinna að verkefninu. Ég byijaði á því að draga saman hugmyndir frá svipuðum prógrömmum í Bandaríkjunum og Norðurlönd- unum og setti saman námskeið sem hentaði íslenskum aðstæð- um.“ — Hvernig hafa við- tökur við námskeiðinu verið? „Námskeiðið hófst í síðustu viku. Við erum —.... i með tvo hópa í gangi, í Síðumúla 33 á miðvikudögum og á fimmtudögum. Samtímis erum við með meðferðarhópa fyr- ir foreldrana. Þeir koma með bömin en fara svo inn í annað námskeið. í sjöundu viku hittast svo foreldrar og börn, síðan er sameiginlegt útskriftarkvöld. Að- sóknin er mjög mikil og meiri en við gátum annað, þörfin er slík. Þetta er nýjung á íslandi og er ekki einungis barnaverndarmál heldur einnig mikilvægt forvarn- arstarf." - Á hvaða aldri eru börnin? „Einn hópur er fyrir 6-8 ára böm en annar fyrir 8-10 ára böm. Þetta er sá aldur sem er mjög þýðingarmikið að vinna með þau á, áður en þau verða táningar." - Eru börn oft illa farin þegar þau koma á námskeið til þín? „Já, mörg eru mjög illa farin. Stefán Jóhannsson ►Stefán er 61 árs. Hann starf- aði á vistheimilinu á Vífilsstöð- um frá 1976-1979. Hann lauk námi frá Hazelden Foundation árið 1981 og starfaði hjá Áfengisvarnaráði til 1983. Lauk BA-prófi frá University of American School of Counsel- ing and Family Studies 1993 og MA-prófi 1994. Stundar nú doktorsnám við La Salle Uni- versity. Hann rak eigin ráð- gjafastofnun í Flórída í 12 ár og hefur verið ráðgjafi á spítöl- um og meðferðarstofnunum í Evrópu mörg undanfarin ár. Hann rekur ráðgjafaþjónustu í Reykjavík í Síðumúla 33. Hann á þrú börn og sex barnabörn. Börnin eru oft mikið skemmd Við gerum greiningar bæði á fjöl- skyldunum og bömunum og sjáum þá hvaða böm þurfa að fá frekari greiningu eða sálfræði- eða lækn- isaðstoð. Mörg eru mjög skemmd og illa farin útaf bæði kynferðis- legu ofbeldi og annars konar and- legu og líkamlegu ofbeldi. En al- gengustu viðbrögð bama við slæmu ástandi á heimilinu eru að þau kenna sér um ástandið og það getur verið mjög erftitt. Það getur leitt til sjálfsvígs bamanna. Þau vilja losa foreldrana við sig til að þau geti orðið hamingjusöm og ég þekki mörg slík dæmi frá Bandaríkjunum.“ - Hvaða árangurs er að vænta af námskeiðinu? „Ég þekki árangur af svona námskeiðum meðal annars frá Flórída þar sem ég var með námskeið. Hann er alveg undraverður. Það er góð tilfinning að sjá börnin vakna til lífsins og verða sjálfstæð og hamingjusöm, koma út úr sínu þunglyndi og hvernig þau ná að losa um sínar tilfinningar og miðla þeim.“ - A hvaða stigi koma hörnin í meðferðina? „Þetta eru allt böm fyrrverandi fíkla og foreldrarnir átta sig á að börnin hafa skaðast af ástand- inu, ofbeldi, alkóhólisma og geð- rænum vandamálum á heimilinu og sjá að börnin hafa ekki fengið þann uppeldisstuðning sem þau þurfa.“ - Verður framhald á nám- skeiðinu? „Þetta er til reynslu núna í tólf vikur og framhald verður grundvallað á henni. Við munum einnig fylgja þessum börnum eft- ir eftir námskeiðið og sjá hver árangurinn verður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.