Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ TORFI HJARTARSON + Torfi Hjartar- son fæddist 21. maí 1902 á Hvan- neyri og ólst upp þar og að Ytri- Skeljabrekku og Arnarholti í Borg- arfirði. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 8. októ- ber siðastliðinn eft- ir aðsvif á heimili ^^sínu. Foreldrar hans voru Hjörtur Snorrason f. 1859, d. 1925, búfræðing- ur, skólastjóri, bóndi og alþingismaður, sonur Snorra Jónssonar og Maríu Magnúsdóttur í Magnússkógum og á Skerðingsstöðum í Dala- sýslu, og Ragnheiður Torfadótt- ir, f. 1873, d. 1953, húsfreyja og mjólkurfræðingur, dóttir Torfa Bjarnasonar og Guðlaug- ar Zakaríasdóttur, skólastjóra- hjóna í Ólafsdal. Bræður Torfa voru Snorri f.1906, d. 1986, skáld og bókavörður, og Asgeir, 1910, d. 1974, sagnfræðingur, kennari og bókavörður. Torfi kvæntist 1. febrúar 1934 Önnu Jónsdóttur húsfreyju, sem fædd var 23. júlí 1912 í Hrísey og andaðist í Reykjavík 25. janúar 1992. Hún var dóttir Jóns Sig- urðssonar, vélfræðings og út- gerðarmanns frá Hellulandi í Hegranesi, og Sóleyjar Jóhann- esdóttur, húsfreyju og organ- leikara frá Syðstabæ í Hrísey. Börn Torfa og Önnu eru 1) Hjörtur, f. 6. júlí 1934 á ísafirði, 17. mars 1935. 2) Hjörtur, lögmaður og nú hæstaréttardómari, f. 19. september 1935 á ísafirði. Maki hans er Nanna Þorláksdóttir hjúkrunarritari og börn þeirra Torfi, Logi og Margrét Helga. 3) Ragnheiður, kennari og rektor Menntaskólans í Reykjavík, f. 1. maí 1937 á ísafirði. Maki hennar er Þórhallur Vilmundarson pró- fessor og börn þeirra Guðrún, Torfi og Helga. 4) Sigrún, tryggingaráð- gjafi, f. 23. október 1938 á Isafirði, d. 21. desember 1991 í Toronto. Maki hennar er Robert M. Kajioka örveirufræðingur og dætur þeirra Rosemary og Kat- hleen. 5) Helga Sóley, hjúkrunar- deildarstjóri á Landspítalanum, f. 13. september 1951 í Reykja- vík. Fósturdóttir Torfa og Önnu er Halla, kennari, f. 19. ágúst 1959 í Reykjavík, dóttir Sigrúnar Torfadóttur og Hrafnkels Thorlacius arkitekts. Maki henn- ar er Sveinbjöm Þórkelsson kennari og börn þeirra Hrafnkell og Anna. Torfi lauk gagnfræða- prófi við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og varð stúdent frá MR vorið 1924. Hann varð lög- fræðingur frá Háskóla Islands í febrúar 1930. Veturinn 1930-31 stundaði hann framhaldsnám í London. Á námsárunum starfaði Torfi í skrifstofu Alþingis og við bú móður sinnar í Arnarholti. Hann stundaði málflutnings- Höfðinginn er fallinn frá, 94 ára að aldri. Langri lífsgöngu er lokið. Þrátt fyrir háan aldur kom dauði Torfa okkur öllum í opna skjöldu og hans er sárt saknað. Torfi frændi eins og ég kallaði hann ávallt varð einhvernveginn aldrei gamall. Hann hélt þessari leiftrandi hugsun fram undir hið síðasta, áhuganum fyrir öllu þjóðlegu og mannlegu þar sem fátt virtist honum óviðkomandi. Ég minnist hans sem heljarmenn- is sem mér stóð stuggur af fyrstu ár ævi minnar, en eftir því sem árin liðu og ég kynntist honum oetur lærði ég að meta hann, virða ogJ)ykja vænt um. Ég minnist fjallaferðanna með honum og Helgu dóttur hans sem krakki og heimkeyrslunnar á græna jeppanum þegar við þurftum að vita skil á hverju fjalli og hveijum hól sem við fórum um. Litt stoðaði að umla og hvá og þaðan af síður að kvarta undan þreytu. Því allt sem flokkast gat undir tepruskap, sof- andahátt eða leti átti ekki upp á pallborðið hjá Torfa. Ég minnist þess þá að hafa spurt sjálfa mig hvort hann væri raunverulega bróð- ir hans föður míns. Og árin liðu, frændi var ætíð - Kpptekinn maður og ég sá hann ekki oft. Það var þá helst í fjöl- skylduboðum eða þegar ég rakst á hann á hlaupum einhversstaðar í námunda við Tollstöðina. Og þá sagði hann alltaf svo hressilega „sæl frænka". Mér skildist að ég ætti sess hjá honum sem eina bróð- urdóttir hans. Og bræðurnir féllu frá, einn af öðrum, fyrst sá yngri, Ásgeir, og síðan skáldið Snorri. Drengirnir eins og hann kallaði þá gjarnan voru á dálítið öðrum hraða en Torfi -Og eflaust hefur honum þótt þeir lifa i of miklum þokuheimi. En þrátt fyrir ólíkar hugsjónir og ólík lífs- mynstur þá fann maður að þeir bræður voru tengdir sterkum bönd- um. Torfi fylgdist grannt með skrif- um þeirra og af og til skaut hann upp kollinum hjá þeim svona eins og til að fullvissa sig um að allt cæri í lagi. Þessi umhyggja kom berlega í ljós þegar Snorri bróðir hans veiktist og satt að segja er það upp úr því sem raunveruleg kynni okkar frænda hófust og þau kynni áttu eftir að styrkjast með hveiju árinu sem leið. Ég fór að sjá ýmislegt í fari hans sem ég hafði ekki skynjað sem telpuhnáta í fjalla- ferðunum frægu. Hann var ekki bara stjómsamur herforingi, harður og ákveðinn, heldur sannur dreng- ur, hlýr ljúflingur, með sterka rétt- lætiskennd, skemmtilegur, fróður og gáfaður. Hann gat verið allt að því feiminn, fór dult með tilfinning- ar sínar en stundum brá þó fyrir viðkvæmni eins og þegar Anna kona hans dó. Hann sagði þá við mig að hann vissi ekkert lengur hvað hann ætti við sig að gera. Stærri orðum var vart hægt að búast við af hans hálfu. En lífsviljinn og lífsorkan virtist öllu yfírsterkari og það er kannski það fordæmi sem hann lætur eftir sig og gæti hjálpað okkur hinum sem eftir sitjum að halda ferðinni áfram. Ég vil að lokum þakka frænda mínum fyrir samfylgdina og fyrir allan þann hlýhug sem hann sýndi börnum mínum, eiginmanni og sjálfri mér. Við hefðum kosið að hafa hann lengur á meðal okkar en ég er þó þakklát fyrir að hafa fengið að vera með honum síðustu stundina sem hann lifði og sjá að hann kvaddi þennan heim með sömu reisn og hann lifði. Ég sendi bömum hans og barna- börnum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ragnheiður Ásgeirsdóttir. Kveðja frá embætti Ríkissáttasemjara Kvaddur er í dag sá maður er lengst hefur starfað að sáttastörf- um í vinnudeilum. Torfi Hjartarson. Hann gegndi starfi sáttasemjara ríkisins jafnframt starfi sínu sem tollstjóri árin 1945-78 en áður hafði hann verið skipaður vara- sáttasemjari í eitt ár. Árið 1978 var starf ríkissáttasemjara gert að fullu starfi. Gegndi hann því þá eitt ár þar til eftirmaður hans, Guðlaugur Þorvaldsson, tók við því. störf í Reykjavík 1931-32 og ritstýrði þá jafnframt blaðinu Heimdalli. Hann var settur bæj- arfógeti á Isafirði og sýslumað- ur í Isafjarðarsýslu 1932-33 og skipaður í það starf sumarið 1934, en hafði þar á milli m.a. verið fulltrúi við embætti sýslu- manns og bæjarfógeta á Akur- eyri. Hann varð tollstjóri í Reykjavík 1. október 1943 og gegndi því starfi til ársloka 1972. Torfi varð varasáttasemj- ari í vinnudeilum árið 1944 og gegndi síðan starfi sáttasemj- ara ríkisins frá 1945 til 1978, samkvæmt skipun til 3ja ára í senn. Honum var falið að gegna starfi ríkissáttasemjara frá 1978 til 1979, eftir að starfið hafði verið gert að sérstöku embætti. Torfi gegndi fjölmörg- um félags- og trúnaðarstörfum. Meðal annars var hann formað- ur Sambands ungra sjálfstæðis- manna frá stofnun þess á Þing- völlum 1930 til 1934. Bæjarfull- trúi á ísafirði var hann 1940- 1943. Hann var oddviti yfirkjör- stjórnar við bæjarsljórnarkosn- ingar í Reykjavík 1949-1970. Hann átti sæti í sljórn Dómara- félags íslands frá stofnun 1941 til 1972 og Sýslumannafélags Islands frá stofnun 1964 til 1972. Hann var formaður bygg- ingarnefndar Tollhússins í Reykjavík frá upphafi til bygg- ingarloka 1974. Hann var meðal stofnenda Rotaryklúbbs ísa- fjarðar 1935 og félagi í Rotary- klúbbi Reykjavíkur eftir komu sína þangað 1943. Hann var heiðursfélagi Dómarafélags Is- lands og bar stórriddarakross Fálkaorðunnar með sljörnu, ásamt nokkrum erlendum heið- ursmerkjum. Útför Torfa fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í þijátíu og fimm ár frá því í lok heimsstyijaldarinnar síðari, oft á tímum mikils ágreinings og óróa á vinnumarkaði, annaðist hann sátta- störf. Hann setti því mark sitt á framkvæmd sáttastarfa og mótaði margar þær hefðir og reglur sem enn er fylgt. Þótt ætla mætti að sáttastörfín samfara tollstjórastarf- inu yfir svo langan tíma væru óbærilegt álag fyrir Torfa var ekki að merkja að það gengi nærri hon- um. Hann stóð æ sem klettur úr hafinu. Hjá öllum þeim sem tengjast kjarasamningum verður minning Torfa Hjartarsonar í heiðri höfð um ókomin ár. Honum er þakkað ein- stætt framlag til sáttastarfa. Guð blessi Torfa Hjartarson. Þórlr Einarsson. Með Torfa Hjartarsyni er fallinn einn svipmesti samtíðarmaður okk- ar. Hér verður ekki reynt að lýsa ævisögu hans, heldur minnast á þau kynni sem ég hafði af honum. Þó verð ég að geta þess að mér hefur verið sagt að hann hafi lokið lög- fræðiprófi 1930 - og síðar dvalið eitt ár í Bretlandi til að kynna sér réttarfar. En árið 1934 var hann orðinn sýslumaður ísafjarðarsýslu og bæj- arfógeti á ísafirði. Ég hef heyrt því skotið fram að hann hafi verið harð- ur sýslumaður. Orðið harður held ég að eigi ekki við í þessu tilviki, heldur orðið röggsamur með nokk- uð annarri merkingu. Góður kunningi minn,_ sem ólst upp í stórri íjölskyldu í ísafjarðar- sýslu, sagði mér að hann minnist þess ævinlega þegar hreppsnefndin var búin að ákveða að skipta upp heimilinu og koma börnunum fyrir á hinum ýmsu bæjum í öðrum sveit- um. Þegar hreppsnefndin kom til að leggja síðustu hönd á verkið var sýslumaðurinn með í för. Börnin höfðu falið sig í útihúsum og þá heyrðu þau háreysti á hlaðinu. Sýslumaðurinn neitaði að leysa upp heimilið og bannaði hreppsnefnd- inni að snerta við fjölskyldunni. Þessu segist vinur minn aldrei gleyma, en sýslumaðurinn talaði við foreldra hans og rak hreppsnefnd- ina heim. Síðar upplýstu foreldrarn- ir börnin um að sýslumaður hafði oft haft samband við þau - en börn- in fengu að alast upp saman hjá foreldrum sínum. Þetta kalla ég ekki hörku. Torfi Hjartarson mun hafa verið skipaður tollstjóri í Reykjavík 1943 - en árið 1946 var bætt á hann sáttasemjarastarfi, sem í reynd var fullt starf, en hvað varðaði Torfa um það? Kynni mín af Torfa hófust í gegn- um sáttasemjarastörf. Ég kveið fyr- ir fyrsta fundi okkar - ég hafði heyrt af festu hans, greind og frá- bærri atorku. Ég viðurkenni að ég var nokkuð smeykur, þegar hann kom stormandi í salinn, höfði hærri en flestir aðrir menn, fullur af at- orku og lífsþrótti. Ég hugsaði í hljóði að með þennan mann færi maður ekki langt. Ein fyrstu átakastörf Torfa voru 1947 að Dagsbrún hafði boðað verkfall og nokkrir þungir samn- ingafundir höfðu farið fram. Þá vildu tveir ráðherrar í ríkisstjórninni leggja fram sáttatillögur undir alls- heijaratkvæðagreiðslu. Torfi harð- neitaði, sagðist vita að þessi tillaga yrði kolfelld og eftir það yrði hálfu verra að ná samningum. En ráð- herrarnir píndu sáttanefndina sem starfaði með Torfa að leggja sátta- tillöguna fram. Þarna held ég að Torfi hafi verið næst því að segja af sér störfum. í atkvæðagreiðslu kolfelldu Dagsbrúnarmenn tillög- una. En á einhvern óskiljanlegan hátt tókst Torfa á næstu 2-3 vikum að ná samningum. Það hefðu fáir leikið eftir. Eftir þetta reyndu ráðamenn ekki að leggja fram tillögur í vinnu- deilum gegn vilja Torfa. Þeir höfðu fengið sína lexíu. Hversu hart sem deilt var í samningum þá heyrðist hvorugur deiluaðili halda því fram nokkurn tíma að Torfi Hjartarson væri óheiðarlegur eða hlutdrægur. Að komast í gegnum allar þessar sviptingar og átök með slíkri reisn hefði enginn annar eftir leikið. Það hafði aldrei tekist ef hann hefði ekki haft þetta mikia traust. Ég fylgdist nokkuð vel með Torfa og vinnubrögðum hans, mér fannst hann oft á tíðum leysa deilur, sem ég sá ekki að væru leysanlegar - ég lærði margt af þessu. Að erfið- ustu hluti er oft hægt að leysa með einbeitni og leggja sig allan fram í verkið. Torfi var sáttasemjari á erfiðustu tímum - það urðu stórfelldar breyt- ingar á réttindum og kjörum manna og verkalýðsfélög voru orðin sterk- ari og harðákveðin að sækja aukin réttindi og betri kjör. Eitt sinn man ég að samningar voru að komast í höfn - menn frá báðum aðilum vildu fara heim í mat, en Torfi svaraði með því að loka húsinu: „Hér fer enginn heim“ og aldrei þessu vant lét hann færa okkur kaffí með ilmandi bakkelsi og svo kom undrið mikla; inn komu tveir rakarar í hvítum sloppum með öll sín tæki og tól. Rakararnir stóðu vel að verki og settu spíra og rak- vatn á andlit manna og hár. Þegar þessu var að mestu lokið setti Torfi fund að nýju - og samningar voru undirritaðir kl. 9 næsta morgun. Það hefði aldrei gerst hefði hann hleypt mönnum út úr húsinu. Því minnist ég þessa að Torfi var ekki vanur að traktera menn á veitingum eða rökurum, en samningar hefðu aldrei tekist hefðu menn farið út úr húsi. En það var einungis hin góða greind og skarpa hugsun Torfa, hann var svo næmur t.d. á svip- brigði manna - næmur að meta aðstæður utan veggja og innan að oft fannst manni þessi næmni næsta yfiráttúruleg „les hann hugs- anir rnanna" hvíslaði einn að mér einu sinni. Liklega gerði hann það. Það gefst ekki rúm til að lýsa öllum þessum löngu og erfiðu samninga- fundum, ef deilur voru harðar fékk Torfi sáttanefndir 3-5 manna til að vinna með sér. Þar var margur mætur maðurinn m.a. man ég eftir þremur hæstaréttardómurum: Jón- atan Hallvarðsson, Logi Einarsson og Benedikt Siguijónsson. Ég held að hæstaréttardómarar hafí haft gott af þessu, það var gott fyrir þá að komast út úr múrningunni og kynnast hörðum stéttardeilum. Það var margt „yfirnáttúrulegt" við Torfa. Maður kom dasaður heim eftir 2-3 sólarhringa vökur undir lokin - þá kom kannske tveggja daga hlé fyrir Torfa. Þá leit hann að sjálfsögðu í Tollstjóraskrifstof- una og fór svo í fylgd með öðrum í ferð upp á fjallið Skjaldbreið eða í fjallgöngur. Þá settist hann að nýrri vinnudeilu og þá komu enn lengri vökur. Ég þótti hér áður fyrr , með harðari mönnum að vaka, en ég hafði ekkert í Torfa að gera - enda lét ég fjöllin í friði! Torfi lét af störfum 1979 - þá kominn yfír sjötugt - ég lýsi því ekki frá hveiju þessi maður hefði getað sagt - en aldrei var hægt að fá neitt út úr honum um annað fólk, ég efast um að nokkur annar embættismaður á árum Torfa hafi unnið meira eða jafn þýðingarmikið starf. - Hann var naumur á kaffið á samningafundum, en heim að sækja; höfðingi. Aldrei átti hann annan bíl en Willisjeppa frá 1947 og keyrði hann allt fram að því síð- asta. Ég viðurkenni að mér var hlýrra til þessa manns en flestra annarra, virti hann og leit upp til hans. Nú þegar Torfi Hjartarson verður borinn til grafar, þá leitar hugur minn til ævintýra, ég hefði viljað að skrautvagn væri fyrir kirkjudyr- um og 12 dökkir gæðingar fyrir, það mundi hæfa þessum látna höfð- ingja. Guðm. J. Guðmundsson, fv. formaður Dagsbrúnar. Við þau vatnaskil sem nú eri; orðin er margs að minnast. Fyrst þess frá minni hendi, að árið 1957 er ég tók við starfi sem fulltrúi í fjármálaráðuneytinu, hófust sam- skipti okkar Torfa Hjartarsonar, enda hafði ég þá fyrir hönd ráðu- neytisins með að gera málefni toll- gæslu og tollheimtu. Þegar þau samskipti hófust var mér ljóst, að þar fór ekki venjulegur maður, enda fór orð af honum sem harðdugleg- um innheimtu- og málafylgju- manni. Mér fannst því vissara að fara með gát og forðast mannalæti og valdsmannsboð. Frá því er þó skemmst að segja, að ekki þurfti manninn lengi að reyna til þess að finna að mannlegar tilfinningar bærðust í ríkum mæli undir stór- brotnu yfirborði. Tollstjóraembættinu í Reykjavík gegndi Torfi í 29 ár frá 1943 til 1972, en áður hafði hann gegnt bæjarfógetaembættinu á ísafirði. Á þeim 29 árum sem Torfi gegndi þessu embætti tók það miklum breytingum, þróaðist úr tiltölulega fámennri skrifstofu upp í stofnun með yfir 130 manna starfsliði þegar flest var. Á þessum árum hafði skrifstofutækni nútímans ekki hafið innreið sína, allt þurfti því að hand- skrifa og vélrita með þeirri mann- aflaþörf, sem slík vinnubrögð kröfð- ust. Ekki er langt um liðið frá því að hér störfuðu menn, sem mundu þegar fyrstu handsnúnu margföld- unarvélarnar komu á skrifstofuna til að létta störfin. Er erfitt að hugsa sér nú hvernig öll þau flóknu reikn- ingsdæmi sem nú eru leyst í reikni- vélum og tölvum, voru unnin við þær aðstæður. Á þeim árum voru líka menn með góða reikningskunn- áttu, svo ekki sé talað um getu til að leggja saman langa töludálka, taldir gulls ígildi. Torfí var mikill nákvæmnismaður og lá sjálfur löngum stundum yfír bókhaldi, til þess að fá það til að stemma. Voru jafnvel dæmi þess, að einhveijir spiluðu á þennan ná- kvæmnisveikleika hans. Að minnsta kosti ganga hér enn sögur af mönn- um, sem unnu fram að miðnætti við að leita að smáaurum í bókhalds- skekkjum og komu svo til Torfa og sögðu þau góðu tíðindi, að þeir væru búnir að finna krónuna sem vant- aði! Ekki veit ég þó sannleiksgildi þessa; get allt eins ímyndað mér að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.