Morgunblaðið - 17.10.1996, Side 23

Morgunblaðið - 17.10.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 23 LISTIR * _____________ Sinfóníuhljómsveit Islands flytur Esju, sinfóníu Karls 0. Runólfssonar, í fyrsta sinn í 28 ár „Sannkölluð tónakrás“ „ESJA á eftir að koma tónleikagest- um í opna skjöldu enda er hér á ferð sannkölluð tónakrás, samin af mikilli fagmennsku. í mínum huga er um hreina uppgötvun að ræða en ég hafði hvorki heyrt tónskálds- ins né verksins getið áður,“ segir bandaríski hljómsveitarstjórinn Andrew Massey, sem mun standa í eldlínunni á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabíói í kvöld, en umræðuefnið er sinfónía Karls 0. Runólfssonar, Esja op. 57, sem verður nú leikin í fyrsta sinn á tónleikum frá því hún var frum- flutt árið 1968. .Vegna anna hafði Massey ekki tök á að byija að kynna sér verkið fyrr en í liðinni viku. „Eg hefði að ósekju kosið rýmri tíma því ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt á hveijum degi. Það er með ólíkindum að þetta verk hafi verið látið safna ryki í allan þennan tíma, því það er vel þess virði að vera flutt reglu- lega. Eg hef til að mynda í hyggju að bæta því við efnisskrá mína í Bandaríkjunum.“ Að sögn Masseys er Esja maka- laust fjölbreytt og vel uppbyggð sinfónía, þar sem skiptast á drunga- legir, gleðilegir og feikilega lagræn- ir kaflar - „ég stend mig stöðugt að því að raula hina ýmsu kafla.“ Greinir hljómsveitarstjórinn áhrif úr ýmsum áttum, svo sem frá Síbel- íusi, Wagner og Grieg, en áréttar að Karl hafi bersýnilega haft per- sónulegan stíi. Endurspeglist hann ekki síst í ríkri áherslu á málmblást- urshljóðfæri en, sem kunnugt er, var Karl jafnframt trompetleikari, meðal annars í Sinfóníuhljómsveit íslands. „í Esjunni fá básúnuleikar- arnir til dæmis virkilega að láta Ijós sitt skína.“ Hvað skrifaði hann fleira? Massey telur margt benda til að Karl 0. Runólfsson hafi ekki notið sannmælis sem tónskáld. „Eftir að hafa kynnst Esju brennur aðeins ein spurning á manni: Hvað skrif- aði hann fleira? Hugsanlega gæti maður átt von á fleiri gullmolum.“ Tónlist í leynum er sérstakt áhugamál Masséys sem hefur lengi kostað kapps um að draga góð tón- verk, sem einhverra hluta vegna hafa fallið í gleymskunnar dá, fram í dagsljósið. „Mín reynsla er sú að yfirleitt falla þessi tónverk hlust- endum vel í geð, þótt þeir viti ekki hvaðan á þá standi veðrið þegar þeir skoða efnisskrána. Eftir kynni mín af Esju hef ég ástæðu til að ætla að fleiri tónverk af þessu tagi sé að finna á íslandi." Massey ber jafnframt lof á Sin- fóníuhljómsveit íslands - það sé í raun fáranlegt að ekki stærri borg en Reykjavík geti státað af hljóm- sveit í svona háum gæðaflokki. „Ég var um tíma aðalstjórnandi Fíl- harmóníuhljómsveitar Rhode Is- iand, sem er mun stærra samfélag en Reykjavík, en hún komst ekki í hálfkvisti við Sinfóníuhljómsveit ís- lands.“ Mjög færir hljóðfæraleikarar Að mati Masseys eru hljóðfæra- leikararnir mjög færir, ekki síst strengjadeildin, og þótt það séu ekki nema sex selló á sviðinu gefi Sinfón- íuhljómsveit góðum hljómsveitum með tíu selló ekki þumlung eftir. Jafnframt kemur fram á tónleik- unum í kvöld píanóleikarinn Miklos Dalmay sem hlýtur TónVakann, tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins, í ár. Er hann fæddur í Ungverjalandi og hefur starfað við tónlistar- kennslu og -flutning í heimalandi sínu, í Svíþjóð og síðustu árin á íslandi. Er Dalmay nú búsettur á Flúðum og kennir við tónlistarskóla Árnessýslu, auk tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu. Benjamín dúfa hlýtur Gullna fiðrildið KVIKMYNDIN Benjamín dúfa eftir Gísla Snæ Erlingsson hlaut um helgina „Gullna fiðrildið". Það eru verðlaun fyrir bestu kvikmyndina á alþjóðlegri kvik- myndahátíð barna og unglinga- mynda í Kerman í íran. Varafor- seti Irans afhenti Gísla Snæ Erlingssyni verðlaunin í beinni útsendingu í íranska sjónvarp- inu. Baldur Hrafnkell Jónsson hjá Bladur Film sem framleiðir myndina sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi verðlaun væru kærkomin. „Þau koma á mjög góðum tíma því við erum að fara með myndina á einn stærsta kvikmyndasölumarkað í heimi, MIFED í Mílanó á Ítalíu. Væntanlega munu þessi verð- laun ásamt hinum sex sem myndin hefur fengið hjálpa okk- ur enn frekar við að dreifa henni. Þessi verðlaun gefa okk- ur líka von um að komast inn á Arabíumarkað. Myndin hefur ekki enn borgað sig en við bú- umst við að hún geri það, dreif- ing erlendis er grundvöllurinn að því.“ I lok þessarar viku hefst dreifing á myndinni hér á landi sem sölumyndband. Benjamín dúfa hefur nú verið sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim og þegar hlotið 7 al- þjóðlegar viðurkenningar. Myndin heldur áfram ferðalagi um kvikmyndahátíðir heimsins og á eftir að taka þátt í a.m.k. á þriðja tug þeirra. ÚR KVIKMYNDINNI Benjamín dúfa. Guðbjörg Thoroddsen og Sigfús Sturluson í hlutverkum sinum. Helena RlIBíNSTElN. Kynnum haustlitina í dag og á morgun. Glæsileg snyrtitaska ásamt vöru fylgir þegar keyptir eru 2 eða fleiri hlutir af haustlitunum. Fjöldi annarra tilboða. Bankastræti 8, sími 551 3140 VOGABÆR 190 Vogar Sími: 424 6525 Létt og kólesterólskert yo*GÁ IWFA Létta útgáfan af hinni vinsælu Voga kryddídýfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.