Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 11 FRÉTTIR Norræn könnun á áhrifum óbeinna reykinga á börn Slæmt ástand á Islandi BÖRN í fjórðu hverri fjölskyldu á Norðurlöndum búa við óbeinar reyk- ingar á heimili sínu. Verst er ástand- ið í Danmörku, þar sem óbeinar reykingar viðgangast á_48,5% heim- ila bamafjölskyldna. ísland fylgir fast á eftir Danmörku með 46% en í Finnlandi er samsvarandi tala 7,7%. Þetta kemur fram í könnun á vegum norrænu krabbameinsfélag- anna og var Ásgeir R. Helgason sálfræðingur fulltrúi íslands og Sví- þjóðar í hópnum sem vann könnun- ina. 5.500 fjölskyldur frá Norður- löndunum fimm fengu spurninga- lista og 65% þeirra svöruðu. Réttur barna til að búa í reyklausu umhverfi Meðal þess sem foreldrar voru spurðir um var hvort þeir teldu að börn ættu rétt á því að búa í reyk- lausu umhverfí. Áberandi var að aðeins 72% danskra svarenda sem reyktu svöruðu spurningunni játandi en 96% þeirra finnsku. 50% dönsku reykingamannanna töldu að fullorð- ið fólk ætti rétt á því að reykja þar sem því sýndist á sínu eigin heimili en sambærileg tala fyrir Finnland var 12%. Jafnvel þó að flestir foreldrarnir séu meðvitaðir um skaðsemi óbeinna reykinga er hegðun þeirra ekki alltaf í samræmi við þá vitn- eskju. Sem dæmi má nefna að 89% íslensku svarendanna sem reyktu sögðust telja að börn þeirra ættu rétt á því að búa á reyklausu heim- ili en reyndin er þó sú að á heimilum 46% íslenskra barnafjölskyldna er reykt. Reykingar á heimilum barnafjölskyldna í heild á Norburlöndunum á Norðurlöndunum Hlutfall heimila þar sem reykt er í viðurvist barna a.m.k. einu sinni í viku DANMÖRK /1 H ■ i SVÍÞjÓÐ FINNLAND ST. JÓSEFSSPÍTALI í Hafnarfirði vekur athygli á augndeildarstarf- semi spítalans í framhaldi af fréttum um að ekki verði gerðar aðrar augn- aðgerðir en bráðaaugnaðgerðir á augndeild Landakotsspítala fyrr en deildin hafi verið flutt á Landspítal- ann. Alls hafa verið gerðar um og yfir 300 augnaðgerðir á St. Jó- sefsspítala í Hafnarfirði á hvetju ári. í fréttatilkynningu frá St. Jós- efsspítala kemur fram að allt frá árinu 1986 hafi verið rekin þjón- usta vegna augnsjúkdóma á spítal- anum. Tveir augnlæknar hafi læknastofur á göngudeiidinni. Jafnframt sé aðstaða til augnað- gerða á skurðstofu göngudeildar St. Jósefsspítali í Hafnarfirði Um 300 augnað- gerðir árlega og hafi fleiri augnlæknar aðgengi að skurðstofunni. Aðgerðirnar séu að langmestum hluta gerðar án innlagnar. Sjúkrahúsið tryggir hins vegar aðgegni þeirra sjúklinga sem þurfa á legu að halda í framhaldi aðgerðar. Alls hafa verið gerðar um og yfir 300 aðgerðir á sjúkrahúsinu á hvetju ári. Skipt er um augnsteina í um 150 til 180 aðgerðum. Aðgerð- ir vegna gláku eru á bilinu 20 til 30 og aðgerðir vegna augnskekkju, einkum í börnum, eru svipaður fjöldi. Að auki eru gerðar aðgerðir vegna ýmissa annarra vandamála. Fram kemur að skilja hafi mátt fréttir svo að engin aðstaða væri til staðar í landinu fyrir aðgerðir vegna augnsjúkdóma nema í bráðatilfell- um eftir að starfsemi augndeildar SHR á Landakoti hafi verið skert sem raun beri vitni. Áðurnefndar upplýsingar séu settar fram til þess að upplýsa fólk um þá aðstöðu sem fyrir hendi sé á St. Jósefsspítala. Þjónustan sé byggð í kringum augn- læknana á spítalanum og verði hún áfram óbreytt. Hins vegar sé ljóst að aðstaða á St. Jósefsspítala leysi ekki þann vanda sem skapast hafi við lokun augndeildar SHR. Samgöngu- mál rædd á 20. aðal- fundi SSH TUTTUGASTI aðalfundur Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu verður haldinn laugardag- inn 19. október í Hlégarði í Mos- fellsbæ. Aðalumræðuefni fundarins verða samgöngumál og fjárveiting- ar til uppbyggingar umferðarmann- virkja á höfuðborgarsvæðinu. Framsögumenn eru: Halldór Blöndal, samgönguráðherra, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri, Stefán Hermannsson, borg- arverkfræðingur í Reykjavík og Árni Hjörleifsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður SSH. Þá verður veitt sérstök viður- kenning fyrir merkt framlag til umhverfis-, útivistar og skipulags- mála að loknum hádegisverði. -----♦ » ♦ Reyk lagði frá sólbaðs- stofu SLÖKKVILIÐIÐ var kallað að sól- baðsstofu í miðbænum seint í fyrra- kvöld, vegna mikils reyks sem lagði frá staðnum. Þar sem búið var að loka sólbaðs- stofunni var ekki talin ástæða til að óttast að einhver gestur hefði verið full lengi í sólbaði, enda reynd- ist reykurinn koma frá þvottavél staðarins. Mótor vélarinnar hafði brunnið yfir. Úthafsveiði- samningur Sþ Tillaga á þingi um fullgildingu HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, mælti í vikunni fyrir þingsályktunartillögu um fullgild- ingu úthafsveiðisamnings Samein- uðu þjóðanna, sem samþykktur var í New York í ágúst 1995 og Island undirritaði í desember sl. í máli utanríkisráðherra kom fram, að hingað til hefðu 47 ríki undirritað samninginn, en hann öðlast gildi 30 dögum eftir að 30 ríki hafa til- kynnt fullgildingu hans. Enn sem komið er munu aðeins 6 ríki hafa fullgilt samninginn. Að sögn ráð- herra eru mörg ríki nú að undirbúa fullgildingu. Samningurinn er niðurstaða út- hafsveiðiráðstefnu SÞ sem lauk í New York 4. ágúst 1995 og sam- þykktu hann þá 112 ríki auk Evr- ópusambandsins samhljóða. Samn- ingurinn Iiggur frammi til undirrit- unar í eitt ár frá og með 4. desem- ber 1995 og var ísland í hópi þeirra ríkja sem undirrituðu hann þann dag. Þingmenn jafnaðarmanna og Kvennalista gagnrýndu að ríkis- stjórnin skyldi vilja setja lög um úthafsveiðar áður en búið sé að ganga frá fullgildingu úthafsveiði- samningsins. Utanríkisráðherra og Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki, sem stýrði starfi nefndar þeirrar, sem undirbjó úthafsveiðifrumvarpið, vísuðu gagnrýninni á bug og sögðu ýmsar aðrar aðstæður en úthafs- veiðisamninginn kalla á að sett yrðu lög um veiðar utan lögsög- unnar sem fyrst. Vandaður BALENO WAGON 4WDfyrir aðeins 1.580.000,-kr. BALENO WAGON með framhjóladrifi aðeins 1.450.000,- kr. MEÐ: aflmikilli 16 ventla vél • toppgrind • vindkljúf með hemlaljósi • þjófavörn • hæðarstilling á ökumannssæti • öryggisloftpúðum fyrir ökumann og farþega í framsæti • vökvastýri • upphituðum framsætum • samlæsingum • veltistýri • rafdrifnum rúðuvindum • rafstýrðum útispeglum • tvískiptu aftursætisbaki • útvarpi/segulbandi með 4 hátölurum • styrktarbitum í hurðum • skolsprautum fyrir framljós • samlitum stuðurum. Geturðu gert betri bílakaup? SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. „Nú er Súkkan orðin stór“ , Afl og öryggi SUZUKI BALENO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.