Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERIIMU Morgunblaðið/Kristinn VERIÐ er að setja upp nýja sjóðara og pressu í loðnubræðsiu Síldarvinnslunnar. Með því er lokið umfangsmiklum endurbótum á verksmiðjunni. Full afköst í lok mánaðaríns Endurbótum að ljúka á loðnuverksmiðju Síldarvinnslunnar BRÆÐSLUNNI er stjórnað með tölvu sem Jón Már Jónsson verksmiðjusljóri situr hér við. ERLEIMT Ný könnun í Bandaríkjunum Minna ofbeldi í sjónvarpi Los Angeles. Reuter. VONAST er til að loðnuverksmiðja Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað nái fullum afköstum í lok þessa mánaðar eftir umfangsmiklar end- urbætur. Ljóst er að árið verður eitt hið besta ef ekki hið besta í sögu verksmðiðjunnar. Verkmiðja Síldarvinnslunnar hefur tekið við 120 þúsund tonnum af hráefni það sem af er ári. Er árið að verða eitt hið besta sem verksmiðjan hefur fengið, að sögn Jóns Más Jónssonar verksmiðju- stjóra, og ef hún fær 20 þúsund tonn til viðbótar eins og allar líkur eru á verður þetta metár. Þúsund tonn á sólarhring- Samhliða fullum rekstri verk- smiðjunnar hafa staðið yfir miklar endurbætur. Farin var sú leið að byggja nýtt hús fyrir nýja þurrkar- alínu og mjölkerfi til þess að hægt væri að halda bræðslu áfram. Við- bótin var tekin í notkun 4. júlí í sumar. Nú er verið að setja inn nýja sjóðara og pressu. Jón Már segir að ekki sé komin nógu mikil reynsla á nýja þurrkarann, meðal annars vegna þess að hráefnið hafí verið heldur erfitt í sumar. En með tækjunum sem nú er verið að setja upp komist verksmiðjan í gott lag. Þegar verksmiðjan kemst í full afköst en það vonast Jón Már til að verði í lok mánaðarins verður hægt að bræða 1000 tonn af hrá- efni á sólarhring. Er það töluverð aukning afkastagetu auk þess sem Á MARKAÐ er komið nýtt DGPS tæki frá Trimble sem gefur innan við eins metra staðsetningarná- kvæmni. Um er að ræða tæki, sem heitir Trimble DSM-Pro. Tækið byggist á tækni, sem Trimble hefur þróað til nákvæmnismælinga auk þess sem það hefur innbyggt við- tæki til móttöku á leiðréttingamerki frá leiðréttingastöðvum. mengunarmál eru leyst og verð- mæti afurðanna eykst með mögu- leikum á framleiðslu hágæðamjöls. Verkmiðja Síldarvinnslunnar er því komin í röð fullkomnustu og af- kastamestu loðnuverksmiðja lands- ins. Jón Már segir þó að draumur- inn sé að setja upp nýja mjöltanka og vonast til að hann rætist innan fárra ára. Bjartsýnir á vertíðina Jón Már er bjartsýnn á góða loðnuveiði í vetur. Daginn áður en blaðamenn voru á Norðfirði höfðu skip Síldarvinnslunnar, Börkur og Beitir, landað samtals 1900 tonnum DSM-Pro hefur engan aflestur, en tengist inn á öll helstu tæki, svo sem plottera, ratsjár, dýptarmæla og önnur tæki, sem taka við GPS staðsetningu. Tækið, sem er fyrir- ferðarlítið, er mjög auðvelt í upp- setningu, tjölhæft og hagkvæmt, að því er segir í fréttatilkynningu frá Ismar hf. sem hefur umboð fýr- ir Trimble á Islandi. sem skipin fengu út af Vestfjörðum. Beitir fór aftur á miðin en Börkur á síldveiðar. „Veiðarnar hafa geng- ið vel þegar veður hefur leyft og gott hljóð er í skipstjórunum. Skip- stjórinn á Beiti er ánægður með göngumynstrið, hvemig loðnan kemur upp að landinu. Og eitthvað er af loðnu þarna því þeir hafa ver- ið að fá stór köst,“ segir hann. Bind- ur Jón Már einnig vonir við að hægt verði að nota flottroll við loðnuveiðarnar frá því í lok næsta mánaðar og fram í janúar, en það gekk vel hjá Beiti í fyrra og telur hann að margir muni reyna þetta í ár. Vinningshafar í kortaleik Á SÝNINGARBÁS Olíufé- lagsins hf. á íslensku sjávar- útvegssýningunni í Laugar- dal í september sl. var efnt til svokallaðs kortaleiks meðal gesta sem var fólginn í því að þeir renndu ein- hverju ESSO-korti sínu í gegnum kortalesara. Dregið var úr þessum færslum dag- lega á meðan á sýningunni stóð og einnig voru vinning- ar dregnir út í lokin. Aðalvinningur, ferð fyrir tvo til Noregs, kom í hlut Gísla Svans Einarssonar á Sauðárkróki. Ferðavinning- ur innanlands fyrir tvo kom í hlut Hilmars Þórs Hilmars- sonar á Þórshöfn. Daglegir vinningar, skjalatöskur með ýmsum gjafavörum, komu í hlut Ægis Birgissonar á Hornafírði, Sveins Jónsson- ar í Keflavík, Arnar Ólafs- sonar í Hafnarfirði og Unn- þórs Halldórssonar í Þor- lákshöfn. DREGIÐ hefur úr ofbeldi í banda- rísku sjónvarpi að undanförnu og hætt hefur verið við sýningu ýmissa þátta og öðrum breytt. Er þetta nið- urstaða könnunar, sem gerð var á vegum Kaliforníuháskóla. Þrátt fyrir þetta er enn mikið um ofbeldi í kvikmyndum, sem gerðar eru fyrir sjónvarp, og það er hvergi meira en hjá UP.V-stöðinni. Þar voru ofbeldisatriðin næstum jafn mörg og á öllum hinum stöðvunum sam- an. UPN, sem er í eigu Viacom og Chris-Craft Industries, sýndi fjóra ofbeldisfulla sjónvarpsþætti á þeim tíma, sem könnunin tók til, en þeir voru fimm samtals á fjórum helstu stöðvunum. Efnið, sem UPN leggur til sjálft, svarar aðeins til sex klukkustunda á viku. Þeir, sem unnu að könnuninni, segja, að UPN sýni ekki aðeins of- beldi, heldur reki beinlínis áróður fyrir því með nafngiftum eins og ÞÝSKIR fjölmiðlar eiga ekki auðvelt með að útskýra langlífi Helmuts Kohls í embætti kanslara. Um mán- aðamótin mun Kohl hafa verið kansl- ari í 14 ár og hafa sérfræðingar og stjórnmálaskýrendur gripið til ýmissa samlíkinga í leit sinni að skýringum. Honum hefur verið líkt við stjörnu í endalausum framhaldsþætti, róandi lyf og gamla stofujurt. 30. október mun Kohl slá met Konrads Adenau- ers og verða sá kanslari, sem lengst hefur setið í Þýskalandi eftir heimsstyrjöldina síðari. Þegar reynt er í kjafta- þáttum í sjón- varpi að grafast fyrir um ástæð- una fyrir vel- gengni Kohls lík- ist umræðan meir spéspegli stjóm- málafræðinnar, en marktækri umfjöllun. Máttur vanans I umræðuþætti í sjónvarpi á sunnudag orðaði einn blaðamaður þetta svo að vandi fjöl- miðla væri sá að Kohl hefði verið það lengi í sviðljósinu að hann væri eins og „stofujurt, okkur finnst hann gamaldags og okkur líkar ekki við hann, en við erum orðin vön honum-“. Blaðamenn reyna engu að síður að útskýra hvernig á því standi að maður, sem eitt sinn var talinn klunni og afdalamaður, skuli nú gnæfa yfir aðra stjómmálaleiðtoga í Evrópu. „Kohl kanslari er látlausa stjarn- an í framhaldsþættinum," sagði Hafkemeyer og bætti við að á með- an ekkert lát væri á þætti Kohls kepptist stjórnarandstöðuflokkur jafnaðarmanna (SPD) við að breyta söguþræðinum og skipta um aðal- leikara: „Og hvar er áhorfið hjá þeim? I lágmarki." Horst-Eberhardt Richter, einn þekktasti sálfræðingur Þýskalands, lagði uppáhaldskenningu sína fram „Banvænn miðvikudagur" en á þeim degi er blóðbaðið hvað mest. I könnuninni, sem stóru stöðvarn- ar ABC, NBC, CBS og Fox studdu, var ekki aðeins fylgst með dagskrá þeirra, heldur einnig staðbundinna stöðva, kapalsjónvarps og með myndböndum og tölvuleikjum fyrir sjónvarp. Jeff Cole, forstöðumaður deildar í Kaliforníuháskóla, sem ijallar um stefnuna í sjónvarps- og fjarskiptamálum, sagði, að ofbeldi væri enn mikið vandamál í banda- rísku sjónvarpi en það væri þó hugg- un harmi gegn, að það hefði ekki versnað. Cole kvaðst telja, að leiðtogarnir í bandarískum stjórnmálum ættu sinn þátt í, að heldur hefði þokast í rétta átt og nefndi tvær ráðstefnur um þessi mál, sem Bill Clinton for- seti hefði boðað til, og ræður Bob Doles, forsetaefnis repúblikana, um sama efni. í umræðuþætti á sjónvarpsstöðinni SAT 1 á sunnudagskvöld: „Ég hef alltaf sagt að Kohl er eins og vægt, róandi lyf. Hann róar menn og leys- ir úr ágreiningi.“ Richter benti einnig á að margt ungt fólk myndi ekki eftir öðrum kanslara og í huga þess væri hann ákveðin kjölfesta á tímum umróts og örra breytinga undanfarinna ára. Leita föðurímyndar „Unga kyn- slóðin er þess full- viss að á næstu áratugum muni ástandið versna," sagði hann. „Hún er reiðubúin að leita hughreyst- ingar hjá föðurí- mynd.“ Karl Feldmey- er, blaðamaður Frankfurter All- gemeine Zeitung, sagði að leyndar- mál Kohls væri það að hann væri eini stjórnmála- maðurinn í Bonn, sem vildi völd vegna þess að hann hefði ákveðið markmið, samruna Evrópu, fremur en að líta á völd sem markmið í sjálfu sér. „Evrópa er lífsstarf hans,“ sagði Feldmeyer. „Mistakist það er víst hvenær sagt verður að tíma Kohls hafí lokið." Hafkemeyer bætti því við að kanslaraembættið væri aðeins auka- starf hjá Kohl: „Hans raunverulega starf er utanríkisráðherra Evrópu. Hann gæti í raun stjórnað hvaða Evrópuríki sem væri. Þeir ganga jafnt af göflunum á Spáni sem í Moskvu þegar hann kemur í heim- sókn.“ Meira að segja frjálslynda vikurit- ið Der Spiegel, sem árum saman birti fyrirsagnir á borð við „Kohl í klessu", hefur gefist upp eftir 14 ár. Nýlega var hann titlaður „hinn eilífi kanslari" í forsíðugrein í blað- inu og sagði þar að Þjóðveijar byggju við „Kohlræði“. Innan við eins metra staðsetningarnákvæmni Þýskir fjölmiðlar leita skýringa á löngnm ferli Kohls Líkt við róandi lyf og stofujurt Reuter HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, hefur verið uppnefndur „peran“ í Þýskalandi, en í þýsku er því eins farið og í íslensku að orðið pera getur jafnt átt við um ávöxt sem ljósgjafa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.