Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson ELFAR Berg í Holtanesti tekur við viðurkenningu úr hendi Guðmundar Ása Tryggvasonar, formanns Æskulýðs- og tóm- stundaráðs Hafnarfjarðar. Bann við sölu tóbaks til unglinga hunsað Skýrsla kirkjuráðs lögð fram á kirkjuþingi Áhyggjur vegna úr- sagna úr þjóðkirkju Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÓLAFUR Skúlason biskup las skýrslu kirkjuráðs. TVEIR af hverjum þremur sölu- stöðum virða lög um tóbaksvarn- ir að vettugi og selja unglingum undir 18 ára aldri tóbak. í könn- un, sem nýlega var gerð á vegum Æskulýðs- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar, kom í Ijós að það var vandræðalaust fyrir 15 ára ungling að kaupa sígarettupakka á 66% sölustaða í Hafnarfirði. Að mati forsvarsmanna könn- unarinnar eru þessar niðurstöð- ur óviðunandi, jafnvel þó að þær séu betri en í sambærilegum könnunum sem gerðar hafa verið hingað til. Þannig tókst t.d. 14 ára unglingi að kaupa tóbak á 94% sölustaða í mars sl. en þá var lágmarksaldur til kaupa á tóbaki 16 ár. Ahrif fyrri kannana Árni Guðmundsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi, segir ljóst að fyrri kannanir hafi haft ein- hver áhrif. Til dæmis hafi af- greiðslustúlka á einum sölu- staðnum sagt þegar unglingur- inn bað um tóbak: „Ég sel þér ekki tóbak, þetta gæti verið könnun!“ í kaffisamsæti sem haldið var í félagsmiðstöðinni Vitanum á þriðjudag veitti Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar þeim söluaðilum sem virt höfðu tóbakssölubannið viðurkenning- ar. Jafnframt voru aðrir söluaðil- ar tóbaks hvattir til að taka sér þá til fyrirmyndar. í KJÖLFAR skýrslu kirkjuráðs, sem herra Ólafur Skúlason biskup flutti á kirkjuþingi í gær, var fjallað um úrsagnir úr þjóðkirkjunni en fyrstu níu mánuði ársins voru brottskráðir þaðan um 1800 manns sem er meiri fjöldi en samanlagt árin 1994 og 1995. Fram kom í máli biskups að hann hafi tekið úrsagnirnar ákaflega nærri sér þar sem margir hafi skellt skuldinni á hann. Sökin er hins vegar, að áliti Ólafs, ekki einvörð- ungu hans, margir hafi haldið á lofti áróðri gegn kirkjunni, m.a. samtök um borgaralega fermingu og þá hafi þingmaður í beinni sjón- varpsútsendingu lýst yfir að hann hygðist segja sig úr kirkjunni. Sam- kvæmt upplýsingum Baldurs Krist- jánssonar biskupsritara er þar átt við Kristínu Ástgeirsdóttur, þing- konu Kvennalistans. Séra Gunnar Kristjánsson, prest- ur á Reynivöllum í Kjós, skoraði á biskup og kirkjuráð að bregðast við úrsögnum úr þjóðkirkjunni með því skilgreina vandann og síðan takast á við hann. Misst trú á kirkjunni í skýrslu kirkjuráðs kemur fram að úrsagnir úr kirkjunni séu ekki einungis vandamál hérlendis heldur hafi kirkjur á hinum Norðurlöndun- um kynnst hinu sama svo og hafi úrsagnir verið tíðar í Bretlandi. Gunnar telur ástæður í þeim löndum vera af öðrum toga en hér á landi. „Erfiðar og langvarandi deilur um biskup og úrræðaleysi sem kirkjan sýndi m.a. í Langholts- kirkjumálinu hafa orsakað að marg- ir hafa misst trú á kirkjunni," sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið. Geir Waage óskar skýringa Fram kom í skýrslu kirkjuráðs að á fundum ráðsins hafi verið til umræðu ýmis þau mál sem hæst hafa borið í þjóðarumræðunni og snerta kirkjuna. „Fer ekki hjá því að þungt hefur verið yfir sumu því og það harmað, þegar hæst hefur dunið í þeim, sem með yfirvarpi áhuga og jafnvel kærleika á kirkj- unni hafa gengið fram fyrir skjöldu með alls kyns áróður.“ Vegna þessara ummæla spurði Geir Waage, formaður Prestafé- lagsins, við hvað væri átt. Biskup svaraði að átt væri við neikvæða umræðu og umfjöllun sumra á síð- asta prestaþingi, svo og yfirlýsingu tiltekins þingmanns um úrsögn úr þjóðkirkjunni. Umfjöllun fjölmiðla neikvæð í skýrslu kirkjuráðs kom fram að ráðið hefði þungar áhyggjur af neikvæðri umljöllun fjölmiðla. „Fer ekki á milli mála að kirkjan er eftir- sótt af þeim sem vilja leitast við að henda á lofti, leggja út af.og fá viðbrögð sem kalli á enn meiri umfjöllun." Jón Bald- vin sæmd- ur æðstu orðu Letta VALDIS Birkavs, utanríkisráð- herra Lettlands, sæmdi Jón Bald- vin Hannibalsson, fyrrverandi ut- anríkisráðherra, æðstu orðu Letta við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu sl. fimmtudagskvöld. Orðuna hlýt- ur Jón Baldvin fyrir að hafa fyrst- ur utanríkisráðherra viðurkennt endurheimt sjálfstæði Letta. Jón Baldvin hefur hlotið sams konar orður frá Litháum og Eistum. Morgunblaðið/Kristinn VALDIS Birkavs fékk aðstoð frá Bryndísi Schram við að hengja orðuna um háls Jóns Baldvins Hannibalssonar. Staða augnaðgerða á Landakoti rædd í borgarráði Orkar tvímælis að telja 250 manns á biðlista FJALLAÐ var um stöðuna í augnað- gerðum á Landakoti á fundi borgar- ráðs á þriðjudag en Blindrafélagið hafði gert athugasemdir við þá ákvörðun stjómar Sjúkrahúss Reykjavíkur að hætta öðrum augn- aðgerðum en þeim brýnustu fram að fyrirhuguðum flutningi augndeild- arinnar á Landspítala 1. nóvember. í greinargerð Blindrafélagsins kemur m.a. fram að um 250 manns séu nú á biðlista eftir augnaðgerðum. „Niðurstaða fundarins varð sú að feia forstjóra sjúkrahússins að skoða hvort ekki væri hægt að hliðra betur til þannig að hinar ytri aðstæður stæðu ekki í vegi fyrir því að augn- deildin gæti framkvæmt þær aðgerð- ir sem hún teldi nauðsynlegt að fram- kvæma," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í samtali við Morgunblaðið í gær. Aukin eftirspurn Samkvæmt upplýsingum forstöðu- læknis skurðlækningasviðs eru að meðaltali gerðar 103 augnaðgerðir á mánuði. Borgarstjóri telur það orka tvímælis að telja 250 manns á bið- lista því að aðgerðirnar þurfi að skipuleggja fram í tímann. „Ef það ætti t.d. að gera 103 að- gerðir á mánuði þyrftu alltaf 100-150 manns að vera á lista til- búnir í aðgerð. Það mætti kannski frekar segja að nú væru þar 250 manns að bíða í stað þess að áður voru þeir 100-150.“ Samkvæmt samkomulagi borgar- stjóra og ráðherra heilbrigðis- og fjármála á augndeildin að flytjast yfír til Ríkisspítala um næstu mán- aðamót. Borgarstjóri telur þó ólíklegt að það náist fyrir þann tíma þar sem enn vanti ákveðinn tækjabúnað á Landspítalann. „En menn munu auð- vitað ekki loka deildinni 1. nóvem- ber. Það verður að komast að sam- komulagi um hvemig þessum rekstri verður háttað þar til Landspítalinn er tilbúinn að taka á móti honum,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að lokum. Alþýðuflokksfélagið í Hafnarfirði Formaður og 3 úr stjórn sögðu sig úr félaginu FRAFARANDI formaður og þrír stjórnarmenn í Alþýðuflokksfélagi Hafnarfjarðar sögðu sig úr félag- inu á aðalfundi þess í fyrrakvöld, gengu á dyr og hyggjast stofna nýtt félag jafnaðarmanna í Hafn- arfirði næstkomandi mánudag. Magnús Hafsteinsson, fráfar- andi formaður, segir Alþýðu- flokksfélagið í Hafnarfirði undir .járnhæl íhaldsins, og íhaldið er bæði í Sjálfstæðisflokknum og ut- an hans“. Hann segir að úrsögnin eigi sér aðdraganda í þeim deilum sem hafi verið innan félagsins um samstarf flokksins í bæjarstjórn við sjálfstæðismenn. Þeir félagar séu fyrst og fremst andvígir sam- starfí Alþýðuflokksins við sjálf- stæðismenn, einkum á tímum þeg- ar sameining jafnaðarmanna í einn flokk sé í deiglunni. Þá segir Magnús að hann og fleiri í hópi útgöngumanna hafi orðið fyrir ónæði sem hafi borið keim af ofsóknum, þar á meðal símaónæði, sem Magnús segir vís- bendingar um að tengist deilum krata í Hafnarfirði. Nýtt félag Auk Magnúsar voru það Erling- ur Kristensson, fyrrum formaður SUJ, Sverrir Ólafsson og Sigurgeir Ólafsson sem gengu á dyr. Magnús sagði að á mánudagskvöld mundu þeir stofna nýtt félag jafnaðar- manna í Hafnarfírði og hafí á ann- að hundrað manna skráð sig á lista yfir stofnfélaga, bæði flokksbundn- ir Alþýðuflokksmenn og aðrir jafn- aðarmenn. Þetta félag muni sækja um aðild að Alþýðuflokknum. Langur undirbúningur Magnús staðfesti upplýsingar Morgunblaðsins um að nokkrum klukkutímum áður en aðalfundur- inn hófst hefði hann frétt að aðrir stjórnarmenn mundu bjóða fram Garðar Smára Gunnarson til for- mennsku í félaginu og freista þess að fella Erling, Sverri og Sigur- geir í stjórnarkjöri. 60 manns sátu á fundinum og sátu langflestir fundinn til enda. Magnús sagði ekki rétt að úrsögnin og útgangan hefði verið viðbrögð þeirra félaga við því að sjá fram á að tapa kosn- ingu á fundinum. Yfirvofandi mót- framboð hefði ekki ráðið ákvörðun um útgöngu og úrsögn úr Alþýðu- flokksfélaginu. Það og stofnun nýja félagsins hefðu þeir félagar tekið ákvörðun um áður og undir- búið í nokkra mánuði. Eftir að Magnús Hafsteinsson og félagar gengu af aðalfundinum var Garðar Smári Gunnarsson, sem átti sæti í fráfarandi stjórn, kosinn formaður félagsins án mót- atkvæða. 1 \ ) ) ) \ í l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.