Morgunblaðið - 17.10.1996, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ELFAR Berg í Holtanesti tekur við viðurkenningu úr hendi
Guðmundar Ása Tryggvasonar, formanns Æskulýðs- og tóm-
stundaráðs Hafnarfjarðar.
Bann við sölu tóbaks
til unglinga hunsað
Skýrsla kirkjuráðs lögð fram á kirkjuþingi
Áhyggjur vegna úr-
sagna úr þjóðkirkju
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ÓLAFUR Skúlason biskup las skýrslu kirkjuráðs.
TVEIR af hverjum þremur sölu-
stöðum virða lög um tóbaksvarn-
ir að vettugi og selja unglingum
undir 18 ára aldri tóbak. í könn-
un, sem nýlega var gerð á vegum
Æskulýðs- og tómstundaráðs
Hafnarfjarðar, kom í Ijós að það
var vandræðalaust fyrir 15 ára
ungling að kaupa sígarettupakka
á 66% sölustaða í Hafnarfirði.
Að mati forsvarsmanna könn-
unarinnar eru þessar niðurstöð-
ur óviðunandi, jafnvel þó að þær
séu betri en í sambærilegum
könnunum sem gerðar hafa verið
hingað til. Þannig tókst t.d. 14
ára unglingi að kaupa tóbak á
94% sölustaða í mars sl. en þá
var lágmarksaldur til kaupa á
tóbaki 16 ár.
Ahrif fyrri kannana
Árni Guðmundsson, æskulýðs-
og tómstundafulltrúi, segir ljóst
að fyrri kannanir hafi haft ein-
hver áhrif. Til dæmis hafi af-
greiðslustúlka á einum sölu-
staðnum sagt þegar unglingur-
inn bað um tóbak: „Ég sel þér
ekki tóbak, þetta gæti verið
könnun!“
í kaffisamsæti sem haldið var
í félagsmiðstöðinni Vitanum á
þriðjudag veitti Æskulýðs- og
tómstundaráð Hafnarfjarðar
þeim söluaðilum sem virt höfðu
tóbakssölubannið viðurkenning-
ar. Jafnframt voru aðrir söluaðil-
ar tóbaks hvattir til að taka sér
þá til fyrirmyndar.
í KJÖLFAR skýrslu kirkjuráðs, sem
herra Ólafur Skúlason biskup flutti
á kirkjuþingi í gær, var fjallað um
úrsagnir úr þjóðkirkjunni en fyrstu
níu mánuði ársins voru brottskráðir
þaðan um 1800 manns sem er
meiri fjöldi en samanlagt árin 1994
og 1995.
Fram kom í máli biskups að hann
hafi tekið úrsagnirnar ákaflega
nærri sér þar sem margir hafi skellt
skuldinni á hann. Sökin er hins
vegar, að áliti Ólafs, ekki einvörð-
ungu hans, margir hafi haldið á
lofti áróðri gegn kirkjunni, m.a.
samtök um borgaralega fermingu
og þá hafi þingmaður í beinni sjón-
varpsútsendingu lýst yfir að hann
hygðist segja sig úr kirkjunni. Sam-
kvæmt upplýsingum Baldurs Krist-
jánssonar biskupsritara er þar átt
við Kristínu Ástgeirsdóttur, þing-
konu Kvennalistans.
Séra Gunnar Kristjánsson, prest-
ur á Reynivöllum í Kjós, skoraði á
biskup og kirkjuráð að bregðast við
úrsögnum úr þjóðkirkjunni með því
skilgreina vandann og síðan takast
á við hann.
Misst trú á kirkjunni
í skýrslu kirkjuráðs kemur fram
að úrsagnir úr kirkjunni séu ekki
einungis vandamál hérlendis heldur
hafi kirkjur á hinum Norðurlöndun-
um kynnst hinu sama svo og hafi
úrsagnir verið tíðar í Bretlandi.
Gunnar telur ástæður í þeim
löndum vera af öðrum toga en hér
á landi. „Erfiðar og langvarandi
deilur um biskup og úrræðaleysi
sem kirkjan sýndi m.a. í Langholts-
kirkjumálinu hafa orsakað að marg-
ir hafa misst trú á kirkjunni," sagði
Gunnar í samtali við Morgunblaðið.
Geir Waage
óskar skýringa
Fram kom í skýrslu kirkjuráðs
að á fundum ráðsins hafi verið til
umræðu ýmis þau mál sem hæst
hafa borið í þjóðarumræðunni og
snerta kirkjuna. „Fer ekki hjá því
að þungt hefur verið yfir sumu því
og það harmað, þegar hæst hefur
dunið í þeim, sem með yfirvarpi
áhuga og jafnvel kærleika á kirkj-
unni hafa gengið fram fyrir skjöldu
með alls kyns áróður.“
Vegna þessara ummæla spurði
Geir Waage, formaður Prestafé-
lagsins, við hvað væri átt. Biskup
svaraði að átt væri við neikvæða
umræðu og umfjöllun sumra á síð-
asta prestaþingi, svo og yfirlýsingu
tiltekins þingmanns um úrsögn úr
þjóðkirkjunni.
Umfjöllun fjölmiðla neikvæð
í skýrslu kirkjuráðs kom fram
að ráðið hefði þungar áhyggjur af
neikvæðri umljöllun fjölmiðla. „Fer
ekki á milli mála að kirkjan er eftir-
sótt af þeim sem vilja leitast við
að henda á lofti, leggja út af.og fá
viðbrögð sem kalli á enn meiri
umfjöllun."
Jón Bald-
vin sæmd-
ur æðstu
orðu Letta
VALDIS Birkavs, utanríkisráð-
herra Lettlands, sæmdi Jón Bald-
vin Hannibalsson, fyrrverandi ut-
anríkisráðherra, æðstu orðu Letta
við hátíðlega athöfn á Hótel Sögu
sl. fimmtudagskvöld. Orðuna hlýt-
ur Jón Baldvin fyrir að hafa fyrst-
ur utanríkisráðherra viðurkennt
endurheimt sjálfstæði Letta. Jón
Baldvin hefur hlotið sams konar
orður frá Litháum og Eistum.
Morgunblaðið/Kristinn
VALDIS Birkavs fékk aðstoð frá Bryndísi Schram við að hengja
orðuna um háls Jóns Baldvins Hannibalssonar.
Staða augnaðgerða á Landakoti rædd í borgarráði
Orkar tvímælis að telja
250 manns á biðlista
FJALLAÐ var um stöðuna í augnað-
gerðum á Landakoti á fundi borgar-
ráðs á þriðjudag en Blindrafélagið
hafði gert athugasemdir við þá
ákvörðun stjómar Sjúkrahúss
Reykjavíkur að hætta öðrum augn-
aðgerðum en þeim brýnustu fram
að fyrirhuguðum flutningi augndeild-
arinnar á Landspítala 1. nóvember.
í greinargerð Blindrafélagsins kemur
m.a. fram að um 250 manns séu nú
á biðlista eftir augnaðgerðum.
„Niðurstaða fundarins varð sú að
feia forstjóra sjúkrahússins að skoða
hvort ekki væri hægt að hliðra betur
til þannig að hinar ytri aðstæður
stæðu ekki í vegi fyrir því að augn-
deildin gæti framkvæmt þær aðgerð-
ir sem hún teldi nauðsynlegt að fram-
kvæma," sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Aukin
eftirspurn
Samkvæmt upplýsingum forstöðu-
læknis skurðlækningasviðs eru að
meðaltali gerðar 103 augnaðgerðir á
mánuði. Borgarstjóri telur það orka
tvímælis að telja 250 manns á bið-
lista því að aðgerðirnar þurfi að
skipuleggja fram í tímann.
„Ef það ætti t.d. að gera 103 að-
gerðir á mánuði þyrftu alltaf
100-150 manns að vera á lista til-
búnir í aðgerð. Það mætti kannski
frekar segja að nú væru þar 250
manns að bíða í stað þess að áður
voru þeir 100-150.“
Samkvæmt samkomulagi borgar-
stjóra og ráðherra heilbrigðis- og
fjármála á augndeildin að flytjast
yfír til Ríkisspítala um næstu mán-
aðamót. Borgarstjóri telur þó ólíklegt
að það náist fyrir þann tíma þar sem
enn vanti ákveðinn tækjabúnað á
Landspítalann. „En menn munu auð-
vitað ekki loka deildinni 1. nóvem-
ber. Það verður að komast að sam-
komulagi um hvemig þessum rekstri
verður háttað þar til Landspítalinn
er tilbúinn að taka á móti honum,“
sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að
lokum.
Alþýðuflokksfélagið í Hafnarfirði
Formaður og 3
úr stjórn sögðu
sig úr félaginu
FRAFARANDI formaður og þrír
stjórnarmenn í Alþýðuflokksfélagi
Hafnarfjarðar sögðu sig úr félag-
inu á aðalfundi þess í fyrrakvöld,
gengu á dyr og hyggjast stofna
nýtt félag jafnaðarmanna í Hafn-
arfirði næstkomandi mánudag.
Magnús Hafsteinsson, fráfar-
andi formaður, segir Alþýðu-
flokksfélagið í Hafnarfirði undir
.járnhæl íhaldsins, og íhaldið er
bæði í Sjálfstæðisflokknum og ut-
an hans“. Hann segir að úrsögnin
eigi sér aðdraganda í þeim deilum
sem hafi verið innan félagsins um
samstarf flokksins í bæjarstjórn
við sjálfstæðismenn. Þeir félagar
séu fyrst og fremst andvígir sam-
starfí Alþýðuflokksins við sjálf-
stæðismenn, einkum á tímum þeg-
ar sameining jafnaðarmanna í einn
flokk sé í deiglunni.
Þá segir Magnús að hann og
fleiri í hópi útgöngumanna hafi
orðið fyrir ónæði sem hafi borið
keim af ofsóknum, þar á meðal
símaónæði, sem Magnús segir vís-
bendingar um að tengist deilum
krata í Hafnarfirði.
Nýtt félag
Auk Magnúsar voru það Erling-
ur Kristensson, fyrrum formaður
SUJ, Sverrir Ólafsson og Sigurgeir
Ólafsson sem gengu á dyr. Magnús
sagði að á mánudagskvöld mundu
þeir stofna nýtt félag jafnaðar-
manna í Hafnarfírði og hafí á ann-
að hundrað manna skráð sig á lista
yfir stofnfélaga, bæði flokksbundn-
ir Alþýðuflokksmenn og aðrir jafn-
aðarmenn. Þetta félag muni sækja
um aðild að Alþýðuflokknum.
Langur undirbúningur
Magnús staðfesti upplýsingar
Morgunblaðsins um að nokkrum
klukkutímum áður en aðalfundur-
inn hófst hefði hann frétt að aðrir
stjórnarmenn mundu bjóða fram
Garðar Smára Gunnarson til for-
mennsku í félaginu og freista þess
að fella Erling, Sverri og Sigur-
geir í stjórnarkjöri. 60 manns sátu
á fundinum og sátu langflestir
fundinn til enda. Magnús sagði
ekki rétt að úrsögnin og útgangan
hefði verið viðbrögð þeirra félaga
við því að sjá fram á að tapa kosn-
ingu á fundinum. Yfirvofandi mót-
framboð hefði ekki ráðið ákvörðun
um útgöngu og úrsögn úr Alþýðu-
flokksfélaginu. Það og stofnun
nýja félagsins hefðu þeir félagar
tekið ákvörðun um áður og undir-
búið í nokkra mánuði.
Eftir að Magnús Hafsteinsson
og félagar gengu af aðalfundinum
var Garðar Smári Gunnarsson,
sem átti sæti í fráfarandi stjórn,
kosinn formaður félagsins án mót-
atkvæða.
1
\
)
)
)
\
í
l