Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Ærumeiðingum og ósannindum svarað Hafnarfjarðarpólitíkin í FYRSTU grein minni með ofan- greindum titli voru tilgreind ýmis atriði, er vörðuðu dómsmálið, en nú mun ég taka fyrir pólitíkina í Hafnarfirði. Er í Sjálfstæðisflokknum Fullyrt hefur verið, að ég hafi verið rekinn úr Sjálfstæðisflokkn- um. Það er rangt. Ég hef ekki ver- ið rekinn úr flokknum og greiði -,mín félagsgjöld til flokksins og fæ send a.m.k. sum fundarboð. Þá á ég sæti í fulltrúaráði flokksins sem fyrrverandi formaður þess og bæj- arfulltrúi. Hins vegar hefur verið reynt að ýta þeim sjálfstæðismönn- um, sem stutt hafa okkur Ellert, út úr stjómum og ráðum flokksins með misjöfnum árangri, en enginn hefur verið rekinn. Hvort það verð- ur til eflingar flokksstarfinu eða fjölgunar kjósenda flokksins að bola gegnheilum sjálfstæðismönnum burt skal ósagt látið. Klofningur út úr meirihlutasamstarfi Alþýðubandalags og ^ Sjálfstæðisflokks Rétt er að ítreka, að ég klauf mig ekki útúr meirihluta Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjóm Hafnarfjarðar. Sam- starfssamningur aðila var ekki virt- ur í fjölmörgum atriðum, og þegar að lokum uppúr sauð hafði ég ekki brotið neitt ákvæði hans. Oddviti D-listans sleit samstarfínu án sam- ráðs við okkur Ellert Borgar Þor- valdsson og án samþykkis fulltrúa- ráðs flokksins. Alþýðuflokkurinn gekk fýrst til viðræðna við mig og Ellert, sem skipar 3. sæti listans, síðan við Alþýðubanda- lagið og loks við odd- vita D-listans og ijórða mann á lista Sjálfstæð- isflokksins. Oddvitinn hafði hafnað því, að allir fjórir fulltrúar flokksins tækju sam- eiginlega þátt í viðræð- um, þar sem hann hafnaði aðild minni. Oddvitinn lýsti því jafn- framt yfir opinberlega, að hann væri reiðubú- inn til samstarfs við Alþýðuflokk og það Jóhann G. Bergþórsson ir myndun meirihlut- ans og síðan ákæmn- um í byrjun þessa árs. „Fundargerðin“ Birtar hafa verið til- vitnanir úr ,fundar- gerð“, sem sögð er vera af fundi með aðild minni hinn 22. júní 1995; vitnað í svar- daga og annað í þeim dúr er varðar málefni Hagvirkis Kletts. Fundargerð þessi er uppspuni og það sem þar er uppdiktað hefur aldrei farið fram á nokkrum fundi milli gerði einnig formaður fulltrúaráðs- ins, Þórarinn Jón Magnússon. Al- þýðuflokkurinn valdi hins vegar okk- ur Ellert til samstarfsins, en hafnaði ekki aðild hinna- tveggja fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Það gerðu þeir sjálfir og völdu þannig í annað sinn að vera ekki í meirihluta og hafa þannig takmörkuð áhrif á stjómun bæjarins, sem þeir voru þó kosnir til. Lágu engar upplýsingar fyrir um málarekstur? ítrekað hefur verið haldið fram, að engar upplýsingar hafi legið fýr- ir um málarekstur á hendur mér við myndun núverandi meirihluta. Samstarfsaðilunum var gerð grein fyrir rannsókn skattrannsóknar- stjóra, að búskiptum væri ólokið og ekkert væri hægt að fullyrða um framhaldið. Þá var þeim jafnóðum gerð grein fyrir rannsókn RLR eft- mín og bæjarfulltrúa Alþýðuflokks- ins í Hafnarfírði. Fyrsti fundur minn með fulltrúum Alþýðuflokks- ins eftir að oddviti D-listans sleit meirihlutasamstarfinu var haldinn föstudaginn 23. júní kl 15.00. Sama dag funduðu þeir með oddvita D- listans og Alþýðubandalagsmönn- um. Hjálögð er yfírlýsing allra bæj- arfulltrúa í meirihlutanum. Leiðrétting á ítrekuðum rangfærslum! í Alþýðublaðinu og DV hefur því ítrekað verið haldið fram, að blöðin hafí undir höndum fundargerð frá fundi bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins og tveggja bæjarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins, þeirra Jóhanns G. Berg- þórssonar og Ellerts Borgars Þor- valdssonar. Meint fundargerð er sögð vera frá fundi þessara bæjar- fulltrúa þ. 22.6. 1995. ílEltlí iÍHIII ✓ I r < r - ve/du aðeins það besta Mitsubishi M-651 Sex hausa stereo-myndbandstæki með íslenska kerfinu og NTSC afspilun (ameríska kerfið) Verð kr. 59.900 stgr. Sex hausar (mestu mynd- og hljómgæði) Long play (8 tímar á 4ja tíma spólu) NTSC afspilun (ameríska kerfið) Show view (tekur upp dagskrá eftir númerum) Nicam og Hi-Fi stereo M-531 3 hausar kr. 37.900 stgr.' M-541 4 hausar kr. 49.900 stgr. M-561 6 hausar kr. 69.900 stgr. Öll myndbandstækin okkar hafa þennan búnað: Sjálfvirkur hreinsibúnaður • Digital tracking (nær því besta úr lélegum spólum) • Aðgerðir á sjónvarpsskjá • Punkta og tímaleit • 8 upptöku- minni I mánuð • Fullkomin fjarstýring • Full- komin mynd hvort sem hún er hæg, hröð eða kyrr. Ég hef ekki verið rekinn úr flokknum og greiði mín félagsgjöld til flokks- ins, segir Jóhann G. Bergþórsson í annarri grein sinni af þremur. í tilefni af þessum fullyrðingum blaðanna viljum við undirrituð taka skýrt fram eftirfarandi: a) enginn fundur var með þess- um bæjarfulltrúum nefndan dag og því engin fundargerð rituð; b) tilvitnanir blaðanna í þessa meintu fundargerð frá fundi, sem ekki var haldinn, eru undir- rituðum bæjarfulltrúum fram- andi staðleysa. c) Alþýðublaðið og DV hafa hamrað á þeirri firru, að í meintri óundirritaðri fundar- gerð frá fundi, sem ekki var haldinn, hafi bæjarfulltrúarnir Jóhann G. Bergþórsson og Ell- ert Borgar Þorvaldsson lýst yfir að viðlögðum drengskap, að öll- um málarekstri á hendur Jó- hanni og fýrirtækjum hans væri lokið. Fundargerð sú, sem blöðin telja sig hafa undir höndum, er fölsuð og slíkt hið sama gildir um allar staðhæfingar um drengskaparheit bæjarfulltrúanna. Þeir hafa engin slík heit unnið í núverandi meiri- hlutasamstarfi enda engin ástæða til né nokkru sinni eftir því gengið. Fölsun meintrar fundargerðar er alvarlegt mál og gefur vissulega tilefni til að grennslast fyrir um uppruna hennar. Núverandi meirihlutasamstarf byggir á trausti milli aðila! Þetta tilkynnist yður og jafn- framt óskað eftir að þér komið þess- ari yfirlýsingu á framfæri með áber- andi hætti í blaði yðar. Hafnarfirði, 3.9. 1996. sign: Ingvar Viktorsson sign: Valgerður Guðmundsdóttir sigpi: Tryggvi Harðarson sign: Jóhann G. Bergþórsson sign: Ellert Borgar Þorvaldsson sign: Árni Hjörleifsson sign: Ómar Smári Ármannsson Við kjötkatlana Fullyrt hefur verið, að ég hafi setið við kjötkatlana í Hafnarfirði, hvað sem nú átt er við með því. Vegna slíkra fullyrðinga er rétt að skoða aðkomu mína í hafnfirska pólitík. Upphaflega varð ég við áskorunum um þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 1974 og 1978, þar sem ég lenti í 8. og 6. sæti. Þátttöku í verktakastarfsemi hóf ég fyrst 1979. Ég var síðan formað- ur fulltrúaráðs flokksins 1980-1983 að mig minnir og sóttist ekki eftir því, en var skikkaður í starfið. Á þessum árum rak ég fjölskyldufyrir- tækið Verkfræðiþjónustu Jóhanns G. Bergþórssonar hf., en það er nú í eigu móður minnar, bróður og annarra fjölskyldumeðlima. Sem formaður fulltrúaráðsins 1982 tók ég ekki þátt í baráttu um fyrstu sæti listans, en skipaði 20. sætið. Ég var síðan beðinn um að taka 4. sætið við uppstillingu 1986, en þá hafði ég aðspurður sagt, að upp- stillinganefnd mætti nota nafnið mitt hvar sem væri á listanum. Ég tók þannig sæti í bæjarstjórn í júní 1986 og hef starfað þar af miklum áhuga síðan og viljað leggja mitt af mörkum til góðra mála, þrátt fyrir annir á öðrum sviðum. í próf- kjöri í árslok 1989 vegna kosning- anna 1990 sigraði ég með glæsi- brag, þrátt fyrir hremmingar vegna söluskattsdeilna, sem frægt er orð- ið. Núverandi oddviti vann af mér fyrsta sætið fýrir kosningarnar 1994 með 34 atkvæðum, en þá hafði Fórnarlambið (Hagvirki) orðið gjaldþrota og nauðasamningar HK voru nýlega yfirstaðnir. Ákveðnir aðilar innan flokksins höfðu jafn- framt gert að mér nokkra aðför. Ég sóttist ekki eftir þátttöku í stjórnmálum, en tók áskorunum og hafnaði því að hið sjálfskipaða flokkseigendafélag léti mig víkja vegna erfiðleika í fýrirtækjarekstri, eftir að það hafði notið góðs af velgengni fyrirtækjanna fyrr á árum. Ef eitthvað er þá hefur undir- ritaður og fyrirtækin, sem ég hef stýrt, liðið fyrir pólitíska þátttöku, en ekki makað krókinn eða setið að ímynduðum kjötkötlum. Velta í Hafnarfirði var að jafnaði 3-9% af heildarveltu fyrirtækjanna. Rétt er að benda þeim, sem um hafa fjall- að, að á þeim tíma, sem fyrirtækin voru í rekstri, utan júní 1994 til 4. október 1994, sat ég í minni- hluta í bæjarstjórn. Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag sátu í meiri- hluta frá því ég settist í bæjarstjórn- ina. Stuðning þeirra núverandi og fýrrverandi bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, sem lengst hafa starfað með mér að bæjarmálum í Hafnarfirði, tel ég vera besta vitnis- burðinn um málefnaleg störf mín að bæjarmálum í Hafnarfirði. Mörg hundruð þúsund króna stjórnarlaun Því hefur ítrekað verið haldið fram að ég sitji í flestum nefndum bæjarins og hafi þegið mörg hund- ruð þúsund krónur í nefndar- og stjórnarlaun á mánuði hveijum úr sameiginlegum sjóði bæjarbúa. Hið rétta er, að laun fyrir setu í bæjar- stjórn nema 40.950 kr. á mánuði, í bæjarráði 54.600 kr. á mánuði og samkvæmt launaseðli fyrir ágúst- mánuð 1996 nema heildarlaun (þ.e. fyrir framanskráð og öll önnur nefndarstörf í fjórum nefndum) frá áramótum 932.100 kr. eða 116.513 kr. á mánuði. Hér er því enn farið með ótrúlegar rangfærslur. Starfíð í bæjarráði og bæjarstjórn kallar á stöðugar fundarsetur og viðræður við fjölda bæjarbúa og er tímakaup langt undir lágmarkstöxtum. Ég tel líklegt, að allir bæjarfull- trúar, sem sitja í bæjarráði, séu með svipaðar tekjur og ég, og full- yrði, að ekki er ég tekjuhæstur. Höfunur er verkfræðingur, fyrrverandi forsljóri og núverandi bæjarfulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.