Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hugvísindaþing
í Háskólanum
Landsfundur Sjálfstæðisflokks
Tillaga um afnám sjó-
mannaafsláttar felld
„HVAÐ er menning? Hvað er
guð? Hvað er maður? Hvað er
þjóð? Hvað er kirkja? Hvað er
þjóðkirkja? Hvað er tungumálið?
Hvernig virkar það? Hvernig
Iærum við það? Hvers konar sið-
fræði þurfum við í dag? Hvað
býr í bókmenntum? í sögunni?
Hvernig hafa hugvísindi þróast
og hvernig á að miðla þeim?“
Þetta er aðeins brot af þeim
fjölmörgu spurningum sem
starfsmenn guðfræðideildar,
heimspekideildar og stofnana
sem þeim tengjast leitast við að
svara á ráðstefnunni Milli himins
og jarðar. Maður, guð og menn-
ing í hnotskurn hugvísinda sem
haldin verður í aðalbyggingu
Háskóla Islands dagana 18. og
19. október. Þar gefst áhugafólki
um mannleg fræði kostur á að
kynna sér rannsóknir fimmtíu
fræðimanna, guðfræðinga, heim-
spekinga, málfræðinga, sagn-
fræðinga og bókmenntafræð-
inga, sem flylja munu stutt er-
indi, svara spurningum áheyr-
enda og ræða við þá um viðfangs-
efni sín, segir í fréttatilkynningu.
Síðdegis á laugardag verður
efnt til pallborðsumræðna um
stöðu og framtíð hugvísinda.
Þátttakendur verða Sigríður
Anna Þórðardóttir, formaður
Menntamálanefndar Alþingis,
Sigmundur Guðbjarnason, for-
maður Rannsóknarráðs Islands,
Sveinbjörn Björnsson, rektor
Háskóla Islands, Björn Björns-
son, deildarforseti guðfræði-
deildar, Höskuldur Þráinsson,
formaður Vísindanefndar heim-
spekideildar, Astráður Eysteins-
son, formaður Vísindanefndar
Háskólaráðs og Kristján Krist-
jánsson, forstöðumaður Vísinda-
sviðs Rannsóknarráðs Islands,
Guðrún Kvaran, forstöðumaður
Orðabókar Háskólans, stýrir
umræðunum.
Ráðstefnan fer fram í þremur
málstofum og geta því áheyrend-
ur valið úr fjölbreyttu og áhuga-
verðu efni sem á boðstólum verð-
ur. Hún hefst klukkan níu báða
dagana og stendur til fimm, er
öllum opin og aðgangur ókeypis.
NOKKRAR umræður urðu um sjó-
mannaafslátt á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins um helgina. Tillaga
um afnám sjómannafsláttar var í
drögum að ályktun um skattamál
sem lögð var fyrir fundinn. Skatta-
nefnd felldi tillöguna út, en hún var
lögð fram sem sjálfstæð tillaga á
fundinum. Þar var hún felld.
Skiptar
skoðanir
Friðrik Sophusson íjármálaráð-
herra varpaði fram þeirri hugmynd,
við umræður á fundinum, að af-
slátturinn yrði afnuminn hjá sjó-
mönnum nema þeim sem veiða utan
landhelginnar og sjómönnum á
fragtskipum.
Elínbjörg Magnúsdóttir, fisk-
verkakona á Akranesi, sagði úrelt
að stétt sem væri meðal þeirra
tekjuhæstu í landinu væri á ríkis-
styrk og uppskar klapp landsfund-
arfulltrúa fyrir. Hún sagði hug-
mynd fjármálaráðherra algerlega
óraunhæfa. í dag væru sjómenn
látnir taka þátt í að kaupa og leigja
kvóta, en hún sagðist ekki sjá betur
en hugmynd fjármálaráðherra
myndi leiða til þess að þeir yrðu
að borga hann að mestu leyti einir.
Guðmundur Hallvarðsson alþing-
ismaður mótmælti harðlega öllum
hugmyndum um afnám sjómanna-
afsláttar og sagði óviðeigandi að
fjalla um kjaramál einnar stéttar á
landsfundi.
Stefna ber að lækkun skatta
og afnámi undanþága
Hugmyndir um afnám sjómanna-
afsláttar komu einnig til umræðu í
fyrirspurnartíma ráðherra Sjálf-
stæðisflokksins á landsfundinum.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði að þessi afsláttur hefði verið
í gildi í 40 ár og ein af ástæðum
þess að hann var tekinn upp á sín-
um tíma, hafi verið sú að erfitt
hafi verið um vik að fá sjómenn til
starfa á togaraflotanum. „Ýmsum
fínnst ósanngjarnt, að hæst launuðu
menn í þjóðfélaginu, eins og það
er orðað, til að mynda aflamenn á
frystiskipum, skuli njóta slíks af-
sláttar og þá er jafnframt sagt að
í raun sé ríkið að niðurgreiða
vinnslu úti á sjó í samkeppni við
vinnslu í landi. Öll þessi rök eru
fyrir hendi, en það þýðir ekki að
það hafi verið tekin nein ákvörðun
eða verið umræður um að leggja
sjómannaafsláttinn af. íslendingar
eru mjög viðkvæmir fyrir sínum
sjómönnum og vilja hag þeirra sem
mestan. En rök sem líka voru notuð
áður um að mönnum væri bætt upp
hversu lengi þeir væru fjarri sínum
heimilum eiga ekki endilega við í
dag,“ sagði Davíð.
Forsætisráðherra sagði einnig að
þegar fram í sækti þyrfti að endur-
skoða skattalöggjöfina með það
fyrir augum að lækka skatta og
þá þyrfti um leið að leggja af til-
færslur og undanþágur í sæmilegri
sátt allra.
63% vænta meiri kaup-
hækkana en síðast
63% landsmanna telja að svigrúm
til kauphækkana sé meira nú en síð-
ast þegar samið var, ef marka má
niðurstöður skoðanakönnunar sem
Gallup hefur gert. Athygli vekur að
87% sérfræðinga og 65% stjórnenda
telja svigrúm til kauphækkana meira
en síðast en hins vegar eru aðeins
57% bænda og sjómanna, 60%
verkamanna og 43% nemenda sömu
skoðunar.
Af heildarúrtakinu töldu 33,2%
þátttakenda svigrúmið svipað en
3,6% minna en við gerð síðustu kja-
rasamninga.
Meirihluti kjósenda allra flokka
svaraði spurningunni játandi. Tæp-
lega 83% kjósenda Alþýðubanda-
Sími 555-1500
Sumarbústaður
Til sölu góöur ca 50 fm sumarbústaður
í landi Jarðlangsstaða I Borgarfirði.
Eignarland hálfur hektari. Verð: Tilboð.
Garðabær
Stórás
Gott ca 200 fm einbhús auk 30 fm
bílsk. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv.
Skipti möguleg á 3ja herb. íb.
Lyngmóar
Góð 2ja herb. íb. á 2. hæð. Áhv. 3,1
millj. Verð 5,5 millj.
Baughús
Glæsileg ca 90 fm 3ja herb. ib. I tvlb.
með góðu útsýni. Áhv. ca 2,8 millj.
húsbréf. Verð 8,5 millj.
Skipholt
lagsins telja svigrúm til kauphækk-
ana meira en síðast. Um 77% kjós-
enda Alþýðuflokksins og tæp 67%
kjósenda Kvennalistans eru sömu
skoðunar. Tæp 60% framsóknar-
manna og rúm 62% sjálfstæðis-
manna svigrúmið meira nú en síð-
ast.
Eins og að ofan greinir kom fram
mismunandi afstaða eftir starfs-
stéttum og einnig eftir aldri og
kynferði. 70% karla búast við meiri
kauphækkunum en síðast en 56%
kvenna. Þeir sem eru eldri telja
svigrúmið meira en hinir yngri. 74%
þeirra sem eru 55 ára og eldri svör-
uðu spurningunni játandi en tæp
42% þeirra sem eru yngri en 25 ára.
LYNGVIK
FASTEIGNASALA - SÍÐUMULA 33 - SÍMI: 588-9490^
SÍMI 588 9490
Ásvallagata - hæð. Nýkomin í
sölu, mjög falleg ca. 10 fm íbúð á 3.
hæð (efstu) I góðu fjölbýlishúsi. Þrjú
rúmgóð svherbergi, tvær stofur. Útsýni.
Verð 8,7 mlllj. (7598).
Hátún - 3ja. Nýkomin í sölu góð ca
80 fm íbúð á 7. hæð í lyftuhúsi. Mikið
útsýni. Parket. Verð 6,8 millj. (3591).
Skipasund - 3ja. Nýkomin í sölu
góð 70 fm íbúð í kjallara. Gott þríbýlishús.
Áhv. byggingarsj. ca 3,5 millj. Verð 6,3
millj. (3597)
Karfavogur - 2ja. Nýkomin í
sölu ca 50 fm íbúð í kjallara í tvíbýli. Áhv.
húsbréf og byggingarsj. ca 2,7 millj. Verö
4,9 millj. (2599).
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Nýir guðfræðingar
ÞRÍR guðfræðingar útskrifuðust frá guðfræði-
deild Háskóla íslands á laugardag og fluttu
þeir fyrstu predikun sína í kapellu HÍ sama
dag. Guðfræðingarnir þrír eru frá vinstri, Lára
Oddsdóttir, Skúli Sigurður Ólafsson og Anna
Pálsdóttir. Fyrir aftan sitja foreldrar Skúla,
Ebba Sigurðardóttir og herra Ólafur Skúlason,
biskup Islands.
Ný stefna Reykjavíkurborgar
í áfengis- og vímuefnamálum
Starfsmönnum boð-
in meðferð á launum
Góð ósamþ. einstaklíb. ca 48 fm í fjölb.
Verð 2,7 millj.
Hafnarfjörður
Sævangur
Glæsilegt einbhús á einni hæð ca 180
fm auk tvöf. bílsk. Skipti mögul. á
minni eign. Verð 16,0 millj.
Breiðvangur
Mjög góð 5 herb. ca 112 fm íb. á 2.
hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 millj.
Álfaskeið
Einbýlishús á tveimur hæðum með
hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið
endurn. Ath. skípti á lítilli íb.
Reykjavikurvegur
Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Lítið
áhv. Verð 4,3 millj.
Vantar eignir á skrá
Fasteignasala,
|| Strandgötu 25, Hfj.
Árni Grétar Finnsson, hrl.
Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu
mig á níutíu ára afmœli mínu 11. október sl.
GuÖ blessi ykkur öll.
Engilbert Þorvaldsson,
Heiðarvegi 57,
Vestmannaeyjum.
Ásta Þorsteinsdóttir og Ingólfur Guömundsson,
Fornhaga 19, Reykjavík, vilja senda öllum vin-
um og vandamönnum kcerar þakkir fyrir hlý-
hug og rausnarskap vegna 70 og 80 ára
afmœla þeirra i ágúst og september sl.
MeÖ góöum er gott aÖ vera.
Ráðgert að 400 manns sæki námskeiðin
ÞEIR starfsmenn Reykjavíkurborg-
ar sem eiga við áfengisvanda að
stríða eiga nú kost á því að fara í
áfengismeðferð og halda á meðan
launum.
Reykjavíkurborg hefur gefið út
bækling þar sem hin nýja stefna
borgarinnar í áfengis- og vímuefna-
málum er kynnt og einnig eru haf-
in námskeið fyrir stjómendur fyrir-
tækja og stofnana í borgarkerfinu.
Gert er ráð fyrir að alls um 400
manns sæki námskeiðin sem haldin
verða tvisvar í viku til loka nóvem-
bermánaðar.
Alkóhólismi er
sjúkdómur
I inngangsorðum bæklingsins
segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri meðal annars: „Hjá
Reykjavíkurborg er afdráttarlaust
litið svo á að alkóhólismi sé sjúk-
dómur sem hægt sé að ráða við.
Það verður því ekki liðið hjá borg-
inni að starfsmenn séu undir áhrif-
um áfengis eða annarra vímuefna
við vinnu sína — og ætti vitaskuld
hvergi að líðast."
Laun meðan á meðferðinni stend-
ur skulu vera í samræmi við launa-
greiðslur í veikindum og mun réttur
starfsmanns til launa í veikindum
skerðast sem meðferðartímanum
nemur. Gert er ráð fyrir fullri
áfengismeðferð, þ.e. afvötnun og
fjögurra vikna eftirmeðferð. Neiti
starfsmaður, sem greinilega á við
áfengisvandamál að stríða, að fara
í meðferð eða beri meðferðin ekki
tilætlaðan árangur verður honum
sagt upp störfum.